Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981
31
Seiðkonurnar eru ekki sérlega
frýnilegar, likt og komnar beint
aftan úr grárri forneskju með
fjölkynngi sína, ergi og skeim-
isskap.
Alls um 130 leikarar
Alls koma við sögu um 130
leikarar í myndinni, upplýsir
Agúst okkur um. Aðeins hluti
þeirra er þó í nafngreindum
ákveðnum hlutverkum, heldur
meginþorrinn í minni háttar
hlutverkum og „statistahlutverk-
um“. Ágúst segir þetta fólk hafa
verið valið með ýmsum hætti,
meðal annars séu ýmsir vinir og
kunningjar í hinum smærri hlut-
verkum, sem hann hafi leitað til.
Hlutverk seiðkarlsins er í
höndum Björns Einarssonar, raf-
magnstæknifræðings í Kópavogi,
en hann hefur áður komið við
sögu hjá Leikfélagi Kópavogs.
Við skjótum því að, hvort hár
hans og skegg svo vígalegt sé
hans eigið eða hvort það tilheyri
leikmununum, og Ágúst segir það
tilheyra Birni einum. „Við notum
ekkert gerviskegg og ekkert hár
annað en hár leikaranna sjálfra,"
segir Ágúst, svo ekki hafa „tað-
skegglingar" neinir möguleika á
hlutverki hjá honum.
En meira um leikarana, Arnar
Jónsson fer með aðalhlutverkið,
leikur sjálfan Gísla Súrsson,
Véstein leikur Jón Ingvi Ingva-
son, Þorkel bróður Gísla leikur
Þráinn Karlsson, Ragnheiður
Steindórsdóttir leikur Auði,
Helgi Skúlason Eyjólf gráa og
Bjarni Steingrímsson leikur
Njósnar-Helga. Þetta eru stærstu
hlutverkin, nema hvað hlutverk
Vésteins er minna en hinna, og
raunar minna í myndinni en í
sögunni.
Margt ólíkt, allt
annar stíll
Hið síðastnefnda leiðir hugann
að því, hvort kvikmyndin sé í
veigamiklum atriðum frábrugðin
sögunni sjálfri, sem flestir ís-
lendingar þekkja.
„Já, þetta er mjög ólíkt," segir
Ágúst, „og það er í og með þess
vegna sem við nefnum myndina
Útlagann en ekki einfaldlega
Gísla sögu Súrssonar. Til þess að
fólk haldi ekki að hér sé um
nákvæmlega sömu sögu að ræða.
Það er allt annar stíll í myndinni
en sögunni, hún er bæði við-
burðaríkari og hraðari í frásögn.
Það er raunverulega varla hægt
að líkja þeim saman hvað þetta
varðar."
— Hvað með hetjudýrkunina,
er Gísli sama hetjan í myndinni
og sögunni sjálfri?
„Við erum að segja söguna að
hætti tuttugustu aldarinnar, og
því verður hetjudýrkuninni ef til
Ragnheiður Harvey hugar að förðun seiðkarlsins fyrir eina
upptökuna. (
vill stillt í hóf. Eins er afstaðan
til Gísla ef til vill önnur en
söguhöfundar, og ég held að
sagan sé með raunsærri blæ í
myndinni. Hitt er svo annað mál,
að oft hefur verið um það deilt
hversu mikil hetja Gísli hafi í
rauninni verið, og hafa verið
skrifaðar miklar og langar rit-
gerðir um það efni, svo hér er ef
til vill ekki verið að fara alveg
ótroðnar slóðir hvað það snertir."
— Verður þetta „ljót“ mynd,
verður mikið af hrottalegum sen-
um?
„Já, ég býst við því að raunsæ-
isblærinn komi meðal annars
fram í stærstu bardagasenunum
sem ekki eru allar fallegar, en
þar er stærsti bardaginn undir
lokin, í Geirþjófsfirði."
Nútíminn víða
til trafala
leikum hefði valdið, hve vegir,
símalínur og aðrir minnisvarðar
20. aldarinnar væru víða, jafnvel
á Vestfjörðum þar sem byggð er
mjög-dreifð. Sagði hann að þeir
Jón Þórisson, sem gerir leik-
myndina, hefðu ekið mikið um
landið til að finna heppilega staði
til myndatökunnar, og hefði það
verið erfiðara en í fyrstu var
talið.
Krýsuvík hefði hins vegar kom-
ið upp án mikillar leitar, því
þangað kvaðst Ágúst oft hafa
komið með ferðamenn og þekkti
því vel til allra staðhátta. „Það
var hins vegar ekki ætlunin að
seiðkarlinn byggi hér á þessum
slóðum," sagði Ágúst, „Heldur
ætluðum við að hafa hann í
Dritvík á Snæfellsnesi. Við nán-
ari athugun kom svo í ljós að
augljós kostur fylgdi því að hafa
hann hér á hverasvæðinu, og
sjáum við ekki eftir því.“
— Þegar leikmenn fylgjast með
upptöku kvikmynda, virðist oft
sem mestur tíminn fari í.enda-
lausar biðir og tafir. Er það ekki
þreytandi við þetta starf?
„I rauninni er þetta ekki svo
ýkja langur tími. Sem dæmi má
nefna, að við tökum svona mynd
upp á 7 til 8 vikum, en það er
álíka langur tími og tekur að æfa
leikrit í leikhúsi, og þykir ekki
tiltökumál. Hér í dag hefur þetta
til dæmis gengið ágætlega, ef
morguninn er undanskilinn, en
þá hreinlega neituðu kvikmynda-
vélarnar að ganga sökum kulda.“
Þar með lauk samtalinu, enda
félagar Ágústs farnir að kalla á
hann til áframhaldandi mynda-
töku. Seiðkarlinn var kominn á
sinn stað á hrosshána yfir rjúk-
andi hvernum, dauði mávurinn
hékk á sínum stað, göróttur
mjöður í hornið og kór aðstoð-
armanna og kvenna seiðkarlsins
tekinn að kyrja kveðskap fornan
umhverfis. — AH.
Þjóðræknisfélag
íslendinga:
Skemmti- og
kynningar-
kvöld að
Hótel Borg
SKEMMTI- og kynningarkvöld
verður á vegum Þjóðræknisfélags
íslendinga að Hótel Borg i kvöld kl.
20:30. Allir Vesturislendingar, sem
staddir eru hér á landi. erii vel-
komnir sem gestir félagsins. Ýmis
skemmtiatriði verða á fundinum —
m.a. koma fram iistamennirnir Sig-
fús Halldórsson og Guðmundur
Guðjónsson. ásamt Jóni Ásgeirs-
syni. Ýmislegt fleira verður til
skemmtunar t.d. kynning i máli og
myndum á sumarferðum. Aðgöngu-
miðar eru númeraðir og gilda sem
happdrættismiðar — er vinningur-
inn ferð til Toronto 15. júli nk.
Þjóðræknisfélag íslendinga hefur
um langt skeið haldið uppi starfsemi
sem öll beinist að því að treysta
böndin milii íslendinga í Vestur-
heimi og hér heima. Félagið mun,
eins og siðastliðið sumar, hafa opið
hús að Laufásvegi 25 fyrir Vesturís-
lendinga. Þar eru allir velkomnir,
einkanlega þó þeir sem eiga vini eða
ættingja vestan hafs. Fólk þar vestra
er margt minnugt á rætur sínar hér
á Islandi og sumt af því talar ágæta
íslenzku — jafnvel þriðji liður frá
vesturförum. Þjóðræknisfélagið hef-
ur m.a. það markmið að hjálpa þessu
fólki að finna ættingja sína og vini
hérlendis.
Nýlega náði Þjóðræknisfélagið
samningum við Samvinnuferðir-
Landsýn um ferðir til Toronto og
Winnipeg í sumar. Winnipeg-ferðin
miðast við að fólk hér að heiman geti
verið viðstatt íslendingadaginn að
Gimli, sem i ár verður með óvenju-
legum glæsibrag, vegna 100 ára
afmælis Gimlisbæjar.
Ágúst sagði að nokkrum erfið-
Merkin
sem viðmælum með
Gólfteppin sem duga.
Vid mælum, snídum og
leggjum.
u&L
80% ULL
20% NYLON
Friörik Bertelsen h.f.Teppaversiun
Ármúla 7. Sími 86266