Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 37 Halldór Sigurjónsson flugvirki - Minning Fæddur 4. desember 1917. Dáinn 6. mars 1981. Ég kom heim úr flugi frá Luxemburg síðla dags föstudaginn 6. mars sl. Er ég steig á land í Keflavík, var sagt við mig af fyrsta manni er ég hitti: „Veistu, að hann Dóri dó í morgun?" Nei, ég hafði ekki vitað það, en nú blasti við mér sá ískaldi veruleiki, að gamli vinur minn, Dóri, væri dáinn. Lengi hafði ég vitað, að hann barðist hetjulega við langvarandi veikindi, en einhvern veginn bjóst ég við, að hann hefði af þennan mikla uppskurð, eins og alla hina. En enginn er ódauðlegur, og nú var komið að honum. Þetta, að maðurinn, sem hitti mig fyrst að máli er ég steig á íslenska grund, taldi þessa fregn mikilvægasta til frásagnar á þess- um tíma, sannar það, að Halldór Sigurjónsson var persóna er menn vissu vel af innan Flugleiða og fylgdust með. Og það fór ekki milli mála, við hvaða Dóra var átt. Og ekki að furða. Allt hans líf hafði verið í tengslum við flugið, — lengstan tíma hjá Loftleiðum, og svo auðvitað síðustu árin hjá Flugleiðum. Þegar svona fregnir berast, að góður vinur og velgjörðarmaður sé látinn, þá berast hugsanirnar ósjálfrátt til góðu áranna, hinna fyrstu kynna, og svo alla daga til síðasta viðskilnaðar. Fyrstu kynni mín af Halldóri Sigurjónssyni áttu sér stað í júnímánuði 1945, er ég fékk starf hjá Loftleiðum sem aðstoðarmað- ur í flugskýli þeirra, þá í Vatna- görðum. Halldór var þá eini útlærði flugvirkinn hjá Loftleiðum og þar af leiðandi sjtórnandi tæknilegra framkvæmda í skýli. Tók hann mér vel, setti mig í verk, og var svo þotinn til ein- hverra annarra framkvæmda, því að í mörg horn var að líta hjá honum, þá sem endranær. Þarna unnu hjá honum nokkrir aðrir „aðstoðarmenn", allt harð- duglegir og áhugasamir ungir menn, en stjórnandinn var Dóri. Ég varð fljótt var við það, að allir kölluðu hann Dóra, og það meira að segja Dóra „speed". Er ég fór að grennslast eftir því hvaðan þetta „speed“-nafn kæmi, var mér tjáð, að honum hefði verið gefið það „í gamla daga“ hjá Svifflugfélaginu þar sem hann var orðaður við mikinn hraða í öllum sínum gerðum. Sá ég fljótt, að þetta var orð að sönnu, maðurinn var alltaf á spani, allt í öllu og alls staðar. Erfitt var oft að eiga við vélarnar í Vatnagörðum, mikið sjóvolk og kalsavinna. En menn voru þar ósérhlífnir og allt gekk vel undir stjórn Dóra. Fljótt kom að því, að Dóri hafði þau áhrif á mig, að ég fór að hugsa til náms í flugvirkjun. Stappaði hann í mig stálinu, lánaði mér bækur og smitaði mig af áhuga. Varð úr, fyrir hans áeggjan, að ég lagði í langferð til „Spartan"- skólans í Bandaríkjunum til flug- virkjanáms, sama skóla og Dóri hafði lært á. Var það árið 1946. Ég var ekki eini maðurinn, sem Dóri hvatti og studdi í þessa átt, — þeir urðu margir. Þá, sem ekki treystu sér eða höfðu ekki tækifæri til þess, að fara utan til náms, tók hann sjálfur að sér til kennslu. Urðu þeir ófáir ungir, áhugasamir menn, er Dóri tók upp á sína arma, kenndi þeim bóklega og verklega flugvirkjun, og fékk þá viðurkennda fullgilda flugvirkja. Þetta verk vann hann oft að mestu í frístundum sínum, sem þá voru fáar, og algerlega endur- gjaldslaust. Veit ég, að þeir sem eiga Dóra að þakka flugvirkjatitil sinn frá þeim tíma, kunna honum dýpstu þakkir fyrir. Ékki var hægt að fá þolinmóð- ari og þrautseigari kennara en hann í þessum efnum. Setti hann þarna grundvöll að menntun flugvirkja hér heima fyrir þar eð hingað til hafði aðeins verið hægt að sækja menntun í þessum efnum til útlanda. Seinna meir, eins og flestir vita, var flugvirkjun gerð að iðn hér á landi og kennd sem slík, þó enn fari menn utan til þess náms. Arin líða, og Dóri er útnefndur yfirflugvirki Loftleiða, sem hann í rauninni var alltaf frá upphafi. Umsvifin hjá Loftleiðum urðu meiri og meiri, og starf yfirflug- virkja því umsvifameira um leið. Vélum fjöigar, þær verða stærri, millilandaflug hefst. Dóri verður annar tveggja fyrstu flug- vélstjóra á Skymaster-vél Loft- leiða. Því starfi gegnir hann ekki lengi — það samræmist ekki yfirflug- virkjastöðu hans svo og kennslu- störfum. Nú voru það ekki lengur ein- göngu flugvirkjar, er nutu kennslu hans, heldur allur fjöldi áhafna, er fjölgaði með ári hverju. Flugmenn, flugvélstjórar, flug- virkjar og flugfreyjur sóttu öll námskeið hjá Dóra í tækni- og öryggismálum allt til ársins 1972. En nokkrum árum fyrir þann tíma fór heilsu Dóra mjög að hnigna. Fór nú máski að segja til sín sá tími er hann lagði nótt við dag í köldum flugskýlum, eða undir beru lofti við að lagfæra það, er aflaga fór í vélum Loft- leiða. Eldmóður hans í því starfi hleypti þá líka kjark í okkur hina flugvirkjana, undirmenn hans — svo við vöktum líka í kulda og trekk við mótorskipti og annað, er gera þurfti við, en enginn hafði við Dóra í uthaldi og snerpu, þó yngri væri. Já, eftir þessi erfiðu ár fór heilsan að bila hjá honum, svo hann varð að draga sig meira og meira í hlé í flugvirkjastarfinu. Kom að því, að hann lét af starfi yfirflugvirkja Loftleiða. En það var ekki til þess að leggja árar í bát. Nei. — Þótt heilsan gæfi sig, þá var eldmóður andans og starfsviljinn enn fyrir hendi. Tók hann nú við deild þeirri hjá Loftleiðum, síðar Flugleiðum, er sá um allar flughandbækur félags- ins, svo og prentsmiðju þess. Minning: Fæddur 9. maí 1917. Dáinn 8. september 1980. Fráfalls vinar míns Páls Leví óðalsbónda að Heggstöðum, Ytri- Torfustaðahreppi, V.-Hún. hef ég því miður ekki haft tækifæri til að minnast fyrr en nú fáeinum fá- tæklegum línum. Ævistarf Páls Leví var allt helgað landbúnaði, hann var virt- ur bændahöfðingi og forystumað- ur í sveit sinni. Páll var einn hinn þýðingarmesti maður sinnar sam- tíðar í íslenzkri bændastétt. Per- sónuleiki hans var slíkur, sterkur og sérkennilegur. Páll var gleð- skaparmaður mikill og hrókur alls fagnaðar i félagsskap, sem honum líkaði, ekki var hægt að hugsa sér skemmtilegri félaga og nágranna, þjóðlegur og gerði sér engan mannamun. Margir leituðu til hans um eitt og annað. Páll Leví var hinn prúðasti, reglusamasti, hreinskilnasti maður sem ég hef þekkt. Undirritaður flutti að Söndum 1960, tókst þá fljótt með okkur vinátta og samgangur, enginn hefir verið mér meiri stoð og velgerðarmaður, mér ekki vanda- bundinn, en einmitt Páll Leví. Veitti hann deild þessari forstöðu til dauðadags. Árið 1968 var hann skipaður í Rannsóknanefnd flugslysa og gegndi því starfi æ síðan. Oft voru rannsóknir slysanna gerðar við erfiðar aðstæður, en aldrei hlífði Dóri sér, hvernig sem heilsunni leið. Hugurinn bar hann hálfa leið, sem ætíð. Þetta er máski í stórum drátt- um starfssaga Halldórs Sigur- jónssonar, en alls ekki sagan öll. Utan þess sem hér hefur verið nefnt, átti hann aðrar hliðar, sem ekki síður verður að minnast á. Hann var listfengur mjög, svo maður segi ekki listamaður. Allt lék í höndum hans, teikniblýantur, pensill eða smáverkfæri við mód- elsmíðar eða kastflugugerð. Hann hannaði í upphafi merki Loftleiða og útfærði hin ýmsu afbrigði þess er notuð voru við einkennisfatnað félagsins — húfu- merki, barmmerki o.fl. Ytri málning véla Loftleiða (Trimm) var eftir hans fyrirsögn, svo og margt fleira er smekkvísi þurfti til að útfæra. Stóran hlut átti hann einnig í að hanna merki Air Bahama til notkunar á einkennisbúningi þess félags. Þegar árin liðu, og Dóra gafst meira tækifæri til frístundaiðk- ana, þá var af nógu af taka, því áhugamálin voru mörg. Hann smíðaði fjöldann allan af Hörð lífsbarátta bóndans kenndi Páli að meta þarflega hluti. Hann hafði rótgróna fyrir- litningu á iðjuleysi, leti og laus- ung, en bar virðingu fyrir hvers konar þarflegu starfi. Páll Leví var bjartsýnn, því að hann trúði, að hin sanna, fagra og góða mundi sigra. Strangheiðar- legur var hann, vildi gera öllum rétt, hreinn og beinn, réttsýnn og gæddur jafnvægi í dómum. Um- burðarlyndur. Dauðinn er ekki refsing fyrir synd, heldur lögmál er allir verða að lúta. Engill dauðans leiðir látna vininn inn um hlið á vegg, sem byrgir yfirleitt jarðneskri líkamssjón sýn yfir til annarrar tilveru, til heimkynna þeirra sem horfnir eru venjulegum augum jarðneskum sýnum. Sjálfs mín vegna hefði ég kosið að hafa Pál Leví lengur á þessu jarðneska tilverustigi, svo var hann tryggur vinur og góður nágranni. Éitt er áreiðanlegt að hugur framliðinna vina dvelst hjá okkur, hugsanir þeirra streyma til okkar, hugsanir yfirfullar af ástúð og innileika og vermdar gömlum stórum flugmódelum, fjarstýrð- um. Þóttu módel hans með af- brigðum góð og fullkomin. Sótti margur áhugamaðurinn tilsögn til hans í þeim efnum. Kastflugum gerði hann mikið af að framleiða, aðallega fyrir vini sína. Þóttu þær með afbrigðum vandaðar, um það getur margur laxveiðimaðurinn borið. Hann stoppaði upp fugla. Tók námskeið í því og varð sér úti um amerísk réttindi í þeirri grein, aðeins sem tómstundagamni. Ljósmyndari var hann góður og eru ljósmyndir hans frá fyrri tíma bestu heimildarmyndir frá tímum Loftleiða. Þegar á allt er litið má sjá, að hugur Halldórs Sigurjónssonar beindist alla tíð að fluginu í hinum ýmsu myndum, hvort held- ur var í aðalstarfi eða frístunda- starfi. Hann lagði stóran skerf til flugmála Islands, og það á mörg- um sviðum. Veit ég, að allir þeir sem hér þekkja til, eru mér sammála. Vil ég svo að endingu kveðja góðan vin, velgjörðarmann og fé- laga, með kærri þökk fyrir allt. Votta ég konu hans, Halldóru Elíasdóttur, svo og börnum þeirra, Kristni og Önnu, mína dýpstu samúð við fráfall góðs eiginmanns og föður. Svo og öðrum vanda- mönnum og vinum með missi góðs drengs. Baldur Bjarnasen minninum frá samverustundun- um. Það er staðreynd og alveg örugg vitneskja að ósýnilegir vinir frá öðru tilverustigi geta nálgast okkur og að samband við þá er mögulegt. Minningin um vin minn mun ávallt standa mér fyrir hugskots- sjónum sem bezta dæmi um sann- an íslenzkan bændahöfðingja, sem unni búi sínu, landi sínu og þjóð. Páll Leví var jarðsunginn 17. september sl. frá Melstaðarkirkju í Miðfirði, að viðstöddu miklu fjölmenni. Ég votta eiginkonu, sonunum tveimur og öðrum ástvinum dýpstu samúð, og biö þeim allrar blessunar. Guð blessi minningu Páls á Heggstöðum. Sigfús Jónsson, Söndum. Miðfirði. Pdll Leví óðalsbóndi Orlofstöflurnar einföld og ódýr lausn Þaö er oft snúiö aö sklpuleggja orlofstima starfsf ólksins og et.v. erfltt aö gera öllum til hæfis. Orlofstöflurnar eru elnföld og þægileg lausn, jafnt fyrir stjórnendur sem starfsfólk. Taflan auöveldar ekkl elnungis skipulagnlngu og samræmingu orlofstimabllanna, heldur gefur hún öllum starfsmönnum möguleika á aöráöa ortofstima sinum án þess aö rekast á vlö hagsmuni annarra. Orlotstaflan nær yfir timablllö mai til april og slnnir þvi jatnt sumar- sem vetrarfrium. Alllr Islensklr frfdagar eru merktir sérstaklega. GÍSLI J. JOHNSSEN HF. Srmójuvegi 8 - Sfmi 73111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.