Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 33 Halldór Blöndal alþingismaður: Heildarskattbyrði beinna skatta stefnir í 14,1% - var 11% af brúttótekjum til skatts 1977 MORGUNBLAÐIÐ leitaði álits Halldórs Blöndal. alþing- ismanns. og Kjartans Jóhanns- sonar, formanns Alþýðuflokks- ins, á því samkomulagi fjármál- aráðherra og Alþýðusambands Íslands um skattamál, sem Mbl. hefur skýrt frá. Kjartan Jó- hannsson kvaðst ekki vilja ræða þetta mál á þessu stigi, en svar Halldórs Blöndal fer hér á eftir: „Lausafregnir af svokölluðum skattalækkunum ríkisstjórnarinn- ar bera það með sér að það stóð aldrei til að lækka skattana nema MIÐVIKUDAGINN 18. mars verður síðasta tækifærið til þess að sjá uppsetningu t>jóð- leikhússins á DAGS IIRÍÐAR SPORUM eftir Valgarð Egils- son, en leikritið var frumsýnt á Litla sviðinu í bjóðleik- húskjallaranum snemma í nóvember sl. Sýningin var síðar flutt á stóra sviðið vegna mikillar aðsóknar. Með hlutverk í leiknum fara Herdís Þorvaldsdóttir, Rúrik á pappírnum. Þetta er allt saman sjónarspil, sem auðvelt er þó að sjá í gegnum, ef menn hafa í huga, að markvisst er unnið að því að auka ríkisumsvifin, sem að sjálf- sögðu útheimtir meira fé á sama tíma og þjóðartekjur á mann hafa verið að minnka nú þriðja árið í röð. Ríkisstjórnin gumar af því að vilja lækka beinu skattana. Ég hef fyrir framan mig samanburð á öllum beinum sköttum í hlutfalli við heildarbrúttótekjur til skatts. 1977 var síðasta heila árið, sem Haraldsson, Þórir Stein- grímsson, Flosi Ólafsson, Guð- björg Þorbjarnardóttir, Árni Blandon, Helgi Skúlason, Helga Bachmann, Sigurður Sigurjónsson, Leifur Hauks- son, Benedikt Árnason, Er- lingur Gíslason, Benedikt Árnason, Guðjón Ingi Sigurðs- son og Júlíus Brjánsson. Leikmyndin í DAGS HRÍÐ- AR SPORUM er eftir Sigurjón Jóhannsson og Ingvar Björnsson sér um lýsinguna. Geir Hallgrímsson var forsætis- ráðherra. Þá var hlutfallstalan um það bil 11. Strax á næsta ári, eftir að skattaaukar vinstri stjórnarinnar bættust við, var talan komin upp í 12,7. Hún fór upp í 13,8 1979, upp í 14,5 til 14,6 á síðasta ári og nú skilst mér að til standi að skila 0,4% eða svo þannig að heildarskattbyrði beinna skatta verði 14,1% á þessu ári. Og eru þó ekki öll kurl komin til grafar. Það er ekki að furða þó sumir af forystumönnum verka- lýðshreyfirigarinnar séu stoltir af ríkisstjórninni sinni. Borið saman við orð þeirra nú skil ég satt að segja ekki af hverju þeir voru að biðja um launahækkanir á sl. ári! Er ekki launþegum fyrir beztu að kaupið sé skert sem allra mest — eða hvað? í þessu sambandi er nauðsyn- legt að það komi fram, að til þess að skattgjaldsvísitalan sé í réttum takti við launahækkanir á sl. ári verður hún að vera um 153, en ríkisstjórnin er núna sögð vilja fara með hana upp í 151 fyrir suma. Þetta munar kannski ekki miklu, en dálagleg smjörklina samt. Aðrir verða að sætta sig við skattgjaldsvisitölu 145. Og eignar- skatturinn hækkar á fjárlögum úr 2,7 milljörðum króna í 6,7 millj- arða. Ég vil að lokum leggja áherzlu á, að vitaskuld er það heildar- skattbyrðin, sem skiptir máli. Og ráðstöfunartekjur heimilanna. Við vitum hvernig vaxtapólitíkin hef- ur leikið það unga fólk, sem er að brjótast í því að eignast þak yfir höfuðið og þær vandræðalegu til- lögur, sem fyrir liggja um að greiða fyrir því, rísa ekki undir nafni. Jafnvel þó nægilegt fé væri til ráðstöfunar, væri hér einungis um frestun að ræða en ekki Iausn. Svokallaðar skattalækkunartillög- ur ríkisstjórnarinnar leysa þess vegna engan vanda — þær eru sýndarmennska á lágu plani. Annars minna viðskipti forystu ASI og ríkisstjórnarinnar mig á prútt. Ríkisstjórnin byrjar á því að hóta skattahækkunum og bregður sér í gervi gyðingsins í skriflabúðinni. ASI-forystan fær hana til að slá örlítið af — og þá eiga allir að vera ánægðir. En eftir sem áður eru skattarnir hærri en þegar ríkisstjórnin settist að völd- um. Boðuð skattalög ríkisstjórnar- innar eru því lög um hækkun skatta en ekki lækkun ofan á kaupmáttarskerðinguna, sem menn eru að reyna að sætta sig við.“ Norskir kennaranemar í heimsókn Hér á landi er nú staddur 120 manna hópur kennaranema írá Noregi, og var þessi mynd tekin af nokkrum í hópnum í Kennaraháskólanum í gær. Norðmennirnir munu ferðast um, heimsækja skóla og kynna sér ýmislegt í islensku mennta- og skólakerfi. I.josm.: Ragnar Axeltwon. Síðasta sýning á Dags hríðar sporum Jóhann Hjartarson sigraði á „reyklausa“ skákmótinu íslandsmeistarinn. Jóhann Iljartarson, sigraði nokkuð ör- ugglega á „reyklausa skákmót- inu“ á þriðjudagskvöldið. Hann tapaði ekki skák á mótinu og fékk 10 vinninga af 11 möguleg- um. í 2.-4. sæti urðu Elvar Guð- mundsson, Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason með 9 vinninga. Tefldar voru 11 umferðir eftir Monrad-kerfinu. Að mótinu stóðu reykinga- varnanefnd og fleiri aðilar, sem berjast gegn reykingum. Kepp- endur voru 112 talsins og þótti mótið takast með ágætum. Á myndinni má sjá sigurvegarann, Jóhann Hjartarson, fyrir miðri mynd í einni skáka sinna. Listamennirnir Helga Ingólfsdóttir semballeikari og Manuela Wiesler flautuleikari héldu tónleika í Útskála- kirkju í Garði sl. sunnudag á vegum Tónlistarfélags Gerðahrepps. Um 60 manns sóttu tónleikana og var gerður góður rómur að leik þeirra. Ljósm. Arnór. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Kvennadeild Rauða kross íslands Konur athugið Okkur vantar sjálfboöaliöa tll starfa fyrlr delldlna. Uppl. f símum 34703, 37951 og 14909. Hilmar Foss lögg. skjalaþýö. og dóml. Hafn- arstrætl 11 — 14824. Freyju- götu 37 — 12105. Löggiltur skjalaþýðandi danska. Bodll Sahn, Lækjargötu 10. sími 10245. IOOF = Rb. 4 1303178'/4 — 9 II. IOOFEOB 1P = 1623178VÍ □ Edda 59813177 — 1. Krossínn Biblíulestur í kvöld kl. 20.30 aö Auöbrekku 34, Kópavogi. Gunn- ar Þorsteinsson talar. Rætt veröur um Ljóöaljóöln. Allir hjartanlega velkomnir. KFUK Amtmannsstíg 2B Aöaldeildarfundur í kvöld kl. 20.30. Söng- og vltnisburöar- stund. Fjölbreytt efni. Kafflsopi. Allar konur velkomnar. Nefndin. Aðalfundur KFUK og sumarstarfsins veröur haldinn þriöjudaginn 24. marz kl. 20.00. Stjórnin. Fíladelfía Almennur Blblfulestur kl. 20.30. Ræöumaöur: Einar J. Gíslason Guöfræöideild Háskólans kemur (heimsókn. Stórsvigsmót Ármanns Punktamót Stórsvigsmót Ármanns í ungl- ingaflokkum sem frestaö var 1. marz fer fram sunnudaginn 22. marz í Bláfjc m. Keppni hefst kl. 12. Þátttökutilkynningar berist til Jóhönnu Guöbjörnsdóttir fyrlr fimmtudagskvöld, sími 82504. Mótstjórn. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SlMAR 11798 og 19533. Myndakvöld Feröatélag íslands heldur myndakvöld aö Hótel Heklu. Rauöarárstíg 18, miövikudaginn 18. marz, kl. 20.30 stundvíslega. 1. Sýndar myndir úr gönguferö j frá Ofeigsfiröi í Hraundal og frá Hornströndum (Ingólfsfjörö. Nokkrir feröafélagar, sem tóku myndir á þessum slóöum sýna. 2. Jón Gunnarsson sýnlr myndir frá ýmsum stööum. Allir velkomnir meöan húsrúm leyflr. Veitingar í hléi. Feröafélag íslands. Árshátíð Fram verður haldlnn í Félagsheimili Rafveitunnar v/Elliöaár, laugar- daginn 21. marz 1981 kl. 19.30. Miöasala í Sportvöruverzlun Ing- ólfs Óskarssonar, og Lúllabúö. Handknattleiksdeild. Sálarrannsóknarfélag íslands Jerry Steinberg frá Kanada heldur kvöldnámskeiö miöviku- daglnn og föstudaginn 19. og 23. þ.m. í draumráöningum, draumtækni og sjálfskönnun. Uppl. í síma 18130 frá kl. 13—17. Stjórnin. Fimir fætur Dansæfing í Hreyfilshúsinu sunnud 22. marz ’81 kl. 21.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.