Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.02.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1981 HÖGNI HREKKVÍSI , | I /-»/ © 1981 ' McN»ught Synd , Inc ;ih mu 'kmmmwmmmm1 love 75... ... að horfa á nú- tíma list i staö þess ad sjá Vilány keppa. TM R«g U S Pat Off ail rights res«rv«d • 1978 Los Angeies Times Syndicate Bcnni. Benni. — Við verðum að flýta okkur til tannla-knisins, drengur! Nei. — Þú Retur ekkert fenKÍð. þú sem ert í meitrun. maður! COSPER l»ú eyðilegKur verkið ef þú drciíur eitt pensilfar í viðbót! Gef oss vort land InBjaidur Tómasson skrifar: „StjórnmálasaRa Póllands, bæði fyrr og síðar, er með athyglisverð- ustu kapítulum í sögu Evrópu. Hvað eftir annað hafa jafnvel andsnúin erlend öfl sameinast um að skipta landinu á milli sín með hervaldi. Þessi erlendu kúgunaröfl hafa svo fleytt rjómann af af- rakstri þjóðarinnar og pólsk al- þýða þess vegna oft orðið að þola ólýsanlegar hörmungar. Nauðsynjar íást ekki jafnvel þótt peninK- ar séu í boði Nú einu sinni enn hefir pólsk alþýða risið upp til andstöðu gegn erlendum kúgurum og innlendum leppum þeirra. En nú eru það ekki lénsherrar miðalda sem við er að kljást, heldur rússasósíalískir nú- tímalénsherrar. Stórathyglisverð- ar fregnir hafa nú borist frá þessu langhrjáða landi um „stjórn" kommúnista-í 40 ár. Einn hátt- settur „Samstöðu“-maður gaf þá yfirlýsingu, að þjóðin væri búin að lifa í lyga- og blekkingahjúp yfirvalda of lengi, og nú væri hún staðráðin í að binda endi á hið svívirðilega framferði hinna spilltu yfirvalda. Mismunur launa er gífurlegur í landinu og það sem ve/ra er, nauðsynjar, s.s. kjöt og margt fleira, fást ekki, jafnvel þótt peningar séu í boði. (Þannig er það alls staðar, jafnvel í bestu landbúnaðarlöndum heims, þar sem kommúnistar hafa læst krumlum sínum um allt frelsi og frjálst framtak.) Reknir úr emha'ttum vegna uppljóstrana „Samstöðu“ Valdastéttirnar (kommúnistar) vaða í öllum hugsanlegum lysti- semdum. Þær hafa sérstök skemmtihús, sérverslanir með sérvörur og sérverð. Þær hafa sínar sumarhallir og lúxus á öllum sviðum, svo jafnvel vestrænir auð- jöfrar þekkja ekki annað eins. En öll þessi sérréttindi eru þessum rumpulýð ekki nóg, hann þarf líka að stela stórupphæðum úr sjálfs- hendi, eða úr sameiginlegum sjóði þjóðarinnar. Þetta hefir sannast í Póllandi nú og fjölmargir sósíal- stórþjófar hafa verið reknir úr embættum vegna uppljóstrana „Samstöðu". Ingjaldur Tómasson Hættir við að fram- kvæma sósíalisma Það virðist nú vera komin upp sú staða víða í sósíalísku ríkjun- um, að almenningur og jafnvel stjórnendurnir eru farnir að eygja haldleysi og auðvirðileika hins sósíalíska hagkerfis. Sú fregn heyrðist nýlega, að ráðamenn eins sósíalísks ríkis hefðu gefið þá yfirlýsingu, að þeir væru hættir við að framkvæma sósíalisma í iandi sínu. Ættu að reisa henni ve?íle>ían minnisvarða Hvað um menningarbyltinguna í Kína? Mikil gleðialda leið yfir gjörvallt íslenska sósíalið þegar sú bylting stóð yfir. Nýjasta fregn frá Kína er um bullandi atvinnu- leysi þar. Ég verð að lýsa aðdáun minni á ekkju Maós. Þar er kona á ferð sem þorir að standa uppi í hárinu á kvölurum sínum. Eigin- lega ættu íslenskar rauðsokkur að reisa henni veglegan minnisvarða. Öllum ráðum er beitt Kegn innlendri orkubeislun Hvað um sósíalríkisbáknið hér? Á meðan sósíalstefnan í heimin- um er augljóslega að syngja sitt síðasta, leggja íslensk stjórnvöld ofurkapp á framkvæmd sósíalism- ans hér á landi. Stjórnarstefnan er nú einn stórfelldur feluleikur, og segja má að núverandi stjórn- arherrar hafi sett landsmet í blekkingaráróðri og það sem verst er, þeim virðist hafa tekist að veiða stóran hluta þjóðarinnar í blekkingarnet sitt og alls óvíst hvenær honum tekst að rífa sig úr því. Magnað er gerningaveður um ýmis „áhugamál" í blekkingar- skyni og til að fela fyrir þjóðinni hið raunverulega ástand, efnalegt og andlegt gjaldþrot. Mál eins og Gervasoni, Helguvík, kjarnorku- geymslur hér, álversfjársvik, Flugleiðir, áætlanir um iðnaðar- uppbyggingu, eru blásin upp, með- an öllum ráðum er beitt gegn allri innlendri orkubeislun. Og fleira mætti nefna í sama dúr. Þó vantar alltaf stórfé í hítina Eitt er það þó sem stjórnin hefur unnið að með miklum áhuga og svo sannarlega með ógnvekj- andi árangri. Nýjar ríkisstofnanir þjóta upp eins og gorkúlur á haug og tryggum fylgismönnum smalað í þær. Öflun gjaldeyris til að 11 Þessir hringdu . . . Þá er ég húmor- lausasta mann- eskja landsins H.P. hringdi í Velvakanda og sagðist vilja vekja athygli á því að ekki væri víst að allir hefðu tekið eftir því, hvernig Bragi Kristjónsson gerir grín að forráðamönnum Alþýðu- bandalagsins og ritstjórum Þjóðviljans í þætti sínum um útvarp og sjónvarp í Mbl. á laugardaginn. — Ég get a.m.k. ekki skilið greinina öðruvísi en hún sé skrifuð í öfugmælastíl og undir rós, en ég er hrædd um, að það hafi farið fram hjá mörgum lesendum, því að þeir eru ekki vanir slíkum stíl í dagblöðum. Vil ég ekki síst benda Braga Kristjónssyni á þetta. Máli mínu til stuðnings vil ég einungis benda á, að Bragi talar um hina alkunnu þröngsýni Kjartans Ólafsson- ar sem „gáfuleg skrif“ og hina „djúpu þanka" Einars Karls Haraldssonar. Ef þetta er ekki grín, þá er ég húmorlausasta manneskja landsins. Munið eftir Hraunhólum Kona. sem býr við Hraun- hóla í Garðabæ og sagðist taka undir með „íbúa í Garðabæ" og fagna því, hvað snjómokstur gengi rösklega fyrir sig í Garða- bæ. — En þetta nær ekki yfir allt bæjarfélagið. Og ég vildi nota þetta tækifæri, Velvakandi góður, til að minna yfirvöld bæjarins á götu sem heitir Hraunhólar. Ég hef búið við þessa götu í þrjú ár og á þeim tíma hefur hún verið mokuð einu sinni, eða kannski tvisvar og það bara af því að við báðum um það, komumst ekki lengur út úr götunni. Hún virðist einhvern veginn hafa verið utanveltu í kerfinu. En ég bendi á, að innst við Hraunhóla er Hjálparsveit skáta með aðsetur sitt og vissulega gæti það verið bagalegt og tafið fyrir aðgerð- um, ef eitthvað kæmi fyrir og bregða þyrfti skjótt við. En eins og ég sagði áðan, þá er ég afskaplega ánægð að öðru leyti með það, hvernig yfirvöld hér standa að snjómokstri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.