Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 39 Forsetar þings, Jón Helgason (F), Helgi Seljan (Abl) og Sverrir Ilermannsson (S), ásamt Benedikt Gröndal (A), flytja tillögu til þingsályktunar um framtíðarhúsa- kost Alþingis. Tillagan gerir ráð fyrir því að í tilefni 100 ára afmælis Alþingishússins, sem tekið var í notkun 1. júlí 1881, álykti Alþingi, að heimkynni þingsins skuli áfram vera í þessu húsi, svo og í byggingum í næsta nágrenni þess. Ennfremur að efna til samkeppni íslenzkra húsameistara um viðbótarbyggingu fyrir starfssemi þingsins á svæði, sem takmarkast af Templarasundi, Kirkjustræti, Tjarnargötu og Tjörn- inni. Skal forsetum þingsins falinn undirbúningur þessarar samkeppni, þar með talin skipun manna í dómnefnd ásamt þeim. Þinghúsið 100 ára: Hlð aldna hús AlþinKÍs. sem verður 100 ára á þessu ári, séð írá Au8turvelli. „Samkeppni um megingerð og skipulag nýrrar byggingar“ Hinn 9. júní 1880 var hornsteinn lagður að Alþingishúsinu. Tæpu ári síðar kom Alþingi þar saman. Um haustið var fyrsta hæð húss- ins einnig fullgerð og flutti Stifts- bókasafnið þar inn en Forngripa- safnið á efstu hæð og loft. Árið 1908 var ákveðin bygging hring- myndaðrar útbyggingar á miðri suðurhlið. Danski húsameistarinn F. Meldahl, forstjóri Listaháskól- ans í Kaupmannahöfn, teiknaði húsið. Þegar húsið var reist var þingið skipað 36 mönnum og kom saman nokkrar vikur annaðhvert ár. Þarfir og kröfur eru því mjög „Hrimkynni þingsins áfram í sama húsi“ breyttar frá því húsið var hannað, enda hefur Alþingi bætt við sig húsum í næsta nágrenni: Þórs- hamri, Vonarstræti 8 og 12 og Kirkjustræti 8. í apríl 1977 skilaði starfshópur á vegum húsameist- ara ítarlegri bók um húsnæðismál þingsins og þeirrar starfsemi sem fram fer í tengslum við það. Þar er mikill fróðleikur saman dreginn. Lokaorð greinargerðar með til- lögunni eru svohljóðandi: „Tillaga sú, sem hér er flutt, er á þá lund, að Alþingi ákveði formlega að heimkynni þess verði áfram í hinu aldargamla þinghúsi og byggingum í næsta nágrenni þess. Enn fremur álykti Alþingi að láta fram fara samkeppni meðal íslenskra húsameistara um megingerð og skipulag nýrrar byggingar á svæðinu sunnan og vestan við gamla húsið. Gert er ráð fyrir, að ýmist megi flytja eða rífa þau hús, sem á þessu svæði standa nú. Alþingi á Tryggvi Gunnarsson: Framtíðarvegar- stæði Vopnafjörður - Fljótsdalshérað Tryggvi Gunnarsson alþingis- maður, sem nú situr á Alþingi i fjarveru Sverris Hermannssonar Tryggvi Gunnarsson (S), hefur flutt tillögu til þings- ályktunar um rannsókn á fram- tiðarvegarstæði milli Vopnafjarð- ar og Fljótsdalshéraðs. í greinargerð segir, að byggðin norðan Smjörvatnsheiðar búi við mjög erfiðar samgöngur yfir vetr- þegar flest þessi hús og lóðirnar, nema Oddfellow-húsið. Það er rammgerð steinbygging, sem girð- ir fyrir þann kost, að nýbygging fyrir Alþingi snúi út að Tjörninni. Niðurrif þess á síðara stigi gæti þó haft megináhrif á skipulagshug- myndir. Samkvæmt tillögunni er forset- um Alþingis falinn allur undir- búningur samkeppninnar. Skulu þeir þrír vera í dómnefnd, en skipa fleiri í nefndina eftir því sem þeir telja ástæðu til. Samkeppnin og úrvinnsla gagna úr henni munu taka 3—5 ár. Kemur því varla til byggingar- framkvæmda fyrir Alþingi fyrr en 1985—1990, og þá eftir fjárhags- aðstæðum og frekari ákvörðunum þingsins. En ekki er ráð nema í tíma sé tekið." Stuttir þingfundir: Enginn tók til máls í neðri deild - nema forseti við fundarstjórn ÞINGFUNDIR vóru mjög stuttir i gær, 10 mínútur í neðri deild, 20 mínútur i efri. I neðri deild var frumvarp um fiskveiðilandhelgi, þ.e. heimild til skarkolaveiða í Faxaflóa undir vísindalegu eftirliti, af- greitt umræðulaust (framhald fyrstu umræðu) til annarrar umræðu og sjávarútvegsnefnd- ar þingdeildarinnar. Þrjú önnur mál, sem vóru á dagskrá, vóru tekin af dagskrá. Efri deild afgreiddi tvö frum- vörp, um tímabundið olíugjald til fiskiskipa og skráningu eit- urefna, til neðri deildar, en bæði málin vóru til 3ju um- ræðu. Enginn tók til máls. Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, mælti fyrir tveimur frumvörpum, komnum frá neðri deild, um fiskvinnsluskóla og fram- leiðslueftirlit sjávarafurða. Vóru þau afgreidd til annarrar umræðu og viðkomandi þing- nefndar. Eitt mál, Aldurs- lagatrygging fiskiskipa, var tekið út af dagskrá. Þingflokkafundir hófust klukkan fjögur síðdegis. Skipan olíuleitarmála: Hagnýtar hafsbptns- rannsóknir við Island armánuðina. Drjúgur hluti vega sé niðurgrafinn og teppist í fyrstu snjóum. Enn séu langir kaflar væntanlegs hafíssvegar til norð- urs frá Vopnafirði og síðan vestur tii Húsavíkur, óuppbyggðir. Sam- kvæmt snjómokstursreglum eru þessir vegir ruddir hálfsmánaðar- lega, sem er langt frá nútímakröf- um. í suður til Fljótsdalshéraðs er vegnefna um Hellisheiði opin tvo mánuði yfir hásumarið, enda naumast hægt að tala um nema jeppaslóð. Viðskipti byggðanna sunnan og norðan heiða eru marg- vísleg, enda allar stjórnsýslu- stöðvar Austurlands ýmist á Hér- aði eða niðri á fjörðum, þar með taldir bankar. Ef hafís leggst að Norðurlandi og suður með Austfjörðum, gæti hafísvegurinn komið að takmörk- uðum notum til aðdrátta úr þeirri átt, en vegur milli Vopnafjarðar og Héraðs gæti þá orðið flutn- ingaleið, ekki einasta til næstu byggða norðan heiða, heldur áfram norður til Þórshafnar, Raufarhafnar og Kópaskers. Því er mál að hyggja að framtíðarvegi milli Vopnafjarðar og Fljótsdals- héraðs. Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokks í efri deild Alþingis, Lárus Jónsson og Eyjólfur Konráð Jóns- son, hafa flutt frumvarp til laga um skipan oliuleitarmála og hagnýtra hafsbotnsranns<)kna á íslenzku yf- irráðasvæði. Frumvarpið gerir ráð fyrir þingkjörinni oliuleitarnefnd. sem hafi frumkvæði um. i samráði við landgrunnsnefnd og Rannsókn- arráð rtkisins, gerð 4ra ára áætlun- ar, sem miði að þvi að Ijúka sem fyrst hagnýtum hafsbotnsrann- sóknum á islenzku yfirráðasvæði, einkum þar sem líkur eru taldar mestar á þvi, að olia finnist i jörð, og álitið er, að hún sé nýtanleg. Áætlunin verði lögð fyrir Alþingi. t greinargerð er einkum vitnað til setlaga á Eyjafjarðar-Skjálfanda- sva-ði, en auðvelt mun að fá, með tilraunaborunum i Flatey, vitn- eskju um jarðlög á þessu svæði og jafnvel ganga úr skugga um tilvist oliu. Borun á landi er margfalt ódýrari og mengunarhætta er hverfandi miðað við borun i sjó. Að þessum rannsóknum á að vinda bráðan bug á næstu 2—3 árum. segja flutningsmenn. Hlutverk Olíuleitarnendar er, samkvæmt frumvarpinu: • 1. að vera ríkisstjórninni til ráðu- neytis um öll þau mál, sem varða olíuleit og hagnýtar hafsbotnsrann- sóknir á íslandi og landgrunni þess; • 2. að hafa frumkvæði að öllum málum er varða hagnýtar hafsbotns- rannsóknir og olíulcit og umsjón með framkvæmd olíuleitarmála; • 3. að afla, vinna úr og annast vörslu allra tiltækra gagna um jarðfræðilegar og jarðeðlisfræði- legar upplýsingar um íslenskt um- ráðasvæði sem geta haft þýðingu fyrir olíuleitarstarfsemi; • 4. að annast samninga við inn- lenda og erlenda aðila, sem óska eftir að fá að kanna setlög á islensku Borun í Flatey á Skjálfanda yfirráðasvæði og aðrar auðlindir hafsbotnsins, og umsjón með fram- kvæmd og úrvinnslu kannananna; • 5. að hafa frumkvæði að því að fá erlenda sérfræðinga til að annast kannanir á ákveðnum svæðum, ef þurfa þykir og innlendir aðilar geta ekki annast þær; • 6. að koma á fót sérhæfðu bóka-, tímarita- og skjalasafni um hafs- botnsrannsóknir og olíumál og ann- ast vörslu þess; • 7. að hafa frumkvæði að rann- sóknum að því er varðar mengunar- hættu af olíuvinnslu, setningu reglu- gerðar um öryggisráðstafanir, sem nauðsynlegar eru ef til olíuvinnslu kemur. { þessu efni skal ráðið hafa samráð við samtök allra aðila, sem olíuleitar-, og olíuvinnslumál varða á einhvern hátt; • 8. að annast samstarf og sam- skipti við hliðstæðar erlendar stofn- anir f.h. iðnaðarráðuneytis; • 9. að annast samningagerð við erlend olíuvinnslufyrirtæki, ef með þarf, og leggja fyrir ríkisstjórn og Alþingi. í Orkustofnun skal setja á laggir deild, sem annist framkvæmda- stjórn fyrir Olíuleitarnefnd. Deild- arstjóri er jafnframt framkvæmda- stjóri nefndarinnar og ræður hann sér starfslið. Olíuleitarnefnd skal láta undirbúa og leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um olíuleit og oliuvinnslu og gera drög að reglugerð í samráði við iðnaðarráðuneyti um framkvæmd þessara mála, m.a. mengunarmál. í frumvarpi þessu og reglugerð skal kveða skýrt á um, hvaða málefni olíuleitarnefnd getur endanlega af- greitt, þannig að framkvæmd olíu- leitarmála og hagnýtra hafsbotns- rannsókna verði sem skilvirkust. I greinargerð er vikið að þeim takmörkuðu könnunum sem fram hafa farið á jarðlögum hafsbotnsins, m.a. til greinargóðrar skýrslu Karls Gunnarssonar jarðfræðings, á veg- um Orkustofnunar. Lögð er áherzla á að efla og auka þessar rannsóknir. í lok greinargerðarinnar segir: „íslendingar verða mjög háðir olíuinnflutningi á næstu árum þrátt fyrir auðlindir vatns- og hitaorku í landinu. Orkuspárnefnd (sjá skýrslu í fskj.) hefur spáð því, að olíunotkun minnki nokkuð fram til aldamóta vegna hagnýtingar innlendra orkugjafa og sparnaðarráðstafana. Samt sem áður er innflutningsþörfin talin vera 558 þúsund tonn árið 2000 í samanburði við 570 þús. tonn 1980. Þetta er miðað við ítrasta sparnað og að allir kostir á hagnýtingu vatns- og varmaorku hafi verið nýttir. Reynslan sýnir, hvað það kostar að vera eins háður innflutn- ingi olíuvera og verið hefur. Það hlýtur því að vera algjör nauðsyn að ganga úr skugga um hugsanlega olíuvinnslu umhverfis ísland, eink- um ef svo vildi til að unnt væri að vinna olíu með fast land undir fótum, eins og í Flatey á Skjálfanda, þar sem mengunarhætta í sjó er nánast engin. Þótt hér hafi verið lögð áhersla á olíuleit, fjallar frv. um hagnýtar hafsbotnsrannsóknir almennt. Ein- sýnt virðist, að allar hagnýtar hafs- botnsrannsóknir séu á vegum sama aðila í stjórnkerfinu. Verkefni á þessu sviði eru gífurleg, eins og bent var á hér að framan, og væri það eitt út af fyrir sig nægilegur rökstuðn- ingur fyrir því skipulagi og eflingu þessara rannsókna, sem frv. gerir ráð fyrir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.