Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 21 Ásgeir skoraði pr jú mörk - en varö að fara útaf vegna meidsla sem hann hlaut í leiknum ÁSGEIR SÍKurvinsson var held- ur betur í essinu sinu er Stand- ard Liege gersigraði Berchem 7—1 í belgisku deildarkeppn- inni i knattspyrnu um helgina. Ásgeir skoraði þrívegis i leikn- um og átti frábæran leik. Standard skaust með sigri sin- um upp fyrir Lokeren og i þriðja sæti deildarinnar. Loker- en átti að mæta Beerschot á heimavelli sínum. en leiknum var frestað vcgna rigningar og völlurinn var eitt forarsvað. Mbl. ræddi við Ásgeir i gær- kvöldi og innti hann eftir gangi leiksins og svo hvernig Evrópu- leikurinn gegn FC Köín legðist í leikmenn Standard, en liðin mætast annað kvöld i Köln. — Við lékum allvel gegn Berchem. Og þessi stóri sigur er ágætt veganesti í leikinn gegn Köln. En sá leikur verður erfið- ur. Þjóðverjarnir eru ekkert auð- veldir á heimavelli. Staðan í hálfleik gegn Berchem var 1—0. Eg skoraði markið úr auka- spyrnu. Tahamata renndi bolt- anum til mín og ég sendi hann í netið. í síðari hálfleik gekk okkur öllu betur og röðuðum á þá mörkum. Ég skoraði annað mark mitt úr vítaspyrnu og síðasta markið skoraði ég með því að bruna í gegn um vörnina og skoraði með föstu skoti rétt utan vítateigsins. Ég varð svo að fara útaf vegna þess að ég fékk slæmt spark í utanverðan kálf- ann. Ég er stokkbólginn, en vonast til þess að verða orðinn góður fyrir leikinn á miðviku- dag. Ég hef verið í meðferð hjá lækni liðsins. Við leggjum af stað eftir æfinguna í fyrramálið. Förum í langferðabíl til Kölnar en þangað er um þriggja tíma akstur. Þar verður svo leikið á miðvikudagskvöld. Leikurinn leggst vel í leikmenn Standard. Við erum óheppnir að því leyti að fyrirliði okkar og landsliðs- maður, Gerets, er í leikbanni. En á móti kemur að Cullmann og Engels eru í leikbanni hjá FC Köln. Ég sá Köln leika í sjón- varpinu um helgina og þeir sýndu ekkert sérstakt. Vonandi tekst okkur að sigra þá. 1—1 jafntefli myndi nægja okkur, sagði Ásgeir. Úrslit leikja í Belgíu um helg- ina urðu þessi: Anderlecht — Lierse 6-2 Waterschei — RacingWdm 0—2 Waregem — Winterslag 1-1 Ghent — Bruges 2-0 Standard — Berchem 7-1 Beringen — FC Liege 1-1 Lokeren — Beerschot frestað FC Brugge — Kortryk 2-0 Antwerp — Beveren 2-1 — ÞR. Ljósm. Wirarinn Kaxnarsson • Sigurvegarar i opnum flokki karla i íslandsmótinu i Judó sem fram fór um síðustu helgi i íþróttahúsi Kennaraskóla íslands. Lengst til vinstri er þjálfari Ármanns, þá kemur sigurvegarinn Bjarni Friðriksson Ármanni, Sigurður Hauksson varð í öðru sæti, þá Kolbeinn Gíslason Ármanni, og ómar Sigurðsson UMFK. Bjarni Friðriksson sigraði JUDÓMAÐURINN snjajli. Bjarni Ág. Friðriksson, Ár- manni. varð íslandsmeistari í PÉTUR Pétursson missti af mikilli markahátíð félaga sinna hjá Feyenoord, er Wageningen sótti liðið heim. Pétur sat í áhorfendastæðunum ásamt fimm félögum sinum úr byrjun- arliði Fcyenoord, allir meiddir, og horfðu þeir á varaliðið bursta Wageningen. Pétur tognaði í lærvöðva á æfingu. Lokatölurnar urðu 6—0 fyrir Feyenoord og enn var það Vestur Þjóðverjinn Jupp Kacz- or sem sýndi snilldartakta. Hann skoraði tvívegis og þeir Karel Bowens, Wim Van Till, Richard Budding og Pierre Vermeulen komust einnig á blað. Úrslit i öðrum leikjum urðu þessi: Utrecht — GAE Deventer 1—1 Willem 2. — Roda JC 2—2 Feyenoord — Wageningen 6—0 FC Tvente — Nac Breda 2—2 Maastricht — PSV Eindh. 0—2 Ajax — Excelsior 7—2 opnum flokki á meistaramóti íslands um helgina. Þeir sem komust í úrslit úr riðlinum Nijmegen — Groningen 1—1 Pec Zwolle — Den Haag 4—2 AZ’67 Alkmaar — Sparta 3—2 Alkmaar hélt áfram sigur- göngu sinni, en að þessu sinni munaði aðeins hársbreidd að liðið tapaði stigi. Sparta jafnaði tvívegis eftir að Pier Tol og Kurt Welzl höfðu skorað fyrir Alk- maar, Geert Meyer og Wout Holverda skoruðu, en það var ekki fyrr en á síðustu sekúndum leiksins, að Hugo Hovenkamp skoraði sigurmarkið. Ajax sýndi stórkostlegar framfarir undir stjórn híns nýja þjálfara, Aad De Mos, og var vörn Excelsior tætt í sundur hvað eftir annað. Sören Lerby (2), Willem Kieft (2), Tchieu La Ling (2) og Dick Schoenaker skoruðu mörkin, en Pattinama og Ridderhof svöruðu fyrir Rott- erdam-liðið. Alkmaar hefur nú 43 stig, Feyenoord 34 stig og Utrecht 31 stig. Síðan er langt í næstu lið. voru þeir Ómar Sigurðsson úr Keflavík, Sigurður Hauksson, Bjarni Friðriksson og Kolbeinn Gíslason. Bjarni sigraði ómar í harðri en snarpri viðureign, og Sigurður og Kolbeinn háðu hörkuglímu sem var mjög jöfn. Dómarar dæmdu Sigurði þó sigur. Ilann meiddist i glím- unni og treysti sér ekki í úrslitaglímuna gegn Bjarna. Bjarni stóð því uppi sem sigur- vegari. Urslit í öðrum flokkum urðu þessi: 60 kg flokkur: Baldur Baldursson Akureyri Ágúst Egilsson UMF'K 71 kg flokkur: Hi'lmar Bjarnason Ármanni Magnús Jónsson Ármanni 73 kg flokkur: Kristján Valdimársson Magnús Hauksson Kvennaflokkar 60 kg flokkur: Kristín Hassing Ármanni Inga Karlsdóttir Ármanni 62,5 kg flokkur: Margrét Þráinsdóttir Ármanni Guðríður Júlíusdóttir Ármanni - ÞR. 6 fastamenn í stúkunni Atli skoraði með þrumufleyg! Atli Eðvaldsson skoraði glæsi- legt mark fyrir Borussia Dort- mund, er liðið sigraði Bayer Leverkusen 5—3 í þýsku deild- arkeppninni í knattspyrnu um helgina. Þrumuskot Átla hafn- aði efst í markhorninu. glæsi- mark og tíunda mark Atla á þessu keppnistimabili þrátt fyrir að hann hafi misst úr um tvo mánuði vegna fótbrotsins rétt fyrir áramótin. Annars var það Manfred Burgsmuller sem stal senunni. hann lék á als oddi og skoraði þrívegis. Atli skor- aði annað mark liðsins, en á síðustu mínútunni skoraði Hub- er fimmta markið. Bruckmann og Vöge (2) svöruðu fyrir Leverkusen. Urslit leikja urðu sem hér segir: Mönchengl. — 1860 Munchen 3—2 B. Uerdingen — Ilamburger 0—3 Bayern — Stuttgart 1 — 1 B. Dortmund — B. Leverkusen 5—3 F. DUsseldorf — A. Bielefeldt 3—1 Kaiserslautern — NUrnberg 3—1 Frankfurt — Bochum 2—2 Schalke 04 — Karisruhe 1—0 Köln — Duisburg 1—0 Hamburger SV náði þriggja stiga forystu í deildinni með sigri sínum gegn Bayer Uerding- en. Miðherjinn sterki Horst Hrubesch var óstöðvandi, skor- aði tvívegis og átti allan heiður- inn af þriðja markinu sem Ivan Buljan skoraði. Á sama tíma átti Bayern í hinu mesta basli með lið Stuttgart þrátt fyrir að leikið væri í Múnchen. Paul Breitner jafnaði fyrir Bayern eftir að Kurt Allgower hafði náð foryst- unni. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Kaiserslautern vann góðan sigur gegn Núrnberg, enda skor- aði liðið strax á 40. sekúndu leiksins. Var þar á ferðinni Svíinn Benny Wendt. Geye og Funk bættú mörkum við, en Oberacher svaraði fyrir Núrn- berg. Frankfurt gerði ekki betur en að ná jafntefli gegn Bochum. Frankfurt náði tvívegis forystu í leiknum, Bum Kun Cha og Bruno Pezzey skoruðu, en Franz Pinck- all jafnaði tvívegis fyrir Boch- um. Rainer Bonhof skoraði sigur- mark Kölnar gegn Duisburg í leiðinlegum rigningarleik og í 3—1 sigri Borussia Mönchen- gladbach gegn 1860 Múnchen, skoraði Lothar Matthaus tvíveg- is og Wilfried Hannes þriðja markið, en Rúmeninn Nastase svaraði fyrir 1860. Fortuna Dússeldorf vann öruggan sigur gegn botnliðinu Armenia Biele- feldt og er nú komið af mesta hættusvæðinu. Schmitz, Seel og Klaus Allofs skoruðu mörk liðs- ins, en Krobbach svaraði fyrir Bielefeldt. Loks má geta þess, að Júrgen Dzoni skoraði sigurmark Schalke 04 gegn Karlsruhe beint úr aukaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Hamburger SV er sem fyrr segir efst í deildinni, hefur 38 stig að 24 leikjum loknum. Bay- ern er í öðru sæti með 35 stig, einnig eftir 24 leiki. Stuttgart og Frankfurt hafa bæði 29 stig, en fyrrnefnda liðið hefur leikið 23 leiki, það síðarnefnda 24 leiki. Borussia Dortmund er í sjöunda sæti sem stendur með 25 stig. Munurinn á 3.-7. sætunum er því ekki mikill og á Dortmund því enn góða möguleika á því að hreppa ÚEFA-sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.