Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981
Engin laxaseiði
til Noregs í ár
NORÐURLAX, sem undanfarin ár
hefur selt laxasciði til Noregs,
fékk þau boð i vikunni. að ekki
yrði leyfður frekari innflutninKur
seiða tii Norejfs, þar sem Norð-
menn væru orðnir sjálfum sér
nógir i þeim efnum.
„Við fengum í raun ekki staðfest-
ingu á þessu fyrr en umboðsmaður
okkar í Noregi kom með sjúkravott-
orð og ætlaði að óska eftir innflutn-
ingsleyfi fyrir 50 þúsund sjógöngu-
seiði," sagði Björn G. Jónsson,
framkvæmdastjóri Norðurlax, í
samtali við Mbl.
„Hins vegar hafði ég pata af
þessu fyrir nokkru síðan og for-
ráðamenn norskra eidisstöðva hafa
sagt mér, að þeir búist við offram-
leiðslu í Noregi þegar á árinu 1982,
og verðið muni þá lækka niður fyrir
kostnaðarverð," sagði Björn enn-
fremur.
Á síðasta ári seldi Norðurlax um
60 þúsund seiði fyrir 8,50 norskar
krónur hvert seiði, eða um 510
þúsund norskra króna, sem jafn-
gilda um 620 þúsund íslenzkum
krónum. — „Þetta er því augljós-
lega mikið fjárhagslegt tjón fyrir
okkur, því mjög erfiðlega gengur að
koma sjógönguseiðum út hér á
landi, en um önnur lönd er ekki að
ræða,“ sagði Björn ennfremur.
Á þessu ári mun Norðurlax fram-
leiða um 100 þúsund sjógönguseiði
og nokkur hundruð þúsund sumar-
laxaseiði.
í síðasta hefti tímaritsins Ægis
segir m.a., að á sl. ári hafi Norð-
menn ætlað að laxeldisframleiðsla
þeirra yrði um 5 þúsund tonn og að
aukningin milli ára yrði um 1
þúsund tonn, en nú er komið á
daginn, að framleiðsla þeirra á
eldislaxi jókst um 50% og verður
um 7500 tonn.
Eyjóifur Konráð Jónsson hjá
Tungulaxi hf. sagðist ekki hafa
fengið fréttir af seiðainnflutnings-
banni Norðmanna. „Við höfum ekki
hugsað okkur að flytja mikið út til
Noregs í ár,“ sagði Eyjólfur. I fyrra
flutti Tungulax hf. út 50—60 þús-
und seiði til Noregs fyrir um
600.000 krónur.
Stjórn Sjómannadagsráðs og verktakar. Frá vinstri: Hilmar Jónsson, Tómas Guðjónsson, Garðar
Þorsteinsson, Guðmundur H. Oddsson og Pétur Sigurðsson, sem allir sitja í stjórn Sjómannadagsráðs,
Pétur Jökull verktaki, Hallgrimur Guðmundsson verktaki, Halldór Guðmundsson arkitekt og Bjarni
Frimannsson verkfræðingur. Ljósm. B.P.
Hrafnista í Hafnarfirði:
Hjúkrunarheimilið fokhelt í haust
Sjómannadagsráð og Ilamar-
inn hf. hafa undirritað samning
sin i milli um framhald bygg-
ingar hjúkrunarheimilis Hrafn-
istu i Hafnarfirði.
Uppsteypu
grunns og jarðhæðar er nú
lokið, en nýi samningurinn
fjallar um uppsteypu hússins,
fullan frágang að utan og á
þaki.
Húsið er jarðhæð, fjórar hæð-
ir og þakhæð, 6208 fermetrar að
flatarmáli fyrir utan ris. Þessum
áfanga á að ljúka í september á
þessu ári. í nýkrónum kostaði
grunnur, botnplata og jarðhæð
2.360.000, en sá áfangi, sem nú
var samið um á að kosta
3.826.074 kr. Útihurðir, gluggar,
gler og efni vegna uppsteypu er
áætlað að kosti 2.280.000 eða alls
8.466.000 kr.
Tómas Tómasson einn eigenda Tomma-hamborgara og Tommi, vöru-
merki staðarins. Ljósm. Kristján.
Nýr veitingastaÖur í Reykjavik:
Tomma-hamborgarar
Lánveitingar Byggingasjóðs ráðgerðar 307 milljónir króna:
Lánin miðuð við
fjölskyldustærð
Lánin hækkuð ársf jórðungslega
TOMMA-hamborgarar nefnist nýr
veitingastaður. sem opnaður hefur
verið að Grensásvegi 7 í Reykja-
vík. Þar er, eins og nafnið bendir
til. eingöngu boðið upp á hamborg-
ara með tilheyrandi.
til SÁÁ og Félags einstæðra for-
eldra.
Vífill Magnússon arkitekt hefur
teiknað innréttingar ásamt Tómasi
og yfirsmiður var Sigurður Ólafs-
son.
Félagsmálaráðherra hefur
staðfest áætlun húsnæðismála-
stjórnar um lánveitingar úr
Byggingasjóði ríkisins á árinu
1981 og er áætlað að verja 307
milljónum króna til hinna ýmsu
útlánaflokka eða 30,7 milljörðum
gkr. Stærsti útlánaflokkurinn er
nýbyggingar 145 milljónir króna
og lán til kaupa á eldri íbúðum
70 m.kr. Fjórir nýir lánaflokkar
eru teknir upp: viðbyggingar og
endurbætur á eldra húsnæði 5
m.kr., til fatlaðra og öryrkja 2
m.kr., til orkusparandi breytinga
á íbúðum 12 m.kr. og til tækni-
nýjunga og rannsókna 2 m.kr.
Með nýjum lögum um Húsnæð-
isstofnun ríkisins var ákveðið að
veita umsækjendum með fjöl-
mennar fjölskyldur hærra lán til
bygginga eða kaupa á íbúðum og
ákveðið hefur verið að fjárhæðir
lána skuli hækka fjórum sinnum á
ári til samræmis við byggingar-
kostnað í stað einu sinni eins og
verið hefur. Eftirfarandi reglur
gilda nú um lánveitingar til bygg-
ingar eða kaupa á nýjum íbúðum,
sem fokheldar verða á fyrsta
ársfjórðungi 1981:
Fyrir einstaklinga kr. 84.000,
fyrir 2—4 manna fjölskyldu
107.000, fyrir 5—6 manna fjöl-
skyldu 127.000 og fyrir 7 manna
fjölskyldu og stærri 147.000. Áður
var einn lánaflokkur til nýbygg-
inga, 80.000 kr. eða 8 m.gkr.
I frétt frá félagsmálaráðuneyti
segir að verði verðbólgan 40% á
árinu, eins og miðað sé við í
forendum fjárlaga, verði fjárhæð-
ir húsnæðislána til þeirra, sem
gera íbúðir sínar fokheldar á
síðasta ársfjórðungi þessa árs
eftirfarandi:
Fyrir einstaklinga 108.000, fyrir
2—4 manna fjölskyldu 137.000,
fyrir 5—6 manna fjölskyldu
163.000 og fyrir 7 manna fjöl-
skyldu eða stærri 189.000.
Aðrar framkvæmdir, sem Bygg-
ingasjóður ráðgerir að lána til á
árinu eru: íbúðir eða heimili fyrir
aldraða og dagvistarstofnanir 10
m.kr., heilsuspillandi húsnæði 5
m.kr., framkvæmdalán eru ráð-
gerð 14 m.kr., leigu- og söluíbúðir
sveitarfélaga 40 m.kr. og verka-
mannabústaðir 2 m.kr.
Karlsefni
seldi vel í
Cuxhaven
SKUTTOGARINN Karlsefni
fékk mjög gott meðalverð fyrir
afla sinn er skipið landaði í
Cuxhaven á föstudag. Karlsefni
seldi 182,5 tonn fyrir 1.316
þúsund krónur, meðalverð á kíló
7,21 króna. Góður karfi var
uppistaðan í aflanum, en einnig
var nokkuð af ufsa, blálöngu og
þorski. í næstu viku er eitt
íslenzkt fiskiskip bókað með
löndunardag í erlendri höfn, þ.e.
Bjarni Herjólfsson, sem selur í
Cuxhaven á mánudag. Segja má,
að síðustu tvo mánuði hafi
Karlsefni og Bjarni Herjólfsson
nánast skipzt á um að landa
erlendis, þó svo að aðrir togarar
hafi einnig siglt annað slagið.
Eigendur Tomma-hamborgara
eru Tómas Tómasson, sem rak lengi
Festi í Grindavík, og systurnar
Helga og Guðrún Bjarnadætur.
Staðurinn verður opinn daglega frá
kl. 7:30 til 23:30 og um helgar kl. 11
til 23:30 og tekur hann 50 manns í
sæti. Þá er sérstakur salur, sem
Tómas hyggst nota við sérstök
tækifæri, leigja út o.þ.h. en innrétt-
ing salarins minnir á sveitaþorp.
Efnt verður til verðlaunagetraunar,
sem standa mun frá næstu helgi og
ljúka á pálmasunnudag. Eiga menn
að geta sér til um hversu þungt
páskaegg nokkurt er, sem sýnt er á
veitingastaðnum og verður dregið í
getrauninni á pálmasunnudag. Er
páskaeggið í verðlaun og auk þess
aukaverðlaun hamborgararéttir.
Tómas greindi frá því í samtali við
Mbl., að 1% af sölunni myndi renna
Keyrslan í Járnblendinu
heldur mikil bjartsýni
- segir Hjörleifur Guttormsson um niður-
stöðu framvinduskýrslu Orkustofnunar
„ÞAÐ ER ekkert leyndarmál að
keyrsla annars ofnsins í Járn-
blendiverksmiðjunni i haust var
heldur mikil hjartsýni, eins og
málin þróuðust. Það varð til þess
að keyra þurfti Sigölduvirkjun
sérstaklega. auka afl hennar, og
það vatn sem þar fór framhjá
skilaði sér ekki,“ sagði Hjörleifur
Guttormsson iðnaðarráðherra 1
viðtali við Mbl., er hann var
spurður um svonefnda framvindu-
skýrslu, sem Orkustofnun hefur
unnið að beiðni ráðherra. Skýrsl-
an inniheldur niðurstöður athug-
ana á helstu ástaðum raforku-
skortsins i vetur.
Hjörleifur sagði, að í skýrslunni
kæmu fram ýmsir þættir þessara
mála og væri þar m.a. bent á
möguleika til að minnka þörf á
skömmtunum það sem eftir væri
vetrar. Hann sagði erfitt að taka út
einstaka þætti skýrslunnar, þeir
væru mjög samverkandi. Þá sagði
Hjörleifur:
„Það kemur einnig
fram, að nauðsyn er á meiri og betri
heildarstjórn þessara mála. Kerfin
þurfa að vera betur samstillt,
einkum þegar teflt er á svo tæpt
vað eins og verið hefur.“ Hann
sagði í lokin, að hann vænti þess að
skýrsla þessi yrði fullbúin í vor.
Ungir sjálfstæðismenn ræddu utanríkis- og varnarmál
Taylor á fundi ungra sjálfstæðismanna á föstudaginn.
Ljósin. Ólafur K. Maxnússvn.
UTANRIKISMÁLANEFND
Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna gekkst á föstudaginn
fyrir fundi með bandaríska
ofurstanum og prófessornum
William J. Taylor, þar sem rædd
voru viðhorf í utanríkis- og
varnarmálum á Norður-
Atlantshafi. Fyrirlestur Taylors
var haldinn í Menningarstofnun
Bandaríkjanna, sem hafði veg og
vanda af komu hans hingað til
lands.
Utanríkismálanefnd SUS hef-
ur á undanförnum árum gengist
fyrir fundum og ráðstefnum um
margvíslega þætti utanríkis-
mála, og eru fundir þessir fyrir
löngu orðnir fastir þættir í
starfsemi ungra sjálfstæðis-
manna. Núverandi formaður
utanrikismálanefndar SUS er
Geir H. Haarde hagfræðingur.