Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 • Ray Stewart hefur áður tekið álíka mikilvægar vltaspyrnur. Hér skorar hann sigurmark West Ham á siðustu minútunni gegn Aston Villa i bikarkeppninni i fyrra. West Ham vann siðan Arsenal i úrslitaleiknum. West Ham jafnaði með síð- ustu spyrnu úrslitaleiksins SÍÐUSTU mínúturnar í úrslitaleik deildarbikarsins i Englandi á lauKarda^inn verða len^i í minnum hafðar. Sem kunnuKt er, mættust Liverpool, ensku meistararnir, ok West Ham, handhafar FA-bikarsins, ok var allt bókstafleKa á suðupunkti síðustu mínúturnar. Útkoman varð jafntefli, 1 — 1, ok verða liðin því að reyna með sér á nýjan leik ok fer aukaleikurinn fram á Villa Park i BirminKham 1. apríl næstkomandi. Eftir venjuleKan leiktíma var staðan 0—0 ok varð því að framlenKja leikinn. Það fór loks að draKa til tíðinda þc^ar aðeins tvær minútur voru eftir af síðari hálfleik framlenKÍnKarinnar. Alan Kennedy fékk þá knöttinn i KÓðu færi ok sendi þrumufleyK upp i þaknetið hjá West Ilam. Allt bókstafleKa sprakk, ekki sist þar sem sést hafði til linuvarðarins með flaKKÍð á lofti. í stað þess að skokka til hans ok ræða málin. da-mdi dómarinn Clive Thomas umsvifalaust mark. Leikmenn West Ilam gáfust ekki upp og sóttu af örvæntingu siðustu andartökin. Clemence varði þrumuskot eitt meistaralega, en á siðustu sekúndum fékk West Ilam hornspyrnu. Terry McDermott handlék knöttinn og vitaspyrna varð ekki umflúin. Ray Stewart skoraði örugglega úr vitinu. Annars er erfitt að meta gæði þessa leiks. Fréttaskeyti AP og Reuter-fréttastofan töldu leik- inn í heild frekar slakan og aldrei náð þeim toppi sem geta liðanna bauð upp á. Hins vegar voru útvarpsþulir BBC með kempuna Denis Law í broddi fylkingar. Er óhætt að segja að þeir hafi varla haldið vatni yfir gæðum leiksins. Allt var stór- kostlegt, frábært dásamlegt, un- aðslegt og fleira í þeim dúr. Islendingar verða því að dæma fyrir sig ef þeir fá að berja leikinn augum í sjónvarpinu á næstunni. Leikurinn hófst annars með tilheyrandi hefðum og leikmenn voru kynntir fyrir mikilsmetnu fólki. Við Liverpool skipaði eftir- taiinn hópur: Ray Clemence, Alan Kennedy, Phil Neal, Colin Irwin, Alan Hansen, Ray Kenn- edy, Graeme Souness, Terry McDermott, Sammy Lee, Ken Dalglish og Steve Heighway. Jim Case var varamaður og hann kom inn á í byrjun síðari hálf- leiks og tók þá stöðu Steve gamla Heighway. Case fór þá í stöðu tengiliðs, en Sammy Lee var færður fram í sóknarhlutverk. Dave Johnson átti að hefja leikinn, en veiktist á síðustu stundu og því var kallað á Heighway. Þá missti fyrirliðinn, Phil Thompson, af leiknum vegna meiðsla. Lið West Ham skipaði þessi hópur: Phil Parkes, Ray Stewart, Frank Lampard, Bill Bonds, Alvin Martin, Geoff Pike, Jim Neighbour, Alan Devonshire, Trevor Brooking, Paul Goddard og David Cross. Varamaður var Stuart Pearson, sem lék sinn fyrsta leik í marga mánuði, en kappinn er nýstaðinn upp úr sinni fimmtu skurðað- gerð. Enn var það hnéð sem angraði hann. Person kom inn á fyrir Goddard í framlenging- unni. Fyrri hálfleikur var tíðindalít- ill, Liverpool virtist hafa nokkra yfirburði úti á vellinum, tengi- liðirnir þar fjórir gegn þremur. „I hvert skipti sem West Ham- leikmaður nær knettinum er hann umsvifalaust umkringdur 3—4 rauðum skyrtum. Leikmenn Liverpool virðast hreinlega vera mun fleiri inni á vellinum," sagði Denis Law um gang mála í hálfleiknum og eftir því sem á leikinn leið sannfærðist hann meir og meir ásamt félögum sínum, að það lið sem myndi verða fyrri til að skora, stæði með pálmann í höndunum. Hálf- leikurinn var leikur hinna sterku varna. Oft virtist herslumuninn vanta til þess að skapa tækifæri við mörkin, en allt kom fyrir ekki. Markverðirnir gripu inn í, varnarmenn ráku lappirnar fyrir og skölluðu frá á víxl. Ekkert gekk upp við mörkin. Það var West Ham, sem komst næst því að skora í fyrri hálfleik, það var á 44. mínútu, sem Frank Lampard lét gífurlegt þrumu- skot ríða af af 25 metra færi. En knötturinn fór nokkrum senti- metrum framhjá markstönginni að utanverðu. West Ham tók mikinn fjör- kipp í síðari hálfleik og fyrstu 20 mínútur hálfleiksins var liðið miklu frískara en Liverpool. Þeir Brooking og Devonshire sýndu þá skemmtilega takta og West Ham átti nokkrar sóknarlotur sem lofuðu góðu. En þær lofuðu upp í ermarnar, en síðan meidd- ist Devonshire. Hann fór reynd- ar ekki út af, en var tekinn að þreytast og dala. Náði Liverpool þá hægt og bítandi betri tökum á leiknum og um miðjan hálfleik- inn komst Dalglish skyndilega í gott færi. Phil Parkes var hins vegar fljótur að hugsa, kastaði sér fyrir Dalglish og skotið fór í fæturna á markverðinum. Nokkrum mínútum síðar slapp miðherji West Ham, Goddard, úr gæslunni, komst á auðan sjó, en brenndi illa af. „Réttlætinu var fullnægt, Goddard var greinilega rangstæður," sagði Denis Law um atvik þetta. Línu- vörðurinn lét ekkert í sér heyra eða til sín sjá og gerði dómarinn því enga athugasemd. Var leik- urinn nú nokkuð opinn um hríð, Bonds var eigi fjarri því að skora hjá Liverpool og Pike bjargaði West Ham tvívegis með því að trufla Souness og McDermott sem voru í ákjósanlegum færum. En sóknarþungi Liverpool jókst jafnt og þétt og undir lokin rak- hver sóknarbylgjan aðra. En inn vildi knötturinn ekki og kom því til framlengingar. „Nú reynir á hvort liðið er í betri líkamlegri þjálfun," sögðu fréttamenn BBC er fyrri hálf- leikur framlengingarinnar hófst. Og þar virtist sem Liverpool hefði töluverðan yfirburðavinn- ing, því liðið hóf þegar stórsókn og sýndi sína bestu knattspyrnu til þessa í leiknum. Að vísu átti Alan Devonshire skalla að marki Liverpool á fyrstu mínútu auka- tímans, en síðan hófst alger einstefna. Alan Kennedy, sem átti snilldarleik, lék á tvo varn- armenn og sendi á Jim Case, sem skaut þrumuskoti í þverslá. Case átti síðan annað hörkuskot rétt yfir og Ray Kennedy spyrnti hörkuskoti rétt framhjá mark- inu. West Ham náði skyndisókn- um endrum og eins og voru þær hættulegar. Þannig varði Clem- ence snilldarlega skalla frá Dave Cross. Það hefði þó ekki gilt ef hann hefði skorað, því dómarinn kaus að dæma rangstöðu á leikmann sem kom gangi leiks- ins ekkert við. Síðan gerðist það, er rétt rúmar tvær mínútur voru til leiksloka, að Alan Kennedy þrumaði knettinum í netið hjá West Ham. Línuvörðurinn gaf til kynna að eitthvað hafi verið óhreint í pokahorninu hjá Liv- erpool varðandi markið, en Clive dómari Thomas virti hann ekki viðlits og dæmdi mark. Við það urðu leikmenn West Ham æfir og helltu sér yfir dómarann. „Ölive Thomas gerði þarna skyssu. Það er ekki verjandi að tala ekki einu sinni við línuvörð- inn þegar svona mikið er í húfi. Astæðan fyrir því að línuvörður- inn gaf merki, er líklegast sú, að Sammy Lee var rangstæður er Kennedy skoraði markið. Það má deila um hvort rangstaðan hafi haft áhrif á leikinn, en maðurinn átti hiklaust að ræða málin við línuvörð sinn,“ sagði spekingurinn Denis Law. Leik- menn West Ham fylltust við þetta örvæntingu og nokkrum sekúndum síðar var Jim Neigh- bour bókaður fyrir glannalegt spark í mótherja. Og á síðustu andartökunum sótti West Ham af krafti, Dev- onshire var á ferðinni rétt fyrir utan vítateig Liverpool og var þar skellt flötum. Leikmenn Liv- erpool röðuðu sér í umfangs- mikinn varnarvegg, en hann reyndist þó ekki nógu þéttur er til kom og þrumufleygur Ray Stewart þaut eins og byssukúla í gegn og stefndi knötturinn efst í markhornið, en Ray Clemence stökk eins og köttur og bjargaði snilldarlega í horn. Mikill darr- aðardans upphófst í vítateig Liverpool í kjölfar hornspyrn- unnar, knötturinn hrökk í þverslána, síðan út í teig, aftur inn að markinu og þar slæmdi Terry McDermott hendinni til hans með þeim afleiðingum, að West Ham fékk víti. Og leiktím- inn var þrotinn, varla tími til að framkvæma spyrnuna. Skotinn skotharði, Ray Stewart, fékk það erfiða hlutverk að reyna að jafna og það gerði hann af miklu öryggi, þrumuskot hans var ger- samlega óverjandi. „Það var í raun og veru mjög gott að svona skyldi fara, því þetta var einn af þessum leikjum þar sem hvorugt liðið á skilið að tapa. Þetta var stórkostlegur endir á stórkost- legum leik,“ sögðu fréttaþulir BBC allir sem einn og verðum við að taka það gott og gilt, a.m.k. þangað til annað kemur í Ijós ... Knatt- spyrnu- úrslit England, 3. deild: Blackpool — Plymouth 1—0 Brentford — Carlisle 1—1 Fulham — Gillingh. 3—2 Hull — Chesterfield 0—0 Portsmouth — Newport 0—0 Sheffield Utd. — Charlton3—2 Swindon — Millwall 0—0 Walsall — Oxford 0—3 England, 4. deild: Bournem. — Darlington 3—3 Bradford — Mansfield 0—2 Hartlepool — Wimbledon 2—3 Rochdale — Aldershot 0—2 York — Lincoln 1—0 Skotiand, úrvalsdeild: Celtic — St. Mirren 7—0 Hearts — Rangers 2—1 Kilmarnock — Aberdeen 1—0 Morton — Airdrie 0—1 Partick Th. — Dundee Utd. 0—2 Celtic hefur nú fjögurra stiga forystu á Aberdeen og 8 stiga forystu á Rangers, sem eru í þriðja sætinu. Er staða liðsins því geysilega sterk um þessar mundir. Celtic hefur 42 stig, Aberdeen 38 stig og Rangers 34 stig. Ítalía: Ascoli — Pistoise 0—0 Bolognia — Udinese 1—0 Como — Avellino 2—0 Fiorentina — Brescia 1—0 Napólí — Cagliari 2—0 Perugia — Catanzarro 0—0 Roma — Inter 1—0 Torino — Juventus 0—2 Juventus og Roma hafa nú bæði hlotið 29 stig og deila þau efsta sætinu. Napólí hefur 28 stig. Meistarar síðasta árs, Inter, hafa dalað nokkuð að undanförnu og liðið er nú í fjórða sætinu með 24 stig. Spánn: Salamanca — Barcelona 2—1 Zaragoza — Hercules 1—1 Real Madrid — R. Betis 4—2 Valladolid — R. Sociedad 0—0 Almeria — Las Palmas 0—1 Atl. Bilbao — Osasuna 1—1 Sevilla — Valencia 1—0 Murcia — Gijon 2—1 Espanol — Ati. Madrid 2—0 Þrátt fyrir ósigur um helg- ina, hefur Atletico Madrid fjögurra stiga forystu, 39 stig, Barcelona hefur 35 stig í öðru sæti og hefur ekki unnið leik síðan miðherja liðsins, Quini, var rænt fyrir rúmum hálfum mánuði. Ekkert hefur til hans spurst og enginn veit neitt. í þriðja sætinu er síðan Real Sociedad með 34 stig. Víkingur í bikarslag gegn KA BOÐIÐ verður upp á hand- knattleik á hinum ýmsu vÍKstöðvum í kvöld. Á Akur- eyri mætast kiukkan 20.00 lið KA og Víkings og er leikurinn liður í hikar- keppni HSÍ. I Laugardals- höllinni leika lið Ármanns ok UMFA. Hefst sá leikur klukkan 20.00 ok er deildar- leikur. Þá hefur Mbl. fregn- að að Týr og UBK eigi að leiða saman hcsta sína i stórmikilvægum leik i topp- baráttu 2. deildar í Vcst- mannaeyjum. Þvi miður tókst þó ekki að fá það staðfest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.