Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 17 Mikið um að vera á Sauðárkróki um helgina: Skákmót - fundir - tón- leikar og guðsþjónusta ÞAÐ VAR talsvert um að vera hér á Sauðárkróki um helgina. Á föstudag hófst skákmót á vegum Skáksambands íslands og Tíma- ritsins Skákar. Skákféiag Sauð- árkróks hafði veg og vanda af undirbúningi mótsins heima fyrir. Þorbjörn Árnason forseti bæjarstjórnar setti mótið, sem fór fram i matsal Sláturhúss Kaupfélagsins. Þátttakendur voru 57, þeirra á meðal ýmsir kunnir skákmenn. Sigurvegari mótsins var Jón L. Árnason er hlaut 5,5 vinninga af 6 mögulegum. Næstir voru Karl Þorsteins, Gunnar Gunnarsson og Ásgeir Þ. Árnason með 5 vinninga hver. Mótinu var slitið í hófi sem bæjarstjórn Sauðárkróks bauð til og þar voru vinningar afhentir. Skákáhugamenn hér voru mjög ánægðir með mótið, og mun það vafalaust verða til að efla skák- áhuga hér á staðnum. Formaður Skákfélags Sauðárkróks er Pálmi Sighvats. Á sunnudag voru tónleikar í Safnahúsinu á vegum tónlistar- félags Sauðárkróks og tónlistar- skólans hér. Þar komu fram Gunnar Kvaran sellóleikari og Gísli Magnússon píanóieikari. Listamönnunum var forkunnarvel tekið af áhorfendum, sem voru á annað hundrað. Urðu þeir að leika nokkur aukalög. Þetta eru aðrir tónleikar Tóniistarfélagsins og skólans á þessu ári og fleiri eru fyrirhugaðir á næstunni. Sóknarprestur þeirra Siglfirð- inga, séra Vigfús Þór Árnason, prédikaði hér í kirkjunni á sunnu- dag. Kirkjukór Siglufjarðarkirkju söng undir stjórn organistans Guðjóns Pálssonar. Fjölmenni var við guðsþjónustuna, en kirkjusókn hefur verið einstaklega góð hér í vetur að sögn sóknarpreswins séra Hjálmars Jónssonar, er tók við embætti í október síðastliðn- um. Af veraldlegum málefnum var líka hugað hér um helgina. Eyjólf- ur Konráð Jónsson aiþingismaður, sem verið hefur á ferð um kjör- dæmið undanfarið, hélt fund hér á laugardaginn. Þar var fjölmenni og góður rómur gerður að máli SJALFSSAUNN STEFAN SNÆVARR Önnur ljóðabók Stefáns Snævarr HJÁ Máli og menningu er komin út Ijóðabók eftir eitt af yngri ijóðskáldum landsins, Stefán Snævarr, og nefnist hún Sjálfs- salinn. Bókin skiptist í átta hiuta og eru þeir: skáldið er djúkbox, skáld- ið er sjónvarp, skáldið er útvarp, skáldið er gítar, skáldið er flugvél, skáldið er mælir, skáldið er kvik- mynd og skáldið er tölva. Um fjörutíu ljóð eru í bókinni og eru það allt nútímaljóð. Þetta er önnur ljóðabók Stefáns, en fyrsta ljóðabók hans, Limbó- rokk, kom út árið 1975. Sjálfssalinn er 62 bls., prentuð og bundin í Hólum. Kápuna hann- aði Anna Theodóra Rögnvalds- dóttir. þingmannsins er svaraði fjölda fyrirspurna frá fundarmönnum. Voru menn léttir í máli og harla bjartsýnir þrátt fyrir ýmsa óáran í þjóðlífi og flokksstarfi. En allar plágur ganga yfir og þegar ríkis- stjórnin kveður er þess að vænta að sjálfstæðismenn nái saman á ný og taki þá til við að kljást við andstæðingana í stað þess að slást innbyrðis. - Kári. Frá helgarskákmóti Skáksambands tslands og Timaritsins Skákar, sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Sigurvegarinn, Jón L. Árnason, er fremst á myndinni. Myndina tók Guðni R. Björnsson. NYJAK LEIÐIR AFASTEIGNA- MARKAÐI Fjárfestingarfélag íslands hf. hefur stofnað dótturfélag og hafið rekstur fasteignasölu sem nefnist Fasteignamarkaður Fjárfestingarfélagsins hf. Fasteignamarkaður Fjárfestingarfélagsins hf. mun annast kaup og sölu fasteigna og leggja sérstaka áherslu á að kynna nýjar leiðir og valkosti við fjármögnun í þeim viðskiptum. Takmarkið er að auðvelda fólki viðskipti með því að gera greiðsluskilmála sveigjanlega. í því skyni verður lögð áhersla á að kynna verðtryggingu í fasteignaviðskiptum, hvernig hún eykur möguleika kaupenda og tryggir hag seljenda. Jafnframt verður kappkostað að veita ítarlegar upplýsingar og leiðbeina um allt það sem fylgir kaupum og sölu fasteigna og fjárráðstafanir tengdar þeim viðskiptum. Verður þar m. a. byggt á áralangri reynslu starfsmanna Fjárfestingarfélag íslands hf. í fjármálaráðgjöf. Er það von félagsins að með stofnun hins nýja fyrirtækis megi stuðla að heilbrigðara fjármálalífi á íslandi og auðvelda viðskipti með fasteignir. Opiö verður mánud. — föstud. kl. 09 — 18 og fyrst um sinn laugard. og sunnud. kl. 13-17. Hafið samband við skrifstofu okkar. Fáið sendan upplýsingabækiing um nýjar leiðir á fasteignamarkaði. Starfsfólk okkar mun fúslega veita allar frekari upplýsingar. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 11 101 REYKJAVÍK SÍMI 28466 (HÚS SPARISJÓÐS REYKJAVÍKUR) Fasteignamarkaöur Fjárfestingarfélagsins hf Lögfræðingur: Pétur Þór Sigurðsson f f .. ' . v\' s'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.