Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 13 Milans del Bosch Jose Leon Pizarro Luis Torres Rojas Jose iKnacio San Martin fallhlífaherdeild, sem einnig er í grennd við höfuðborgina, og alltaf hefur verið álitið, að ef ríkis- stjórnin ætti að standast alvar- lega byltingartilraun yrði hún að geta treyst stuðningi herliðsins í Madrid og nágrenni skilyrðislaust. Önnur deild Brunete-herfylkisins var að vísu að æfingum í 200 mílna fjarlægð, en íhlutun hinnar deiidarinnar hefði ráðið úrslitum. En hún lét ekkert á sér kræla vegna áhrifa konunghollra liðsfor- ingja, sem störfuðu eftir Díönu- áætluninni, fortöluhæfileika kon- ungsins og vegna þess að samsær- ismönnunum tókst ekki að leggja undir sig fjölmiðla. Morssending- um var hætt vegna aukins kostnaðar - segir Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri Herflokkur undir forystu höf- uðsmanns hafði skrifstofur rík- isútvarpsins og sjónvarpsins á valdi sínu í stuttan tíma um kvöldið, en þegar útvarpinu var skipað að leika hergöngulög tók það næstum því eina klukkustund að finna réttar hljómplötur. Ríkis- sjónvarpinu var skipað að halda áfram flutningi venjulegrar skemmtidagskrár, en útvarps- stöðvum í einkaeign, fréttastof- unni EFE og dagblöðunum var leyft af óskiljanlegum ástæðum að skýra frá gangi mála. Við þing- húsið var urmull af útvarpsbílum og hvaðanæva að af landinu bár- ust fréttir um að allt væri með kyrrum kjörum, að ekkert óvenju- legt væri á seyði. Engin meiriháttar mannvirki í Madrid og nágrenni voru tekin nema þinghúsið. Ofursti og tveir vopnaðir borgarar reyndu að leggja undir sig skrifstofu yfir- manns hersins í Madrid, Rafael Allende Salazar hershöfðingja, en hann miðaði skambyssu sinni á þá og afhenti þá lögreglunni. Bylting- in var greinilega runnin út í sandinn. Herforingjar, sem kannski hefðu lagzt á sveif með samsærismönnum ef öðru vísi hefði staðiö á, afréðu að hafast ekkert að. Byltingin hafði verið vonlaus frá upphafi. Það eina sem yfirvöld óttuðust raunverulega eftir töku þinghússins var, að uppreisnarmenn myrtu valda- mikla stjórnmálamenn á borð við Suarez, Leopoldo Calvo-Sotelo verðandi forsætisráðherra, Felipe Gonzales, leiðtoga sósíalista, eða Santiago Carrillo, leiðtoga komm- únista, ef kröfum þeirra yrði ekki mætt. Byltingin hlaut að fara út um þúfur vegna þess, að ekki voru fengnir nógu margir herforingjar frá herstjórnarumdæmum úti á landsbyggðinni til að taka þátt i samsærinu, þar sem óttazt var að þá mundu fréttir um byltinguna síast út. Umfram allt mistókst byltingin vegna þess, að samsær- ismennirnir voru hollir Juan Carl- osi konungi, sem þeir töldu einn úr sínum hópi. Þeir héldu að hann mundi segja skilið við lýðræðið þegar skriðdrekarnir væru komnir út á göturnar. Milans del Bosch var góður kunningi Juan Carlos frá dögum sínum með skriðdrekaherfylkinu utan við Madrid og hjá honum togaðist á tryggð við konung og samsærismenn, þegar konungur- inn skipaði honum símleiðis frá Zarzuela-höll að aflétta neyðar- ástandinu í Valencia og staðfesta að skipuninni hefði verið fram- fylgt með telex-skeyti. Del Bosch taldi augsýnilega að herinn væri reiðubúinn að gera uppreisn eftir stjórnarkreppuna í kjölfar afsagn- ar Suarezar í janúar og eftir síðustu ólguna í Baskahéruðunum. En yfirmenn annarra herstjórnar- umdæma fóru ekki að dæmi hans og hann sá sér ekki annað fært en að hlýða skipun konungs. Hann gerði þó eina lokatilraun. Hann sagði konunginum, að Tejero ofursti neitaði að sleppa gíslunum í þinghúsinu og spurði hvort ekki væri hægt að koma nokkuð til móts við Tejero. Því harðneitaði konungurinn, á sama hátt og hann hafnaði boði Armada hershöfð- ingja um að koma til Zarzuela- hallar að hjálpa konunginum að bjarga ástandinu. Konungurinn átti upphaflega að flytja sjónvarpsávarp til þjóðar- innar kl. 9.15 um kvöldið en enn var ótryggt ástand í aðalstöðvum Brunete-herfylkisins. Það var ekki fyrr en kl. 1.15 eftir miðnætti að hann kom fram í sjónvarpinu klæddur einkennisbúningi æðsta yfirmanns heraflans og flutti harðort, fjögurra mínútna ávarp, þar sem hann lagði áherzlu á frelsi, stjórnarskrá Spánar og lýðræði. Ávarp konungs var al- mennt talið meistaralegt og eftir flutning þess leið mesta hættan hjá, þótt mikil óvissa ríkti um afstöðu Brunete-herfylkisins fram á morgun. Konungurinn taldi sig ekki óhultan i höllinni. Vitað var að uppreisnarmaðurinn Luis Tor- res Rojas hershöfðingi hafði kom- ið í heimsókn til Brunete-herfylk- isins og verið gat að það léti til skarar skríða. Konungurinn gaf fyrirmæli um að lífvörður hans fengi öflugan liðsauka til að verja hallarhliðin. En síðasta skref áætlunar samsærismanna um að kalla út herlið í öllum herstjórn- arumdæmum kom aldrei til fram- kvæmda. Tejero gerði sér grein fyrir því að leiknum væri lokið þar sem deildir hersins á landsbyggð- inni gengu ekki í lið með honum og hann gafst upp. Þegar þingmönnunum hafði verið bjargað úr gíslingu kallaði Juan Carlos leiðtoga stjórnmála- flokkanna á sinn fund. Hann benti þeim á, að þótt hann fagnaði því að hafa getað orðið að liði ætti það ekki að þurfa að vera í verkahring konungsins að skakka leikinn hvað eftir annað þegar alvarlegt og viðsjárvert ástand kæmi upp. Hann sagði að ríkjandi ástand í landinu væri „viðkvæmt" og var- aði við því að hörð viðbrögð gegn samsærismönnum gætu haft öfug áhrif. Talið er að margir mánuðir muni líða áður en samsærismenn verða leiddir fyrir rétt og þeir verða leiddir fyrir herrétt en ekki venjulega dómstóla. Spánverjar hafa litla trú á því að hættan sé liðin hjá og telja að konungurinn hafi aðeins fengið gálgafrest. Næst verði ráðizt til atlögu gegn konunginum. Nú veit herinn hvar hann stendur gagn- vart konunginum, sem getur ekki lengi gegnt sáttasemjarahlutverki og miðlað málum milli hersins og lýðræðislegra stjórnvalda. Stór hluti hersins kaus að bíða átekta, mikill hluti háttsettra yfirmanna hersins er talinn halda tryggð við Franco. Þeir vilja ekki ráðast gegn ríkisstjórninni, þeir eru hlutlaus- ir, haga seglum eftir vindi. Minna ber á konunghollum yfirmönnum þrátt fyrir Diönu-áætlunina, þeir hafa ekki hyllt konunginn eða stjórnarskrána. Baskar halda áfram hryðju- verkum og uppreisn í norðurhér- uðunum og það var ein ástæðan til uppreisnarinnar. Glæpir, ungl- ingaafbrot og eiturlyfjanotkun hafa aukizt um 30% á Spáni á fimm árum, verðbólga er 15%, atvinnuleysi 12% (18% í Baska- héruðunum og Andalúsíu). Traust almennings á lögreglunni og Þjóð- varðliðinu hefur dvínað í kjölfar uppreisnarinnar og vegna ásakana á þingi um pyntingar. Á sama hátt og í hernum sætta margir yfir- menn lögreglunnar og Þjóðvarð- liðsins sig ekki við stjórnarskrána og iíta á störf þingsins sem tíma- og peningasóun. Lýðræðislegar umbætur hafa ekki náð til dóm- kerfisins. Heimastjórnarmál Baska og annarra hafa ekki verið leyst (auk Baska hafa Katalóníu- menn heimastjórn, en 11 önnur þjóðarbrot hafa hana ekki). Til- slakanir við Baska valda mestri óánægju í hernum, Þjóðvarðliðinu og lögreglunni. „ETA-samtökin verða kveikja annarrar byltingar," sagði ritstjóri nokkur í Madrid nýlega. Engu að síður hefur staða Mið- flokkasambandsins eflzt eftir árásina á þinghúsið. Sósíalistum og kommúnistum hefur verið sýnt fram á, hvaða afleiðingar það getur haft að hindra störf stjórn- arinnar til að knýja fram nýjar kosningar. Auðveldara verður að fá óánægða menn í Miðflokkasam- bandinu til að sýna hlýðni. Hóf- samir heimastjórnarmenn í Baska-héruðunum eru hræddir, þvi að þeir vita að heimastjórn verður afnumin ef herinn tekur völdin. Stjórnin fær átyllu til að hreinsa til í hernum og Þjóðvarð- liðinu, sem hún hefur vanrækt til þessa. En það getur reynzt erfitt, þar sem þessu liði er beitt gegn hryðjuverkamönnum Baska. Og trú manna á lýðræðinu á Spáni hefur beðið hnekki, innanlands og utan, m.a. í Brússel, þar sem fjallað hefur verið um aðild Spán- ar að EBE, og aðildin getur dregizt vegna efasemda um lýð- ræði Spánar. „VIÐ IIÖFUM boðist til að senda á fjarrita fréttir i Gufunes og teljum að þar ljúki hlutverki okkar. Fjárhagsörðugleikar Rikisútvarpsins eru nógir samt.“ sagði Hörður Vilhjálmsson, fjár- málastjóri Rikisútvarpsins i sam- tali við blaðamann Mbl. þegar hann var spurður af hverju Rikisútvarpið hefði hætt frétta- sendingum á morsi en slíkt hefur verið tíðkað mörg undanfarin ár. Sjómenn hafa látið í ljósi mikla óánægju með þessa ákvörðun og segja það alveg undir hælinn lagt hvort þeir nái stuttbylgjuútsend- ingum frá Gufunesi. „Vegna kostnaðar við þessar morssendingar hefur verið ágrein- ingur um þetta mál frá árinu 1979. Um alllangt skeið hafði verið sent út á fjórum sendum frá Gufunesi, fjórum sinnum á sólarhring. Síðan gerðist það, að gjald fyrir mors- sendingar hækkaði nokkuð ört og snögglega að okkur fannst, þannig að Ríkisútvarpið sá sér ekki kleift að greiða þann umtalsverða við- bótarkostnað, sem varð á þessum sendingum. Þá' ýtti það undir þá ákvörðun að senda fréttir út á stuttbylgjum, að settur hafði verið upp nýr stuttbylgjusendir í Gufu- nesi. Hann sendir út með mjög mikilli orku og við höfum haft spurnir af því, að sendingar frá Ríkisútvarpinu hafi náðst vel á Suðurskautslandinu. Nú eru dag- lega sendar fréttir frá þessum stuttbylgjusendi frá kl. 18.30 til kl. 20. Við höfum boðist til að senda fréttaágrip í Gufunes til útsend- ingar. Þar teljum við okkar hlut- verki lokið, því við eigum nóg með að standa undir rekstri á eigin dreifikerfi, þó við borgum ekki fyrir þessar morssendingar," sagði Hörður. Hve mikið hafið þið þurft að greiða fyrir þessar útsendingar? „Fyrstu níu mánuði ársins 1980 greiddum við 3 milljónir gkróna fyrir þessar útsendingar. Okkur sýnist eðlilegt, að útgerðir þeirra skipa, sem njóta útsendinga greiði þessa reikninga. Það er mun ódýrara fyrir okkur að senda fréttaágrip á stuttbylgjum," sagði Hörður Vilhjálmsson. SVÆÐISFUNDUR Kaupfélögin á Suðurlandi halda svæðis- fund með stjómarformanni og forstjóra Sambandsins í félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, laugardaginn 21. mars 1981 kl. 13.00 — 20.00. Fundarefni: 1. Viðfangsefni Sambandsins. Frummælandi: Erlendur Einarsson, for- stjóri. 2. Samvinna kaupfélaganna og tengsl við Sambandið. Frummælandi: Oddur Sigurbergsson kaupfélagsstjóri. 3. Stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar. Frummælandi: Valur Amþórsson, stjómar- formaður Sambandsins. 4. Tengsl félagsmanna við kaupfélögin. Frummælandi: Einar Þorsteinsson ráðu- nautur. 5. önnur mál — almennar umræður. Félagsmenn kaupfélaganna eru hvattír tíl að koma á fundinn. Kaupfélag Árnesinga Kaupfélag Rangæinga Kaupfélag Skaftfellinga Kaupfélag Vestmannaeyja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.