Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 63. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Yerkamenn aflýsa verkfalli í Radom Radom, 16. marz. AP. VERKFALLI, sem hafði verið boðað á miðvikudaK i pólsku borjfinni Radom, var aflýst í dag, þegar verklýðsleiðtoginn Lech Walesa hafði sagt 15.000 manns, sem sofnuðust saman á iþróttaleikvangi, að leggja ekki niður vinnu og viðræður við rikisstjórnina voru tilkynntar. Jafnframt hófu um 50 bændur setuverkfaii i aðalstöðvum sameinaða bvændaflokksins i Bydgoszcz til að leggja áherzlu á kröfur um að völd nefnda. sem gegna því hlutverki að koma á samyrkjubú- skap, verði skert og rikisstjórnin tilkynnti miklar hækkanir á verði á áfengi í kjölfar landsherferðar gegn ofdrykkju. Verð á sterkum drykkjum hækkar um 50%, á léttum vinum um 15% og á bjór um 10%. Málgagn hersins segir jafnframt að andófsmenn úr samtökunum Kor standi í tengslum við vestur-þýzku leyniþjónustuna. Tékkneskir verka- lýðsleiðtogar hafa verið í heimsókn í Póllandi og segjast vissir um að Pólverjar geti leyst vandamál sín sjálfir. Walesa sagði á íþróttaleikvangin- um, sem troðfylltist þrátt fyrir nístandi kulda, að kvörtunum fólks- ins í Radom hefði verið komið á framfæri við forsætisráðherrann, Wojciech Jaruzelski hershöfðingja, og hann hefði samþykkt að reyna að leysa vandamál þess. „Við höfum forsætisráðherra, sem vill gera eitt- hvað,“ sagði Walesa. „Við höfum sanngjarna ríkisstjórn, en stjórnin verður að fá næði til að leysa vandamálin." Radom-deild Samstöðu hafði boð- að viðvörunarverkfall ef ríkisstjórn- in samþykkti ekki að semja um 17 kröfur, m.a. um brottvikningu emb- ættismanna, sem eru sakaðir um að hafa bælt niður verkamannaóeirðir fyrir fimm árum. Hreyfingin mun nú bíða þess hvað fram kemur í viðræðum við ríkisstjórnina í Bylting í Surinam Paramaribo, Surinam, 16. marz. AP. STJÓRNARHERINN í smáríkinu Surinam i norðausturhluta Suður- Ameriku kom i veg fyrir stjórnar- byltingu i gærkvöldi. Einn maður beið bana og annar særðist að þvi er stjórn landsins tilkynnti I dag. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um var byltingartilraunin gerð í héraðinu Saramacca, um 65 km vestur af höfuðborginni. Mikil ólga hefur ríkt í landinu síðan hópur undirforingja og lágtsettra foringja í hernum tók völdin í febrúar 1980 í kjölfar deilu um tilraunir til að stofna verkalýðsfélög í hernum. Varsjá á morgun áður en verkfall- inu verður endanlega aflýst. Fyrr í dag skipaði flokksnefndin í Radom Zdzislaw Kwiecinski eftir- mann Janusz Prokopiak, sem áður hafði boðizt til að segja af sér. Verkamenn hafa krafizt brottvikn- ingar Prokopiak, landstjórans Rom- an Mackowski, sem einnig sagði af sér og lögreglustjórans Stefan Mozgawa. Fréttir starfsmanna Samstöðu um að Mozgawa hafi einnig sagt af sér hafa ekki fengizt staðfestar. Eftir fundinn ræddi Walesa við verkalýðsleiðtoga í borginni og að þeim viðræðum loknum tilkynnti Samstöðu-foringinn Andrzej Sobi- oeraj að verkfallinu hefði verið Heræfingar vekja ugg WashinKton. lf>. marz. AP. REAGAN-stjórnin skoraði í dag á Sovétrikin að veita vestrænum ríkjum upplýsingar fyrirfram um fyrirhugaðar heræfingar 1 grennd við Pólland. Rússum er skylt samkvæmt samningum að tilkynna fyrir- fram um æfingarnar ef 25.000 manna eða fjölmennara herlið tekur þátt i þeim. Talsmaður bandariska utanrikisráðuneyt- isins sagði að ef minna herlið tæki þátt i æfingunum mundu upplýsingar um þær draga úr spennu. Bani Sadr transforseti leitar skjóls i skurði þegar frakar gera loftárás á vigvöll sunnan við fylkishöfuðborgina Ahvaz nýlega. f gær flaug ofursti úr iranska flughernum i flutningaflugvél til borgarinnar Van i Austur-Tyrklandi og bað um hæli sem pólitiskur flóttamaður. Ástandið I tran: sjá trétt á bls. 46. aflýst, en þó ekki að fullu fyrr en í Ijós kæmi hvað ríkisstjórnin hefði fram að færa. Fimm manna nefnd fer frá Radom til viðræðna við Mieczyslaw Rakowski varaforsætis- ráðherra, Stanislaw Ciosek verka- lýðsráðherra og fleiri ráðamenn. Walesa var fagnað gífurlega þeg- ar hann kom til útifundarins og einnig þegar hann hét því að flokksritarinn, landstjórinn og lög- reglustjórinn yrðu settir af. Hann hvatti síðan til rósemi og stillingar og sagði að koma yrði í veg fyrir verkföll kolanámumanna. „Við er- um illa á vegi staddir og megum ekki láta verkföll útrýma okkur,“ sagði hann. Hann sagði að tilraunir til að leysa deilur á ýmsum stöðum hefðu kostað Samstöðu stórfé. „Án Radom ... 1976 hefðu atburð- irnir 1980 ekki gerzt. Án fórna ykkar, án baráttu ykkar væri ástandið öðru vísi ... “ sagði Walesa. Mannfjöldinn greip fram í fyrir honum hvað eftir annað með fagnaðarhrópum. Bylting f ór út um þúf ur í Máritaníu Dakar. Senegai, 16. marz. AP. KYRRÐ er komin á i höfuðborg eyðimerkurrikisins Máritaniu i Vestur-Afriku, Nouakchott, þar sem tveir útlægir ofurstar gerðu blóðuga en árangurslausa bylt- ingartilraun i dag samkvæmt út- varpsfréttum frá landinu. Máritanía sakaði Marokkó um að standa að byltingartilrauninni í hefndarskyni við þá ákvörðun Márit- aníustjórnar að hætta þátttöku í stríðinu í Vestur-Sahara. Annar útlægi ofurstinn féll í árás á forsetahöllina í Nouakchott, en 18% Vestur-Þjóðverja sakna Hitlers-tímans Bonn. 16. marz. AP. ÁTJÁN af hundraði vestur- þýzkra kjósenda telja Hitlers- timann „gömlu. góðu dagana" samkvæmt skoðanakönnun Sin- us-stofnunarinnar i MUnchen, sem timaritið Der Spiegel segir frá i dag. beir telja að bjóðverj- ar hafi „haft það miklu betra" á Ilitlers-timanum. Skoðanakönnunin vakti • svo mikinn ugg í skrifstofu Helmut Schmidts kanzlara, að henni hef- ur verið haldið leyndri síðan hún var gerð í fyrra. Talsmaður ríkisstjórnarinnar staðfesti, að skrifstofa kanzlarans hefði farið þess á leit að könnunin yrði gerð til að kanna útbreiðslu hægri- skoðana í Vestur-býzkalandi. Hann sagði, að Spiegel segði rétt frá könnuninni. Verulegur hluti Vestur-Þjóð- verja styður margar grundvallar- kenningar nazista samkvæmt könnuninni, en þeir eru flestir yfir fimmtugt. Alls aðhyllast 13% kjósenda hægriöfgaskoðan- ir, eru sammála söguskoðun naz- ista, hata útlendinga og lýðræði og vilja standa vörð um þjóðina, föðurlandið og fjölskylduna, segir í frétt Spiegels. Næstum því helmingur þessara hægriöfga- manna, um sex af hundraði, er hlynntur pólitískri valdbeitingu, meðal annars gegn fólki. Margir róttækir hægrimenn eru frá þorpum með 2.000 til 5.000 íbúum, smábæjum og sveitahér- uðum umhverfis stórborgir. Flestir þeirra eru frá Bæjara- landi og Hessen. Þrjátíu og sjö af hundraði hafna nazisma, hernaðarstefnu og „foringjadýrkun", en eru hlynntir aga og sterkri stjórn. Könnunin sýndi að vaxandi ofbeldishneigðar gætti hjá rót- tækum hægrimönnum, sem margir standa í tengslum við hópa nýnazista í Bandaríkjunum að sögn Spiegel. Nafnlausir hópar auglýsa eftir framlögum til glæpsamlegra aðgerða, m.a. und- ir vígorðunum „Frelsi — burt með hernámsliðið", „Burt með stjórnmálaflokkana — dauði yfir landráðamönnum“, þ.e. stjórn- málamönnum, segir Spiegel. Blaðið segir, að hjá mörgum hægrimönnum gæti gremju í garð Bandaríkjanna, sem eru talin hafáneytt Vestur-Þjóðverja til að segja skilið við hefðbundn- ar dyggðir og snúa sér að menn- ingu „kóka-kóla, heimsvalda- stefnu, popptónlistar og eitur- lyfjadýrkunar, diskó, Hollywood og gallabuxna“. hinn var handtekinn. Fleiri féllu, en ekki er vitað hve margir. Bardagar geisuðu við forsetahöll- ina, umhverfis útvarpsstöðina og víðar á götunum áður en byltingar- tilraunin var bæld niður innan tveggja klukkustunda. „Herlið okkar ræður algerlega við ástandið,„ sagði í stjórnartilkynningu, sem var út- varpað. Utgöngubann hefur verið fyrir- skipað í höfuðborginni, flugvellinum hefur verið lokað og öll umferð hefur stöðvazt. Diplómatar segja byltingartil- raunina sýna, að ólga hafi aukizt í Máritaníu síðan 18 ára stjórn Mokt- ar Ould Daddah forseta var steypt 1978. Núverandi forseti er Mo- hammed Khouna Ould Haidalla, sem stjórnar landinu með aðstoð þjóðar- bjargræðisnefndar herforingja. Utlægu ofurstarnir, sem stóðu fyrir byltingunni, voru báðir búsett- ir í Marokkó og áttu áður sæti í þj óðarbj argræðisnef ndi n n i. Mohamed Ould Ba Abdel Kader undirofursti, sá sem féll í árásinni, var fyrrverandi yfirmaður flugheés- ins og hafði harðlega gagnrýnt friðarsamninginn við skæruliða Polisario í Vestur-Sahara 1979. Hann var dæmdur til dauða að honum fjarstöddum í nóvember sl. Ahmed Salem Ould Sidi undirof- ursti, sem var handtekinn, var einn þeirra sem undirrituðu samninginn við Polisario, sem varð til þess að Máritanía afsalaði sér tilkalli til Vestur-Sahara. Hann sneri baki við rikisstjórninni nokkrum mánuðum síðar. Kosið um EBE- aðild á Grænlandi Nuuk. Grænlandi. 16. marz. AP. GRÆNLENZKA þingið samþykkti í dag stjórnarfrumvarp um að þjóð- aratkvæðagreiðsla skuli fara fram i febrúar á næsta ári um áframhald- andi aðild Grænlands að Efnahags- bandalaginu. án þess að nokkrum mótbárum væri hreyft. Þó má búast við harðri kosninga- baráttu um aðildina, sem er umdeild vegna vaxandi óánægju með fiski- málastefnu EBE, ep einnig vegna efasemda um hvort nokkur annar valkostur komi til greina. Stjórnarflokkurinn Siumut, sem er sósíalistaflokkur og vill bandalag með Færeyjum, Alaska og Kanada, er algerlega mótfallinn aðild. Flokk- urinn segir að þótt Grænland hafi fengið 41 milljón dollara frá EBE undanfarin sjö ár hafi fiskimenn bandalagsins veitt tíu sinnum verð- mætari afla við Grænland á þessum tíma. Stjórnarandstöðuflokkurinn Att- asut, sem er hófsamur jafnaðar- mannaflokkur, er ekki tilbúinn að samþykkja að sambandinu við EBE verði slitið og óttazt að staða Græn- lands veikist í viðskiptum við Evrópu í framtíðinni. Landsstjórnin hefur heitið Græn- lendingum þjóðaratkvæðagreiðslu um EBE síðan Grænland fékk heimastjórn fyrir þremur árum. Grænland varð að ganga í EBE um leið og Danir, þótt þeir felldu aðild- ina í þjóðaratkvæði 1972. Forsætis- ráðherra Danmerkur, Anker Jörg- ensen, hefur oft sagt að Danir muni virða óskir Grænlendinga og ekkert bendir til þess að danska þjóðþingið muni koma í veg fyrir hugsanlega úrsögn Grænlands úr EBE.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.