Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981
5
Sundasamtökin:
Byggingaráform við Skútu-
vog verði endurskoðuð
MORGUNBLAÐINU hofur borizt
cftirfarandi frá Mannúsi
óskarssyni. formanni Sunda-
samtakanna:
„Forráðamenn Sundasamtak-
anna ráku upp stór augu við að sjá
í Tímanum föstud. 13. marz 5
dálka fyrirsögn svohljóðandi:
„Sundasamtokin: Sætta sig við
hæð Landssmiðjuhússins."
Svo ljóst sé, hvert undrunarefn-
ið er, fer hér á eftir ein málsgrein
úr ályktun Sundasamtakanna frá
12. feb. sl. um þetta mál.
„Sundasamtökin telja, að i
þeirri tillögu. sem liggur fyrir
borgarstjórn um byggingu við
Skútuvog og þcim ráðagerðum,
sem fram koma í bréfi Reykjavik-
urhafnar, felist svo mikil röskun
á fyrri ákvörðunum um Sunda-
svæðið, að ekki verði við unað.
Skora samtökin á borgarstjórn
að taka þessar nýju tillögur til
endurskoðunar og gefa sér tíma
til að vinna það verk sem bezt.“
Ályktun þessi var send öllum
fjölmiðlum, þ.á m. Tímanum.
Um þetta efni hafa Sundasam-
tökin enga aðra samþykkt gert og
stendur hún óhögguð.
Því má við bæta, að Sunda-
samtökin voru ekki til, þegar
borgarstjórn ákvað lágreista
byggð við Skútuvog í því skyni að
varðveita útsýni. Samtökin fara
ekki fram á annað en að borgar-
stjórn standi við ákvarðanir sínar
og sé sjálfri sér samkvæm."
Frá landbúnaðarráðstefnu Sjálfstæðisflokksins um helgina.
Ljósm. Mbl. RAX.
Sjálfstæðisflokkurinn efndi á
föstudag og laugardag til ráð-
stefnu um landbúnaðarmál i Val-
höll I Reykjavik. Alls voru flutt
14 erindi um ýmsa þætti landbún-
aðarmálanna á ráðstefnunni en
jafnframt fóru fram almennar
umræður um málefni landbúnað-
arins og stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins I þeim málum. Málefnanefnd
Sjálfstæðisflokksins um landbún-
aðarmál annaðist undirbúning
ráðstefnunnar og var ráðstefnan
einn liðúr i undirbúningi tillag-
anna um stefnumörkun Sjálf-
stæðisflokksins i landbúnaðar-
málum. sem lagðar verða fyrir
næsta landsfund flokksins.
Stefán Aðalsteinsson, búfjár-
fræðingur flutti í upphafi ráð-
stefnunnar erindi, sem hann
nefndi Landbúnaðurinn — vanda-
mál og möguleikar. Undirstrikaði
Stefán þann vanda, sem leiddi af
því, ef landbúnaðarframleiðslan
yrði alfarið miðuð við innlendan
markað og innflutning, þegar ár-
ferði væri óhagstætt og samtímis
beitt hámarkshagkvæmni í bú-
rekstrinum. Af slíkum samdrætti
leiddi grisjun byggðar, samdrátt-
ur atvinnulífs í nálægu þéttbýli og
einhver samdráttur í ullar- og
skinnaiðnaði. Sú lausn, sem myndi
koma flestum að gagni bæði í
landbúnaðinum og í þjóðfélaginu í
heild væri sú, að hægt væri að
auka hagkvæmni í sauðfjárrækt í
þeim mæli og finna svo góða
markaði fyrir sauðfjárafurðir, að
útflutningur þeirra skilaði verði
sem nægði fyrir framleiðslukostn-
aði. Benti Stefán á ýmsa mögu-
leika í því sambandi svo sem
útflutning á dilkakjöti til Banda-
ríkjanna. Ketill Hannesson,
búnaðarhagfræðiráðunautur
ræddi sérstaklega á ráðstefnunni
um heimsverslun með dilkakjöt.
Varðandi mjólkurframleiðsluna
var mál manna að eðlilegt væri að
miða í því efni við innlenda
markaðinn og var bent á að fara
yrði með varúð í að beita mjög
hörðum aðgerðum til stjórnunar í
þessari framleiðslugrein á næstu
mánuðum. Staðreynd væri að á
síðasta ári hefði mjólkurfram-
leiðslan verið komin niður fyrir
það að fullnægja þörfum innlenda
markaðarins. Hins vegar hefðu
landsmenn notið birgða frá fyrri
árum og því hefði ekki komið til
skorts á mjólk og mjólkurvörum.
Nú væri staðan hins vegar sú að
mjólkurframleiðslan væri komin
2% niður fyrir eðlilegt mark og
því væri mjólkurskortur fyrir-
sjáanlegur innan árs, ef ekki yrði
slakað á stjórnunaraðgerðum
varðandi þessa framleiðslugrein.
Þeir Egill Jónsson, alþingismað-
ur, og Oðinn Sigþórsson, bóndi,
fluttu erindi um aðgerðir til að
stjórna framleiðslu búvara og
áhrif þeirra. Guðmundur Sig-
þórsson, deildarstjóri í landbúnað-
arráðuneytinu, og Matthías Á.
Mathiesen, alþingismaður, ræddu
um fjármagn til uppbyggingar og
rekstrar í búskap og vinnslustöðv-
um. Verðmyndun á búvöru var
viðfangsefni í erindum þeirra
Brynjólfs Bjarnasonar, fram-
kvæmdastjóra, Geirs Þorsteins-
sonar, forstjóra og Þórarins Þor-
valdssonar, bónda. Lárus Jónsson,
alþingismaður fjallaði um fram-
leiðsluaukningu í landbúnaði og
afleiðingar hennar.
Þá var fjallað um búsetuþróun,
afleiðingar af grisjun byggðar og
ný atvinnutækifæri í sveitum en
erindi um þessi efni fluttu Jón M.
Guðmundsson, bóndi, Sigurjón
Bláfeld, ráðunautur, og Þórður
Þorbjarnarson, borgarverkfræð-
ingur. Að síðustu flutti Pálmi
Jónsson, landbúnaðarráðherra, er-
indi, sem hann nefndi Landið og
nýting þess.
Ráðstefnuna sóttu milli 80 og 90
manns viðsvegar að af landinu og
tóku margir þátt í almennum
umræðum. Ráðstefnustjóri var
Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðing-
ur.
lEWKTIieOÞ
Leöurkápur
Leðurjakkar
Leöurbuxur
Leöurpils
Leðurvesti
Greiðsluskilmálar við allra
hæfi, 25% útb., eftirstöðvar
samkomulag.
TZLHNh
KlRkOUfHti y zo/60
OrtÞ-bi AUA ÞMA
ÍAUOAfUA 6A FKAKLI01Z
ÞU AUGLYSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
Fyrri ljóðabækur Snorra
Hjartarsonar í einni bók
MÁL OG menning hefur endurút-
gefið i einni bók þrjár fyrstu
Ijóðabækur Snorra Hjartarsonar
og hefur Jón Reykdal mynd-
skreytt útgáfuna.
í þessari bók eru ljóðabækurnar
Kvæði, sem kom fyrst út 1944, Á
Gnitaheiði, sem kom fyrst úr 1952
og Lauf og stjörnur sem kom fyrst
út 1966. Endurútgáfan nefnist
Kvæði 1940—1966 og er 203 blað-
síður, prentuð í Prentsmiðjunni
Odda hf.
Verðlaunabók Snorra, Haust-
rökkrið yfir mér, sem hann fékk
bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs fyrir, hefur af því tilefni
verið gefin út í 100 eintökum
skinnbundnum og árituðum af
skáldinu.
ORRI HIAIOm^nN'
Fjölsótt landbúnaðarráð-
stef na Sjálfstæðisflokksins