Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 Þorvaröur Jónsson yfírverkfræðingur: Skrefmæling bæjarsímtala I greininni „Skrefagjaldi mót- mælt“ í Morgunblaðinu þriðjudag- inn 10. mars sl. er eftirfarandi klausa höfð eftir Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, þegar hún var að lýsa fundi sem haldinn var á Hótel Sögu laugardaginn 7. mars sl. til þess að mótmæla skrefamælingu bæjarsímtala. „Þorvarður Jónsson gerði grein fyrir sjónarmiðum Landssímans, en Guðmundur Ólafsson símaverkfræðingur talaði einnig og hrakti fullyrðingar Þor- varðs." Vegna þessara heldur neikvæðu ummæla vil ég hér með skýra frá fundinum og svara Guðmundi Óiafssyni. Eitt af því sem Aðalheiður gleymdi að skýra Morgunblaðinu frá þegar hún sagði frá mótmæla- fundinum var að aðeins örfáir sóttu þennan fund og mest bar á tómum stólum í Súlnasal Sögu. Þetta þótti mér bera vott um að á bak við öll þau miklu mótmæli, sem komið hafa fram í fjölmiðlum á skrefamælingu bæjarsímtala standi tiltölulega fámennur hópur. í upphafi var tilkynnt að fundur- inn gæti aðeins staðið í 2 klst. vegna þess að þá skyldi Súlnasalur- inn ruddur. Þegar frummælendur og undirritaðir höfðu talað voru aðeins fáar mínútur eftir af fund- artímanum og hverjum manni skammtaðar örfáar mínútur. Ég svaraði í lokin tveimur fyrirspurn- um, sem var sérstaklega beint til mín, en til þess að svara máli Guðmundar Ólafssonar, hefði ég þurft meiri tíma en mér var heimill Þorvarður Jónsson og þess vegna gat ég það ekki á fundinum og vil ég nú bæta úr því hér með. Guðmundur sagði: „Kostnaður símans fer ekki eftir tímalengd símtalanna heldur eftir fjölda þeirra. Eini kostnaðurinn, sem fer eftir tímalengd er rafmagnseyðsla símtalanna, en hún er hverfandi lítil." Síðan reiknaði Guðmundur út rafmagnseyðsluna og fékk þá útkomu að það þyrfti geysilega langt símtal til þess að eyða 1 kwh. Gísli Jónsson prófessor fullyrti í fréttaviðtali í hljóðvarpinu eftir fundinn að álagið væri bara á meðan verið væri að hringja. Þessar fullyrðingar Guðmundar og Gísla eru fjarri sanni. Mestur fjöldi notenda, sem samtímis geta verið tengdir í gegn um bæjar- símstöð er 14 til 18%, háður gerð stöðvarinnar. Fjöldi þeirra sím- tala, sem slík stöð getur afgreitt á ákveðnu tímabili, er því augljós- lega háður lengd símtalanna. Löngu símtölin nota valleiðir, sem styttri símtölin myndu annars geta notað. Auk þessa er búnaður í sjálf- virku bæjarsímstöðvunum, sem eingöngu er notaður við upphring- ingu símtalanna og getur tíma- bundin vöntun á þeim búnaði skapað víðbótarerfiðleika á nýtni valleiða í gegn um stöðvarnar. I grein sem aðalforstjóri Norsku símastofnunarinnar skrifaði 1975 stendur: „Kostnaður Símastofnun- arinnar er einnig við bæjarsímtöl háður lengd símtalanna. Ef þeir notendur, sem tala löngu bæjar- símtölin, greiða ekkert í viðbót fyrir þau, verða allir símnotendur að taka á sig þann kostnað." Allir, sem eitthvað þekkja til símamála vita, að við ianglínusamtöl er kostnaðurinn háður lengd símtal- anna, m.a. vegna þess að fyrir símtalið er notuð dýr langlína. En aðalforstjórinn fullyrðir í ofan- nefndri tilvísun að kostnaðurinn sé einnig við bæjarsímtöl háður lengd símtalanna, en það er vegna þess að bæjarsímtalið notar dýra valleið gegn um bæjarsímstöðina. Að fjölga þessum dýru valleiðum svo að fleiri en 14—18% notenda geta verið tengdir samtímis, er nær útilokað vegna geysilegs kostnaðar. Hyggilegra er því að innfæra gjaldskrárkerfi, sem hvetur til Viewdata (teledata, datavision) i Sviþjóð. Á myndinni sést m.a. takkatækið, sem bæði er tengt simaiinunni og sjónvarpsmyndatæki heimilisins. flutnings símanotkunar frá virkum dögum til kvölda (eftir kl. 19) og helga. Við slíkan flutning símaum- ferðar aukast möguleikar við val símtala án þess að nauðsynlegt sé að fjárfesta í hinum dýru umferð- artækjum, sem aðeins nýtast fáa tíma á dag meðan álagið er mest. Slík fjárfesting yrði að greiðast af öllum símnotendum í formi hærri símgjalda. Einnig sagði Guðmund- ur að „teletex og viewdata" væru enn á tilraunastigi erlendis og þessar nýjungar myndu seint eða aldrei koma til íslands. í grein minni í Morgunblaðinu 7. mars sl. um væntanlega skrefmæl- ingu bæjarsímans, sem Guðmund- ur var að vitna í, stendur í 3. lið í lok greinarinnar: „Leiðir til réttlát- ari gjaldtöku fyrir tal og flutning á myndum, gögnum fyrir tölvur og fleira þess háttar (teletex, view- data o.fl.) ...“ Ég er ekki sammála spá Guðmundar um framtíðina hvað „teletex og viewdata" áhrærir. „Teletex" eða „supertelex" er kerfi, sem að mörgu leyti svipar til telex-kerfisins en sendihraði „teletex" er 48 sinnum hraðari en telex. Þrátt fyrir þennan hraðamis- mun verður hægt að senda milli telex- og „teletex“-kerfanna. „Tele- tex“ inniheldur tölvu og tölvuminni og notar bæði stóra og litla bók- stafi og þar að auki miklu fleiri merki en telex. Flest Evrópulönd og þar á meðal öll Norðurlöndin nema Island eru nú að byrja á „teletex" og er ég sannfærður um að innan fárra ára eru fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu komin með „teletex". „Viewdata" eða „tele- data“ eins og það heitir á Norður- löndum („prestel" í Bretlandi) er rekið í sambandi við tölvumiðstöð. Símanotendur gera samning við tölvumiðstöðina og fá takkatæki sem tengt er bæði við símalínuna og sjónvarpstæki heimilisins. Notandinn getur hringt upp tölvumiðstöðina og með takkatæk- inu fengið tölvu hennar til þess að senda ýmsar upplýsingar inn á sjónvarpsskerm sinn eins og frétt- ir, veðurfregnir, íþróttaviðburði, leikhús, bíó, auglýsingar, bókaupp- lýsingar, alfræðiorðabækur, gengi o.fl. Ég tel ekki ósennilegt að ein- hverjir aðilar hér á landi leggi út í að reka svona þjónustu áður en langt um líður. Þorvarður Jónsson, yfirverkfræðingur hjá Póst- og símamálastofnuninni. Ólafur M. Jóhannesson: Á hvern á að Þorvarður Jónsson yfirverk- fræðingur hjá Pósti og síma ritar hér í blaðið grein þann 7. marz sem hann nefnir: Væntanleg skrefamæling bæjarsímans. Þar gerir hann heiðarlega tilraun til að rét.tlæta væntanlega skrefa- talningu. Á Þorvarð má líta sem fulltrúa Pósts og síma í þessu máli og vekur það vissar grunsemdir að stofnunin skuli hafa svo mikið við hér að senda sinn fremsta sér- fræðing á vettvang. Það á þó ekki að stytta skrefin við fyrsta tæki- færi? Fellum allt slíkt tal hið snarasta, vafalaust er Póstur og sími hér í góðri trú. En samt er sjónarmið, sem fram kemur í grein Þorvarðar Jónssonar, ein- kennilega kaldranalegt þegar bet- ur er að gáð. Lítum á röksemdir hans nánar. Þorvarður Jónsson segir í einum stað í greininni: „(Skrefatalning- in) bætir nýtingu símakerfisins með því að stytta og fækka einkasímtölum virka daga og fjölga og lengja þau á kvöldin eftir kl. 19 og um helgar. Á þennan hátt dreifist álag símstöðvanna á lengri tíma.“ Þetta lítur svo sem ósköp vel út á pappírnum. Þvinga skal menn til að stytta einkasam- töl á virkum dögum og liðka þar með umferð um símakerfið. Það á sem sagt að hvíla símakerfið. Eigum við ekki að vera þakklát ef þeim stundum fækkar hér að við búum við „... sónleysi og erfið- leika á að ná sambandi" þegar „... eitthvað fer úrskeiðis í bæn- um t.d. rafmagnið, veðrið o.fl.“ Undirritaður hefir ekki lent í framangreindum erfiðleikum svo hann muni sérstaklega eftir. En vafalaust hafa margir lent í slík- um smáóþægindum enda ekkert gert af manna höndum fullkomið. Nú skulum við staldra ögn við og Skrefataln- ingaráform bæjarsímans líta á einstaklinga sem að mati Þorvarðs Jónssonar standa að hinum löngu einkasamtölum „... virka daga“ og sjá hver þæg- indi þeirra verða af skrefatalning- unni. Fjöldi kvenna eyðir sínum bestu árum yfir ungbörnum, meðan karlinn aflar í hreiðrið. Konur þessar eru oft mjög bundnar, karlinn notar heimilisfararskjót- ann og í okkar misjöfpu veðráttu er ekki ætíð hægt að skjótast milli húsa með lítil börn. Þessar konur gæta fjöreggs þjóðarinnar. Það er mikilvægt fyrir samband móður og barns að þau geti notið eðlilegs félagsskapar „virka daga“ ekki síður en um helgar og á kvöldin, þá bóndinn er heima. Oft njóta þau daglegra samvista við full- orðna eingöngu gegn um síma, t.d. í rabbi við aðra einstaklinga sem líkt stendur á fyrir. Er jíað að „... bæta nýtingu símakerfisins" að meina þessum konum að njóta samvista fyrir þess tilstilli? Er máski aðeins verið að hugsa um „nýtingu" í þeim skilningi, að nýta það sekúndubrot sem tapast í „rafmagnsleysi og vondu veðri" þegar „... sónleysi og erfiðleikar á að ná sambandi," hrjá einhvern stresskarlinn? Það skyldi þó aldr- ei vera að framangreint rabb væri nokkurskonar Iffakkeri tveggja einstaklinga. Ég held að þeir ættu að hugsa um það sem vilja bæta „.. . nýtingu símakerfisins með því að stytta og fækka einkasímtölum virka daga“. stíga? Annað dæmi um „þægindi" skrefatalningarinnar. I bakhúsi hér í bæ býr kona ein. Hún er einstæðingur og af sérstökum ástæðum á hún ekki heimangengt til vina og kunningja nema í góðri færð. Hana henti nefnilega sú ógæfa að verða gömul. Kona þessi hefur af einhverjum ástæðum ekki talið fært að koma sér upp síma. Hún hefir hins vegar aðgang að slíkú tæki að degi til í næstu íbúð á vinnutíma hjóna sem þar búa. Þótt svo að skrefatalningin feng- ist felld niður af símum aldraðra fengist hún varla felld niður í tilvikum hliðstæðum þessu. Hér dæmist því á gömlu konuna að bæta „... nýtingu símakerfisins með því að stytta og fækka einkasímtölum virka daga“. Þriðja og seinasta dæmið. Við sjáum fyrir okkur heimili, þar búa hjón með þrjú börn á aldrinum 11, 14 og 16 ára. Krakkarnir eru að koma heim úr skólanum. Hvert er fyrsta verkið? Jú, að rjúka í símann og hringja í kunningjana. Nú og svona gengur þetta, síminn vart þagnar, þar til mamma og pabbi koma heim úr vinnunni. Halda menn að þessir krakkar „stytti og fækki einkasamtölum virka daga“ við skrefatalninguna? Kannski fyrst í stað, en varla að marki þegar fram í sækir. Og hver borgar brúsann? Ætli það verði ekki þeir sem þegar eru að sligast undan rándýrum tískufötum og öðru glingri unglingaskeiðsins? Ætli „... sónleysi og erfiðleikar á að ná sambandi" þegar „eitthvað fer úrskeiðis í bænum“ sé að sliga þetta fólk? Ég rek ekki frekar hér innan marka stuttrar blaðagreinar dæmi því til stuðnings hve léttvæg „nýtingarsjónarmið" Þorvarðs Jónssonar eru. Hann getur vafa- ólafur M. Jóhannesson laust stutt mál sitt frekar með tölum og línuritum. Ég býst við því að slíkum táknum verði veifað af fleirum í nánustu framtíð þegar riddarar tölvualdar þeysa fram undir merkjum „bættrar nýt- ingar". Ef stjórnmálamenn láta slíka riddara ryðja óhindrað brautina er ég hræddur um að undan járnhófum vélfákanna spretti mörg djúp undin. En tækn- in er ekki með öllu ill, ég held til dæmis að það hljóti að finnast önnur leið en allsherjar skrefa- talning sem leiði „... til réttlátari gjaldtöku fyrir tal og flutning á myndum, gögnum fyrir tölvur og fleira þess háttar (telex, viewdata o.fl.).“ Til dæmis skrefatalning sem takmarkast við fyrrgreinda starfsemi. I grein Þorvarðs Jónssonar yfir- verkfræðings er einn ljós punktur, rök sem í fljótu bragði virðast mæla með skrefatalningu þótt þau réttlæti hana ekki. Hann segir: „(Skrefatalningin) leiðir til meiri jafnaðar gjalda milii höfuðborg- arsvæðisins og dreifbýlisins.“ Ég þekki þennan ójöfnuð af eigin reynslu og get því dæmt í málinu eins og hver annar. Mín reynsla er þessi: Mjög dýrt er oft að hafa samband við opinberar stofnanir frá landsbyggðinni, en þessar stofnanir eru að meirihluta hér í Reykjavík. Lausnin er einföld: frttt á að vera að hringja í númer hins opinbera. Einnig gætu fyrir- tæki sem vilja taka upp bætta þjónustu (og þar með aukin við- skipti) við landsbyggðina haft þennan hátt á. Mín reynsla er einnig að menn talast mun síður við innbyrðis gegnum síma úti á landi, til dæmis í kaupstöðum, en hér suðurfrá vegna minni vega- lengda. Síminn er ekki eins mörg- um þar slíkt lífakkeri sem hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Fleira mætti vafalaust tína til varðandi símamál landsbyggðarinnar en ekkert er þar að finna sem réttlætt getur skrefatalningar- áformin illræmdu. Símamál þeirra, sem úti á landi búa, má leiðrétta með hækkun afnota- gjalda hér á Reykjavíkursvæðinu og fleiri slíkum bókhaldsaðgerð- um sem eru réttlátar og í anda sannrar byggðastefnu. En ekki stefnu sem kemur niður á þeim sem hvað minnst mega sín hér á höfuðborgarsvæðinu. Öldruðum, langlegusjúklingum, öryrkjum og barnmörgum fjölskyldum svo eitt- hvað sé nefnt. Vill einhver stjórn- málamaður taka á sig þá ábyrgð að níðast á þessum þjóðfélagshóp- um meir en orðið er með nýrri skattheimtu? Ég efa það ekki að Reykvíkingar vilji borga sinn skerf af kostnaði við símakerfi landsmanna. Hins vegar hafa greinar í blöðum sem í yfirgnæfandi meirihluta lýsa and- stöðu við skrefatalningaráformin (undantekningar eru greinar yfir- verkfræðings Pósts og síma), borgarafundur sem að stóðu menn úr öllum flokkum og víðtæk undir- skriftasöfnun sýna að borgarbúar vilja ekki greiða sinn skerf í formi skrefgjalds. Fyrrgreindar mót- mælaraddir hafa ekki haft ýkja hátt en ég spyr: Er það aðeins rödd embættismanna sem nær eyrum valdhafans hér í lýðræðis- ríkinu margrómaða? Það verður fylgst náið með því hvor röddin nær eyrum æðsta yfirmanns símamála í þessu máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.