Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 45 Hvað er svona ógeð- fellt? Akureyringur skrifar: „Kæri Velvakandi. Þaö sem kom mér til að setja þessi orð á blað voru skrif þau í dálkum þinum 8. þ.m. frá Jóni á Klapparstígn- um. Mig langar gjarnan að vita hvað hann á við með þessum orðum: „ ... að fjalla um sölu- mennskuna..." í sambandi við þá gömlu hefð hér fyrir norðan að slá köttinn úr tunn- unni á öskudaginn. Einnig langar mig til að vita hvað er svona ógeðfellt, fíflalegt og hallærislegt við þessa hefð. Hvaða vandamál skapar þessi leikur? Dæmdu ekki náungann Mín vegna megið þið þarna fyrir sunnan í sérréttinda- plássinu herma eftir okkur úti á landsbyggðinni, svo lengi sem þið skemmtið sjálfum ykkur. En hæðið ekki það sem við skemmtum okkur yfir, þó að ykkur finnist það frekar menningarsnautt. Dæmdu ekki náungann án þess að þekkja hann eða siði hans! Virðingarfyllst Hugsunarleysi hjá hunda- eigendum hér Ilundavinur úr Laugarnes- hverfinu skrifar: „Kæri Velvakandi. Hinn 10. þ.m. rakst ég á grein í dálkum þínum sem bar yfir- skriftina „En kötturinn má víst allt“. Gerir höfundurinn þar m.a. grein fyrir áhyggjum sín- um vegna hundaskíts í Öskju- hlíð. Ég hef átt hund og þegar ég fór með hann út að ganga var ég ávallt með bréfpoka í vasanum og einnig litla plastskóflu, sem ég notaði til að hreinsa upp eftir hundinn minn. Ég held að það sé mest að kenna hugsunarleysi hjá hundaeigendum hér í borg, að þeir gera sér ekki grein fyrir að hundurinn getur þurft að létta á sér á frekar óheppilegum stöðum, og ég sé enga ægilega erfiðleika við að taka með sér bréfpoka og skóflu. Ég vonast til að þetta greinarkorn mitt hristi upp í höfðunum á hugsunarlaus- um hundaeigendum. Með þökk.“ Gdta Einn úr Ilrútafirði sendi Velvakanda þessa gátu: Hvað er sameÍKÍnlegt með Bryndísi Schram og Hrútafirði? Svar birtist hér í dálkunum á morgun. Þessir hringdu . . . Ilvar fá þessir aðilar nöfn fermingarbarna? Móðir fermingarbarns hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Seinni partinn á föstudaginn datt inn um póstlúguna hjá mér sú mesta smekkleysa sem ég hef séð á sviði auglýsingamennsku. Bréf sem sent var á nafn fermingar- barns á heimilinu var uppfullt með auglýsingaáróðri og gylli- boðum um kaup á reiðhjólum, og meðfylgjandi var mynd af dreng við hliðina á lúxusgerð af hjóli. Og svo var klykkt út með ham- ingjuóskum til fermingarbarns- ins. Þarna er leynt og ljóst verið að hafa áhrif á það, hvert gjafap- eningar fermingarbarnsins fara eða hvaða gjöf það kjósi sér frá foreldrunum og ekki spöruð slag- orðin. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Ég segi bara það, að það vaeri óskemmtilegt til að vita, ef fyrirtaeki taekju almennt upp þessa auglýsingaraðferð í tilefni af fermingardegi unglinga og sendu börnunum pésa og baekl- inga í pósti. Þá vaeri nú endan- lega farin fyrir bí sú helgi, sem enn hvílir þó yfir þessum merkis- degi í lífi þeirra. En mig langar til að spyrja: Hvar fá þessir aðilar upp gefin nöfn fermingar- barnanna? Ilvað gerir Hagnar Arn- alds fyrir sitt fólk? Starfsmaður við skattheimt- una hringdi og sagði: — Það hefur nú komið fram í fréttum, að bæði símamálaráðherra og menntamálaráðherra eru rými- legir við sitt fólk. Felld eru niður afnotagjöld þess af síma, útvarpi og sjónvarpi, í áföngum og eftir starfsaldri. En hvað gerir Ragnar Arnalds fyrir sitt fólk? Ég gæti t.d. vel hugsað mér, að hann felldi niður opinberar álögur á okkur starfsmenn skattheimtunnar, í áföngum að vísu og auðvitað eftir starfsaldri. Ég fer allavega fram á það við ráðherrann, að hann taki þetta til góðviljaðrar skoð- unar. C.St. haffti samband vift Velvak- anda or kvaftst hafa lært þulu af ommu sinni eöa foftur skommu eftir aldamnt — En þaft er nú svo. aft eg man orftift afteins bláupphafið Þul- an er upptalning á óllum þeim hlutum. sem búandi maftur í sveit þarf aft hafa. Byrjunin er svona: F.taka hní.r byrj. bn ' brmla vill flnln flmt. jorðina. Htulku. krr o« ku. kvikíénað, rrlpl o« br«t. Ér er ættaöur úr Rangárvalla- sýslu, en veit ekkert um uppruna þulunnar. Ég hef ekki rekist á neinn sem hefur kunnað hana of> trevsti þvi á liösinni þitt viö aö fá fram- Kistuþarf líka, kopp og nál Á föstudaginn kom hér í dálkunum fyrirspurn frá G.St. um þulu, sem hann hafði lært ungur af ömmu sinni eða föður skömmu eftir aldamót, en mundi ekki lengur og bað um liðsinni við upprifjun þulunn- ar. Ingibjörg Jónsdóttir í Hafn- arfirði var Velvakanda hjálp- leg, og ekki í fyrsta sinn, benti honum á að þula þessi hefði birst í bók Ófeigs J. Ófeigsson- ar 1945, „Raula ég við rokkinn rninn" þulur og þjóðkvæði. Ófeigur safnaði þar saman þulum og þjóðkvæðum sem hann hafði numið ungur, bjó efnið undir prentun og tileink- aði bókina móður sinni. Um höfundana og heiti ljóðanna segir Ófeigur í eftirmála: „Mér er ókunnugt um höfunda flestra ljóðanna og hef því alveg sleppt höfundanöfnum. Sama er að segja um heiti Ijóðanna, fæst þeirra eru mér kunn, og líklega hafa mörg þeirra aldrei haft neitt heiti." Þulan sem spurt var um er upptalning á öllum þeim hlut- um sem búandi maður í sveit þarf að hafa: Fitækan. þegar byrjar btí, bresta vill etnin flest: Jörðina, stúlku, ker og kú, kvikfénað, reipi og hest, tötu, trog, au.su. steðja og strokk, stelpu, sem hirðir féð, laupana. kláfa. reizlu og rokk. rekkvoðir, kodda og beð, skaröxi, hamar, sOg og sekk, sýl. hækur, klifherann, skinnklæði, leður. röskan rekk, reku. pil. torfskerann, hrtfu, orf, kláru. hefilbekk, hundrakka viljugan. Kistu þarf lika, kopp og nál. kerald og heykrókinn, askana. reiðing. skafa og skál. skyrgrind og vefstólinn, vettlinga. prjóna, snældu og sntíð, snúist I kvörnum mél, haðstofu þá með brattri stíð. bæði þarf spón og skel, hnakk og söðul með klafa og kú. kamh og vinstur, sem drýgir bú, hnappheldu. vöggu. beizli og hönd, hrýni, hnlf. járn og tré, slu og kamh, um svarðarlönd slzt mun þá blómgast fé. llvili ég mina haukaströnd. Hvað hef ég ntí i té? fWSffl Z-UXOR LITASJONVORP 22” — 26” Sænsk hönnun^ Sænsk endíng ★ o Bestu kaupin! ★ HLJÓMTÆKJADEILD (!tjð KARNABÆR LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999 Útsolustaöir Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ — Fataval Kefiavik Portiö Akranesi — Eplió Isafiröi — Alfhóll Siglufiröi — Cesar Akureyn — Hornabær Hornafiröi —M M h f Seltossi iQQ —Eyiabær Vestmannaeyjum 47. ársþing Félags íslenskra iðnrekenda verður haldið miðvikudaginn 18. mars 1981 að Hótel Loftleiðum, ráðstefnusal. Dagskrá: Kl. 09:15 Venjuleg aöalfundarstörf. Kl. 11:00 Ræða Davíðs Sch. Thorsteinssonar, for- manns FÍI. Kl. 11.30 Ræða: Tómas Árnason, viðskiptaráöherra. Kl. 12:00 Hádegisverður í Kristalsal í boði félagsins. Kl. 13:00 Pallborðsumræður fulltrúa þingflokkanna. Kl. 14:30 Skýrsla Gunnars J. Friðrikssonar um könnun FÍI á flutningskostnaöi. Fyrirspurn- ir og umræður. Kl. 16:00 Ályktun ársþings. — Umræður. Kl. 17:00 Þingslit. Stjórn Félags íslenskra iðnrekenda. Kantlímdar — smíðaplötur (Hobby-plötur) fyrir fagmenn og leikmenn. ®Pðnlagðar KOTO- e|(fa ®9 f«ruapa»ni. •kópa Það er ótrúlegt hvaö hægt er aö smíöa úr þessum hobbýplötum, t.d. kiæóa- skápa, eldhúsinnréttingar, hillur og jafnvel húsgögn. 1 30 cm, 50 fmooeocm * breidd. 244 cm á lengd. Hurdir á fata- skápa eikar- *P»ni, fil- bunar undir •akk og baaa. Plast- lagðar hillur me* teak-, nta hogany- °0 furuvið- •rlíki. 60 cm • breidd og 244 cm t l*ngd. Til- valið i akápa og hillur. BJORNINN Skúlatúni 4. Simi 25150. Reykjavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.