Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 Skíðatrimm UÉR verður ekki fjallað um hina eiginlegu skiðaþjáifun. Til þess þarftu að snúa þér til iþróttafélaganna og fá rétta tilsogn og ieiðbein- ingar. En þegar nægur snjór er fyrir hendi má ganga á skiðum jafnvel rétt utan við húsdyrnar. á gangstigum, i górðum og opnum svæðum. Þegar dimmt er, er mjög ákjósanlegt að koma fyrir Ijósaperum i trjám eða hús- veggjum. Til skiðagöngu eru fjallaskiði heppilegust og skiðaskór með mjúkum sveigjaniegum sóium. Lika er skemmtilegt að ieggja skiðabraut með smá hindrunum, þar sem reynir á hæfni og lipurð. Litiil stökkpallur er einnig mjög vinsæil. Foreldrar geta með fram- angreindum og öðrum hætti gefið börnum sinum mögu- ieika á því að temja sér og læra þá skíðatækni, sem getur orðið þeim notadrjúg í frekari skiðaiðkunum síðar á ævinni. Menntaskólinn í Reykjavík sigraði • Nýlega fór fram hið svokallaða Bersamót í handknattleik í Hafnarfirði. Flensborgarskólinn hefur átt veg og vanda af þessu móti í ár. Að þessu sinni sigraði lið Menntaskólans í Reykjavík keppnina. Lék liðið til úrslita gegn Flensborgarskól- anum og sigraði með 9 mörkum gegn 8 eftir hörkuspennandi leik. Myndin hér að ofan er af sigurvegurunum. En í liðinu eru meðal annars tveir unglingalandsliðsmenn og tveir meistaraflokksmenn í handknattleik. „Ekki verið svona slæmt í 30 ár“ • bessir tveir ungu piltar eru frá Vestmannaeyjum og voru i síðustu viku i starfskynningu á iþróttadeild Morgunblaðsins. Þeir heita Gunnar Már Sigurfinnsson og Gylfi Birgisson. Þeir unnu að hluta efni það sem á þessari siðu er. • Formaður Þórs, Friðrik Karlsson, afhendir Herbert gullúrið fyrir 100. leik sinn með Þór Vestmannaeyjum. Ljósm. Sigurgeir. Gróska í íþróttalífinu í Vestmannaeyjum - segir Baldur Jónsson vallarstjóri Ástand valla í Reykjavík mjög slæmt VIÐ lögðum leið okkar út á Melavöll og tókum Baldur Jóns- son vallarstjóra tali. Við spurð- um hann um ástand vallanna i Reykjavik. Baldur sagði okkur að ástand vallanna hefði aldrei verið jafn slæmt þau þrjátíu ár sem hann hefði starfað við vellina. „Vellirnir liggja allir undir þykkri klakabrynju og er útilokað að fyrstu leikirnir í íslandsmótinu sem fram eiga að fara í Reykjavík verði leiknir á grasi nema veðrið í vor verði afburða gott.“ sagði Baldur. Baldur taldi íslandsmótið hefj- ast of snemma til þess að allir leikir gætu farið fram á grasi. „Mótanefnd verður annaðhvort að seinka mótinu eða setja fyrstu leikina á möl,“ sagði hann jafn- framt. Þá spurðum við Baldur hvort að hann héldi að það drægi úr áhorfendatölu ef leikirnir færu fram á möl. „Nei, ég held ekki. Það fer bara eftir liðunum sem eru að keppa hverju sinni en ekki aðstæðunum," svaraði hann. Að lokum sagði Baldur að áætlað væri að Reykja- víkurmótið hæfist 10. apríl nk. en íslandsmótið 10. maí, liðin eru farin að æfa af fullum krafti en því miður er æfingaaðstaðan ekki sem skyldi sökum frosta og fann- fergis. FYRIR skömmu lék 3. deildar lið Þórs sinn 100. leik opinberlega síðan liðið hóf þátttöku i Is- landsmótinu i handknattleik. í þeim 100 leikjum hafa 17 unnist, 45 tapast og 8 endað með jafn- tefli. Markahlutfallið er 2047 — 1943. Einn maður hefur náð þeim einstæða áfanga að leika alla þessa 100 leiki og er það Herbert Þorleifsson. í þessum 100 leikjum hefur hann skorað 303 mörk og verið vikið 28 sinnum af leikvelli. Áður en 100. leikurinn hófst, afhenti Friðrik Karlsson, form. Þórs. Herberti veglegt gullúr að gjöf frá félaginu. Annars hefur verið mikil gróska í íþróttalífi í Eyjum í vetur og góður árangur náðst. T.d. hafa meistaraflokksliðin í handbolta náð mjög góðum árangri. Týr stendur vel að vígi í 2. deild og Þór hefur unnið sér sæti í 2. deild. Yngri flokkarnir hafa líka staðið fyrir sínu og hvorki fleiri né færri en fjórir flokkar hafa unnið sér rétt til þess að leika í úrslitum um íslandsmeistaratitilinn, tvö frá hvoru féiagi. Af knattspyrnunni er það að segja að undirbúningur fyrir 1. deildina er hafinn af fullum krafti undir stjórn Kjartans Mássonar. Þór og Týr sendu bæði lið til keppni í Islandsmótið í innan- hússknattspyrnu og stóðu þau sig bæði með miklum ágætum. Þórar- ar höfnuðu í 3.-4. sæti í a-riðli ásamt Val en Týr sigraði c-riðil- inn með miklum yfirburðum. Blaklið ÍBV hefur staðið sig með miklum ágætum og unnið sér rétt til þess að leika í fyrstu deild að ári. 3. flokkur hefur unnið alla leiki sína til þessa. GB/GMS • Þessi mynd er aí sunddeild iBV en hún hefur staðið sig með miklum ágætum i vetur. Fyrst go fremst er þar að nefna sigur þeirra i 2. deild bikarkeppni SSÍ sem haldið var i Vestmannaeyjum i vetur. Auk þess hafa krakkarnir sett mörg met í hinum ýmsu mótum vetrarins. Þjálfari þeirra er Snorri Magnússon og eru miklar vonir bundnar við hann. Hér að ofan er hið efnilega sundfólk þeirra Eyjamanna. Fólk og fréttir í máli og myndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.