Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981
Götur í Reykjavík illa farnar:
Vaíasamt að 800 milljónir
gkr. dugi til viðgerðanna
„NÁKVÆM úttekt á skemmdum
á slitlaKÍ hefur ekki farið fram
ennþá, en að svo miklu leyti sem
við sjáum. eru götur í borginni
mjög illa farnar, verr en venju-
legt er,“ sagði Ingi Ú. Magnússon
Katnamálastjóri Reykjavíkur-
bor^ar í samtali við MorKunblað-
ið í K®r.
Snjó er nú sem óðast að taka
upp, og virðast götur illa farnar,
og jafnvel hættulegar umferð sé
ekki gætt ítrustu varkárni. Gatna-
málastjóri sagði, að þegar kæmi
fram í apríl væri tekinmn saman
listi yfir götur með slitlagi, og
viðgerðir síðan ákveðnar eftir
Heimildarmannamálið:
Skorast undan
frekari rann-
sóknarlögreglu-
stjórastörfum
í málinu
Heimildarmannamálið svo-
nefnda er enn á rannsókn-
arstigi og í K*r gerðist það í
málinu að Hallvarður Ein-
varðsson rannsóknarlög-
reKlustjóri sendi Þórði
Björnssyni ríkissaksóknara
rannsóknargtiKnin til athug-
unar ok ákvörðunar ok skor-
aðist jafnframt undan frek-
ari rann.sóknarlögreKlustörf-
um i málinu með skirskotan
til laga.
Morgunblaðið snéri sér í
gær til Hallvarðs Einvarðs-
sonar og spurði um mál þetta.
Hallvarður sagði: „Vegna
þeirra ummæla og athuga-
semda, sem fram koma í
greinargerð ríkissaksóknara
til Hæstaréttar um rannsókn
þessa máls hef ég sent rann-
sóknargögn Rannsóknarlög-
reglu ríkisins í máli þessu til
ríkissaksóknara til athugunar
og ákvörðunar. Af sömu
ástæðum hef ég skorast undan
frekari rannsóknarlögreglu-
stjórastörfum í máli þessu."
Sjá viðtal við Hallvarð
Einvarðsson á bls. 16.
Götur i Reykjavík eru viða illa farnar eins og sést á þessari mynd, og
gatnamálastjóri telur vafasamt að þær 800 milljónir gkr. sem áætiað
var að verja til viðgerða í sumar, duKÍ, enda hefur veturinn verið
óvenju harður og umhleypingasamur. ljóhri. Emiiia.
Sterling f ær leyfi til
leiguf lugs í sumar
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hef-
ur samþykkt 12 ferðir danska
flugfélagsins Sterling milli ís-
lands og Danmerkur næsta
sumar. Áður hafði meirihluti
flugráðs fjallað um málið og féllu
atkvæði þar þannig, að 4 voru
meðmæltir leyfisveitingunni en 1
var á móti. Það er ferðaskrifstof-
an Samvinnuferðir-Landsýn, sem
leigir vélar frá Sterling í þessar
ferðir og er um svonefndar „fjöl-
ferðir“ að ræða.
Morgunblaðinu tókst ekki að ná
í forsvarsmenn Flugleiða vegna
þessa máls í gær, en Eysteinn
Helgason, framkvæmdastjóri
Samvinnuferða, sagðist vera
ánægður með, að flugmálayfirvöld
skyldu vera sammála Samvinnu-
ferðum-Landsýn um að íslend-
ingar ættu að fá tækifæri til að
ferðast til annarra landa á sam-
bærilegu verði og aðrar þjóðir.
Hins vegar ylli það áhyggjum að
Flugleiðir skyldu ekki vera sam-
keppnisfærar. „Auðvitað viljum
við helzt verzla við innlend fyrir-
tæki sé þess nokkur kostur, en við
höfum skyldur við okkar við-
skiptavini og því var þessi samn-
ingur gerður við Sterling," sagði
Eysteinn Helgason.
Mikil loðnuveiði
og nokkur
búin með kvótann
skip
GÓÐ loðnuveiði var um helgina
og er nú eftir að veiða um 27
þúsund tonn af loðnu af þeim 70
þúsund tonnum sem eftir voru
þegar veiði á loðnu til hrogna-
töku og frystingar hófst. Þrjú
skip höfðu í gær fyllt kvóta sinn,
en 28 skip fengu leyfi til veiða á
því magni. sem leyft var að veiða
til viðbótar áður ákveðnum
kvóta.
í síðustu viku fékkst talsvert af
loðnu vestan við Vestmannaeyjar,
en ekki töldu sjómenn, að þar væri
mikið af loðnu á ferðinni. Um
helgina hefur bætzt í þá göngu og
gengu veiðarnar vel, enda var gott
veður og stutt í iand með aflann. í
gær var orðin löndunarbið sums
staðar og frystihús næst veiði-
svæðinu höfðu varla undan. Mestu
hefur verið landað í Eyjum, en
einnig á Suðurnesjum og Faxa-
flóahöfnum. Þá hafa nokkur skip
farið til heimahafna fyrir austan
land og vestan.
Frá því síðdegis á föstudag þar
til síðdegis í gær tilkynntu eftir-
talin skip afla til Loðnunefndar:
Föstudagur: Eldborg 1450,
Grindvíkingur 800, Jón Kjartans-
son 1100, Svanur 550, Ársæll 440,
Guðmundur 750. Samtals á föstu-
dag 7.560 tonn.
Laugardagur: Bergur 450, Hilm-
ir II 500, Fífill 600, Sigurður 1100,
Sæberg 550, Súlan 620, Dagfari
450, Þórshamar 250, Gísli Árni
130. Samtals 4.640 tonn.
Sunnudagur: Ljósfari 530,
Magnús 500, Gígja 650, Bjarni
Ólafsson 770, Gullberg 500, Seley
400, Gísli Árni 500, Víkingur 1100,
Júpiter 850, Þórður Jónasson 460,
Huginn 500, Börkur 1000, Ársæll
400, Hilmir II 470, Bergur 500,
Hafrún 640. Samtals 9.770 t.onn.
Mánudagur: Krossa.nes 500,
Grindvíkingur 850, Súlan 400,
Svanur 500, Óli Óskars 1000,
Eldborg 1400, Magnús 500, Þórs-
hamar 500, Þórður Jónasson 450.
Samtals 6.120 tonn.
Margeir gerði
jafntefli
við Gipslis
MARGEIR Pétursson er nú i
sjöunda til niunda sæti á skák-
mótinu i Tallinn i Eistlandi, eftir
átta umferðir, ásamt skákmönn-
unum Nei og Bagirov. Gipsiis er
enn efstur, hefur 5,5 vinninga
eftir 8. umferð. í öðru sæti eru
svo eftirtaldir. allir með 5 vinn-
inga: Tal, Gufeld, Kiarner, Vogt
og Bronstein.
Á laugardaginn tefldi Margeir
við Vogt, sem er frá Austur-
Þýzkalandi, og tapaði. Margeir
hafði hvítt og tókst ekki að byggja
upp sókn gegn Þjóðverjanum, sem
tók hraustlega á móti. Gaf Mar-
geir skákina eftir 31 leik.
Á sunnudag tefldi Margeir svo
við efsta mann mótsins, Gipslis,
og endaði skákin með jafntefli
eftir aðeins 12 leiki.
honum. Ingi sagði erfitt að segja
til um hve margir kílómetrar
væru lagðir í viðgerðir á ári
hverju, enda skemmdirnar mjög
breytilegar. Sums staðar væri
aðeins um holufyllingu að ræða,
annars staðar nýtt slitlag ofan á
gamalt, og á enn öðrum stöðum
bæði holufylling og slitlagslagn-
ing. í fyrra kostuðu gatnaviðgerð-
ir í Reykjavík um 600 milljónir
gamalla króna, og á þessu ári er
áætlað að verja til þeirra 800
milljónum gkr. „En vafasamt
verður að teljast, að það verði
nóg,“ sagði gatnamálastjóri, „mið-
að við það sem okkur sýnist um
ástand gatnanna nú, enda hefur
veturinn verið óvenju harður og
umhleypingasamur."
Einvígið í skák:
Friðrik kannar
aðstæður á Ítalíu
Meranó, 16. marz. AP.
FRIÐRIK ólafsson. forseti Al-
þjóðaskáksambandsins, kynnti
sér i dag aðstæður i baðstrandar-
bænum Meranó á Ítalíu. sem er
ein þriggja borga er sótt hefur
um að halda einvígið um heims-
meistaratitilinn í skák.
Friðrik hefur áður kynnt sér
aðstæður í Las Palmas, en auk Las
Palmas og Meranó, hefur Skák-
samband Islands falast eftir ein-
víginu til Reykjavíkur.
Friðrik Ólafsson vildi ekkert
láta eftir sér hafa um aðstæður í
Meranó, en búist er við, að Al-
þjóðaskáksambandið tilkynni síð-
ar í vikunni hvar einvígi þeirra
Anatoly Karpovs og Viktor Korch-
nois fer fram.
Korchnoi kemur
á afmælishátíð
Taflfélagsins
ÁSKORANDINN Viktor
Korchnoi verður gestur Tafl-
félags Reykjavikur i sam-
bandi við sérstaka 80 ára
afmælishátíð TR 21.—23. apr-
íl nk. Korchnoi, sem síðar á
árinu teflir einvígi við Anat-
oly Karpov um heimsmeist-
aratitilinn i skák, mun tefla
þrjú fjöltefli hérlendis; eitt
við félagsmenn TR, annað við
bankamenn og hið þriðja
verður klukkufjöltefli, sem
unnið er að að verði í sjón-
varpssal og mun áskorandinn
þar tefla við 7—8 landskunna
skákmeistara úr öllum lands-
hlutum.
TR hefur þegar minnzt af-
mælisins í sambandi við firm-
akeppni félagsins og Skákþing
Reykjavíkur og í næsta mán-
uði kemur út afmælisútgáfa
félagsblaðsins Hróksins og
sérstakt afmælisrit kemur út í
haust.
í undirbúningsnefnd afmæl-
ishátíðarinnar og heimsóknar
Korchnois eru: Guðfinnur R.
Kjartansson, formaður TR,
Einar S. Einarsson, Einar
Guðmundsson, Hólmsteinn
Steingrímsson og Högni
Torfason.
Synjað um útflutn-
ingsleyfi á salt-
f iski til Grikklands
Við hvað eru mennirnir hræddir?
spyr Jóhanna Tryggvadóttir Bjarnason
VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ hef-
ur synjað Jóhönnu Tryggvadótt-
ur Bjarnason um útflutninKsleyfi
á 100 tonnum af blautverkuðum
saltfiski til Grikklands. Stefán
Gunnlaugsson i viðskiptaráðu-
neytinu sagði í gær, að synjunin
væri grundvölluð á samþykkt
Landssambands islenzkra útvegs-
manna og að höfðu samráði við
sölusamtök og framleiðendur.
Mbl. ræddi í gær við Jóhönnu
Tryggvadóttur um mál þetta og
sagðist hún telja, að viðskiptaráð-
herra hefði með þessari ákvörðun
orðið ómerkur orða sinna. Hún
sagði, að tveir starfsmenn i við-
skiptaráðuneytinu, Björgvin Guð-
mundsson og Stefán Gunnlaugs-
son, hefðu sagt sér, að Tómas
íslenzkur sjómaður
týndur í Þýzkalandi
LÖGREGLAN í Þýzkalandi leitar
nú islenzks sjómanns, sem sakn-
að hefur verið siðan á föstudag-
inn.
Sjómaðurinn, sem er 21 árs
gamall Reykvíkingur, er skipverji
á togara, sem landaði afla í
Cuxhaven í Þýzkalandi í síðustu
viku. Togarinn átti að láta úr höfn
sl. föstudagskvöld en þá kom
maðurinn ekki til skips. Togarinn
beið fram á laugardag en lét þá úr
höfn enda hafði ekkert spurst til
skipverjans. Haft var samband við
íslenzka ræðismanninn og lögregl-
una, sem hóf strax að grennslast
fyrir um sjómanninn.
Arnason, viðskiptaráðherra, væri
tilbúinn að veita henni útflutn-
ingsleyfi fyrir þessum 100 tonnum
af saltfiski, ef hún fengi hærra
verð, en Sölusamband ísl. fisk-
framleiðenda. Henni hefði tekizt
að hækka verðið verulega umfram
samninga SÍF og prufusending,
sem fór til Grikklands í febrúar
með leyfi ráðherra, stóðst grískt
gæðamat. Þrátt fyrir þetta hefði
ráðherrann nú neitað henni um
útflutningsleyfið.
„Þá hef ég ekki nokkra trú á því,
að stjórn LIÚ hefði tekið afstöðu
gegn 50% hærra hráefnisverði, ef
málið hefði verið lagt fyrir stjórn
LÍÚ á réttan hátt,“ sagði Jóhanna.
„Ég borga 4,98 kr. fyrir hvert kíló
af 1. flokks þorski slægðum með
haus, en núgildandi hráefnisverð
frá 1. marz er 3,32 kr. á kíló. Mitt
verð er því 1,66 kr. hærra, en
greitt er í dag. Þessir menn skilja
ekki hvernig ég ætla að fara að
þessu og þeir þora ekki að sjá
árangurinn. Hver er hættan við að
leyfa mér að flytja út 100 tonn af
saltfiski til Grikklands, við hvað
eru mennirnir hræddir," spurði
Jóhanna Tryggvadóttir Bjarnason
að lokum. Umrædd 100 tonn áttu
að vera fyrsta sendingin í 10—20
þúsund tonna samningi á ári við
kaupendur í Grikklandi.