Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 15 Gálgahúmor handa skólafólki Leiklistarfélag Menntaskólans við Hamrahlið: TIL HAMINGJU MEÐ AF- MÆLIÐ WANDA JUNE eftir Kurt Vonnegut. Þýðandi: Ástráður Haraldsson. Leikstjóri: Gunnar Gunnars- son. Leikhljóð: Kjartan Kjartans- son. Lýsing: Gunnar S. Gunnarsson og Einar ö. Gunnarsson. Leikmynd: Myndlistarfélag Menntaskólans við Hamrahlíð. Kurt Vonnegut er stjarna meðal menntafólks í Bandaríkj- unum og víðar, skáldsagnahöf- undur sem skrifar á gáskafullan hátt um alvörumál. Ekki vissi ég að hann hefði samið leikrit. En nú hafa nem- endur Menntaskólans við Hamrahlíð sannfært mig um Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON það með sýningu Til hamingju með afmælið Wanda June. Ef þetta leikrit væri ekki eftir Kurt Vonnegut yrði það eflaust talið marklítið. En sá dómur á ekki rétt á sér vegna þess að leikritið leynir á sér, er skemmtilegt og fullt af notalegri kímni, sumir vildu kannski kalla hana óhugnanlega. Það verður aftur á móti að segja strax í upphafi að hinir áhugasömu nemendur ráða ekki fyllilega við túlkun verksins. Samt áttu þeir góða spretti á áhugavísu. Guðrún B. Erlings- dóttir er glúrin leikkona sem náði á köflum góðum tökum á þeirri Penelópu sem í leikritinu ber nafnið Penelope Ryan. Bene- dikt Stefánsson passaði vel í hlutverk sonarins Paul Ryan. Hina sífullu Mildred lék Áslaug Thorlacius og gerði það af skiln- ingi á persónunni. Svanhildur Óskarsdóttir var hin saklausa Wanda June, nýlátin í bílslysi, og stóð sig vel. Veigamikið hlut- verk Harolds Ryan, fyrrverandi atvinnuhermanns og hetju, var í höndum Karls Axelssonar sem skorti töluvert til að vera sann- færandi fantur. Ingólfur Hjör- leifsson var í nokkrum vandræð- um með hlutverk sitt þótt gervi hans væri gott. Jón Ólafsson, einn af vonbiðlum Penelópu og ir' PH JH I. 4 1 i£t rp •. ». '.1F" * læknir, gerði margt vel í túlkun sinni, en herslumun vantaði. Ryksugusölumaðurinn og von- biðillinn Herbert Shuttle var yfirdrifinn hjá Jóni Rúnari Arasyni. Haraldur Jónsson lék hinn dæmigerða nasista Sieg- fried von Köningswald og var leikur hans þolanlegur, gervið við hæfi. í Til hamingju með afmælið Wanda June hæðist Kurt Vonne- gut að bandarísku samfélagi og dregur inn í mynd sína af því ýmsa þá hluti sem vofveiflegast- ir hafa verið á öldinni, samanber kjarnorkuárásir á Nagasakí. Hann kemst frekar einfaldlega frá efninu með hjálp Hómers. Gálgahúmor er það sem eftir- minnilegast verður. Draugar eru leiddir til vitnis um ágæti himnaríkis, áhorfandinn „sann- færður" um ágæti þess að deyja og komast í eilífa sælu fyrir handan, huggun mörgum að þar er hægt að drekka sig fullan. Það er ekki um að ræða neitt Gullna hlið hjá Vonnegut. Ekki er fjarri sanni að verkið eigi vel við skólafólk og því hefur leikstjórinn, Gunnar Gunnars- son, áttað sig á. Engu að síður hefði margt mátt fara betur í uppsetningunni, en hana verður að dæma eftir leikurunum sem eru byrjendur og fyrst og fremst að skemmta sjálfum sér og skólasystkinum sínum. Sem slíkt nær leikritið takmarki sínu, en út fyrir veggi skólans á það lítið erindi. Trúðar frá Garðabæ Skralli, Malli og Traili leiknir af Aðalsteini Bergdal, Þóri Steingrímssyni og Randver Þorlákssyni. Garðaleikhúsið: GALDRALAND eftir Baldur Georgs. Leikstjóri: Erlingur Gislason. Leikfélögum og leikhópum fjölgar sífellt, nær 'daglega ber- ast fréttir af leikstarfsemi áhugaleikfélaga sem fáir vissu að væru til. Nú hafa áhugamenn um leiklist í Garðabæ bæst í hóp þeirra sem telja að enginn geti verið án leiklistar. Nýstofnað Garðaleikhús efnir til fjöl- skylduskemmtunar með Galdra- landi eftir Baldur Georgs sem glatt hefur marga með Konna sínum. Galdraland er varla leiksýning í venjulegri merkingu. Hér er um að ræða trúðleik eins og við kynnumst í sirkus. Trúðarnir eru vinsælir meðal sirkusgesta, ekki sist barnanna. Eins og leikstjórinn, Erlingur Gíslason, bendir á er ádeila þeirra og skop ekki í anda dægurmála. Þeir fjalla um „megineðlisþætti mannsins sjálfs". Baldur Georgs verður varla talinn eftirminnilegur leikrita- höfundur sé mið tekið af Galdra- landi. Eiginlega er hann að sýna galdra og brögð með verkinu, leyfa áhorfendum að skyggnast inn í þann heim sem hann hefur tileinkað sér og lengi verið trúr. í Galdralandi erum við stödd í sirkus, getum við hugsað okkur. Stjórnandi er Malli, leikinn af Þóri Steingrímssyni, og trúðarn- ir Skralli, leikinn af Aðalsteini Bergdal, og Tralli, leikinn af Randver Þorlákssyni. Ekki er beinlínis hægt að segja að boðið sé upp á nýstárleg atriði, en gamalkunn brögð eru sýnd með góðum árangri. Einkum er það yngsta kynslóðin sem verkið höfðar til. Meðal annars er spennandi atriði með draugi sem hrellir þá félaga, Malla og Skralla. Trúðarnir eru eins og á upp- talningu má sjá í höndum kunnra leikara. Aðalsteinn Bergdal, Skralli, er vegna þeirr- ar einfeldni sem hann túlkar og hve vel hann gerir það, eftirlæti ungra áhorfenda. Gaman var einnig að sjá Randver Þorláks- son í hlutverki Tralla, en hann hefur áður skemmt börnum svo að margir muna. Þórir Stein- grímsson er kunnari fyrir leik- stjórn en leik, en hann var hinn röggsamasti stjórnandi. Galdraland er þokkaleg fjöl- skylduskemmtun, einkum við hæfi hinna ungu. Maður veit aftur á móti ekki hvað hún boðar um fíamtíð Garðaleikhússins. Garðbæingar í leikarastétt þurfa að láta meira að sér kveða í eigin leikhúsi til þess að eftir verði tekið og raunverulegar kröfur gerðar til þeirra. En hér er á ferð byrjun sem kannski getur orðið meira með tímanum. Æfingar í Oman FALLEGT OG STERKT Washiniílon. 12. febrúar. AP. BANDARÍSKA landvarna- ráðuneytið staðfesti í«rm- lega í dag fréttir um að Bandarikjamenn muni halda æfingar i fjarskiptum „í smáum stíl“ í Oman ásamt herafla iandsins síðar i þess- um mánuði. Þetta eru fyrstu æfingar af þessu tagi í Oman og Rússar og marxistastjórnin í Suður- Jemen hafa harðlega gagn- rýnt fréttirnar um þær. Rúss- ar fordæmdu æfingarnar á þeirri forsendu, að þær væru liður í hernaðarráðstöfunum Bandaríkjamanna gegn þjóð- um heimshlutans. Talsmaður Pentagon sagði hins vegar, að bardagasveitir yrðu ekki sendar til Oman, aðeins menn, sem mundu starfa með herafla Oman, en ekki sem ráðunautar. At'ía.YSIV.ASIMINN F.R: ..... JRorounblfibib Þú getur valið um 11 gerðir eldhúsa frá NOREMA í mismunandi verðflokkum. Allar eiga þær það sameiginlegt, að vera fallegar og sterkar. Við gerð þessara innréttinga hefur verið lögð sérstök áhersla á að þær þyldu mikla notkun. Við veitum þér allar ráðleggingar og gerum þér verðtilboð þér að kostnaðarlausu og án nokkurra skuldbindinga. Hringdu eða komdu, og fádu iitprentaðan bækling frá Norema innréttingahúsió BIIMOREMA Háteigsvegi 3 Verslun sími 27344

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.