Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 Syar forseta Slútí - segir Einar S. „ÞETTA svar Ingimars er auðvit- að alveg út í hött, því stjórn Skáksambands Islands er kunnugt um að það er stefnt að því að stjórnir skáksambandanna gangi frá ályktunum sínum fyrir lok aprílmánaðar, auk þess sem ég veit ekki betur en að aðalfundur Skáksambands Islands verði hald- inn í maí,“ sagði Einar S. Einars- Einarsson son, forseti Skáksambands Norð- urlanda, í samtali við Mbl. Blaðið spurði hann álits á því svari forseta SI, að stjórn SI myndi „flýta sér hægt“ og stefna að því að móta afstöðu til ályktunar vegna fjölskyldu Viktors Korch- nois fyrir síðari hluta júlímánað- ar. Vann Suzuki-bifreið í bingói Lions-manna HARPA Árnadóttir hreppti Susuki-bifreiðina á bingóinu sem Lionsklúbburinn Ægir efndi til í Sigtúni sl. fimmtudag. Á myndinni tekur hún við bíllyklunum af Svavari Gests sem stjórnaði bingóinu. Húsfyllir varð í Sigtúni á fimmtudagskvöld- ið hjá Lionsmönnum en allur ágóðinn af bingóinu mun renna til Sólheima í Grímsnesi sem er barnaheimili fyrir vangefin börn. Flakinu náð á land MEÐFYLGJANDI myndir tók Einar Gunnlaugsson. frétta- maður Mbl. á Ilöfn i Ilornafirði, af björgun flaks Piper-vélarinn- ar, sem hrapaði i Hornafjörð. Björgunarfélagsmenn náðu vél- inni til lands. en þar var hún •'.í tekin i sundur og hirt það sem var nýtilegt úr henni, en skrokknum var fieygt, enda var hann gjörónýtur. Svo sem kunnugt er, fundu björgunarfélagsmenn flugmann Piper-vélarinnar í svartaþoku á flakinu nokkru eftir að vélin hrapaði. Samband rofnaði við vélina kl. 11.48 og voru Björgun- arfélagsmenn kallaðir út til leit- ar ki. 12.05 og kl. 13.30 voru þeir komnir að landi með flugmann- inn. » Jákvæð viðhorf al- mennings til lögreglu Segir í niðurstöðum könnunar Dómsmálaráðuneytis- ins á afstöðu almennings til löggæslunnar í landinu í GÆR voru blaðamönnum kynntar niðurstöður úr könnun Dómsmálaráðuneytisins á við- horfum fólks til lögreglu i Reykjavík, Suður Múlasýslu og Vestmannaeyjum. Einnig var könnuð tiðni afhrota á þeim stöðum sem könnunin náði til. Könnunina vann Erlendur S. Baldursson afbrotafræðingur á vegum ráðuneytisins. Erlendur og Hjalti Zophaniasarson. deild- arstjóri i ráðuneytinu, og Þor- steinn Jónsson, fulltrúi. sátu hlaðamannafundinn. kynntu niðurstöður og svöruðu fyrir- spurnum. IIjalti kvað lögregluna vera mjög ánægða með niðurstöð- ur könnunarinnar: „Við í Dóms- málaráðuneytinu erum hreyknir af lögreglunni,“ sagði Iljalti. Hér fer á eftir meginefni greinargerð- arinnar sem fylgdi skýrslu þeirri, er Erlendur S. Baldursson skilaði Dómsmálaráðuneytinu, og greinir frá tilhögun könnun- arinnar og niðurstöðum. „Markmikið með þessari könn- un er m.a. það að reyna að gera sér gleggri grein fyrir viðhorfum og samskiptum hins almenna manns við lögreglu. Urtak var valið úr þjóðskrá frá Reykjavík, S-Múla- sýslu og Vestmannaeyjum, 1100 manns á aldrinum 20—69 ára. 600 frá Reykjavík, en 250 frá hvorum hinna staðanna. Spurningalisti var sendur í pósti og alls bárust til baka 706 listar eða 64,2%, sem er gott miðað við slíkar kannanir. Full nafnleynd var í könnuninni. Spurningarlistinn innihélt 44 spurningar, þar af voru 7 spurn- ingar varðandi almennar persónu- legar upplýsingar. 36% aðspurðra telja að sam- skipti lögreglu og íbúa á heima- stað séu góð, aðeins 5,6% telja þau slæm, 43,8% segja þau hvorki góð né slæm og 14,6% segjast ekki vita. Ef staðirnir eru athugaðir sérstaklega kemur í ljós að Vest- mannaeyjar eru með hagstæðasta hlutfallið. Tæplega helmingur að- spurðra þar segir að samskiptin séu góð og rúm 4% að þau séu slæm. Ungt fólk er líka mun svartsýnna og eins þeir sem meiri menntun hafa. Mun fleiri konur en karlar segjast ekki vita og er þetta gegnumgangandi í könnun þessari. Þá segja 44,8% að það eigi að auka löggæslu, 48,7% finnst hún hæfileg og 6,5% að draga eigi úr henni. Þá voru 47,6% sammála því að lögreglan handtæki fólk oftar en nauðsyn krefði. 49,6% voru sam- mála því að lögreglan notaði of mikinn tíma í smámuni. 33,4% voru sammála því að lögreglan tæki ekki nógu mikið tillit til almennings þegar hann leitaði eftir aðstoð. 60,1% sögðu að lög- reglan legði of litla áherslu á að líta eftir og stjórna umferðinni. 27,1% sögðu að lögreglan mismun- aði fólki eftir tekjum og starfi. 61,9% sagði lögregluna eyða of miklum tíma í almennt eftirlit á götum úti. 29,3% sagði lögregluna sýna of mikla linkind í sambandi við afbrotamál. 8,7% fannst að lögreglan ætti að vera vopnuð. 27,1% voru sammála því að lög- reglan berði fólk þegar aðrir sæju ekki til. 39,3% sögðu að lögreglan kynni ekki tökin á j)ví að umgang- ast drukkið fólk. I öllum þessum spurningum kom yfirleitt fram greinilegur munur eftir aldri, bú- setu, menntun og kyni. Yngri neikvæðari en þeir eldri, sömu- leiðis þeir sem meiri menntun hafa, karlar yfirleitt neikvæðari en konur og íbúar í S-Múlasýslu neikvæðari en íbúar hinna stað- anna. Þá var spurt hvaða eiginleika fólk teldi vera mest áberandi i fari lögreglunnar í dag. 45% nefndu vingjarnleika, 37% drambsemi, 36,1% tillitssemi, 22,7% heiðar- leika, 22,7% dugnaði, 16,1% ruddaskap, 10,5% ósvífni og 4,2% óheiðarleika. (Hér var hægt að krossa við fleiri en einn mögu- leika). Þá sögðust 55,6% trúa því að lögreglan beitti af og til óþarfa hörku við handtökur, 30,8% vissu ekki, en 13,7% trúðu því ekki. 19,6% af þessum töldu það koma oft fyrir, 54,3% að það kæmi fyrir öðru hverju, en 26% að það kæmi sjaldan fyrir. Þá var spurt um samskipti fólks við lögregluá sl. 12 mánuðum. Rúmlega helmingur aðspurðra hafði haft samskipti við lögreglu einu sinni eða oftar á tímabilinu, er þetta helmingi hærri prósentu- tala heldur en fram kom í sam- bærilegri könnun í Noregi. Helstu tilefni voru 26,5% vegna upplýs- inga, 19,9% vegna umferðareftir- lits, 20,2% vegna umferðarslysa eða óhappa, 21,9% vegna um- ferðarlagabrota, 27,9% vegna annarra lögbrota, 9,2% höfðu kært ólæti úti á götu, heima hjá sér eða hjá nágranna og 18,2% nefndu aðrar ástæður (venjulega ýmis konar aðstoð). 69,8% sögðu samskiptin við lögregluna hafa verið yfirleitt góð eða alltaf góð, 7,3% sögðu þau yfirleitt hafa verið slæm eða þá alltaf slæm, 22,8% sögðu þau hvorki hafa verið góð né slæm. Afbrot. 11,3% sögðu að stolið hefði verið frá þeim á sl. 12 mánuðum, mun fleiri höfðu orðið fyrir slíkri reynslu í Reykjavík og Vestmannaeyjum heldur en í S-Múlasýslu. Þá höfðu 40% kært þjófnaðinn til lögreglunnar, mun fleiri bæði í Reykjavík og Vest- mannaeyjum heldur en í S-Múla- sýslu. Ástæðuna til þess að menn kærðu ekki sögðu þeir helst þá að atvikið hefði verið svo lítilfjörlegt, það hefði verið tilgangslaust að kæra eða þá að þeir höfðu þekkt þann sem verknaðinn framdi. 31,4% þeirra sem kærðu voru ánægðir með viðbrögð lögreglu. 34,3% voru óánægðir, 34,3% svör- uðu að þeir hefðu hvorki verið ánægðir eða óánægðir. Þá sagðist tæpur helmingur þessara myndu kæra svipað atvik ef það kæmi fyrir aftur. 9,2% aðspurðra sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi á tímabilinu, talsvert hærri prósentutala úti á landi heldur en í Reykjavík. Af þessum nefndu 44,4% að þeim hefði verið -haldið eða þá gripið hafði verið í þá, 41,3 höfðu verið slegnir og 14,3% nefndu annars konar ofbteldi. Þá svöruðu 16% því játandi að eitthvað þeim tilheyrandi hefði verið skemmt eða eyðilagt á sl. 12 mánuðum. Þar kærðu 34,5% til lögreglu og 38,5% af þeim voru ánægðir með viðbrögðin. Mun fleiri höfðu orðið fyrir barðinu á skemmdarverkum í Reykjavík og Vestmannaeyjum, heldur en í S-Múlasýslu. í sambandi við afbrotatíðni virðist ekkert benda til þess að hér á landi sé minna um þau afbrot sem að framan eru nefnd heldur en bæði í Noregi og Danmörku. Gallup-könnun í Danmörku frá 1971 sýndi að 4,2% sögðust hafa orðið fyrir sambærilegum ofbeld- isbrotum og hér eru nefnd, og Fakta-könnun frá Noregi 1971 sýndi að aðeins 3% Norðmanna höfðu frá slíkri reynslu að segja. 13% Dana höfðu orðið fyrir barð- inu á þjófnaði en 5% Norðmanna. ísland (ef miðað er við þessa staði) virðist því ekki vera nein paradís í þessum efnum, eins og margir virðast álíta," segir að lokum í greinargerð þeirri sem fylgdi skýrslu Erlends S. Baldurssonar um könnun á viðhorfi til lögreglu á þessum stöðum á landinu og afbrotatíðni þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.