Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981
„I»óttumst aðeins eiga
20 mínútur óliíað“
Tveir KÍKlanna skömmu eftir að þeir voru lausir úr prísundinni um
borð i pakistönsku þotunni. Myndin var tekin á hóteli i Damaskus á
sunnudaKskvöld ok á henni eru (t.v) Jan Eriksson frá Sviþjóð ok maður
sem ferðast á bandarískum skilríkjum. en sagður er vera kanadiskur.
SímamyndAP.
Dama.sk us, New York,
Tripóli, 16. mars. — AP.
„ÞEIR ætluðu sér að koma okkur
öllum fyrir kattarnef, einum af
öðrum, ok voru KreinileKa undir
það búnir. Einn þeirra var Kreini-
íeKa þaulvanur í hryðjuverkum,
forinKÍ þeirra. ok Kortaði sík af
þvi að hafa hlotið þjáifun hjá
frelsissamtökum Palestínumanna
(PLO). Hinir tveir lutu stjórn
íorinxjans. ok var annar þeirra
haldinn miklum kvalalosta.”
saKði einn þrÍKKja Bandaríkja-
manna er voru i hópi KÍslanna
sem voru i haidi um borð f
pakistanskri farþesaþotu i Kabúl
ok Damaskus i 13 daKa.
„Þeir ætluðu að byrja á okkur
Bandaríkjamönnum, og því nær
sem úrslitafrestinn dró, jókst til-
hlökkunin í augnaráði þeirra.
Okkur var ljóst að hinsta stundin
var að renna upp og að við færum
með klukkutíma millibili. Tilhugs-
unin var ógurleg, eða þar til að 20
mínútur voru eftir af lífi eins
okkar, en þá barst fregnin um að
yfirvöld i Pakistan hefðu fallist á
kröfur ræningjanna og ákveðið að
láta rúmlega 50 fanga lausa í
skiptum fyrir gíslana," bætti sá
bandaríski við.
Bandaríkjamaðurinn heitir
Craig Clymore og strax er gíslarn-
ir voru lausir úr prisundinni var
birt yfir honum stefna í New York
fyrir smygl á hassi og heróíni.
Annar „Bandaríkjamaðurinn" var
sagður ferðast á fölskum skilríkj-
um, og var sagt að hann væri í
raun og veru kanadískur og byggi í
Marokkó. Hinn þriðji, sem huldi
andlit sitt vandlega með peysu,
sagðist starfa í þágu bandarísku
leyniþjónustunnar (CIA), og sagð-
ist hafa átt að deyja fyrstur
gíslanna.
„Við þóttumst aðeins eiga 20
mínútur ólifaðar, þeir hefðu byrjað
aftökurnar á tilsettum tíma. Hefðu
skilaboðin borist seinna má búast
við að einhverjir okkar væru ekki í
tölu lifenda," sagði Clymore
óstyrkri röddu.
Clymore sagðist hafa orðið full-
ur haturs í garð flugræningjanna
er hann varð vitni að því er þeir
aflífuðu einn gíslanna. „Þeir skutu
hann í höfuðið af stuttu færi,“
sagði Clymore. „Gíslarnir allir
fylltust viðbjóði við morðið." Hinn
myrti var pakistanskur diplómat,
og gerðu ræningjarnir honum upp
þær sakir að hafa átt aðild að því
að hrekja Ali Bhutto frá völdum.
Morðið átti sér stað meðan þotan
stóð á flugvellinum í Afganistan,
en því hefur verið haldið fram, að
yfirvöld í Afganistan hafi verið í
vitorði með ræningjunum og veitt
þeim aðstoð meðan þotan var í
Kabúl.
Börðu gíslana
Kona, sem ræningjarnir slepptu
í Kabúl 7. marz, sagði í dag, að
ræningjarnir hefðu oft steytt skapi
sínu á gíslunum og notað byssu-
skeftin sem barefli. Hún sagði, að
þeir hefðu neytt pakistanska dipló-
matinn, sem þeir síðan myrtu, til
að leika „rússneska rúllettu". Hún
sagði ennfremur, að ræningjarnir
hefðu sagst hafa rænt þotunni til
að hafa hendur í hári diplómats-
ins.
„Þeir börðu menn ýmist í háls
eða bak og neyddu þá til að halda
kyrru fyrir í sætum sínum,“ sagði
hún. Konan sagði ennfremur að
ræningjarnir hefðu ekki farið frá
borði í Kabúl." Þeir sváfu ekki í
þrjá sólarhringa, sögðust hafa
verið þjálfaðir hjá PLO til að
þrauka í 72 klukkustundir í senn
án matar eða svefns. Þeir bjuggust
við því að ná fram kröfum sínum á
tveimur sólarhringum, en er þeim
varð ljóst að málið mundi dragast
á langinn, tóku þeir upp vakta-
skipti og svaf jafnan einn þeirra í
senn.“
Pakistanskur embættismaður
skýrði frá því í dag, að tólf
gíslanna hefðu haft uppi ráðagerð-
ir um að freista þess að afvopna
flugræningjana. „Þeim fannst það
áhættunnar virði, þar sem fyrir
þeim virtist liggja að deyja hvort
eð var.“ Þeir hefðu látið til skarar
skríða ef annar gísl hefði verið
myrtur," sagði embættismaðurinn.
Ágreiningur
Mikils ágreinings gætti meðal
sýrlenzkra og pakistanskra emb-
ættismanna er áttu í samninga-
makki við flugræningjana. Pakist-
önsk yfirvöld reyndu að fá Sýr-
lendinga til að leyfa pakistönskum
víkingasveitum að gera áhlaup á
þotuna og frelsa gíslana, en án
árangurs. „Við vorum þess megn-
ugir að yfirbuga flugræningjana
með þeim hætti,“ sagði Zia Ul-Haq
forseti Pakistans í dag.
Þota frá pakistanska flugfélag-
inu PIA flaug með 95 gíslanna í
dag heim á leið. Höfð var viðkoma
í Jidda, þar sem gíslarnir hyggjast
færa þakkargjörðir í helgihúsum í
tvo daga áður en þeir halda heim.
Sex gíslanna urðu eftir í Sýrlandi.
Moammar Khadafy Líbýuleið-
togi sagðist hafa breytt þeirri
ákvörðun sinni að veita flugræn-
ingjunum og föngunum, sem þeir
fengu lausa í skiptum fyrir gísla
sína, landvistarleyfi þar sem
Líbýumenn hefði skort upplýs-
ingar um ræningjana, fangana
fyrrverandi og tilgang ránsins.
Ræningjunum og föngunum hefur
verið veitt leyfi til að dveljast í
Sýrlandi.
írakar h yggja á
stórsókn í Iran
Beirút, 16. marz. AP.
ÍRANIR sögðu i dag. að iraskar
orrustuþotur hefðu gert harðar loft-
árásir á landamæraborgir i íran,
auk þess sem eldflaugum frá stöðv-
um á landi hefði rignt yfir horgirn-
ar.
Samkvæmt fregnum Pars-frétta-
stofunnar voru sveitir Rauða kross-
ins að kynna sér ástandið í borgun-
um Ahvaz og Dezful er árásirnar
hófust skyndilega og fyrirvaralaust,
en þessar borgir hafa orðið illa úti í
árásum íraka upp á síðkastið.
Mörg hús, þar á meðal bænahús,
voru jöfnuð við jörðu í árásunum í
gær, og sex óbreyttir borgarar fórust
í Dezful. Af opinberri hálfu hefur
verið frá því skýrt, að yfir 50
óbreyttir borgarar hafa fallið í eld-
flaugaárásum á borgirnar tvær síð-
ustu daga.
Arabískir diplómatar segja, að
eldflaugaárásunum sé ætlað að lama
mótspyrnu írana, áður en írakar
hefja meiriháttar sókn á borgirnar
og Abadan, en hugmynd þeirra er að
hernema þessar borgir þrjár í einu
vetfangi.
Khomeini erkiklerkur varaði við
því í dag, að íranir kynnu að tapa
stríðinu við íraka ef togstreita um
völd milli þeirra Bani-Sadr forseta
og Ali Rajai forsætisráðherra héldi
áfram. Khomeini gaf þessa yfirlýs-
ingu skömmu eftir að hann átti
viðræður við leiðtogana tvo.
Bretland:
Fjármálafrumvarpið
á erfitt uppdráttar
Frá Einari GuðfinnsHyni, fréttaritara Morifunhlaðsins i Bretlandi.
BREZKU FJÁRLÖGIN ætla ekki að ganga möglunarlaust í gegnum
þingið að þessu sinni. Auk eðlilegra mótmæla frá stjórnarandstöð-
unni. hafa íhaldsþingmenn margir andmælt hástöfum hækkun
henzíngjalds. sem svarar til 60 aura á litrann. Talið er, að nær 20
þingmenn íhaldsflokksins muni greiða atkvæði gegn benzíngjalds-
hækkuninni eða sitja hjá.
Ýmsir ráðherrar voru óhressir með fjárlögin í fyrstu. Þeir hafa nú
allir sem einn lýst yfir sinum fyllsta stuðningi við þau og kveðið upp
úr um, að fjárlögin séu skynsamleg.
Einn þingmaður, Christopher
Brocklebank-Fowler, hefur þó
sagt, að fjárlögin nú fylli mælinn.
Hann ætlar -ekki að bjóða sig
framar fram í nafni
Ihaldsflokksins og hugleiðir að
ganga til liðs við hinn nýja
jafnaðarmannaflokk. Stjórn kjör-
dæmissamtakanna í kjördæmi
hans hefur sent Thatcher forsæt-
isráðherra skeyti, þar sem gjörðir
þingmannsins eru harmaðar og
ríkisstjórninni vottað fyllsta
traust.
Það hefur veikt stöðu gagnrýn-
enda fjárlaganna, að Jjeir hafa
ekki bent á neina nýja valkosti.
Hið virta blað, The Times, spyr í
leiðara í dag: Hvar ætla gagnrýn-
endur benzínskattsins að finna
það fé, sem á vantar, ef tekjur af
benzíni hækka ekki? Blaðið segir
síðan, að hækkun benzíngjaldsins
hafi verið réttlætanleg, — þrátt
fyrir hækkunina nú, sé benzín enn
ódýrt í Bretlandi miðað við önnur
Evrópulönd. Frá þjóðhagslegu
sjónarmiði sé líka skynsamlegra
að hækka fremur benzíngjald en
vegaskatta, þar sem dýrara benzín
verði mönnum hvatning til elds-
neytissparnaðar.
Sama segir Samuel Britten,
kunnur hagfræðingur, í grein í
Financial Times í dag. Ríkis-
stjórnin átti einungis um tvo kosti
að velja, auk þess sem hún kaus,
segir hann.
Hinn fyrri var að hækka beina
skatta, en slíkt hefði gengið beint
á kosningaloforðin. Hefðu gagn-
rýnendur viljað fara þá leið? spyr
Britten.
Hinn seinni var að auka lántök-
ur ríkisins. Það hefði gert vaxta-
lækkun ómögulega. En eins og
kunnugt er, hafa hagfræðingar
ýmsir og talsmenn atvinnulífsins
hvatt til vaxtalækkunar, enda
minnkar slikt lánsfjárbyrðina og
lækkar enska pundið, sem aftur
verður til þess að bæta samkeppn-
isstöðu atvinnulífsins. Vextir voru
sem kunnugt er lækkaðir um 2%
með aðgerðum ríkisstjórnarinnar,
sem boðaðar voru í fjárlagavið-
ræðunum fyrir viku.
FLUGRÁN Á ENDA — Flugræningjarnir þrir ganga niður
landganginn frá borði pakistönsku farþcgaþotunnar á flugvellinum í
Damaskus. eftir að hafa haldið yfir eitt hundrað gislum um borð i
vélinni i 13 daga. Ræningjarnir eru vigreifir að sjá. Simamynd AP.
Fangarnir voru
dæmdir njósnarar
OamaskuH, Islamabad, 16. marz. — AP.
RÁÐUNEYTISSTJÓRI varnarmálaráðuneytisins í Islamabad sagði í
dag, að bæði afgönsk yfirvöld og Carlos, hryðjuverkamaðurinn víðfrægi,
hefðu verið í vitorði með flugræningjunum, sem rændu pakistanskri
farþegaþotu í innanlandsflugi og héldu yfir eitt hundrað manns í
gíslingu í 13 daga.
Þá hermdu áreiðanlegar heimildir, að fjölmargir fanganna 54, sem
látnir voru lausir í skiptum fyrir gislana, hefðu verið dæmdir fyrir
njósnir í þágu Sovétríkjanna og Líbýu.