Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 íslandsmótið í borðtennis Tómas og Ragnhildur sigruðu MEISTARAMÓT íslands í borðtennis fór fram í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Keppendur voru um 160 talsins víða af landinu. ísafirði, Keflavík, Akureyri, Húsavík, Borgarfirði og að sjálfsöKðu úr Reykjavík. Keppnin var mjög spennandi og hörð í öllum flokkum, en var þó í heildina nokkuð lanndrefíin. Tómas Guðjónsson var maður mótsins hann varð fjórfaldur meistari. Það mun aldrei hafa gerst áður. Ra«nhildur Sigurðardóttir varð þrefaldur meistari. Bæði léku þau mjöjf vel og voru vel að sigrum sinum komin og Islandsmeistara- titlum. Það var greinilegt á mótinu að mikil gróska er nú í borðtcnnisíþróttinni hér á iandi og er áhugi greinilega mjög vaxandi. Hér á eftir fara svo úrslitin í mótinu. Urslit: Einliðaleikur: Meistaraflokkur karla: 1. Tómas Guðjónsson KR 2. Gunnar Finnbjörnss. Erninum. 3. Bjarni Kristjánsson UMFK Leikinn var tvöfaldur útsláttur og vann Tómas Gunnar tvisvar, í seinna skiptið 22—20, 21—18 og 21—15. Þess má láta getið að Stefán Konráðsson varð að hætta í miðju móti (en hann hafði þá tapað einum leik) því hann fékk ekki leyfi frá skíðaferð íþrótta- kennaraskólans. Hjálmtýr Haf- steinsson tók ekki þátt í einliða- leiknum. Þetta er í 4. skiptið í röð sem Tómas vinnur einliðaleikinn. 1. flokkur karla: 1. Kristján Jónasson Víkingi 2. Einar Einarsson Víkingi. 3. Jóhann Ö. Sigurðsson Erninum Kristján vann Einar 21 — 18, 19—21 og 21—17. Jóhann Örn kom mjög á óvart þar sem hann er í 2. flokki og keppti einn flokk upp fyrir sig. 2. flokkur karla: 1. Gunnar Birkisson Erninum 2. Ágúst Hafsteinsson KR 3. Guðmundur Halldórss. UMSE Gunnar vann Ágúst 21—13 og 21—17. Hann hefur nú náð til- skyldum punktafjölda til að flytj- ast upp í 2. flokk. Meistaraflokkur kvenna: 1. Ragnhildur Sigurðard. UMSB 2. Ásta Urbancic Erninum 3. Guðrún Einarsdóttir Gerplu Ragnhildur vann Ástu 12—21, 21-12, 21-10, 19-21 og 21-19 í æsispennandi og góðum leik. og er hún þetta í 4. skiptið í röð s vinnur einliðaleikinn. 1. flokkur kvenna: 1. Sigrún Bjarnadóttir UMSB 2. Erna Sigurðardóttir UMSB 3. Hafdís Asgeirsdóttir KR I þessum flokki var leikinn tvöfaldur útsláttur og Sigrún vann Ernu tvisvar, 2—0 í bæði skiptin. Tvíliðaleikur karla: 1. Tómas Guðjónsson og Hjálm- týr Hafsteinss. KR 2. Stefán Konráðsson og Hilmar Konráðss. Vík. 3. Bjarni og Hafliði Kristjánssyn- ir UMFK Tvöfaldur útsláttur var leikinn og KR-ingarnir unnu Víkingana tvisvar, í seinna skiptið 21—11, 21—18 og 21—13. Öruggur sigur í 4. sinn í röð sem þeir Tómas og Hjálmtýr vinna tvíliðaleikinn. Tviliðaleikur kvenna: 1. Ragnhildur Sigurðard. og Kristín Njálsd. UMSB 2. Ásta Urbancic Erninum og Guðrún Einarsd. Gerp. 3. Hafdís Ásgeirsd. KR og Guð- björg Stefánsd. Fram. UMSB-stúlkurnar unnu úrslita- leikinn 21—12, 21—14 og 21—17 og er þetta í 3. sinn í röð sem þær vinna tvíliðaleik kvenna. Tvíliðaléikur öldunga: (Old Boys, þ.e. eldri en 30 ára) 1. Ragnar Ragnarss. og Alexand- er Arnars. Erninum. 2. Þórður Þorvarðars. og Jóhann Örn Simiriónss. E. • Tómas Guðjónsson KR, íslandsmeistari í einliðaleik karla. Tómas varð fjórfaldur meistari. 3. Árni Siemsen og Sigurður Guðmundsson, Erninum. Þarna röðuðu Arnarmennirnir sér í öll efstu sætin, og tölurnar í úrslitaleiknum voru 24—22 og 21-16. Tvenndarkeppni: 1. Ásta Urbancic Erninum og Tómas Guðjónss. KR. 2. Ragnhildur Sigurðard. UMSB og Hjálmtýr Hafsteinss. KR. 3. Guðrún Einarsd. Gerplu og Stefán Konráðss. Víkingi I tvenndarkeppninni var keppn- in mjög tvísýn og léku öll pörin saman innbyrðis. Þegar upp var staðið reyndust 3 pör hafa jafn- marga vinninga. Þá var athugað hversu margar lotur hvert par um sig hafði unnið og tapaðir punktar og reyndust þá enn tvö pör vera jöfn. Þá vorú taldir unnir og tapaðir punktar og þá unnu Ásta og Tómas með 5 punkta betri mismun. Urslitin í innbyrðis leikj- um urðu þessi: Ásta/Tómas — hildur 10—21, 21-17,17-21. Guðrún/Stefán — Ragnhildur/ Hjálmtýr/Ragn- 15-21, 21-16, Hjálmtýr 21-6, 21-7, 15-2*, 20-22, 21-16. Ásta/Tómas — Guðrún/Stefán 21-15, 21-16,19-21, 21-14. Þess má geta að Tómas Guð- jónsson varð fjórfaldur meistari, þ.e. hann vann allar karlagrein- arnar, og er það í fyrsta sinn á Islandi sem karlmaður vinnur það afrek. (Fjórði titillinn er sigur KR í flokkakeppni karla.) Þetta er í 2. skipti sem Ásta og Tómas vinna tvenndarkeppnina. 1. deild karla KR-ingar hafa sigrað enda þótt þeir eigi eftir að leika einn leik við Víkinga. Sigri Víkingar í þeim leik fer fram aukaleikur á milli Arnarins A og Víkings A um 2. sætið. Þetta er í 6. sinn í röð sem KR sigrar. 2. deild karla: Þar sigraði Fram A og flyst upp í 1. deild næsta ár. Kvennaflokkur: Lið UMSB A sigraði, í 2. sæti iið Arnarins og í 3. sæti varð B-lið UMSB: Þetta er í 3. sinn í röð sem það sigrar. Unglingaflokkur: Hér sigraði lið KR annað árið í röð (í 3. sinn í allt). I 2. sæti varð lið Gerplu og í 3. sæti lið Víkings. — þr. Sveiflukenndur leikur KR og Valskvenna • Ragnhildur Sigurðardóttir UMFB, íslandsmeistari í einliðaleik kvenna í borðtennis. Ragnhildur varð þrefaldur meistari á mótinu um helgina. KR OG VALUR skildu jöfn i 1. deild kvenna í handknattieik á föstudagskvöldið. Lokatölur leiksins urðu 10—10, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 6—4 íyrir KR. Það er óhætt að segja að sveiflurnar hafi verið gífurlegar í leik þessum, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. KR skoraði nefnilega fimm fyrstu mörkin, komst í 5—0, en Valur svaraði um hæl með fjórum mörkum í röð. Síðasta orðið átti síðan KR, 6—4 í hálfleik. Valur minnkaði muninn fljótlega niður í eitt mark í síðari hálfleikn- um, 7—6, og síðan var allt í járnum allt þar til undir lok leiksins, að Valur skoraði þrjú mörk í röð, Magnea tvö og Erna eitt, og breytti stöðunni úr 9—7 í 9—10. Var það éina skiptið sem Valur hafði forystu í leiknum. En KR-ingar áttu síðasta orðið, Jó- hanna Ásmundsdóttir skoraði tí- unda mark liðsins og tryggði KR annað stigið. Markverðirnir, Jóhanna Páls- dóttir hjá Val og Ása Ásgríms- dóttir, voru bestu leikmennirnir á vellinum að þessu sinni. Erna Lúðvíksdóttir komst einnig vel frá hlutverki sínu. Mörk KR: Hjördís Sigurjóns- dóttir 4, Hansína Melsted 2, Krist- björg Magnúsdóttir 2, Birna Bene- diktsdóttir og Jóhanna Ásmunds- dóttir 1 hvor. Mörk Vals: Harpa Guðmunds- dóttir 4, Magnea Friðriksdóttir 3, Erna Lúðvíksdóttir 2 og Björg Guðmundsdóttir 1 mark. Handknattlelkur • Broshýrar að lokinni keppni. T Dýrleif A. Guðmundsdóttir, Guðr • Árni Þór Árnason og Ásta Ásn unum. Staðan í 1. d STAÐAN í 1. deild kvenna í ísl nú þessi: FH Valur Fram Víkingur KR Akranes Haukar f»ór, Ak. Fram ekk ræðum m FRAM SIGRAÐI Hauka örugg- lega í 1. dcild kvcnna í hand- knattleik á föstudagskvöldið. Lokatölur urðu 17—11, eftir að staðan í hálfleik hafði vcrið 10—5. Lið Fram hafði ávallt forystuna í leik þessum. en aldrei munaði þó meiru en sex mörkum. Haukastúlkurnar freistuðu þcss að hengja yfirfrakka á Guðríði Guðjónsdóttur með það fyrir augum að klípa þannig oddinn af sóknarleik Fram. Það gekk ekki upp, Guðríður átti ágætan leik þrátt fyrir gæsluna, auk þess sem þær Jóhanna Hall-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.