Morgunblaðið - 17.03.1981, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 17.03.1981, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 3 Guðný Í.S. stórskemmdist af eldi í ísaf jarðardjúpi Stýrishúsið var illa útjeikið eftir eldinn. Myndirnar tók Úlfar Ágústsson. Mótorbáturinn Orri frá ísafirði kemur inn til ísafjarðar með Guðnýju ÍS eftir hrunann. var á þeim slóðum sem Guðný var og erfitt um athafnir, var afráðið að m.b. Orri frá ísa- firði tæki Guðnýju í tog og drægi hana til móts við Flosa. Bátarnir hittust í mynni Isa- fjarðardjúps. Þar fóru slökkvi- liðsmenn um borð og tókst þeim að ráða niðurlögum elds- ins fljótlega, enda mest brunn- ið sem brunnið gat aftan í skipinu. Þilfarshús, þar sem m.a. er balageymsla, slapp þó alveg og var enn frost á lóðunum þegar landmennirnir tóku þær upp um ellefuleytið í morgun. Engin slys urðu á mönnum, en á Guðnýju er 5 manna áhöfn. Guðný, sem er 75 lesta stálbátur, var upphaf- lega smíðuð í Vestur-Þýska- landi 1957, en síðan hefur verið sett á hana ‘þilfarshús og hvalbakur. Hún þykir afbragðs sjóskip og mundi þykja mikil eftirsjá í henni ef hún hyrfi úr ísfirska bátaflotanum. Eigandi Guðnýjar er Búða- nes hf. og framkvæmdastjóri Sigurður Sveinsson. Skipstjóri á Guðnýju er Jón Pétursson. Úlfar ísafirdi. 16. mars. ÚM ÞRJÚLEYTIÐ í nótt kom upp eldur í vélarrúmi m.b. Guðnýjar ÍS 266, þar sem hún var á leið í línuróður. Eldur- inn var í forþjöppu aðalvélar, og tókst skipverjum að ráða við eldinn með dufti, að þeir héldu. En skömmu síðar gaus eldur upp víðar í vélarrúm- inu, svo ekki varð við neitt ráðið. Breiddist eldurinn út um brú bátsins, bestikk og káetu og brann þar allt, sem brunnið gat. Skipverjum tókst að gera vart við sig og komu fljótlega að bátar til aðstoðar. M.b. Flosi frá Bolungarvík var ný- lagður af stað í róður, sneri hann þegar við og sótti slökkviliðsmenn til Bolungar- víkur og fór til móts við bátinn. Þar sem töluverð kvika William McQuillan, hinn nýi sendiherra Breta á íslandi. Nýr sendiherra Breta á íslandi SKIPAÐUR hefur verið nyr sendiherra Stóra-Bretlands á Is- landi. Hann heitir William McQuiIlan, fæddur í Midlothian í Skotlandi, og menntaður i Kon- unglega Menntaskólanum i Edin- borg, Edinborgarháskóla og við Yaleháskóla i Bandaríkjunum. McQuillan hóf störf í bresku utanríkisþjónustunni árið 1965, og hefur meðal annars starfað í ráðuneyti er fór með málefni Suður-Rhodesíu, í skrifstofu er sér um samskipti Samveldislandanna, hann hefur verið í Lusaka í Zambíu, í Santiago í Chile og Guatemala City í Guatemala. McQuillan er fimmtugur að aldri, kvæntur og þriggja barna faðir. Hann tekur við embætti af Kenneth East, sem lengi hefur verið sendiherra bresku krúnunn- ar hér á íslandi, en lætur nú af störfum í utanríkisþjónustunni. Ingólfur í Útsýn sæmdur spænskri orðu INGÓLFUR Guðbrandsson, for- stjóri Útsýnar, heíur verið sæmd- ur spænskri orðu fyrir framúr- Ingólfur Guðbrandsson skarandi störf i þágu ferðamála. Hér er um að raeða riddaraorðu, sem ferðamálaráðuneyti Spánar veitir í nafni Juan Carlos kon- ungs, ásamt heiðursnafnbót, en á spænsku nefnist orðan „La Med- alla al Merito Turistico“. Afhending orðunnar fer fram við hátíðlega athöfn á Costa del Sol innan skamms, og af því tilefni verður hóf haldið til heið- urs Ingólfi Guðbrandssyni. Hátíð þessi verður síðan endurtekin í Reykjavík í lok aprílmánaðar, og verður hún í tengslum við Spán- arkynningu, sem stendur í viku- tíma. Eru ýmsir forvígismenn í ferðamálum og útflutningi vænt- anlegir frá Spáni vegna kynn- ingarvikunnar. Þá verða í hópnum listamenn, sem munu kynna spænska menningu, en fram- kvæmd Spánarvikunnar annast José A. Vera, forstjóri Viajes Marsans, stærstu ferðaskrifstofu Spánar. Jón Helgason endurkjörinn formaður Einingar á Akureyri Akureyri, 16. mars 1981. AÐALFÚNDUR Verkalýðsfé- lagsins Einingar var haldinn á sunnudaginn. Þar var lýst stjórn- arkjöri, og er stjórnin þannig skipuð: Formaður Jón Helgason. varaformaður Sævar Frímanns- son, ritari Úlfhildur Rögnvalds- dóttir, gjaldkeri Unnur Björns- dóttir og meðstjórnendur ólöf V. Jónasdóttir, Þórarinn Þorbjarn- arson og Guðmundur Sæmunds- son. í varastjórn eru Aðalheiður Þorleifsdóttir, Matthildur Sigur- jónsdóttir, Stefán Jónmundsson, Geirþrúður Brynjólfsdóttir og Guðlaug Jóhannsdóttir. í Einingu eru nú 3128 félagar, 2057 konur og 1161 karl. Félögum fjölgaði um 364 á síðasta ári. Rekstrarafgangur hjá sjóðum fé- lagsins var 9005 krónur, og aðal- fundurinn samþykkti að auka greiðslur úr sjúkrasjóði til félags- manna. Ennfremur var samþykkt að styrkja byggingu endurhæf- ingarstöðvar Sjálfsbjargar með 60 þúsund krónum, kaupa hlutabréf í Alþýðubankanum hf. fyrir 20 þús- und krónur og leggja 50 þúsund krónur í byggingarsjóð félagsins. Félagið greiddi 588.660 krónur í bætur til félagsmanna á síðasta ári. - Sv.P. ¥ í ró og næði heima > og á þeim tíma dagsins sem hentar þér, getur þú æft þig með vaxtarmótar anum. Milljónir manna, konur og karlar nota vaxtarmótarann til að > ná eðlilegri þyngd og til að viðhalda líkamshreysti sinni í ró og næði heima. fegrar og grennir líkamann •• Árangurinn er skjótur og áhrifaríkur • • Æfingum með tœkinu má haga eftir því hvaöa líkamshluta menn vilja grenna eða styrkja. • • Vaxtarmótarinn mótar allan líkamann. arma, brjóst, mitti, kviðvóðva, mjaðmir og fætur. • • islenskar þýðingar á æfingakerfinu fylgja hverju tæki. • • Hurðarhúnn nægir sem festing fyrir vaxtarmótarann • • Reyndu þetta einfalda og hentuga nýja tæki til aö ná aftur þinni fyrri líkamsfegurð og lipurö í hreyfingum ••14 daga skilafrestur þ.e. ef þú ert ekki ánægður með árangurinn eftir 14 daga getur þú skilaö því og fengið fullnaðargreiðslu. Aðeins 5-10 nriín. , ælingar á dag til að grenna. ^ styrkia og ^ 'legra líkanranrv l________! Borgarprent Sendið mér: □ . Nafn stk vaxtarmotari kr 99 00 * póstkostn Heimilisf. Pöntunarsími 44440 , Póstverslunin Heimaval Box 39. Kópavogi I* ■■■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.