Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 + Fööursystir mín, GÍSLÍNA B. ÓLAFSDÓTTIR, Bérugötu 37, lést 15. þ.m. Fyrir hönd vandamanna, Guörún Olafsdóttir. t Bróöir okkar, GÐMUNDUR JÓNSSON, Kríuhólum 4, éöur Brimhólabraut 37, Veatm., lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 15. mars. Guöjón Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Björgvin Jónsson. + Eiginmaöur minn og faöir, KÁRI FORBERG, fyrrv. símstöðvarstjóri, Eskihlíó 22A, lést á Reykjalundi þann 15. marz. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. marz kl. 10.30 f.h. Vilborg Forberg, Garóar Forberg. Móöir okkar. + GUDRUN INGVARSDÓTTIR, frá Markarskaröi, andaöist aö Elliheimilinu Grund laugardaginn 14. marz. Börn hinnar látnu. + Fósturmóöir mín, ANNA GUDRUN SIGURJÓNSDÓTTIR, Sörlaskjóli 18, andaöist á Landakotsspítala 14. marz. borsteinn borbjörnsson. + Útför eiginmanns míns, bORKELS GÍSLASONAR, fv. aöalbókara, Skeggjagötu 10, sem andaöist 7. marz fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 18. marz kl. 15.00. Jórunn Norómann. + Útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöir, dóttur, systur og ömmu, LILLÝAR MAGNUSDOTTUR, Hringbraut 56, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju í dag þriöjuaginn 17. marz kl. 13.30. Oddgeir Karlsson, Sveinn Oddgeirsson, Guölaug Albertsdóttir, Sigurrós Sveinsdóttir, systkini og barnabörn. Mágkona mín. + SIGRÍÐUR SUMARLIDADOTTIR, frá Mosdal, veröur Jarösungin frá Fossvogskirkju, miðvikuaginn 18. marz kl. 10.30. Ingibjörg Jörundadóttur. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, GUÐMUNDAR KRISTMUNDSSONAR, Hólmgarói 2. Guörún Siguröardóttir, Guörún Guómundsdóttir, Kristmundur Guómundsson, Bryndís Guðmundsdóttir, Hrefna Guómundsdóttir. Minning: Jónína Þóroddsdóttir Fáskrúðsfirði Fædd 7. maí 1927. Dáin 5. marz 1981. Helfregn slær hugann óneitan- lega harmi, þegar hún kemur svo Óvænt sem nú, er mágkona mín kvaddi svo iangt um aldur fram. Vanheilsa um nokkurt árabil var að vísu staðreynd, en einhvern veginn fannst mér að Nína yrði sigurvegarinn enn um hríð, óbil- andi bjartsýni og trú á lífið, löngunin til að starfa og létta áfram lífsgönguna sínum kærustu var svo sterk og þrungin vilja- krafti, að við vildum ekki trúa því, að hún lyti þar í lægra haldi, svo alltof fljótt, svo alltof skyndilega. Síðast þegar við hittumst var það enn sem fyrr lífsviljinn og hug- arróin, sem öllu voru yfirsterkari. Og svo er ósigurinn allt í einu orðin hin myrkva staðreynd og fátækleg kveðjuorð megna lítils að leiðarlokum. Efst hlýtur þó að vera í hug okkar, systur hennar þó helzt og fremst, þökkin fyrir allt í öllum samskiptum fyrr og nú, þökkin fyrir að hafa átt samleið með dugmikilli, heilsteyptri og umfram ailt hjartahlýrri ágætis- konu, þó sú samleið yrði alltof stutt. Lífsstarf hennar allt var bundið þjónustu við sína og þar var aldrei um tíma né fyrirhöfn spurt, aðeins sem ljúf skylda, sem sjálfsagt þótti að inna af hendi eins og þrek og kraftar frekast leyfðu. Ég hefi oft dáðst aö þeirri fórnfúsu önn, er einkenndi öll hennar störf og kom skýrast fram í umhyggjunni fyrir dóttursynin- um, en sem aðeins var sem lýsandi dæmi um þá eðlisþætti, sem rík- astir voru í fari Nínu, þar sem kærleikurinn skipaði svo sannar- lega æðsta öndvegi. Nína var óvenju indæl í allri viðkynningu, glaðlegt viðmót réði þar miklu, hlýleiki og jafnlyndi, ásamt góðri kímnigáfu löðuðu að og eftir að verulega fór að bjáta á, var þó æðruleysið það einkenni sem ég mat mest. Náið og gott samband þeirra systra var slíkt, að þar naut ég ríkulega góðs af og því er mér sannur söknuður nú í sinni. Þar fór góð kona, með heitt hjarta og hugdirfsku þess sem aldrei lætur bugast. Átakalaust varð lífið henni ekki, ýmislegt fór þar á annan veg en hún ætlaði, en allt víl og vol var svo víðs fjarri, að svo var ævinlega, sem allt léki í lyndi. Það er gott að eiga svo trausta skapgerð og heilbrigða lífssýn og þess naut hún á erfiðleikastund- um. Aðeins skal að helztu æviatrið- um vikið. Jónína var fædd að Víkurgerði í Fáskrúðsfirði 7. maí 1927 og var því aðeins 53 ára, er hún lézt. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Runólfsdóttir, sem nú er rúmlega áttræð að aidri, og Þór- oddur Magnússon, útvegsbóndi, sem lézt fyrir nær aldarfjórðungi. Systkinin, sem upp komust voru sex og er hún annað þeirra er úr hópnum hverfur. I Víkurgerði ólst hún upp við hin algengustu verk, sem sveita- störf og sjósókn kölluðu á. Árið 1945 giftist Jónína Aðal- steini Tryggvasyni frá Fáskrúðs- firði. Þau fluttu til Hafnarfjarðar og bjuggu þar alla sína sambúð- artíð. Þau hjón slitu samvistum fyrir nokkrum árum. Börn þeirra hjóna voru fimm: Hilmar, bátsmaður, nú í Reykjavík, Fjóla, húsmóðir á Seyðisfirði, Þórey, húsmóðir í Reykjavík, Tryggvi, sjómaður í Reykjavík og Unnar, sem var alinn upp sem kjörsonur hjá föðursystur sinni og manni henn- ar, en drukknaði ungur maður. Auk þess var Aðalsteinn, sonur Þóreyjar, alinn upp hjá ömmu sinni, eins og áður er að vikið. Barnabörnin eru nú níu. Síðustu árin bjó Jónína að Bergþórugötu 14 og hjá henni þeir Tryggvi og Aðalsteinn. Þakklátum huga er kvatt og kynnin góðu lifa í minningunni. Heiðbjört er sú mynd í huga okkar af hinni fórnfúsu, eljusömu og vel gerðu konu, sem ævinlega mat það æðst að veita öðrum allt það er hún átti að gefa og það svo að hvergi bar á skugga. Lífssaga mágkonu minnar var alltof stutt, en hún er vörðuð því, sem mikil- vægast er í þessu lífi, vel unnum verkum, vammlausri starfsævi í fórnfýsi þjónustunnar fyrir þá sem henni voru kærastir. Systir hennar kveður með sér- stakri þökk til kærrar systur og öll tökum við undir þá þökk. Sem mildur blær á björtu vori eystra, fer ljúfsár minning sem leiftur um hugann. Megi sú hugljúfa minning milda söknuðinn sára, er sækir nú að þeim er henni unnu heitast. Ein- lægar samúðarkveðjur eru þeim sendar. Góð var hin gengna ævi. Sem geislar á vegi verma myndir frá horfinni tíð og ylja í þeim söknuði, er fylgir kveðjustund en varpa ljósi á vegferð okkar með hugheilli þökk fyrir samfylgd liðinna ára. Blessuð sé sú bjarta minning Jónínu Þóroddsdóttur. Helgi Seljan „Margs er aA minnast margt er hér aA þakka. Guði sé luf fyrir IIAna tlA. Margs er aA minnaat. margs er aA sakna. GuA þerri tregatirin stríA.“ (Sálmur) Mágkona mín er látin. Er systir mín tilkynnti mér andlát hennar setti mig hljóða. Nína, eins og hún var jafnan kölluð, hringdi til mín fyrir mánuði, ætlaði að heimsækja mig í sveitina og vera smátíma. Nú var hún skyndilega horfin yfir móðuna miklu, laus úr jarðvistar- fjötrunum. Jónína var dóttir Þórodds Magnússonar og Önnu Runólfs- dóttur í Víkurgerði við Fáskrúðs- fjörð. Voru systkinin sex að tölu, og eru nú tvö þeirra látin. Það er margs að minnast frá æskustöðv- unum eystra, og eins úr Hafnar- firði, en þar bjó hún lengst af. Ung giftist hún bróður mínum, Aðal- steini Tryggvasyni, og eignuðust þau fimm börn og ólu upp barna- barn sitt. Þau hjón slitu samvist- um fyrir nokkrum árum og flutti Jónína þá til Reykjavikur, ásamt tveimur sonum sínum, og bjó þeim heimili að Bergþórugötu 14. Gott var að sækja hana heim, og var þá jafnan glatt á hjalla, því Nína var alltaf hress og kát, þrátt fyrir ströng og langvinn veikindi. Og nú, þegar leiðir skilja í bili, þakka ég henni liðnar samveru- stundir, þakka henni fyrir allt það sem hún var fjölskyldu sinni og vinum. Guð blessi hana og leiði á þeim eilífðarsviðum, er nú taka við, og styrki aldraða móður og aðra ástvini í sorg þeirra. Blessuð sé minning hennar. Hulda Tryggvadóttir, Rauðkollsstöðum Edda Kvaran Kveðjuorð Fædd 21. ágúst 1920. Dáin 21. febrúar 1981. Þegar nú samstarfskona og vinkona mín, Edda Kvaran, er horfin úr þessu jarðlífi, vakna hjá mér margar góðar endurminn- ingar um hana. Síst hefði mig grunað að hún yrði öll á þessum vetri, svo sjálfsagður hluti af umhverfi mínu var hún, þó vissi ég mæta vel að hún hafði verið sjúk um langt skeið. Okkur finnst svo eðlilegt að lífið eigi að vera eins og það er og hugsum sjaldan um það að „eitt sinn skal hver deyja“. Svo vaknar maður upp við það að einni stoðinni er kippt í burtu. Tilveran er ekki söm, hún er öðruvísi. Mig langar til að segja nokkur orð um kynni mín og Eddu Kvaran. Við unnum saman á Ritsímanum í tæpan áratug. Þar var hún lærimeistari minn. Með tímanum urðum við góðir vinir, þrátt fyrir um 30 ára aldursmun. Ég verð að játa það að síðastliðin tvö ár hef ég vanrækt hana, og því sé ég mest eftir nú. Edda var ekki einungis lærimeistari minn í starfi, heldur kenndi hún mér ótal margt um lífið sjálft. Hún var stórbrotin persóna og hafði skapsmuni í meira lagi, eins og rauðhærðu fólki er gjarnt. Þegar tími vannst til frá eril- sömu starfi, ræddum við oft sam- an um allt milli himins og jarðar. Edda var vel að sér um flesta hluti, enda víðlesin og margfróð og lífið hafði mótað hana með margskonar reynslu. Fjölskylda hennar og starfið voru hennar kærustu hugðarefni, hún hafði ríka réttlætiskennd og leiklistin átti stóran hlut í henni, enda var hún listamaður á því sviði, þó ekki hefði hún leikið um langt skeið. Hún talaði oft um samstarfsfólkið í Iðnó og leikferðir sínar með því, innanlands og utan, þá var hún í essinu sínu. Það er vandasamt að ætla sér að skrifa um stórbrotna konu. Þetta var þó tilraun. Ég bið Guð að blessa Eddu mína og styrkja hana á nýju tilverustigi. Ég trúi því að við hittumst aftur. Ég kveð hana nú með þakklæti og hlýju í huga. Ástvinum Eddu sendi ég samúð- arkveðjur. Mansý

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.