Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 19 Af bolvískum skákmönnum: I>að munaði ekki nema V2 stigi - rætt við Halldór Grétar Einarsson sem varð annar á skólaskákmóti Norðurlanda 13 til 14 ára 1980 Bolungavík, 7. marz 1981. HINN mikli skákáhusi Bolvík- inna hefur vakið ótviræda at- hygli ekki sizt ve«na þess að úr hópi skákmanna hér hafa i seinni tið komið mjög efnilegir skákmenn. Einn þessara efni- legu skákmanna er Halldór Grétar Einarsson, sem þegar hefur náð jfóðum árangri i skáklistinni þó hann sé aðeins 15 ára gamall. Á hverjum laug- ardegi eru hér skákæfingar fyrir 14 ára og yngri þar sem Ilalldór leiðbeinir og miðlar af þekkingu sinni. Fréttaritari Mbl. leit inn á eina slíka æfingu fyrir skömmu og ræddi þá við Halldór Grétar. Halldór kvaðst ekki hafa byrj- að að tefla fyrir alvöru fyrr en í hitteðfyrra en hefði þó lítillega komið nálægt því áður t.d. unnið Bolungavíkurskákmótið í 2. flokki 1977. Hann sagðist fyrst hafa byrjað að lesa skákbækué o.þ.h. fyrir um það bil tveim árum auk þess sem hann byrjaði að sækja skákæfingar hjá Ung- mennafélaginu. „Eg varð svo drengjameistari 1979 og skólameistari í unglinga- flokki sama ár,“ sagði Halldór. — Hvernig gekk þér í helg- armótum Skáksambandsins á síðasta ári? „Sæmilega. Ég tók þátt í helgarmótinu í Keflavík og hafn- aði í 10. til 11. sæti en varð efstur í aldursflokkunum 14 ára og yngri. Síðan tefldi ég í Borgarnesi og lenti einhvers- staðar fyrir miðju en þar tókst mér að ná jafntefli við Friðrik Ólafsson. Síðast tefldi ég svo hér í Bolungavík en þar var árangur ekki til að tala um.“ — Þú tókst þátt í skákmóti í Svíþjóð fyrir stuttu? „Já, það var skólaskákmót Norðurlanda 13 til 14 ára. Þar hlaut ég 4lÆ vinning af 6 mögu- legum — ég var með jafn marga vinninga og Norðmaðurinn Sim- en Agdestin en hann var hærri í stigum og hlaut hann því Norð- urlandameistaratitilinn. Það munaði ekki nema hálfu stigi, en þetta var fróðlegt og skemmti- legt mót. — Nú er skólaskákmótið og svo íslandsmótið framundan hjá þér í vor — hvaða möguleika telur þú þig eiga þar? Af sinni einstöku hæversku færðist Halldór undan að svara þessari spurningu en sagðist eiga sér fjölmarga hættulega keppinauta m.a. Júlíus Sigur- jónsson, hér í Bolungavík, sem gerði jafntefli við Margeir Pét- ursson á helgarmótinu í Borg- arnesi í fyrra. Á meðan við Halldór rædd- umst við hófu efstu mennirnir í Bolungavíkurmótinu að tefla úr- slitaskákina, þeir Daði Guð- mundsson og Róbert Harðarson. Róbert varð unglingameistari íslands 1979. Gunnar. Halldór Grétar Einarsson (i miðju) leiðbeinir ungum skák- mönnum. / á Ungir Boivikingar að tafli Mismunandi verð simtækja: Takkasímar dýrastir, kosta 1400 krónur VERÐ er mjög mismunandi á hinum ýmsu gerðum símtækja, sem simnotendur hér á landi eiga kost á að fá hjá Pósti og sima. Dýrastir eru svonefndir takka- simar, sem hafa takka i stað skifu. Þeir kosta nú 1.400 krónur og 50 aura. en „venjulegir“ símar kosta á bilinu 1395,20 til 660,70 Seldi í Cuxhaven SKUTTOGARINN Bjarni Herj- ólfsson seldi 147,3 tonn í Cux- haven í gær fyrir 1.032 þúsund krónur, meðalverð á kíló 7 krónur. í næstu viku er einn íslenzkur togari skráður með söludag er- lendis, þ.e. Már frá Óiafsvík, sem selur í V-Þýzkalandi. Leiðrétting I minningargrein um Sal- óme Guðmundsdóttir frá Bol- ungarvík hér í blaðinu á laug- ardaginn, féll niður fæðingar- ár hennar. Salóme var fædd árið 1899. krónur. Verðmismunur þeirra siðarnefndu fer einkum eftir þvi hvort þeir eru frá Siemens-fyrir- tækinu eða frá L.M. Ericsson. en hið siðarnefnda. sem er sænskt, er með mun dýrari tæki en hið fyrrnefnda, sem er vestur-þýskt. Takkasímarnir eru eingöngu til frá L.M. Ericsson. Viktor Ágústsson hjá Pósti og síma sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að takkasímarnir væru mun dýrari og flóknari tæki en hinir hefðbundnu skífusímar. Ekki væri hins vegar um það að ræða að takkasímar væru tollaðir hærra en aðrir símar. Þar sem tollar og gjöld eru hlutfall af kaupverði, verða þau gjöld hins vegar hærri eftir því sem símtæk- ið er dýrara í innkaupum. Stofnkostnaður við síma er nú tæplega tvö þúsund krónur, eða 1.994,10 krónur nákvæmlega, ef valin er dýrasta gerð símtækis. Flutningsgjald innan sama gjald- svæðis er nú 767 krónur og 70 aurar, en sé um að ræða flutning milli gjaldsvæða, kostar hann 849 krónur. Afnotagjald fyrir síma til einkaafnota er nú 195 krónur og 60 aurar fyrir ársfjórðung, og 43 aura kostar hvert skref umfram 300 á Reykjavíkursvæðinu, en um- fram 600 í öðrum landshlutum. U 1 w „ tskiterið nírna. að rignast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.