Morgunblaðið - 17.03.1981, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.03.1981, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 Ingvar Sigurgeirsson námstjóri: A ferð um Evrópu: Pólland 8œrínn Lowicz er oft kaMdCur '’höfuBstaíiK þjóðháHonna'' vegna þe$í hve íbúarnir hafa haldíS fost f forno þjóösiSi. Marg'tr þeirra nota póiska þjóöbóningínn enn á okkar tfmum sem hversdogsföt. • Konnosf þú vi5 minjasöfn ó fslandi? • Hvers vegno viljo menn vorSveíta gomla síöi, byggingor og menníngu? • HvoBo rá6 hafa menn til o5 vorfSveíta forna atvinnuhœtti og vinnubrögö? • Aflaöu þér upplýsinga og geröu somanburö ó pólsku og fslensku: * þjóöbúningonum - þjóösöngvunum - þjóBdönsunum • Hvernig er þetta f öörum Evrópulöndum? Eiður Guðnason alþingismaður ritar í Morgunblaðið 11. mars viðamikla grein um námsefni í samfélagsfræði handa _ 11 ára börnum og nefnist hún Á ferð um Evrópu: Pólland. Eiður kveðst hafa lesið bókina spjaldanna milli og telur margt af því sem þar er sagt orka tvímælis. Hann gagn- rýnir nokkur atriði í framsetningu bókarinnar en þó einkum það sem ósagt er látið. Sumar ábendingar Eiðs eru að nokkru réttmætar en mun fleiri eru byggðar á misskilningi eða stafa af ónógum upplýsingum og verða báðir aðilar, Eiður og að- standendur bókarinnar, að skipta með sér sök hvað það snertir. Að endurskoðun námsefnis og kennslu í samfélagsfræði á grunnskólastigi vinnur starfshóp- ur sérfræðinga og starfandi kenn- ara. Undirritaður, sem hefur um- sjón með samningu námsefnis í samfélagsfræði fyrir 4.-9. bekk grunnskóla á vegum menntamála- ráðuneytisins, telur það skyldu sína að svara athugasemdum Eiðs Guðnasonar. Sumum ákúrum hans er auðvelt að svara — annað er verra við að eiga, einkum hvernig Eiður reynir með nokkr- um velþekktum brögðum áróðurs- mannsins að gera efni það sem hann gagnrýnir tortryggilegt. Vandrataður meðalvegur Framsetning námsefnis er mik- ið vandaverk, einkum þó þegar leitast er við að lýsa lífi fólks og umhverfi eins og gert er í náms- efni í samfélagsfræði. Þar hlýtur ætíð margt að orka tvímælis og meðalvegur vandrataður í mörg- um tilvikum. í þessu efni er fátt um einhlítar, afdráttarlausar lausnir. Þess verður að sjálfsögðu að gæta sérstaklega að námsefnið sé ekki ofvaxið skilningi barn- anna. Það er þýðingarlaust að fjalla þar um þætti sem nemendur hafa engar forsendur til að skilja. Um námsefnið Bókin Á ferð um Evrópu: Pól- land er bráðabirgðaútgáfa. Hún var fyrst gefin út árið 1978 en síðan endurútgefin 1980, m.a. vegna óska frá fjölmörgum kenn- urum. Mikill áhugi var á að auka efni bókarinnar við þessa endurút- gáfu, einkum þann kafla hennar sem fjallar um Iandbúnað, en fjárskortur réð því að ekki var í það ráðist (til skýringar skal þess getið að endurskoðun námsefnis er háð árlegum fjárveitingum á fjárlögum og einnig má geta þess að Eiður Guðnason hefur verið formaður fjárveitinganefndar). Var bókin því endurprentuð óbreytt að öðru leyti en því að hún var bundin inn en hafði áður verið á lausum blöðum. Það eru mistök að nefna það ekki sérstaklega á kápu að hér sé um að ræða endurprentun á eldri bók. Þessa er hins vegar getið í kennsluleiðbein- ingum þeim sem fylgja bókinni en þær eru afar þýðingarmikill hluti af þessu efni og verður raunar að gera þá kröfu að námsefni og kennsluleiðbeiningar séu skoðuð í samhengi. Bókin Á ferð um Evrópu: Pól- land er ætluð 11 ára nemendum og er hún hluti af námsefni 5. bekkjar grunnskóla. Samfélags- fræðinámsefninu er skipt í eining- ar og eru eftirfarandi ætlaðar 5. bekk: 1. Yfirlit um Evrópu. (Einkum tengsl Islands við önnur Evr- ópulönd, höf og fiskveiðar, landslag, gróðurfar, hráefni, þéttbýli o.fl.) 2. Pólland. 3. Rínarlönd (einkum Þýskaland). 4. Miðjarðarhafslönd (einkum ít- alía). 5. Norðurlönd. Hugmyndin er að nemendur beri saman þessi landsvæði, m.a. athugi þeir lífshætti fólksins, um- Svar við gagnrýni Eiðs Guðna- sonar, alþingis- manns hverfi, atvinnuvegi og menningu. Einnig er lögð rík áhersla á verkefni með kort. Lokið er samningu tveggja fyrstu eininganna sem nefndar eru í yfirlitinu hér að ofan, en unnið er að hinum þremur nú um þssar mundir. Gefnar hafa verið út tvær námsbækur: Á leið til Evrópu og Á ferð um Evrópu: Pólland. auk kennsluleiðbeininga og verkefna. Það efni sem Eiður ræðir í grein sinni er fimmtungur af því námsefni sem fyrirhugað er í samfélagsfræði fyrir 5. bekk grunnskóla og meðan svo varir að aðeins hluti efnisins hefur verið gefinn út nota kennarar gamalt efni samhliða. I namsefninu Á ferð um Evrópu: Pólland er einkum fjallað um eftirtalda þætti: Strönd, höfn, hafnarskil- yrði. — Gdansk. — Nýtt umhverfi, erlend borg. — Landbúnaður í Póllandi. — Sveitaþorp í Póllandi. - Heimsstyrjöldin síðari og áhrif hennar í Póllandi. — Hernámsár- in á Isiandi. — Áhrif styrjalda og ófriðar. — Varsjá. — Iðnaður í Póllandi. — Þekktir Pólverjar. Að vekja nemend- ur til umhugsunar í þeim tveimur bókum sem út eru komnar fyrir 5. bekk er gerð tlraun til að glæða efnið lífi með því að byggja það upp í kringum lýsingu á ferð íslensks drengs með farskipi til Póllands. Tilgangurinn er vitaskuld sá að nemendur setji sig í spor drengsins og kynnist þannig landi og þjóð. Þessi háttur hefur þann ótvíræða kost að auðvelt er að vekja margvíslegar spurningar sem ella væri erfitt að fá fram. Þetta auðveldar einnig samanburð, en rík áhersla er lögð á að nemendur beri saman mis- munandi lífshætti, athugi t.d. hvað er líkt og hvað ólíkt á Islandi og í Póllandi. Þetta leiðir að sjálfsögðu til þess að námsefnið verður lengra en ella væri og framsetning sérstaklega vanda- söm ef hún á að vera trúverðug. í ljós hefur komið að þessi leið er mjög vænleg til að vekja áhuga barnanna. Það verður einnig að taka skýrt fram að námsefni í samfélags- fræði er ekki ætlað að gefa í öllum tilvikum afdráttarlaus svör og skýringar á öllum hlutum. Veröld- in kemur mönnum -mismunandi fyrir sjónir — þeir túlka hana á ólíkan hátt. En þótt samfélag manna sé með þeim hætti að ekki verði gefnar endanlegar skýringar á öllu er ekki þar með sagt að það hafi ekki gildi að leiða hugann að orsökum og afleiðingum, bera saman og skoða frá ólíkum sjónar- hornum. Þessu hlutverki er náms- efni í samfélagsfræði ætlað að gegna — þess vegna er spurning- um beint til nemenda og leitast við að vekja þá til umhugsunar og þeir hvattir til að leita eigin skýringa þegar við á. Þetta er í fullu samræmi við megintilgang náms í samfélagsfræði en honum er lýst svo í samfélagsfræði- námskrá fyrir grunnskóla, bls. 10: Búa nemendur undir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi; að takast á við þau vandamál sem bíða þeirra í lífinu svo þeir geti einir eða í samvinnu við aðra tekið ábyrgar ákvarðanir sem varða þá sem einstaklinga og samfélagið í heild. — Nemendur öðlist þekkingu á umhverfi sínu og þeirri veröld sem þeir lifa í og sögu hennar; mis- munandi félagslegum aðstæðum og umhverfi; gerð íslensks þjóðfé- lags fyrr og nú; grundvallarregl- um í samskiptum manna. — Nemendur verði færir um að afla sér upplýsinga um samfélag- ið, vega þær og meta og draga skynsamlegar ályktanir einir og í samvinnu við aðra.“ Skal ég nú víkja að einstökum athugasemdum Eiðs Guðnasonar og svara þeim: Prins Polo og Þjóðviljinn Fyrst skal staldra við „óhlut- dræga" lýsingu Eiðs á uppbygg- ingu bókarinnar en þar segir hann m.a. án frekari skýringa: „Þá eru þar og úrklippur m.a. úr barna- blaðinu Æskunni og Þjóðviljan- um.“ Skyldi það vera einber tilvilj- un að Eiður sér ástæðu til að greina iesendum Morgunblaðsins frá því að í þessari ágætu bók séu blaðagreinar úr Þjóðviljanum. Að vísu stendur það hvergi í bókinni að þessar greinar séu úr því blaði en aðstandendum bókarinnar láð- ist að geta þess. En þar sem ég þykist vita að fæstir lesenda hafi bókina Á ferð um Evrópu: Pól- iand undir höndum sé ég ástæðu til að geta þess að þessar greinar eru tvær. Heitir önnur Listaverk úr salti, þar sem fjallað er um saltnámuna í Wieliczka en hin Þar sem annar helmingurinn af þjóðarrétti íslendinga er fram- lciddur og fjallar sú grein um framleiðslu á Prins Polo súkku- laðikexi. Ef Eiður Guðnason hefði haft aðrar námsbækur í samfé- lagsfræði undir höndum hefði hann komist að raun um að þar er að finna blaðagreinar úr öðrum dagblöðum en Þjóðviljanum — meira að segja eina bók með tveimur greinum úr Morgunblað- inu. Tilgangur þess að nota blaða- greinar í námsefni er margþættur. M.a. felst í þessu hvatning til nemenda að leita í dagblöðum að greinum sem tengjast námsefn- inu. Um þessar mundir birtast títt greinar um pólsk málefni og kemur það sér að sjálfsögðu vel fyrir nemenduf og kennara. Gott vegakerfi? Eiður gerir sérstaka athuga- semd við eftirfarandi orðaskipti á bls. 19 í bókinni Á ferð um Evrópu: Pólland: „„En er þetta ekki geysilega langt inni í landi?" spurði ég. „Jú, vegalengdin er um það bil 500 km en vegna þess hve vegakerfið hér er gott ökum við það á einum degi,“ svaraði Lilja. „Við getum stansað í 3—4 daga, skoðað Varsjá og komið aftur til Gdansk áður en skipið þitt lætur úr höfn.““ (Tilvitnun lýkur). Eiður spyr hverju svona fullyrð- ingar þjóni. Því er auðvelt að svara. Hér er verið að gefa tilefni til að skoða kort og mælikvarða þess, athuga leiðina, hvað kortið segir um landslagið sem farið er um o.s.frv. Jafnframt er með þessu verið að reyna að fá nem- endur til að setja sig í spor fólksins — fá þá til að ímynda sér að þeir séu sjálfir að fara í þetta ferðalag. Þetta skýrist vel ef lengra er lesið. Framhald ofan- greindra orðaskipta úr bókinni er svo sem hér greinir: „„Ég veit að Óli frændi þinn gefur þér góðfúslega leyfi til að fara með okkur," sagði Lilja um leið og hún bjó um mig í litlu stofunni þeirra. Daginn eftir vaknaði ég við að Marta litla var að reyna að vekja mig með því að babla eitthvað á pólsku. Ég stríddi henni með því að rifja upp orðin sem Janus hafði kennt mér daginn áður. Hún varð greinilega hissa og var fljót að segja mér á íslensku að morgun- maturinn væri tilbúinn. Ég flýtti mér á fætur og snaraðist fram í eldhús. „Gjörðu svo vel, Bjössi minn, borðaðu eins og þú getur í þig látið." Ég settist að borðum en þar beið mín rjúkandi súpudisk- ur með eldrauðri súpu í. Ég verð að viðurkenna að mér líkaði alls ekki lyktin af þessum torkenni- lega rétti og ekki bætti úr skák þegar ég hafði bragðað á honum. „Hvað er þetta, ætlarðu ekki að borða neitt, Bjössi minn?“ sagði Lilja. „Ég matbjó þetta sérstak- lega handa þér. Þetta er rauð- rófnasúpa, þjóðarréttur Pólverja og eftirlætisréttur Andrzej. Þessi súpa er venjulega ekki höfð sem morgunverður en ég breytti út af venjunni vegna ferðalagsins sem við eigum í vændum." Ég varð lúpulegur en var þó feginn að Ándrzej var ekki viðstaddur. Ég hefði ekki viljað móðga hann. Lilja fór að hlæja að matvendninni og smurði í staðinn gróft brauð og gaf mér mjólkurglas með. Áður en við lögðum af stað kom Lilja mér skemmtilega á óvart. Hún sýndi mér ofan í nestispoka sem hún var að útbúa. Þar blöstu við 5 Pepsi-cola flösk- ur og 5 Prince polo stykki, „þjóðarréttur Islendinga" eins og sumir orða það í gamni. (Tilvitn- un lýkur). Ég trúi ekki öðru en að hver sem skoðar þessa lýsingu af sanngirni skilji tilganginn. (Og innan sviga: Hvers vegna í ósköpunum má ekki segja að vegakerfið í Póllandi sé gott — það er í það minnsta snöggtum skárra en það íslenska?) Hvað er óeðlilegt við að láta íslenska konu sem búsett er í Póllandi komast svo að orði við landa sinn? Að treysta kennurum Þá víkur Eiður að þeim þætti í þessu efni sem fjallar um heims- styrjöldina síðari og styrjaldir yfirleitt. Ljóst er að Eiður skilur ekki tilgang þessa efnis enda er hann ekki skýrður sérstaklega í námsefninu heldur kennsluleið- beiningunum en þar segir á bls. 60: „í þessum kafla er vikið frá söguþræðinum um Bjössa og fjallað um hernaðarátök frá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.