Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 15 ýmsum hliðum. Fyrst eru nem- endur látnir skoða landamæri Evrópuríkja á mismunandi tím- um og velta fyrir sér hvers vegna breytingar verða á þeim og hvað verður um fólkið sem býr þar sem landamæri eru færð til. Það leiðir hugann að því hvað felist í hugtakinu „þjóð“. Óhætt er að fullyrða að nær alls staðar þar sem landamærum hefur verið breytt hafi það orðið vegna einhvers konar ófriðar. Heims- styrjöldin síðari setur enn mark sitt á Evrópu og er því erfitt að fjalla um Evrópu nú á dögum án þess að gera þeim atburðum einhver skil. í kaflanum er því. stutt lýsing á aðdraganda þessa hildarleiks og einnig helstu við- burðum hans. í tengslum við þá lýsingu er fjallað um hernám Islands. Því næst er fjallað um ýmis atriði er tengjast styrjald- arátökum. Reynt er að vekja nemendur til umhugsunar bæði um þær hörmungar og hina miklu eyðileggingu sem slík átök valda oftast. Þetta er viðkvæmt og vandmeðfarið viðfangsefni, einkum ef miðað er við aldur og þroska nemenda. Sú leið hefur verið farin að draga upp marg- víslegar myndir af hernaðarátök- um og gefa þannig tilefni til fjölbreytilegra umræðna og verk- efna í tengslum við viðfangsefn- ið. Á bls. 59—61 er fjallað um hvernig fjölmiðlar greina frá stríði og hvers kyns ofbeldi, en þrátt fyrir þá viðurstyggð sem slíkum atburðum fylgir er ótrú- lega algengt að dregnar séu upp eins konar glansmyndir af þeim. Hér gefst tilefni til að láta nemendur kynna sér bókmenntir þar sem lýst er hernaðarátökum. I lok kaflans eru skoðuð landa- mæri Evrópu nú á tímum og í tengslum við það er aftur vikið að Póllandi og endurreisninni þar eftir síðari heimsstyrjöldina. Kaflinn um Varsjá er eðlilegt framhald af því sem hér hefur verið rakið. Verulegur hluti borg- arinnar var lagður í rúst í styrjöldinni og síðar var hún að miklu leyti endurreist í sinni upprunalegu mynd.“ Með öðrum orðum: Efninu er ætlað að vekja nemendur til um- hugsunar um hörmungar stríðs- átaka og lái það höfundum hver sem vill. Því miður gefur saga Póllands mörg tilefni til að leiða hugann að því efni. Hins vegar er ljóst að ekki verður öllum 11 ára börnum ætlað að brjóta slík við- fangsefni til mergjar og gera sér grein fyrir sögulegum rökum. Þroski nemenda setur því að sjálfsögðu nokkrar skorður hverju unnt er að gera skil. Með hliðsjón af þessu er það látið í sjálfsvald kennara hvort þeir fjalla rækilega um þessi viðfangsefni með nem- endum sínum og vil ég bæta því við, sérstaklega að gefnu tilefni í grein Eiðs Guðnasonar, að til þess treystum við kennurum fullkom- lega. Óhlutdrægni og ólík viðhorf Eiður gagnrýnir frásögn bókar- innar af aðdraganda að valdatöku Hitlers í Þýskalandi og mun ég leita aftur til sagnfræðinga um að athuga þessa lýsingu með hliðsjón af þessum efasemdum. Vart þarf að taka fram að þessi kafli var eins og allt annað efni bókarinnar borinn undir ýmsa sérfræðinga áður en hún kom út. Þá gagnrýnir Eiður hvernig komist er að orði þegar lýst er ólíkum viðhorfum Islendinga til bandaríska varnarliðsins. Ég get upplýst það sérstaklega að að- standendur þessarar bókar hafa ólíkar skoðanir á veru bandarísks herliðs á íslandi. Því lögðu þeir sig sérstaklega fram við að setja lýsingu á þessu viðkvæma máli fram á óhlutdrægan hátt og sætt- ust menn á þá framsetningu sem birtist í bókinni. Það er nú ljóst að þrátt fyrir góðan vilja hefur þetta ekki tekist, a.m.k. hlýtur svo að vera ef fleiri geta tekið undir sjónarmið Eiðs Guðnasonar. Eiður spyr hvaða erindi þetta efni eigi inn í þetta námsefni. Að þessu er vikið í kennsluleiðbein- ingum sbr. tilvitnun hér á undan. Þar eru settar fram tillögur um hvernig fara skuli með þetta efni og segir m.a. á bls. 66: „Nauðsynlegt er að vara kenn- ara við að gera of mikið úr þessu verkefni þar sem það er óneitan- lega eitt af viðkvæmari málum þjóðarinnar og takmarkað hve 11 ára nemendur geta fjallað um það. Hins vegar er rétt að kynna nemendum þessi mál svo að þeir fái tækifæri til að átta sig á því að þarna er á ferðinni deilumál sem snertir bæði tilfinningaleg og pólitísk viðhorf manna. Flókin viðfangsefni Þá langar mig að fara nokkrum orðum um þann þátt í gagnrýni Eiðs Guðnasonar sem ég álít að eigi við nokkur rök að styðjast. Pólland er kommúnistaríki og þar ríkir flokkseinræði. Um þessi mál er ekki fjallað sérstaklega í bókinni. Ekki er heldur gerð ítarleg grein fyrir sambandi Pól- lands og Sovétríkjanna, né heldur fjallað að ráði um samskipti ríkis og kirkju. Þessir þættir þóttu of flóknir fyrir 11 ára börn. Við töldum að stjórnmálafræðileg við- fangsefni ættu betur erindi við nemendur síðar, t.d. á unglinga- stigi. Megináhersla var því lögð á að búa efnið þannig úr garði að það varpaði ljósi á ýmsa land- fræðilega og félagslega þætti. Þar má nefna gerð og hlutverk hafna, hafnarskilyrði, landslag, gróður- far, landbúnað að fornu og nýju, hráefni, iðnað, byggð, daglegt líf fólksins og menningu og loks áhrif heimsstyrjaldarinnar síðari á pólskt þjóðlíf. Efninu var ætlað það hlutverk að efla skilning barna á þessum þáttum. Ég get hins vegar fallist á, að til greina hefði komið að víkja að stjórnarfari og stjórnmálastöðu Póllands þótt þetta hefði ekki verið gert að aðalviðfangsefni í námsefninu. Þörf er á slíku efni í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í Póllandi áð undanförnu, en hana sáu höfundar ekki fyrir þegar bókin var skrifuð 1977. Nú á tímum úreltist námsefnið hratt. Það fé sem fæst til þessarar starfsemi hér á landi hrekkur skammt. Enn eru notaðar bækur við kennslu hér á landi sem samdar voru á fyrstu áratugum þessarar aldar. I grein sinni gefur Eiður Guðna- son ýmislegt í skyn án þess að segja það hreint út. Hann laetur í veðri vaka að námsefnið Á ferð um Evrópu: Pólland sé samið í áróðursskyni — eins og til að þóknast pólskum valdhöfum. Und- ir slíkum áburði er erfitt að sitja. Þetta námsefni er samið með fullri virðingu fyrir pólsku þjóð- inni. Það er ekki markmið þess að innræta pólitísk viðhorf, hvorki skoðanir pólskra valdhafa né Eiðs Guðnasonar. Lokaorð í grein sinni kallar Eiður Guðnason það vanrækslusynd sína að hafa ekki gert mikið af því að kynna sér námsefni barna sinna og kveðst munu fylgjast betur með í framtíðinni og hvetur foreldra og forráðamenn barna til að gera hið sama. Undir þá hvatningu vil ég taka. Á undanförnum árum hafa samskipti heimila og skóla aukist verulega. Samstarf og skoðana- skipti foreldra, kennara og náms- efnishöfunda eru fjöregg allrar endurskoðunar og nýmæla í skóla- starfi. Á þeim grundvelli vill undirritaður ræða við Eið Guðna- son og aðra foreldra en ekki á grundveili getsaka og dylgna. 11. mars 1981, Ingvar Sigurgeirsson námsstjóri Svo einfalt, svo vandað og sómir sér hvar sem er. SELKO fataskápar. Þú kaupir þá í einingum fyrir hagstætt verð, setur þá saman sjálfur og getur endalaust breytt eftir þörfum. Komdu og líttu á SELKO fataskápana, þeir eru vandaðir, vel hannaðir og heimilisprýði, hvernig sem á þá er litið. Hringið eða skrifið eftir frekari upplýsingum. _ Ég óska eftir að fá ókeypis myndalista yfir SELKO skápana Nafn: Heimili: Sími: SELKO SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI, SÍMI 41380 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al GLYSINGA- SÍ.MINN ER: 22480 ALLK VERÐA BRÚMR A 23.5 1.6 4.8 25.8 GISTISTAOIR: 18 d 21 d 14 d 21 d 21 d 18d HÓTEL HAWAII Ibú8ir:2 í íbúð 5.950 5.990 5480 5990 6.290 5 990 1 svefnherbergi 3 i (búð 5.450 5490 5.140 5.490 5.780 5.580 Pr. mann 4 í íbúð 5.250 5.290 4.970 5.290 5.530 5330 DON MIGUEL: Pr. mann Isvefnh. 2 í íbúö 6.600 6.650 5930 6.670 6.950 6.650 3 í íbúö 5950 5.900 5.440 5.950 6.250 5.950 4 í íbúö 5.500 5.500 5.200 5.570 5850 5.700 HÓTEL RÓSAMAR Pr. mann fullt fæði í eins manns herb. 7.450 7.700 6.900 8.150 8.450 7.600 Pr. mann f 2ja manna herb. 6.990 7 180 6.550 7600 7.900 7.200 HÓTEL BRITANNIA: fullt fæði í eins manns herb 6.860 7.000 6 350 7.320 7.500 7.100 Pr. mann í 2ja manna herb. 6.400 6 480 6.000 6.770 6.950 6.700 BARNAAFSLATTUR: í ibúð: 2- 6 ára 7-11 ára 12-15 ára 1.500 1.300 1.100 Staðfestingargjald er kr. 800 á mann öll verð eru áætluð og miðast við gengi 1. febrúar 1981. Verð eru háð breytingum á gengi og eldsneytisveröi. sól, sandur og sjór FERÐA H!l MIDSTODIIM AÐALSTRÆTI9 S.11255-12940

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.