Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.03.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 7 Aðalfundur hestamannafélagsins Fáks verður haldinn í Fé- lagsheimilinu fimmtudaginn 26. marz kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins frá 17. marz kl. 13—18 daglega. Ath.: Þeir félagsmenn sem skulda ársgjald frá 1980 hafa ekki rétt til fundarsetu en tekið verður á móti greiðslum á fundinum. Stjórnin Höfum ávallt fyrirliggjandi saunaofna og klefa á mjög hagstæöu verði. Benco, Bolholti 4, sími 21945 NXJER TÆKIFÆRIÐ AÐ EIGNAST ELDHÚSÁ HAGKVÆMUM KJÖRUM Nú er tækifærið að eignast glæsilegar innréttingar á sérstöku kynningarverði og greiðslukjörum. Komið á Smiðjuveg 44 og skoðið og kynnið ykkur eldhúsinnréttingar - bað- innréttingar og fataskápa í stórum og björtum sýningarsal. Ráðgjafaþjónusta á staðnum. Sendum litprentaðan ha klintí. LXJKKUHÚSIÐ ^•lEIMILISINNRÉTTINGAR SmiCjuvegi 44, 200 Kópavogi, simi 7110^ „Niðurstöðurnar sanna að á rétt | minn var gengið tr. vfpii «A <*„í« »A « • MPkja rélt þinn un»r»lorfum r»nn«nkn»| Jafnréttisráð: _ • / N ■ JainreiiLsrao: „Malflutnmgur rað-lAteiur herra ómerkilegur" I veitingu — segir Guðríður Þorsteinsdóttir tormaður JafnróttisrAðs I ráðherra I .l'KGAK allt þetta er vlrt verður Jafnréttisráðherrann og ástarjátning for- manns þingflokks framsóknar Setjist tvídálka: Formaöur Alþýöubandalagsins sætir samtímis vítum Jafnréttisráös og ástarjátningu formanns þingflokks Framsóknarflokksins, sem boðar svona allt aö því „heimkomu“ sína til flokksbræðra aö uppeldi og viðhorfum í Alþýðubandalaginu, hvar hann kann bezt viö sig, aö eigin sögn. Jafnréttis- ráðið og ráð- herrann AlþýðubandalaKÍð hefur rembst eins otf rjúpa við staur í þeirri áróðursietfu viðleitni að einoka jafnréttisbarátt- una. Þessi árátta Al- þýðubandaiatrsins hefur verið þessari baráttu meira til miska en (ram- dráttar. Ott rcynslan er ólygnust. Nú hefur Jafn- réttisráð séð ásteðu til, í fyrsta sinni, að víta ráð- herra vegna mismunun- ar kynjanna við embætt- isveitingu. Það er kald- hæðni örlattanna. en þó dæmigert. að þessi ráð- herra skuli jafnframt vera formaður Alþýðu- bandalagsins. Svavar Gestsson. Bæði umsagnarnefnd og álitsaðili skipuðu konu í fyrsta sæti um- sækjenda um lyfsöluleyfi á Dalvik. I 23 skipti sem heilbrigðisráðuneytið hefur veitt lyfsöluleyfi hefur aðeins einu sinni verið veitt slíkt leyfi þann veg að hvorki um- sagnaraðili né landlækn- ir settu viðkomandi i fyrsta sæti í faglegu mati menntunar, starfs- reynslu og hæfni. Jafn- réttisráð „átelur þessa veitingu ráðherra“, seg- ir i einróma samþykkt þess 12. marz sl. og telur að gefnu tilefni ástæðu til að endurskoða við- komandi lög til að gera þau virkari. Umsækjandinn sem á var brotinn réttur við veitingu þessa embættis segir í blaðaviðtali: „Ég verð að segja að ég er afskaplega ánægð með þessa niðurstöðu Jafn- réttisráðs. Hún er sam- hljóða mínu áliti ug sannar, að á rétt minn hefur verið gengið .. „Mér finnst málflutn- ingur ráðherrans, sem hann hefur viðhaft í kjölfar birtingar grein- argerðar Jafnréttisráðs, ómerkilegur,“ sagði formaður þess. Guðriður Þorsteinsdóttir, við Mbl. sl. laugardag. Hún árétt- ar ennfremur að ráðið muni „að fenginni þess- ari reynslu athuga. hvernig bezt verður staðið að breytingum á jafnréttislögunum til þess að gera þau virk- ari“. Alþýðubandalagið hefur enn einu sinni fallið á reynsluprófinu. A það yfirleitt einhverja heitstrengingu eða kosn- ingaslagorð ósvikið? Markaðs- könnun og samkeppnis- aðstaða Guðmundur Karlsson, alþingismaður. hefur flutt á Alþingi tímabæra tillögu um ítarlega út- ekt á samkeppnisstöðu slendinga á hinum ýmsu markaðssvæðum sjávarfangs. m.a. hvern veg ýmsar samkeppnis- þjóðir styrkja sjávarút- veg sinn. Þessi tillaga varðar eitt helzta hags- munamál þjóðarbúskap- ar okkar. hvern veg und- irstöðuatvinnuvegurinn, sem mestu ræður um gjaldeyrisöflun ug al- menn lífskjör í landinu. verður bezt búinn til að gegna hlutverki sínu í fyrirsjáanlegri framtið. Útfærsla fiskveiðilög- sögu t.d. Kanada ug Handarikjanna hefur hert verulega sölusam- keppni á Bandarikja- markaði. I fyrsta lagi er fyrirsjáanlegt að Banda- ríkjamenn. sem verið hafa verðhæstir kaup- enda íslenzkra sjávaraf- urða um langt árahil. munu stórefla eigin út- gerð og fiskvinnslu. t annan stað veitir rikis- og fylkisstyrkt útgerð og fiskvinnsla í Kanada íslenzkum freðfiskafurð- um harðnandi sam- keppni á Bandaríkja- markaði. Sölusamkeppni Kanadamanna segir og til sin á Evrópumarkaði. en bæði einstök Evrópu- riki og EBE sem við- skiptabandalag hafa og tekið upp margháttaðan stuðning við heimaút- gerð, cn samkeppnisriki okkar, sem yfirleitt eru velþróuð iðnriki. munar lítið um að styrkja eigin sjávarútveg. Öðru máíi gegnir hér, þar sem sjávarútvegur er undirstaðan í þjóðar- húskapnum. en tíma- bært er að gera úttekt á samkeppnisaðstóðunni og marka stefnuna fram á veginn. Ekki er ráð nema í tima sé tekið. Kann bezt við sig með kommum Páll Pétursson, for- maður þingflokks fram- sóknarmanna, segir í helgarviðtali við Vísi: „Mér fellur vel við al- þýðubandalagsmenn ... Mér finnst að þetta sé sterk ríkisstjórn ... Við vinnum með Alþýðu- bandalaginu núna og satt að segja er mér engin launung á þvi að ég kann bezt við mig i félagsskap þeirra. Það er kannski ekkert óeðli- legt. þar sem rétt allir ráðamenn Aiþýðubanda- lagsins eru fyrrverandi framsóknarmenn og þá að uppeldi og viðhorfum hálfgerðir flokksbræður mínir ... Getur það ver- ið að framsóknarmenn séu svo miklu hæfari til undaneldis, að það verði að sækja forystumenn í Alþýðubandalaginu i framsóknarfamiliur?~ Nú er spurningin. hve mörg spor á PálÍ eftir í kjölfar ólafs Ragnars & Co til sinna „hálfgerðu flokksbræðra“ að „upp- eldi og viðhorfum“. þ.e. yfir i Alþýðubandalagið. í þann hóp er hann kann “bezt við sig“ i? Og hvað segja þeir framsóknar- menn, sem trúir eru lýð- ræðishugsjónum og vest- rænu varnarsamstarfi. um pólitískar ástarjátn- ingar llöllustaða-Páls til kommúnista? Vilja þeir máske, eins og Páll Pét- ursson, heldur virkja vináttu við kommúnista en islcnzk vatnsföll? Hætt er við að (ormað- ur þingflokks framsókn- armanna skuldi umbjóð- endum sinum skýringu á fleiru en andstöðu sinni gegn Blonduvirkjun, eft- ir þetta Vísissamtal. sem raunar opinberar það eitt sem flestum var vit- að áður. Ljóst að ég get ekki lofað neinu um endanlega lausn — segir Ragnar Arnalds fjármálaráðherra um vandamál gosdrykkjaiðnaðarins „ÞAÐ ER alveg aiuíljost, að ég get ekki lofað neinu um endanlega lausn þessa máls, en það verður athugað á ný eftir þessa tvo mánuði,“ sagði Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra í samtali við Mbl., en hann hefur ákveðið að beita sér fyrir að lækka vörugjald- ið sem sett var á gosdrykkja- framleiðsiu úr 30% í 25% mánuðina marz og apríl. Ragnar sagði ástæðu þess, að hann hefði ákveðið að beita sér fyrir þessari lækkun, þá, að forseti Alþýðusambandsins hefði farið þess á leit við sig vegna uppsagna starfsmanna Coke-verksmiðjanna. Hann sagði einnig, að til að lækkun þessi kæmi til framkvæmda þyrfti heimild alþingis og kvaðst hann ekki óttast um að sú heimild fengist. „Ég trúi ekki öðru en þingmenn sam- þykki þessa tímabundnu lækk- un.“ — Það hefur komið fram að gosdrykkjaframleiðendur telja þetta eingöngu bráða- birgðalausn og telja þig hafa BATAR héðan hafa undan- farna 10 daga verið á netaveið- um og hefur sáralítill fiskur verið eða nærri ördeyða. Er mikill munur á frá því í fyrra og m.a. veit ég til þess, að bátur, sem aflaði þá um 100 lofað frekari úrlausnum í framhaldi af þessu? „Málið verður kannað eftir þetta tímabil, vörugjaldið hækkar á ný í 30% 1. maí. Við reiknuðum alltaf með að tíma- bundinn samdráttur yrði í gosdrykkjaiðnaðinum með til- komu gjaldsins en einnig að það myndi jafna sig. Það er alveg augljóst, að ég get ekki lofað neinu um endanlega lausn,“ sagði hann í lokin. tonn á fáum dögum af góðum fiski, er ekki kominn í 10 tonn á svipuðum tíma. Er því nokk- ur uggur í mön-num hér, enda mun þetta vera um allan fjörðinn. — Fréttaritari. Algjör ördeyða hjá neta- bátum frá Stykkishólmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.