Morgunblaðið - 12.05.1981, Síða 3

Morgunblaðið - 12.05.1981, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1981 3 Kolbeinsey - nýr togari til Húsavíkur Ilúsavík. 10. mai. KOI.BEINSEY ÞIMO fögnuðu Ilúsvíkinjiiir í daK, þegar hún sÍKldi lygnan sjó í fyrsta sinn til heimahafnar, Húsavíkur, og á siglingunni frá Akureyri var fjóldi manna, forstjóri og framámenn Slippstöðvarinnar, alþinjtismenn kjördæmisins ok fyrirsvarsmenn Ilöfóa hf.. sem er kaupandi hins nýja ok fríða farkosts. Fjöldi manna var á hafnar- bakkanum, og móttökuhátíðin hófst með því, að sr. Björn H. Jónsson flutti ávarp og bað fyrir ferðum og þeim mönnum, sem þessu fleyi mundu stýra. Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, sem smíðaði skipið, ávarpaði síðan viðstadda og afhenti for- stjóra Höfða hf., Kristjáni Ás- geirssyni, haffærnisskírteini og skráningarskjöl skipsins, en smíði þess hafði aðeins tekið um 1 ár, sem mun vera hér óvenju- lega stuttur smíðatími. Ávarp við þetta tækifæri fluttu auk áðurnefndra Katrín Eymunds- dóttir, forseti bæjarstjórnar Húsavíkur, og Helgi Bjarnason, form. Verkalýðsfélagsins, og Lúðrasveit Húsavíkur lék við þessa virðulegu athöfn. Að lokinni athöfn bauð stjórn- arformaður Höfða hf., Tryggvi Finnsson, viðstöddum að skoða skipið. Um kvöldið buðu heimamenn aðkomumönnum til kvöldfagn- aðar á Hótel Húsavík og voru þar fluttar 15 ræður til heiðurs þeim, sem unnið hafa að því að gera Kolbeinsey að því fagra fleyi, sem raun ber vitni. Kolbeinsey er nýsmíði nr. 63 frá Slippstöðinni h/f á Akureyri. Smíði skipsins hófst í febrúar 1980 og var því hleypt af stokk- unum 7. febrúar 1981 og skýrt þá Kolbeinsey ÞH-10. Skipið er tæpir 48 metrar að lengd, 430 rúmlestir brúttó og með 460 rúmmetra lestarrými. Lestin er einangruð og kæld til geymslu á fiski og ís í kössum og rúmast um 3800 stk. 70 lítra kassa í henni. Ganghraði Kolbeinseyjar reyndist vera 14,1 sjómíla að meðaltali við fullt álag á aðalvél, en 12,2 sjómílur við 50% álag. Aðalvélin er af gerðinni MAK 6M 452 AK 1800 hö. við 1500 sn/mín., og er hún búin til brennslu á svartolíu. Hitaorka frá kælivatni aðalvélar er nýtt til upphitunar á vistarverum áhafnar, svo og til hitunar smur- olíu og brennsluolíu. Þá er Kol- beinsey búin fullkomnustu sigl- inga- og fiskileitartækjum. Skipstjórinn á Kolbeinsey er Benjamín Antonsson, 1. stýri- maður Hermann Ragnarsson og 1. vélstjóri Valur Kristjánsson. 17 manna áhöfn er á skipinu. Kolbeinsey mun halda til veiða næstu daga. Frfttaritari Kolbeinsey kemur til Ilúsavikur. Mikill mannfjöldi fagnaði nýja skipinu. Björn Björnsson ræðst til ASÍ BJÖRN Björnssun. viðskipta- fræðingur, sem verið hefur annar starfsmanna Kjararannsókna- nefndar um allmörg ár hefur nú látið af því starfi og hefur hafið störf hjá Alþýðusambandi ís- lands. Björn hefur starfað hjá Kjararannsóknanefnd frá 1976. Björn Björnsson verður „starfs- maður ASI“ eins og hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, en fyrir starfar hjá sambandinu Jóhannes Siggeirsson hagfræðing- ur, að auki er forseti þess Ás- mundur Stefánsson hagfræðingur og Varaforsetinn Björn Þórhalls- son er viðskiptafræðingur. Ríkisstjórnin f jallar um verðlagsmálin RÍKISSTJÓRNIN mun á fundi sínum í dag fjalla um verðlags- málin og ákveða þau mörk, sem leyfð verða ha’st á verðha'kkun- um. Þa'r verðhækkanir. sem verð- lagsráð samþykkti munu hafa óveruleg áhrif á framfa-rsluvísi- toluna. nema benzínha'kkunin. sem mun hafa í för með sér rúmlega Vt% ha'kkun vísitölu- Enn hefur vísitalan ekki verið reiknuð út, en búizt er við því, að hún muni liggja fyrir í vikulok, nema eitthvað pólitískt komi í veg fyrir slíkt. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun hækkunin ekki vera eins mikil og menn höfðu búizt við og ræður þar mestu sú gengisstefna, sem höfð hefur verið uppi frá áramótum, og dregið hefur úr hækkun innflutn- ingsverðlags. Greiddar vinnustundir til verkafólks og iðnaðarmanna 1974—1980: Vegið meðaltal hefur lækkað um nærri 5,2% VIÐ SAMANBURÐ á meðaltali vikulegs fjölda greiddra vinnu- stunda verkafólks og iðnaðar- manna á höfuðborgarsvæðinu ár- ið 1974 — 1980 kemur í ljós, að meðaltalið er nokkru lægra á síðasta ári en það var í upphafi tímahilsins. eða 1974. Ársmeðaltal hjá verkamönnum árið 1974 var 54,5 klukkustundir, LeiðrétGng: Bifröst, en ekki Eimskip SAGT var frá sölu m/s Bifrastar til Sameinuðu furstadæmanna í Morg- unblaðinu sl. laugardag. Þar slædd- ist sú villa inn, að það væri Eimskip, sem seldi skipið. Hið rétta er, að það er Skipafélagið Bifröst hf., sem selur skipið. Eimskip á hins vegar meirihluta í Skipafélag- inu Bifröst hf. Er beðist velvirð- ingar á þessum mistökum. en á síðasta ári var þetta meðaltal 51.4 klukkustundir, eða um 5,7% lægra. Verkakonur unnu að meðaltali 43.5 klukkustundir átið 1974 á viku, en 43,2 klukkustundir í fyrra. Meðaltalið er því 0,7% lægra á síðasta ári, en það var 1974. Hjá iðnaðarmönnum er meðal- talið um 5,9% lægra á síðasta ári en það var árið 1974. Árið 1974 var meðaltalið hjá iðnaðarmönnum 52.6 klukkustundir, en í fyrra var það 49,5 klukkustundir. Sé vegið meðaltal þessara þriggja hópa tekið, kemur í ljós, að það er um 5,2% lægra í fyrra, en það var árið 1974, þegar það var 52,0 klukkustundir. I fyrra var það 49,3 klukkustundir. Á fjórða ársfjórðungi 1980 var meðaltal greiddra vinnustunda hjá verkafólki og iðnaðarmönnum 0,4 klukkustundum lægra en á sama tíma árið á undan. Enn enginn sátta- fundur með læknum ENN SITUR allt við hið sama í læknadeilunni, en i lok siðasta viðra>ðurfundar ríkisvaldsins (»g læknanna varð samkomulag um að ráðuneytin boðuðu til næsta fundar. Það hefur enn ekki verið «ert. Eftir 6 daga gengur fyrsti að- stoðarlæknirinn út af spítölum landsins, en aðstoðarlæknar hafa allir sagt upp störfum sínum, svo og sérfræðingar á ríkisspítölun- um. Uppsagnirnar eru einstakl- ingsbundnar, þannig að það mun taka um hálfan mánuð að allar uppsagnirnar komi til fram- kvæmda. Það mun því verða um mánaðamótin maí-júní, sem allir læknarnir hafa hætt störfum, hafi ekki fengizt lausn á kjaradeilu þeirra við ríkisvaldið. Ef litið er á vinnutíma verka- fólks allt árið 1980 og hann borinn saman við vinnutíma ársins á undan verður svipað upp á ten- ingnum. Meðalfjöldi vinnustunda á viku lækkar um 0,3 klukku- stundir frá árinu á undan. í skreið í Eyjum með Eldfellið í baksýn. (Ljósm. Sigurgeir). Verð á skreið er enn ekki ákveðið - Búist við að stjórnvöld í Nígeriu ákveði hámarksverð á næstunni ENN ER ósljóst hvert hámarks- verðið verður á þeirri skreið, sem íslendingar selja til Nígeríu í ár. í samningum, sem íslendingar gerðu við Nígeríumenn í byrjun marz var samið um 310 dollara fyrir pakka af skreið. Norðmenn hafa hins vegar samið um verð, sem samsvarar 290 dollurum og er talið líklegt að Nígeríumenn setji 290 dollara verðþak á a- skrciðina og 227 dollara á b-skreiðina. Fyrir lakari flokk- inn voru íslendingar búnir að semja um 250 dollara á pakkann. í fyrra seldu Islendingar skreið- arpakkann á 280 dollara og var því reiknað með um 10% verðhækkun í dollurum þegar samningar voru gerðir í marz. Fari það hins vegar eftir, að Nígeríumenn miði við 290 dollara sem hámarksverð, verður aðeins um 3% hækkun í dollurum að ræða á milli ára. Sendinefnd fór héðan til við- ræðna við Nígeríumenn í síðustu viku og voru í nefndinni Stefán Gunnlaugsson, deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu, Bragi Ei- ríksson, framkvæmdarstjóri Sam- lags skreiðarframleiðenda, Magn- ús Friðgeirsson, sölustjóri Sjávar- iafurðardeildar Sambandsins, Bjarni Magnússon, framkvæmd- arstjóri Sameinaðra framleið- enda, og Jón Ármann Héðinsson, sölustjóri Lýsis. í fréttatilkynningu frá við- skiptaráðuneytinu snerust við- ræðurnar í Nígeríu 5.-7. maí aðallega um sölufyrirkomulag og söluverð. Málið fer nú til endan- legrar umfjöllunar stjórnar Níg- eríu og standa vonir til að niður- staðan verði viðunandi fyrir Is- lendinga, eins og segir í tilkynn- ingu ráðuneytisins. Búist er við, að Nígeríumenn kaupi 6—700 þúsund pakka af skreið í ár og skiptist það magn til helminga milli íslendinga og Norðmanna. Ef héðan verða seldir 300 þúsund pakkar af skreið er um 94 þúsund tonn af fiski upp úr sjó að ræða. Norðmenn bjóða skreiðina í norskum krónum og gerðu það einnig í fyrra. Dollarinn hefur hins vegar styrkst gagnvart norsku krónunni, þannig að sá krónufjöldi, sem þeir telja sig þurfa að fá jafngildir 290 dollur- um. Menn eru ekki sammála því að kalla þetta undirboð af hálfu Norðmanna, en víst er, að þeir bjóða skreiðarpakkann á 20 doll- urum lægri upphæð en Islend- ingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.