Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981
27
i í keppni þar sem kosin
jr ýturvaxnasti kven-
maðurinn hlaut þessi
íyrstu verðlaun. Og eins
og sjá má er hún ýtur- M
vaxin í bak og fyrir.
• bessar tvær hlutu svo
önnur og þriðju verðlaun.
Skyldi verða langt i að
íslenskar konur æfðu lyft-
ingar til þess að efla og
stækka vöðva sina?
Skíðareglur
1. Skíðamenn skulu velja sér
brekkur við hæfi og hafa jafnan
fullt vald á hraða og stefnu.
2. Skíðamaður sem er ofar í
brekku skal gæta varúðar gagn-
vart þeim sem neðar eru.
3. Þegar skíðað er fram úr skal
gæta þess að fara ekki of
nálægt öðrum skíðamönnum.
4. Sá sem stöðvað hefur í skíða-
brekku en fer aftur af stað skal
gæta varúðar gagnvart skíða-
mönnum sem ofar eru í brekk-
unni.
5. Notkun snjóþotna og umferð
fólks er bönnuð í skíðabrekkum
þar sem skíðaiðkun fer fram.
6. Skíði skulu vera búin hemlun-
arbúnaði.
Skíðafólk sýnið öðrum tillitsemi
bæði í brekkum og biðröðum.
Skíðafólk er minnt á að búa sig
ávallt vel.
"f ’ k*>uu
lUWUMUao^, a tt(j
“•mtumi tii»» ■
ti uilHtttW
wri
mm, i
• Þeim fjölgar stöÖugt sem sækja skíðalöndin í nágrenni Reykjavikur. Þessi mynd
hér að ofan er úr Bláfjöllum og sýnir þær löngu biðraðir sem oft vilja myndast við
skíðalyfturnar.
Kraftalegt kvenfólk
• Nú á tímum jafnréttis karla og kvenna þykir
ekkert tiltökumál þótt kvenfólk æfi lyftingar af
kappi. Þessar myndir sýna okkur nokkrar sem
æft hafa vel.
Upplýsingar fyrir skíðafólk
NÚ er sól farin að hækka á lofti og daginn lengir óðum.
Skiðaáhugamenn hugsa sér þvi sjálfsagt gott til glóðarinnar að geta
stundað íþrótt sina í ríkara mæli en áður. Mikill og g(>ður skíðasnjór
er nú i öllum skíðalöndum Reykjavíkur og sæmilega greiðfært á alla
staðina. Aðalskíðasvæðið er i Bláfjöllum. Þar eru fimm góðar
skíðalyftur í gangi alla daga. svo og litil barnalyfta. Þá er þar merkt
göngubraut. Þar sem skíðaíþróttin á sívaxandi vinsældum að fagna
meðal almennings birtum við hér ýmsar upplýsingar um Bláfjaila-
svæðið. En símsvarar fyrir skiðasvæðið í Bláfjöllum og Ilveradölum
eru 25166 og 25582.
Lyftur Bláfjallanefndar eru opnar:
Laugardaga, sunnudaga og fridaga.............kl. 10.00—18.00
Mánudaga og föstudaga........................kl. 13.00—18.00
Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga........kl. 13.00 — 22.00
Virka daga eru lyftur opnaðar fyrr, ef skúlar óska þess.
Áætlunarferðir í Bláfjöll:
Mánudagar og föstudagar:
Frá Reykjavík ... i................................kl. 14.00
Úr Biáfjöllum......................................kl. 18.00
Þriðjudaga. miðvikudaga og fimmtudaga:
Frá Reykjavík....................kl. 14.00, kl. 16.00 og kl. 18.00
Úr Bláfjollum ...........................kl. 19.00 og kl. 22.00
Helgar og frídaga:
Frá Reykjavík............................kl. 10.00 og kl. 13.30
Úr Bláfjöllum ...........................kl. 16.00 og kl. 18.00
Brottför er fá BSt, en komið er við viðar i borginni. Upplýsingar hjá
BSÍ, simi 22300.
Gjaldskrá veturinn 1980/1981
8 miða kort. fullorðnir..................................kr. 15,00
8 miða kort, börn.......................................kr. 7,50
í stólalyftu eru tveir miðar
Dagkort, fullorðnir.....................................kr. 40,00
Dagkort, börn .....................................kr. 20.00
Dagkort gilda virka daga frá kl. 13.00 tii kl. 18.30
Kvöldkort, fullorðnir .............................kr. 30.00
Kvöidkort, börn.........................................kr. 15,00
Kvöldkort gilda þrjú kvöld í viku kl. 18.00 til kl. 22.00
Árskort, fullorðnir ..............................kr. 600,00
^rskort börn ................................kr. 300,00
skort gilda i lyftur Bláfjallanefndar, en ekki i aðrar lyftur.
i
I