Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981
Verðtrygging í fast-
eignaviðskiptum
Fasteignamarkaðurinn tekur til starfa
í DAG tekur til starfa Fasteixna-
markaður FjárfestinxafélaKs ís-
lands hf. að Skólavörðustig 11 i
Reykjavík. húsi Sparisjóðs
Reykjavikur og nágrennis. Fast-
eignamarkaðurinn, sem er dótt-
urfyrirtæki Fjárfestingafélags
íslands hf. mun annast kaup og
sölu fasteigna og leggja sérstaka
áhcrslu á að kynna nýjar leiðir
og valkosti við fjármögnun í
fasteignaviðskiptum. Og tak-
markið með stofnun Fasteigna-
markaðarins verður að auðvelda
fólki viðskipti með þvi að gera
grciðsluskilmála sveigjanlega, og
i þvi skyni verður lögð áhersla á
að kynna verðtryggingu í fast-
eignaviðskiptum. hvernig hún
eykur möguleika kaupenda og
tryggir hag seljenda.
Forráðamenn Fasteignamark-
aðarins boðuðu til fundar með
blaðamönnum í gær. Þar byrjaði
Gunnar J. Friðriksson, stjórnar-
formaður hins nýja félags, á því
að rekja forsögu þess að Fjárfest-
ingafélag íslands hf. var stofnað
vorið 1971 samkvæmt heimild í
lögum frá Alþingi árið áður.
Markmið Fjárfestingafélagsins er
að efla íslenskan atvinnurekstur,
örva til þátttöku í honum með því
að fjárfesta í atvinnufyrirtækjum,
veita þeim fjárhagslega fyrir-
greiðslu og beita sér fyrir nýjung-
um í atvinnumálum. Fljótlega
varð þess vart í starfi félagsins, að
nauðsynlegt var, svo markmiðum
féiagsins yrði náð, að auka arð-
semi hlutabréfa en einkum mátti
rekja lága arðsemi hlutabréfa á
Islandi til tveggja atriða: 1. ís-
lenskt efnahagslíf er ekki örvandi
fyrir atvinnurekstur í landinu. 2.
Erfitt var að losa aftur það fé, sem
fest hafði verið, vegna skorts á
markaði fyrir hlutabréf, og sölu-
verð hlutabréfs þess vegna oft
ekki raunhæft. Stjórn Fjárfest-
ingafélagsins kom því á fót Verð-
bréfamarkaðnum sem tók til
starfa sumarið 1976. Starfsemi
hans hefur mælst vel fyrir og
auðveldað mjög viðskipti með
verðbréf og stuðlað að raunhæfri
verðmyndun þeirra. En verðbréfa-
og fasteignaviðskipti eru iðulega
samofin og eftir reynslu af starfi
Verðbréfamarkaðarins lét Fjár-
festingafélagið gera athugun á
fasteignaviðskipum og á hvern
hátt þau hefðu áhrif á þróun
verðbréfaviðskipta. Niðurstaðan
varð sú, að þörf væri nýrra leiða á
fasteignamarkaðnum, og þess
vegna er Fasteignamarkaður
Fjárfestingafélags íslands hf.
stofnaður.
Pétur Þór Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Fasteignamarkað-
arins gerði því næst grein fyrir
lögfræðilegum þætti fasteigna-
viðskipta, rakti sögu verðtrygg-
inga og fjallaði almennt um þær
reglur sem gilda i skattamálum
varðandi vaxtagjöld og vaxtatekj-
ur. Þar að lútandi er meginreglan
sú, að vaxtatekjur og verðbætur
eru skattfrjálsar og vaxtagjöld
ekki frádráttarbær til skatts,
nema þau séu tilkomin vegna
íbúðarkaupa til eigin nota.
Þá talaði Gunnar Helgi Hálf-
dánarson, framkvæmdastjóri
Fjárfestingafélags íslands hf.
Hann ítrekaði ill áhrif verðbólg-
unnar; hún hefði rýrt verðgildi
sparifjár, skert stöðu kröfuhafa og
hindrað eðlileg viðskipti á pen-
ingamarkaði. Og verðbólgan væri
ein höfuðorsök þess að á fast-
eignamarkaðnum hefðu nú all
lengi tíðkast afar ósveigjanlegir
greiðsluskilmálar. í upphafi átt-
unda áratugsins hafi meðal út-
borgun við kaup á fasteignum
verið um 50%, nú væri hún um og
yfir 80%, í upphafi áttunda ára-
tugsins hafi eftirstöðvar greiðst á
8—10 árum, nú greiddust eftir-
stöðvar á 4—5 árum á 18—20%
vöxtum meðan verðbólgan væri
50—60%. Síðan sagði Gunnar
Helgi:
„Þessi óaðgengilegu en næsta
hefðbundnu kjör, samfara skorti á
lánsfé, hafa leitt til þess að margir
hafa ekki tök á að kaupa fasteign.
Og þrátt fyrir þessi einhæfu og
ströngu greiðslukjör telja seljend-
ur fasteigna sig heldur ekki of
sæla vegna áhrifa verðbólgunnar.
Þetta ástand hefur valdið miklum
sveiflum á fasteignamarkaði þar
sem framboð, eftirspurn og sölu-
verð hafa iðulega tekið stór stökk,
en þess á milli legið í láginni. Og
hvað er hægt að gera til að breyta
þessu ástandi, spyrja menn. Það
er hægt að taka upp sveigjanlega
skilmála, sem geta meðal annars
byggt á verðtryggðum eftirstöðv-
um.
Takmarkið með stofnun Fast-
eignamarkaðarins er að auðvelda
fólki viðskipti með því að gera
greiðsluskilmála sveigjanlega og
leggja í því skyni áherslu á að
kynna verðtryggingu í fasteigna-
viðskipum, hvernig hún eykur
möguleika kaupenda og tryggir
hag seljenda. Jafnframt mun
Fjárfestingamarkaðurinn kapp-
kosta að veita ítarlegar upplýs-
ingar og leiðbeina um allt það sem
fylgir kaupum og sölu fasteigna.
En ég vil taka fram í lokin," sagði
Gunnar Helgi, „að það er ekki sök
fasteignasala eða lánastofnana,
þetta óviðunandi ástand í fast-
eignaviðskipum. Það er verðbólg-
an sem á sökina, menn eru að átta
sig á gildi verðtryggingar í svo
mikilli verðbólgu núna rétt á
síðustu árum.“
Að síðustu bætti Gunnar J.
Friðriksson við, að tölvutækni,
verðtrygging, og skattfrelsi, væru
forsendur nýrra leiða í fasteigna-
viðskipum. Og Fasteignamarkað-
urinn væri búinn fullkomnum
tölvum.
Forráðamenn Fasteignamark-
aðarins sögðu þessa helstu kosti
verðtryggingar í fasteignavið-
skiptum:
Fyrir seljandann: Skilmálar
eru raunhæfir, eftirstöðvarnar
rýrna ekki. Óþarfi er að kaupa
nýja fasteign um leið og sú gamla
er seld; með sölu fasteignar getur
fullorðið fólk skapað sér lífeyri;
verðtryggð skuidabréf er hægt að
selja, þurfi eigandinn á fé að
halda.
Fyrir kaupandann: Útborgun
lækkar; greiðslufrestur verður
lengri á eftirstöðvum; greiðslu-
byrðin verður jafnari og léttari
fyrstu árin; greiðsluskilmálar
verða sveigjanlegri og í samræmi
við fjárráð og þarfir.
Almennir kostir: Verðtrygging
í fasteignaviðskiptum stækkar
þann hóp, sem getur samið á
sanngjörnum og viðráðanlegum
grundvelli; stuðlar að jafnvægi á
lánamarkaðnum; minni ásókn
verður í lán hjá lánastofnunum;
stuðlar að æskilegri aldursskipt-
ingu í grónum hverfum og bæjar-
hlutum, unga fólkið getur keypt af
því eldra.
Stjórn Fasteignamarkaðarins
skipa þeir Gunnar J. Friðriksson,
formaður, Guðmundur H. Garð-
arsson, varaformaður, Kristleifur
Jónsson, Guðmundur B. Ólafsson
og Gunnar Helgi Hálfdánarson.
Framkvæmdastjóri Fasteigna-
markaðarins er Pétur Þór Sig-
urðsson og sölustjóri Ingileifur
Einarsson. Allar frekari upplýs-
ingar um nýbreytni Fasteigna-
markaðarins er að fá að á skrif-
stofu hans að Skólavörðustíg 11.
óðal feðranna frumsýnt í Svíþjóð:
Góðir dómar í
sænskum blöðum
Frá Cuöfinnu RaKnarsdóttur. frétta-
ritara Mbl. í SviþjóÖ.
ÓÐAL feðranna, kvikmynd
Ilrafns Gunnlaugssonar, fær
góða dóma í Svíþjóð, en hún var
frumsýnd i Stokkhólmi laugar-
daginn 14. marz. Tvö stærstu
morgunblöðin. Dagens Nyheter
og Svenska Dagbladet, birtu
langar greinar um myndina og
markmið og vinnubrögð Ilrafns
Gunnlaugssonar.
í Dagens Nyheter stendur m.a.:
„Myndin vekur kannski ekki sömu
geðshræringu hjá sænskum
áhorfendum og íslenzkum, en það
er full ástæða til að leyfa sér að
dást að kostum myndarinnar, sem
sannarlega eru augljósir. Og það,
sem heizt ætti að kveikja í sænsk-
um áhorfendum, eru spjótin, sem
Hrafn Gunnlaugsson beinir að
fölskum hugmyndum borgarbú-
anna um lífið í sveitinnni, en hann
hittir oft óþægilega vel í mark.
Þetta rifjar upp okkar hugmyndir
um ísland sem land hugsjónanna
og land fornsagnanna, þar sem
andstæður hins nýja tíma eru ekki
til staðar. „
Gallar myndarinnar eru,“ segir
Dagens Nyheter, „að Hrafn
Gunnlaugsson fer einum of gróft í
sakirnar og tapar fyrir bragðið
dramatískri hrynjandi myndar-
innar. En myndin er hressilegt
„melodrama" og frammistaða
leikenda sérlega góð.“
„Hrafn Gunnlaugsson er í
brennidepli," skrifar Svenska
Dagbladet, ^þegar hann í kvik-
myndinni Óðali feðranna lýsir
hinum aðþrengda íslenzka bónda,
flæktum í óviðráðanlegt fjár-
hagsmál.
Hrafn Gunnlaugsson flytur
boðskap sinn á myndrænan hátt,
en leggur lítið upp úr sálfræðinni.
Áhrifin eru úr villta vestrinu, og
njóta sín stundum með eindæmum
vel við íslenzkar aðstæður. Ekki
verður sagt, að Hrafn Gunnlaugs-
son skapi sér neina sérstöðu sem
myndasmiður, en hann hefur valið
sér myndform sem hentar honum,
og árangurinn er góður. Stærsti
galli myndarinnar eru öfgarnar,
en frásagnargleðin og viljinn sem
einkenna myndina lofa góðu, og
við bíðum þessvegna spennt eftir
næstu mynd Hrafns Gunnlaugs-
sonar,“ skrifar Svenska Dagblad-
et.
Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri:
„Er ósammála viðhorfum
ríkissaksóknara í þessu máli“
„ÉG TEL þessa niðurstöðu
Hæstaréttar eðlilega. þegar
þetta viðhorf ríkissaksóknara
liggur fyrir. Það þýðir hins
vegar ekki, að ég sé sammála
viðhorfi ríkissaksóknara og
reyndar er ég það alls ekki,“
sagði Hallvarður Einvarðsson,
rannsóknarlögreglustjóri ríkis-
ins, er Mbl. leitaði álits hans á
lyktum heimildarmannamáls-
ins svonefnda fyrir Hæstarétti.
„Að því er varðar annan tölulið,
þar sem ríkissaksóknari ræðir
viðfangsefni rannsóknarinnar
og er á þvi, að rannsóknin
beinist raunverulega að því,
hvernig rangar fréttir verða til,
þá vil ég segja það, að þetta er
fjarri lagi,“ sagði Ilalivarður.
„Það sannleikskorn er í írétt
Dagblaðsins. að samtal átti sér
stað milli konunnar og sálu-
sorgara hennar. Þetta samtal
fór að því leyti fram innan
helgra handa og undir vernd
réttargæzlunnar. Þetta samtal
átti að vera leyndarmál og það
átti að vera trúnaðarmál, að
það fór fram.
Viðfangsefni rannsóknarinnar
var og er það trúnaðarbrot að
skýra frá því, að samtalið átti
sér stað, en beindist engan
veginn að innihaldi fréttarinnar
að öðru leyti. Þetta trúnaðarbrot
er höfuðatriðið og ég tel það
mjög alvarlegt mál, þegar rofinn
er sá trúnaður, sem þetta samtal
átti að tryggja. Það átti ekki að
segja frá því, að samtalið fór
fram. Það er kjarni þessa máls.
Að því er varðar fyrsta tölulið
í greinargerð ríkissaksóknara
um að honum hafi verið „ókunn-
ugt um þessa rannsóknarbeiðni
og engin afskipti haft af fram-
vindu rannsóknarinnar", þá er
þetta einungis það sem almenn-
ast er. Að sjálfsögðu kemur vel
til álita að framsenda öll mál
sem RLR berast þegar til ríkis-
saksóknara. En varðandi þriðja
töluliðinn um að þetta mál hafi
Hallvarður Einvarðsson
ekki valdið spjöllum á meðferð-
inni, þá vil ég segja það, að vissir
hagsmunir skertust við þessa
frétt; það kom upp tortryggni
milli fólks og ég tel mjög miður
fyrir meðferð málsins, að það
skyldi upplýst að þetta samtal
fór fram. Varðandi fjórða tölu-
liðinn um að vægi opinberra
hagsmuna - við úrlausn þessa
ágreiningsefnis sé nokkuð á
huldu, þá finnst mér nokkuð
óljóst, hvað þetta orðalag ríkis-
saksóknara þýðir. Það var ekki
verið að rannsaka, hvernig lygi-
fréttir verða til, heldur þann
kjarna þessa máls, sem það
trúnaðarbrot er að skýra frá því,
að samtalið átti sér stað. Það
taldi ég svo alvarlegan hlut, að
hann réttlætti rannsókn máls-
ins, enda var það sá hlutur, sem
beðið var um rannsókn á.
Ég bendi á, að í réttarfarslög-
unum segir, að það sé rétt að
verða við ósk gæzlufanga um
viðtal við lækni eða prest. í
þessu tilfelli var um forstöðu-
mann löggilts trúarsafnaðar að
ræða og samtal hans og konunn-
ar átti að umlykja þagnarmúr,
en ekki rjúfa þau grið til þess
eins að þessar hörmungar yrðu
bornar á torg sem söluvara."