Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 29 plnrijwlrl&foifo Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. ísland í nútímahorf Brýnasta viðfangsefnið í byggðamálum er varanleg vega- gerð. í því efni er þörf á byltingu, því að of lengi hefur dregist, að mótuð sé stórhuga stefna, sem miðar að því að gera landið í raun að einni heild með viðunandi vegum. Nítján þingmenn Sjálfstæðisflokksins úr öllum kjördæmum hafa flutt þingsályktunartillögu um varanlega vegagerð, þar sem lagt er til að Alþingi álykti að fella að nýrri vegaáætlun sérstaka 12 ára áætlun um lagningu hringvegar og vega til allra þéttbýlisstaða í landinu með bundnu slitlagi, svo og fjölförnustu dreifbýlisvega. Rökin fyrir þessari tillögu eru svo mörg og augljós, að þau er óþarft að tíunda í löngu máli. Um arðsemi stórhuga vegaframkvæmda er það að segja, að líklega mun aðeins virkjun fallvatna skila þjóðarbúinu meiri arði en vegir með bundnu slitlagi. Bifreiðaeign er hér á landi mest á Norðurlöndunum miðað við íbúafjölda, það er 399 bílar á 1000 íbúa en aðeins 3% vegakerfis okkar var 1979 með bundnu slitlagi. A árinu 1979 fékk ríkishítin 19,5% af tekjum sínum með skattlagningu á bíla og umferð. Ríkissjóður skilar hins vegar mun minna af þessum tekjum aftur til vegakerfisins en tíðkast í þeim löndum, sem við viljum helst vera í flokki með. Ekki helmingnum af bíla- og umferðartekjum ríkishítarinnar er skilað aftur til vegagerðar. Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu, að meðaltalsslit bíla só um 63% meira við akstur á hinum vondu vegum samanborið við hina með bundnu slitlagi. Samkvæmt útreikningi sjálfstæðismanna kostar framkvæmd áætlunar þeirra tæpa 273 milljarða gamalla króna og yrði á hverju ári varið um 23 milljörðum gkróna til hennar. Fjárins á að afla þannig, að 10 milljarðar gkr. komi úr vegasjóði, 3 milljarðar gkr. úr byggðasjóði, 5 milljarðar gkr. frá happdrætt- isláni og 5 milljarðar gkr. af innflutningsgjaldi af bifreiðum. Þegar Sverrir Hermannsson, alþingismaður, fylgdi tillögunni úr hlaði á Alþingi meðal annars með þeim rökum, sem tíunduð eru hér að ofan, komst hann einnig svo að orði: „Hér er um að ræða svipaða stefnumörkun og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- vík beitti sér fyrir í byrjun 6. áratugarins, er leiddi til malbikunar meginhluta nær allra gatna í borginni og kom borginni í nútímahorf. Má segja, að þessi vegagerð sé álíka stórt verkefni fyrir þjóðina alla eins og gatnagerðin var fyrir Reykvíkinga eina á sínum tíma.“ Sjálfstæðismenn flytja nú þingsályktunartillögu sína um varanlega vegagerð í annað sinn. Henni verður að hrinda í framkvæmd og það sem fyrst. Með henni er alls ekki stefnt að því að þjóðin reisi sér huröarás um öxl, þvert á móti er framkvæmd tillögunnar nauðsynleg til að ísland komist í nútímahorf. Olíuleitarnefnd NNú er rúmur áratugur liðinn frá því, að viðreisnarstjórnin veitti í fyrsta sinn erlendum aðila heimild til að framkvæma rannsóknir á íslenska landgrunninu, er miðuðu að því að kanna, hvort þar væri að finna olíu. Síðan þá hafa fjölmörg útlend fyrirtæki sýnt áhuga á því að stunda slíkar rannsóknir á íslensku yfirráðasvæði. Leyfi til þess var veitt bandarísku fyrirtæki af ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar í ágúst 1978. Síðan hafa ólíuleitarmálin kafnað í möppum Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráðherra, og starfshópum hans. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Lárus Jónsson og Eyjólfur Konráð Jónsson, hafa nú flutt á Alþingi frumvarp til laga um skipan olíuleitarmála og hagnýtra hafsbotnsrannsókna á íslensku yfirráðasvæði. Flutningur þessa frumvarps er tímabær bæði miðað við stöðu þessara mála inn á við og einnig út á við gagnvart áhugasömum aðilum og með tilliti til víðáttu yfirráðasvæðis okkar innan 200 mílnanna og utan. Kjarni frumvarpsins er sá, að Alþingi kjósi olíuleitarnefnd til fjögurra ára og hún hafi frumkvæði að gerð fjögurra ára áætlunar um hagnýtar hafsbotnsrannsóknir á íslensku yfirráðasvæði, einkum þar sem líkur eru taldar mestar á því, að olía finnist í jörð, og álitið er að hún sé nýtanleg. Þótt ekki séu miklar líkur á því, að olía finnist á yfirráðasvæði okkar, er sjálfsagt að vinna að því í samvinnu við erlenda aðila, að allt svæðið sé þaulkannað með tilliti til þessa. Aðgerðarleysi núverandi iðnaðarráðherra á öllum sviðum nær að sjálfsögðu einnig til olíuleitar og landgrunnsrannsókna. Með skipan olíuleitarnefndar yrði ráðherranum veitt aðhald og auk þess tryggt, að upplýsingar um þessi mál lægju fyrir hjá þingflokkunum öllum, sem hafa síðasta orðið. „Enn eitt skrefíð í stefnumótun og forystu Sjálfetæðisflokksins i virkjunar- og stóriðjumálum“ Sjálfstæðismenn kynna frumvarp sitt um ný orkuver „VIÐ VIUUM með þessu taka af skarið og flýta ákvörðunum þannig að mál þessi velkist ekki um í ráðieysi öllu lengur, en um langt skeið hefur rikt stöönun í stóriðju- og virkjunarmálum, eins og kunnugt er,“ sagði Geir Hallgrimsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, meðal annars á fréttamannafundi i gær, en þar var kynnt frumvarp um ný orkuver iandsmanna, sem sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í efri deild alþingis i gær. Flytja þeir frumvarpið með stuðningi 13 þingmanna Sjálf- stæðisflokksins í neðri deild. Á blaðamannafundinum voru, auk Geirs Hallgrímssonar, flutn- ingsmenn frumvarpsins, formaður þingflokksins, Ólafur G. Einars- son, og framkvæmdastjóri flokks- ins, Kjartan Gunnarsson. Geir bauð fréttamenn velkomna og gerði grein fyrir frumvarpinu. Það felur í sér, að ríkisstjórnin skuli fela Landsvirkjun eða landshluta- fyrirtækjum að reisa og reka þrjár nýjar stórvirkjanir, sem og stækka Hrauneyjafossvirkjun. Þessar framkvæmdir nema sam- tals 710 MW sem er 104% aukning frá uppsettu afii í núverandi vatnsaflsvirkjunum, alls um 680 MW og er þó þar meðtalið 140 MW afl í Hrauneyjafossvirkjun, sem nú er í smíðum. Ekki verði frekari tafir Geir Hallgrímsson gerði í upp- hafi fundarins grein fyrir 1. grein frumvarpsins, sem fjallar um áð- urnefndar virkjanir. Raforkuver- unum er í frumvarpinu raðað eftir stærð þeirra að sögn Geirs, en þau eru samkvæmt hljóðan 1. greinar frumvarpsins: „Raforkuver allt að 330 MW í Jökulsá í Fljótsdal, þegar ákvörðun hefur verið tekin um að setja á stofn stóriðju á Austurlandi. Raforkuver allt að 180 MW í Blöndu í Austur- Húnavatnssýslu, þegar tryggð hafa verið nauðsynleg réttindi vegna virkjunarinnar. Raforkuver allt að 130 MW í Þjórsá við Sultartanga og stækkun Hraun- eyjafossvirkjunar um allt að 70 MW.“ Geir benti sérstaklega á að í upphafi greinarinnar segir: „Rík- isstjórnin skal fela Landsvirkjun eða landshlutafyrirtækjum að reisa og reka.“ „í því felst,“ sagði Geir, „að ekki er um það að ræða að neinar frekari tafir geti orðið á því að framkvæmdir og undirbún- ingur hefjist, því er ekki komist þannig að orði, eins og oft er, að ríkisstjórninni sé heimilt." Þá sagði Geir, að hugmyndin með því að nefna landshlutafyrir- tæki til jafns við Landsvirkjun væri sú, að þrátt fyrir að Lands- virkjun væri starfandi fyrirtæki á þessu sviði, yrði einnig að taka tillit til vilja heimamanna og umfram allt að ekki yrði um neinar hugsanlegar tafir að ræða. Ekki kveðið á um röðun Þá gerði Geir grein fyrir 4. grein frumvarpsins, en hún fjallar um að undirbúningi að byggingu orkuveranna svo og framkvæmd- unum sjálfum skuli hraða svo sem kostur er. Þar segir: „Ekki er kveðið á um röðun framkvæmda, enda mega þær ekki hefjast nema fyrir liggi nákvæmar áætlanir um orkuverin og skilyrðum sam- kvæmt 1. grein hafi verið fullnægt og tryggt hafi verið nægilegt fjármagn til framkvæmdanna." Sagði Geir að það væri samdóma álit sjálfstæðismanna, að áður en framkvæmdir hæfust við Fljóts- dalsvirkjun þurfi ákvörðun að liggja fyrir um stóriðju á Austur- landi og þá væri auðsætt að í sambandi við Blönduvirkjun yrðu samningar við heimamenn um iandeignir, sem færu undir virkj- unarframkvæmdirnar, að vera um garð gengnir. Frumvarpið gerir ráð fyrir heildaráætlun um tiltekið verk- efni, sem stefnt er að að lokið verði á þeim áratug sem nú er að hefjast, að sögn Geirs. Hann sagði: „Það er ekki ofáætlun að til þess að ná þeirri aukningu sem þarf að verða á tímabilinu þurfi að v$ra fleiri en ein og að minnsta kosti tvær virkjanir í gangi sam- tímis allt tímabilið.” Hann nefndi sem dæmi að talið væri að árleg aukning raforkuframleiðslu þyrfti að vera 7% árlega og næmi sú aukning tvöföldun á 10 árum. Þessi aukna orkuframleiðsla gæti skapað möguleika á nýtingu raf- orku til að framleiða nýja orku- gjafa í stað þeirra, sem við nú flytjum inn, svo sem til rekstrar skipa og bifreiða. Þá gætu og skapast möguleikar tii að nota rafmagn beint til að knýja sam- göngutæki. Orkuframkvæmdir þær, sem hér um ræddi legðu grundvöll að stóraukinni iðnvæð- ingu og stóriðju og gjaldeyrisöflun í formi útfluttrar iðnaðarvöru. „Slíkar framkvæmdir eru bezta tryggingin fyrir bættum lífskjör- um og atvinnuöryggi lands- manna,“ sagði hann. Þá benti Geir á þá staðreynd, að á næstu árum þarf að útvega 13.000—15.000 manns atvinnu og einnig yrði að sporna við þeirri þróun að brottfluttir íslendingar væru 5.000 fleiri en aðkomnir. Þá bæri að minnast þess, að við höfum þegar nytjað svo til að fullu gróður landsins og fisk úr sjó, og iðnaður hlyti að þurfa að taka við auknu vinnuafli umfram aðrar atvinnugreinar. Hann sagði þó sjálfstæðismenn ekki gleyma þeirri staðreynd, að betrumbæta þyrfti aðrar atvinnugreinar, svo sem landbúnað, útgerð og fisk- vinnslu. Ekki unnt að una rikjandi ráðleysi Geir Hallgrímsson sagði í lok kynningar sinnar á frumvarpinu, að um skeið hefði ríkt stöðnun í stóriðju- og virkjunarmálum þjóð- arinnar og sjálfstæðismenn vildu taka þar af skarið. Sjálfstæðis- menn hefðu nú þegar lagt fram tiliögu til þingsályktunar um stór- iðjumál. Frumvarp þetta væri nú flutt til að flýta ákvörðunum í þessum mikilvæga máiaflokki þjóðarinnar og væri ekki unnt að una ríkjandi ráðleysi valdhafa öllu lengur. Hann sagði í lokin, að einsýnt væri að hér væri ekki of mikið í fang færst. Heildaráætlun innan ákveð- inna tímamarka Næstur tók til máls fyrsti flutn- ingsmaður frumvarpsins, Þorvald- ur Garðar Kristjánsson. Hann lagði áherzlu á, að hér væri um að ræða heiidaráætlun fyrir heiian áratug. Þá sagði hann að hér væri í raun um að ræða meira en 100% aukningu raforkuframleiðslunnar, því enn væri ólokið 140 MW framkvæmdum við Hrauneyja- fossvirkjun. Þá sagði hann sjáif- stæðismenn leggja til með þessu frumvarpi að hraðað yrði öllum undirbúningi og framkvæmdum og ekki væri binding við eina virkjun fram yfir aðra. Hér væri um heildaráætlun innan ákveð- inna tímamarka að ræða. „Þverr- andi orkulindir í heiminum og hækkandi orkuverð hlýtur að kalla á stóraukna hagnýtingu orkulinda landsins,“ sagði hann í lokin. Frá blaðamannafundinum í gær. Fremstur til vinstrí á myndinni er Birgir ísleifur Gunnarsson, þá Guðmundur Karlsson, Egill Jónsson. Þorvaldur Garðar Krístjánsson, Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Olafur G. Einarsson formaður þingflokksins, Eyjólfur Konráð Jónsson, Salome Þorkelsdóttir og Lárus Jónsson. D&un. mw. E.m. Bj«r* Bj«rn8dóttir. Þingmennirnir voru spurðir í lok ræðu Þorvaldar, hvort frum- varp þetta þýddi að Sjálfstæðis- fiokkurinn væri að reyna að „stela senunni" eins og það var orðað frá ríkisstjórninni, þar sem tillagna frá henni væri að vænta um virkjunarmál á næstunni. Eyjólf- ur Konráð Jónsson svaraði því fyrstur til, að honum væri allsend- is ókunnugt um að nokkurra slíkra tiliagna væri að vænta. Þorvaidur Garðar sagði, að ekki væri verið að stela neinu frá neinum. Þolin- mæði sjálfstæðismanna væri ein- faldlega þrotin þar sem engar ákvarðanir lægju fyrir, né virtust vera á leiðinni frá valdhöfum. Höf um sýnt einstakt langlundargeð Birgir Isleifur Gunnarsson sagði, að búið væri að sýna einstakt langlundargreð í máli þessu. Ákvörðun um næstu virkj- un hefði fyrst verið lofað sl. vor, þá hefði verið ákveðið að ákvörðun yrði tekin fyrir þingbyrjun sl. haust. Því hefði verið frestað þangað til á komandi vori, og nú lægi fyrir yfirlýsing um að niður- stöðu yrði að vænta fyrir næstu áramót. Búið væri sem sagt að fresta ákvarðanatöku af hálfu valdhafa í eitt og hálft ár og því ekki eftir miklu að bíða frá þeirra hálfu, eins og ástandið væri nú í orkumálum landsmanna. Sú spurning kom fram á fundin- um, hvort heimiid til handa ríkis- stjórninni í 2. grein frumvarpsins um lántökur til framkvæmdanna að upphæð 3.500 milljónir króna til virkjunaraðila væri ekki í mótsögn við ummæli þingmanna Sjálfstæðisflokksins og ádeilu þeirra á of miklar erlendar lán- tökur ríkisstjórnarinnar. Þorvald- ur Garðar svaraði því til, að þessar lántökur væru það arðbær- ar og nauðsynlegar að þær myndu borga sig. Lárus Jónsson sagði, að aðaládeiiuefni sjálfstæðismanna væri að ríkisstjórnin hefði í hyggju að stórauka erlendar lán- tökur, og nefndi hann lánsfjár- áætlun sem dæmi, á sama tíma og skattar landsmanna væru sífellt þyngdir. Ekki væri sama til hvaða hluta erlendu lántökurnar væru ætlaðar. Þá var einnig spurt, hvort frum- varpið þýddi ekki í raun að byrjað yrði á Sultartangavirkjun. Það svar var gefið, að ekkert væri því til fyrirstöðu að hafist yrði handa við þá virkjun, en viss skilyrði væru talin upp í 1. greininni fyrir því að hægt yrði að hefjast handa við Blönduvirkjun og Fljótsdals- virkjun. Það þýddi þó ekki, að einhver virkjananna ætti að hafa forgang. Hugmyndin væri sú, að hefjast ætti tafarlaust handa við þau verkefni sem næst væru á dagskrá við hverja virkjun fyrir sig, en skortur á undirbúnings- framkvæmdum einnar virkjunar mætti ekki verða til þess að tefja fyrir að hafist yrði nú þegar handa við þessa bráðnauðsynlegu framkvæmd, enda ætlunin að framkvæmdunum öllum yrði lokið á næsta áratug, og ekkert væri því til fyrirstöðu að unnið yrði við fleiri en eina virkjun samtímis. Eitt skrefíð enn í stefnumótun og for- ystu flokksins Það kom fram a fundinum, að upphæðin 3.500 milljónir króna, sem ríkissjóði er heimiiað sam- kvæmt 2. grein frumvarpsins að taka að láni og endurlána virkjun- araðilum er heiidarkostnaður þcssara virkjana, miðað við verð- lag í ársbyrjun 1981, en þá var gert ráð fyrir að virkjunarkostn- aður væri sem hér segir: „Fljóts- dalsvirkjun 1.510 millj. kr., Blönduvirkjun 740 milljónir kr., Sultartangavirkjun 890 milljónir kr. og stækkun Hrauneyjafoss- virkjunar 100 milljónir króna. Tölur þessar eru þó settar fram í frumvarpinu með fyrirvara og gefa ekki tæmandi upplýsingar um kostnaðarsamanburð ein- stakra framkvæmda, eins og segir i athugasemdum við einstakar greinar frumvarpsins. Egill Jónsson, sem er þingmað- ur Austurlands, óskaði sérstak- lega eftir því á fundinum, að það kæmi fram — þar sem Austfirð- ingar hefðu ekki mikið látið á sér bera i fjölmiðlum vegna virkjun- armála — að mikið undirbúnings- starf hefði verið unnið á Austur- landi vegna Fljótsdalsvirkjunar. Stóriðjuhugmyndir hefðu þar ver- ið til umræðu og umfjöllunar hjá einstökum sveitarfélögum og mætti nefna stóriðjuhugmynd á Reyðarfirði sem dæmi. Þó svo Austfirðingar létu ekki mikið á sér bera, þýddi það alls ekki að lítið væri unnið að undirbúningi þar, sagði Egill. Þorvaldur Garðar Kristjánsson sagði í lok fundarins, að sjalfstæð- ismenn hefðu átti frumkvæði í orku- og virkjunarmálum á al- þingi mörg síðustu árin og mætti þar nefna, að þeir hefðu lagt fram frumvarp að nýjum orkulögum um skipulag orkumála, tillögu um stefnumörkum í stóriðjumálum og þá mætti einnig líta lengra aftur til þess tíma er Landsvirkjunar- lögin voru sett að frumkvæði flokksins. Þetta frumvarp væri enn eitt skrefið í stefnumótun og forystu Sjálfstæðisflokksins í virkjunar- og stóriðjumálum. Kröfuganga framhaldsskólanema: „Við viljum mötuneyti“ Framhaldsskólanemar í mennta- og fjölbrautarskólum I Reykjavík og nágrenni fóru I fjölmenna kröfugöngu niöur i miðbæ Reykjavíkur um hádegið í gær til stuðnings kröfum stnum um að mötuneytisaðstöðu verði komið upp i öllum fram- haldsskólum landsins og að ríkið greiði launakostnað starfsmanna i þeim. Lögðu nemendur Fjölbrautarskólans i Breiðholti fyrstir af stað kl. 12.15 áleiðis niðureftir, en nem- endur annarra framhaldsskóla bættust í hópinn eftir þvi sem nær dró miðbænum. Hópurinn nam svo staðar fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli og var þá orðið ærið fjölmennur eins og sést á með- fylgjandi myndum. Þar var ætl- unin að afhenda menntamála- ráðherra, Ingvari Gíslasyni bréf, þar sem farið var fram á áður- nefndar kröfur í mötuneytismál- um framhaldsskólanna, ásamt 3853 undirskriftum framhalds- skólanema þar sem þeir fara fram á að þessu verkefni verði sinnt hið fyrsta. Það dróst að menntamálaráðherra kæmi til Alþingishússins enda mun gang- an hafa verið fyrr á ferðinni en ætlað var. En hópurinn á Aust- urvelli lét hvorki biðina né rigningarsúldina á sig fá heldur voru sungin slagorð s.s. „I skól- anum, í skólanum, á mötuneyti að vera“ við velþekkt lag og „Allt sem við viljum er mötuneyti" við lag Lennons, Give Peace a Chance. Meðan beðið var eftir ráðherra héldu þau Magnús Ragnarsson og Margrét Björns- dóttir Blöndal, framhaldsskóla- nemar, ræður þar sem þau hvöttu til að mötuneyti yrðu starfrækt í öllum framhalds- skólum og ríkið tæki að sér að Menntamálaráðherra, Ingvar Gislason, ávarpar framhaldsskólanema og lofar að gera hvað hann getur til að kröfur þeirra nái fram að ganga. greiða laun starfsfólks í þeim. Einnig að svonefndur Dreifbýl- isstyrkur yrði látinn halda verð- gildi sínu en ekki rýrna í verð- bólgunni eins og undanfarin ár og að framhaldsskólanemar fengju inngöngu í Lánasjóð ís- lenzkra námsmanna. Töldu þau þessi þrjú atriði skilyrði þess að hægt væri að tala um jafnrétti til náms. Þá voru lesin upp skeyti frá framhaidsskólum úti á landi og ýmsum félagasamtökum sem lýstu yfir stuðningi við kröfur framhaldsskólanema í mötu- neytismálunum. Þegar tíminn leið svo að ráð- herra birtist ekki lagði hópurinn land undir fót að nýju og að þessu sinni til Menntamálaráðu- neytisins við Hverfisgötu. Þar var safnast saman á Arnarhóli gengt ráðuneytinu og skömmu síðar afhenti Steinar Hólm- geirsson, framhaldsskólanemi, menntamálaráðherra, Ingvari Gíslasyni, bréfið og undir- skriftalistana. Ávarpaði Ingvar viðstadda nokkrum orðum og sagði þá m.a. að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að koma þessu máli á rekspöl. A Austurvelli sungu framhaldsskólanemar og hrópuðu slagorð s.s. datt i hug meðan beðið var eftir menntamálaráðherra. „Rikisreknar ráðskonur“, „Mötuneyti i alla skóla“ og það sem hverjum Ljóem. Ól.K.M. '»**J*r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.