Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 Lilly Magnúsdótt- ir - Minningarorð Fædd G. júlí 1917. jafnaðargerð, áreiðanleiki og rík Dáin 7. mars 1981. umhyggja fyrir velfarnaði systk- Kvenf élagið Hringurinn gefur barnaspítalanum tvö mikilvæg tæki NÝLEGA færði Kvenfélagið Hringurinn Barnaspitala Hringsins á Landspitalanum að gjöf tvö mikilvæg tæki til með- ferðar á veikum nýburum. Var hér um að ræða vandaðan ferða- hitakassa (incuhator) ug tæki til að mæla súrefnisþrýsting í blóði. Ferðahitakassinn. sem hér um ræðir. er notaður þegar flytja þarf fyrirbura og veika nýbura, sem fæðast utan Reykjavikur til sérmeðferðar á Barnaspitalann. Einnig er hita- kassinn notaður til flutninga á ungabörnum. sem þurfa að fara til hjartaaðgerða erlendis. Súrefnisgjöf er mikilvægur þáttur í meðferð veikra nýbura. Það skiptir miklu máli, að gefið sé rétt magn súrefnis hverju sinni. Tæki það, sem Kvenfélagið Hringurinn færði Barnaspítal- anum auðveldar slíka súrefnis- meðferð til muna og gerir hana öruggari og nákvæmari, segir í frétt frá skrifstofu ríkisspítal- anna. Kvenfélagið hefur sl. 5 ár auk ofangreindra tækja gefið Barnaspítalanum mörg mikil- væg tæki til notkunar við með- ferð á veikum nýburum. Má þar t.d. nefna öndunarvélar, súrefn- isblandara, vökvadælur, blóð- þrýstingsmæli og þvageðlisþyng- darmæli. Nemur samanlagt verðmæti þessara tækja rúm- lega 300.000 nýkr. Þá færði Kvenfélagið Barnaspítalanum einnig að gjöf myndsegulbands- tæki til minningar um Ólaf Stephensen barnalækni. Framfarafélag Breiöholts III: Menningarmiðstöðin og samgöngumálin eru helztu mál nú Hinn 7. mars sl. lést í Landspít- alanum Lilly Magnúsdóttir. Útför hennar fer fram í dag frá Foss- vogskapellu. Með Lilly eiga ætt- ingjar og vinir á bak að sjá traustri og góðri konu, sem sárt er saknað. Lilly Magnúsdóttir var fædd í Noregi 6. júlí 1917. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurrós Sveinsdóttir og Magnús Kjart- ansson. Magnús stundaði um þær mundir sjómennsku á norskum skipum. Árið 1923 fluttu þau hjón heim til íslands með börn sín og tóku sér búfestu í Hafnarfirði. Lengst af bjuggu þau í húsi við Lækinn, sem kallað var Brautar- holt og er raunar enn. Þar ólst Lilly upp ásamt systkinum sínum, Sveini, málarameistara og kaup- ■manni, og Kristínu, húsfrú, en Lilly var elst þeirra. Yngst í systkinahópnum er hálfsystir, Fríða Berg, húsfrú. Brautarholt var vel þekkt myndarheimili á mínum æsku- og uppvaxtarárum í Hafnarfirði. Húsráðendur þar, þau Sigurrós og Magnús, voru bæði í fararbroddi í ýmiss konar félagsmálastarfi í bænum, hún sem formaður í verkakvennafélaginu Framtíðinni, í forystusveit í Alþýðuflokknum og ýmsu öðru félagsmálastarfi, og Magnús einnig í fararbroddi í Alþýðuflokknum, en einkum þó í samtökum iðnaðarmanna. Var hann þá orðinn starfandi málara- meistari og hafði mikil umsvif á þeim vettvangi. Þau hjón bæði settu mjög svip á bæinn á þessum árum með sínu mikla félagsmála- Starfi. Urðu þau bæði vinsæl og létu margt gott af sér leiða fyrir samborgara sína á mörgum svið- um. Við þær aðstæður, þegar for- eldrar eru kallaðir til forystu- starfa á félagsmálasviði, sem sinna verður utan venjulegs vinnutíma, auk þess sem báðir vinna fullan starfsdag, má geta nærri, hversu mikilvægt er að geta treyst því, að elsta barnið í systkinahópnum sé því starfi vax- ið að líta eftir og sinna þeim yngri, svo að öruggt sé. Það vissu allir, sem til þekktu, að það gerði Lilly Magnúsdóttir svo sannarlega. Þannig komu þá þegar á unga aldri fram þeir eiginleikar, sem voru svo ríkir í öllu hennar dagfari, svo sem samviskusemi, Minning: Fædd 26. október 1964. Dáin 7. mars 1981. Hún Hafdís er dáin. Þessi setning hljómaði aftur og aftur í huga mínum. Hvernig má þetta vera, svo ung, aðeins sextán ára, svo lífsglöð, svo hamingju- söm? Alltaf með bros á vör, hvar og hvenær sem maður hitti hana. Framtíðin blasti við henni og unnusta hennar sem voru að stofna sitt eigið heimili. Eg sem skrifa þessar línur þekkti Hafdísi frá fæðingu, þar sem ég og móðir hennar erum æskuvinkonur og mikill samgangur milli heimila okkar. Fyrstu árin bjó Hafdís í húsi langömmu sinnar hér í Eyj- um. Þótti Hafdísi mjög vænt um langömmu sína. Oktavía amma var einhvernveginn allt í öllu, bjargaði alltaf öllu sem ætlaði úrskeiðis. Hafdís fylgdi langömmu sinni til grafar hér í Vestmannaeyjum í nóvember 1980. Aldrei hefði mað- ur trúað því að ekki yrðu nema fjórir mánuðir á milli þeirra, sem þótti svo vænt hvorri um aðra. inanna. Árið 1937 giftist hún Oddgeiri Karlssyni, loftskeytamanni. Bjuggu þau fyrst í Hafnarfirði til 1951, en fluttu þá til Reykjavíkur. Þau eignuðust eitt barn, Svein, bifreiðaeftirlitsmann. Þá tóku þau að sér nýfæddan son systur Lilly- ar, Magnús Má, þegar systirin átti í erfiðleikum. Lilly sýndi þá eins og svo oft fyrr og síðar mikla fórnarlund og hjálpfýsi gagnvart sínum skyldmennum. Þær systur urðu fyrir þeirri sorg, að Magnús Már dó á barnsaldri í bílslysi. Einnig annaðist Lilly yngstu syst- ur sína á heimili þeirra Oddgeirs fyrstu fjögur ár ævi hennar. Það er alkunna, að sjómanns- konur verða ýmsum störfum að gegna og margháttuð verkefni að leysa, sem ýmsar aðrar eiginkonur þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Því veldur fjarvera eiginmanna á sjónum langtímum saman oft á tíðum. Lilly Magnúsdóttir var ein slík sjómannskona. Ekki kom slíkt samt í veg fyrir, að hún ræki um skeið eigin verslun, barnafata- verslunina Lilly í Reykjavík. Lilly Magnúsdóttir var alla tíð áhugasöm um starfsemi Kvenfé- lagsins Bylgjunnar, sem er félag eiginkvenna loftskeytamanna. Var hún formaður félagsins um skeið. Hér á undan var á það minnst, hversu sérstaklega umhyggjusöm Lilly var gagnvart systkinum sín- um á æskuárum. Þegar hún hafði eignast eigin fjölskyldu og síðar barnabörnin, beindist ástúð henn- ar fyrst og síðast að velferð þeirra. Barnabörnin þrjú voru hennar mikla yndi. Ættingjar og vinir Lillyar minnast nú, er leiðir skilja, trygg- lyndis hennar, fórnfýsi og hlýju og alls þess, er hún var þeim alla tíð. Ég sendi eftirlifandi eigin- manni, syni og fjölskyldu hans, aldraðri móður, systkinum og öðr- um ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Stefán Gunnlaugsson Þegar mér barst til eyrna and- lát Lillyar varð mér hugsað 22 ár aftur í tímann, þegar konur loftskeytamanna stofnuðu kvenfé- lagið Bylgjuna. Hún var ásamt fjórum öðrum í fyrstu stjórn þess. Allar voru þær óvanar félagsmál- um, og voru þær flestar saman í stjórn fyrstu sjö árin. Einnig var Fyrir nokkrum árum fluttu Helga og Stebbi til Hafnarfjarðar. En Hafdís var með hugann í Vest- mannaeyjum, enda unnusti henn- ar þá hér. Ég er þakklát þeim stundum sem Hafdís kom til okkar, eftir að foreldrar hennar fluttu héðan. Hún bara birtist allt í einu eða hringdi og sagði: Eigum við að spila UNO. Hvernig sem á stóð gat maður ekki neitað þessu brosandi andliti. Svo fór að Óskar og Hafdís fluttu líka á fastalandið. En er hún kom til Eyja, kom hún oftast til okkar í Hrauntúninu. Ég hitti Hafdísi síðast um jólin. Ég sé hana fyrir mér er hún kallaði til mín: Hæ, Systa, gleðileg jól. Þann- ig mun ég alltaf minnast hennar. Helga og Hafdís voru einstaklega samrýndar mæðgur og er því missir Helgu mikill. Hafdís mat fóstra sinn Stebba mikils, enda var hann henni betri en nokkur faðir barni sínu. Við skiljum ekki ráðstafanir Guðs. Að lokum vil ég biðja almáttugan Guð að styrkja fjöl- hún formaður félagsins um skeið. Hún vann mikið og vel að undir- búningi félagsins og mótun þess fyrstu árin ásamt fleiri duglegum konum. Þá var haldin jólatrés- skemmtun á hverjum vetri og eins var unnið að kaffisölu á sjó- mannadaginn ásamt öðrum kven- félögum sjómanna. Lá hún þá ekki á liði sínu, hvort sem um var að ræða bakstur eða aðra vinnu sem til þurfti, svo vel færi. Nú á síðasta ári sá hún um vel heppnað bingó innan félagsins. Lillyar minnist ég fyrst sem ungrar stúlku, heitbundinni ung- um loftskeytamanni, sem þá var að byrja sitt starf á sjó, sem hann hefur síðan stundað. Hún var ein af okkur sem áttum menn á sjónum allan sinn starfsaldur, en þeim fer nú fækkandi, þegar skipum sem hafa loftskeytamenn fækkar. Félagið okkar var fá- mennt sem eðlilegt var og þar af leiðandi reyndi alltaf mest á þær sem starfsfúsastar voru. Þá minnist ég tveggja félags- kvenna sem við höfum misst úr okkar fámenna hópi, sem báðar voru stofnendur og unnu félaginu meðan máttu, frú Þórunnar Sig- urðardóttur, sem lést á síðastliðnu ári og frú Ástu Jónsdóttur, sem látin er fyrir nokkrum árum. Lilly var Hafnfirðingur, hún giftist 6. nóv. 1937 Oddgeiri Karlssyni, áhugasömum loft- skeytamanni, sem bæði hefur starfað á togurum og fragtskipum. Þau áttu einn son, Svein, sem er kvæntur og á þrjú börn. Einnig tóku þau að sér lítinn dreng, Má, sem lést ungur í slysi. Það var henni mikill harmur. Einnig veit ég að hún lagði þeim lið sem þess þurftu. Ég vil þakka henni samstarfið og svo mun líka um aðrar Bylgju- konur. Við vottum Oddgeiri, syni, tengdadóttur, barnabörnum, móð- ur hennar og öðrum vandamönn- um okkar innilegustu samúð. Guðrún Siguröardóttir skylduna að Krókahrauni 8, unn- usta Hafdísar, Óskar, og aðra aðstandendur í þeirra miklu sorg. Eygló Einarsdóttir, Vestamannaeyjum. í gær var til moldar borin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði Hafdís Viborg Georgsdóttir. Hafdís ólst upp hjá móður sinni, Helgu Ágústsdóttur, og fósturföð- ur, Stefáni Þórólfi Sigurðssyni, frá eins árs aldri, er bar umhyggju fyrir henni sem sínu eigin barni. Var Hafdís elst fjögurra systkina er sjá nú á bak stóru systur. Þau eru: Aldís, er fermast á í næsta mánuði, Ásgeir, fjögurra ára og Guðrún Oddný, er fæddist í sumar. Fjölskyldan bjó í Vest- mannaeyjum en fluttist til Hafn- arfjarðar fyrir tæpum tveimur Á AÐALFUNDI Framíaraíélags Breiðholts III er haldinn var 9. febrúar sl. var kjörin ný stjórn. Stjórnina skipa 11 menn og 4 til vara. Formaður var kosin Lena M. Rist. Aðrir í stjórn eru Sverrir Friðþjófsson varaformað- árum. Fagurt var í Eyjum er dætur okkar Helgu fermdust, Ey- dís og Hafdís, og hugur okkar var fullur af vonum og framtíðarósk- um þeim til handa. En fljótt skipast veður í lofti. Sólskinsgeisli er horfinn á braut. Harmi slegnir ástvinir sjá á eftir þessari yndislegu stúlku yfir móð- una miklu. Hörmulegt umferðarslys í Kópavoginum. Engill dauðans snerti að þessu sinni unga stúlku í blóma lífsins. Ekki er spurt um aldur, stað né stund. En þegar efnilegt ungt fólk er hrifið svo snögglega á braut, er mikiar vonir voru bundnar við, verður okkur á að spyrja: „Hvers vegna hún, hún sem var svo vel gerð?" Ég tel að hún hafi haft þann þroska, þó ung hafi verið að árum, sem mörg okkar mannanna börn ná seint og sum aldrei. Reglusemi, vandvirkni og elskuleg framkoma voru henn- ar aðalsmerki. Ef við ættum í okkar kalda landi fleiri slíka fulltrúa hinnar ungu kynslóðar værum við ekki illa á vegi stödd. Orð ná skammt á slíkri sorgar- stundu. Hlýjar samúðarkveðjur frá mér, manni mínum og börnum til foreldra, unnusta, systkina og annarra vandamanna. Góður guð berðu smyrsl á sárin. Elsku Helga mín. „Aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að ekki geti birt fyrir eilífa trú.“ Sigrún Jónsdóttir ur, Illin Gunnarsdóttir ritari, Sigþór Magnússon gjaldkeri, Hilmar J. Hauksson, Kristinn Ágúst Friðfinnsson, Valdemar ólafsson, Helga Magnúsdóttir, Björk Jónsdóttir, Halldóra Björnsdóttir og Anna Stefáns- dóttir meðstjórnendur. Vara- menn eru_ Helgi S. Árnason, Halldór Árnason, Hólmfriður Jakobsdóttir og Aðalheiður Sig- urðardóttir. Félagið mun sem áður beita sér fyrir öllum þeim málum er varða hag og heill hverfisins. Helstu mál sem nú eru í brennidepli eru Menningarmiðstöðin sem á að rísa við Gerðuberg og samgöngumál við hverfið og innan þess. Það hefur sýnt sig að samtök sem þessi geta fengið miklu áorkað og er það ósk stjórnarinnar að sem flestir íbúar hverfisins verði virkir þátt- takendur. Félagar í Framfarafélagi Breið- holts III eru allir íbúar Hóla- og Fellahverfis 17 ára og eldri. (FréttatUkynning:.) ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasiö- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Hafdís Viborg Georgsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.