Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 Stenmark hefur aðeins sjö stiga forskot á Phil Mahre PIIIL MAHRE frá Bandaríkjun- um virðist nú stefna að þvi að sÍKra í heimsbikarkeppninni á skíðum í ár. Hann sÍKraði um síðustu helKÍ í svÍKkeppni í Fur- ano í Japan en skíðakónKurinn InKemar Stenmark varð i þriðja sæti. Stenmark varð líka í þriðja sæti í stórsvÍKskeppninni sem fram fór á iauKardag. Staðan í heimsbikarkeppninni er nú þessi: 1. InRemar Stenmark, Svíþjóð 260 2. Phil Mahre, USA 253 3. Alexander Zhirov, Sovét. 147 4. Peter Muller, Sviss 140 5. Steve Mahre, USA 137 Úrslitin í sviginu urðu þessi: 1. Phil Mahre, USA 1:36,97 2. Bojan Krizaj, Júgósl. 1:37,21 3. Ingem. Stenmark, Svíþj. 1:37,46 4. Alexander Zhirov, Sovét. 1:37,84 5. Andreas Wenzel, Licht. 1:38,13 6. Steve Mahre, USA 1:38,29 Úrslitin í stórsviginu urðu þessi: 1. Alexander Zhirov, Sovét. 3:00,41 2. Gerhard Jáger, Austurr. 3:01,54 3. Ingem. Stenmark, Svíþj. 3:01,63 4. Joel Gaspoz, Sviss 3:01,94 5. Leonard Stock, Austurr. 3:01,94 Naumur sigur hjá HK í BYRJUN leiks bórs og HK fyrir norðan á sunnudaginn í 2. deild leit ekki út fyrir að Þórsar- ar yrðu gestunum crfið hindrun. HK tók leikinn strax i sínar hendur og var staðan orðin 5:0 þeim í hag eftir 10 mín. beir voru þ«» heppnir að fara með sigur af hólmi (25:23) þegar upþ var staðið. Staðan i hálfleik var 15:11 fyrir IIK. Þórsarar skoruðu sitt fyrsta mark á 10. mín. en yfirburðir HK voru algerir og upp úr miðjum hálfleiknum var staðan orðin 10:2. Þórsarar skorðuðu sitt þriðja mark á 19. mínútu og eftir það tóku þeir mikinn kipp og söxuðu á forskot HK. Staðan í leikhléi var eins og áður sagði 15:11. í seinni hálfleik var HK mest- alian tímann 3—5 mörk yfir, en síðustu 10 mínúturnar ógnuðu Þórsarar sigrinum þó verulega og voru óheppnir að ná ekki öðru stiginu úr þessari viðureign. Mun- urinn var orðinn 1 mark er 2 mín. voru eftir, 23:24. Þórsarar fengu síðan boitann er u.þ.b. 1 mín. var eftir og höfðu möguleika á að jafna. Þeir misstu boltann er örfáar sekúndur voru til leiksloka, Ragnar Ólafsson brunaði fram og skoraði 25. markið fyrir HK og innsigiaði sigurinn. Mörk Þórs: Árni Stefánsson, Benedikt Guðmundsson og Sigurð- ur Sigurðsson skoruðu 4 mörk hver, Sigurður Pálsson 3 (3v), Rúnar Steingrímsson 3, Sigtrygg- ur Guðlaugsson 2 (lv), Árni Gunn- arsson 2 og Oddur Halldórsson 1. Mörk HK: Ragnar Óiafsson 11 (6v), Hallvarður Sigurðsson 7, Hilmar Sigurgíslason 3, Berg- sveinn Þórarinsson og Kristinn Ólafsson 2 hvor. Gunnar Kjartansson og nafni hans Jóhannsson dæmdu leikinn, voru ekki sannfærandi. —sor Stenmark er nú að missa forystuna i heimsbikarnum. íslandsmótið í handknattleik: Staðaní 2. deild STAÐAN í íslandsmótinu í 2. deild karla er nú þessi: Breiðablik 12 8 1 3 252:245 17 KA 11 8 0 3 233:205 16 ÍR 11 5 4 2 244:209 14 HK 12 6 2 4 247:217 14 Afturelding 13 7 0 6 263:268 14 Týr 9 5 0 4 168:162 10 Ármann 13 3 2 8 252:269 8 Þór Ak 13 0 1 12 258:332 1 Skíðagönguskóli Morgunblaðsins • Það er best að æfa hliðarrennsli í hliðarbrekkum. Hafið gott bil á milli skíðanna. Þið komist best frá hliðarrennsli með því að setja skíðin í plóg-stöðu. • Reynið að þversetja skíðin með því að snúa hnjám að brekkunni. Leggið þungann eins og þið mögulega getið á þann fót sem er neðar í brekkunni. • Það kemur mjög oft fyrir á skíðum að við verðum að breyta um aðferðir. í keppni er það gert með skautasveiflum. • Skautasveiflan er þannig framkvæmd að þið látið ykkur renna inn í beygjuna með þyngdina á ytra skíði, lyftið innra skíðinu og setjið það í hina nýju stefnu, jafnfram því að spyrna vel í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.