Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981 Geir Hallgrimsson formaður Sjálfstæðisflokksins á fundi í Breiðholti: „Búum við stöðnun í góðæri“ Stefna núverandi ríkisstjórnar forskrift fyrir atvinnuleysi Geir Hallgrímsson. formaður Sjálfstæðisflokks- ins, flutti ræðu um stjórnmálaviðhorfið, atvinnumál og efnahagsmál á almennum fundi í Breiðholti á fimmtudagskvöld, og nefndi hann ræðu sína: Er atvinnuöryggi stefnt í voða? — Stöðnun í góðæri. Fundurinn var haldinn á vegum Félags sjálfstæð- ismanna í Fella- og Hólahverfi, og þegar fundarmenn voru hvað flestir, voru þeir hátt í eitthundrað. Hér á eftir fer úrdráttur úr ræðu Geirs Hallgrímssonar, ræðum fundarmanna, fyrirspurnir og svör. Geir Hallgrímsson sagöi í upphafsorðum sínum, að í Breiðholti byggi ungt og at- hafnasamt fólk, í myndarlegu hverfi er væri að byggjast upp. „Við vonum, að þetta fólk hafi skilyrði til þess að búa vel um sig og sína, þótt skuggalegt sé útlits varðandi framtíðarskil- yrði þess, að menn geti byggt yfir sig.“ Geir sagði Islendinga búa við góðæri, meira að segja óvenju- legt góðæri. „Við höfum átt því láni að fagna, að náttúruöflin hafa verið okkur hagstæð, þótt erfiður vetur sé að baki. Þótt sjávaraflinn hafi verið tregur framan af vertíð, hefur hann verið með eindæmum góður síðustu vikurnar. Við búum að vísu við framleiðslutakmarkan- ir í landbúnaði, og ýmsar ástæður sem liggja því til grundvallar, meðal annars verðbólgan, sem gerir það að verkum að útflutningur land- búnaðarafurða er fjarri því að vera arðbær, þar sem við fáum aðeins þriðjung af grundvallar- verði lambakjötsins og rétt fyrir vinnslukostnaði mjólkur- afurða. Það liggur því í augum uppi, að þar er stöðnum þótt í góðæri sé,“ sagði Geir. Geir sagði, að magn sjávaraf- urða hafi aukist um 27% á síðustu tveimur árum. Hægt væri að gera ráð fyrir því, að í ár yrðu veidd 420 þúsund tonn af þorski, eða helmingi meiri afli en veiddur var fyrir aðeins nokkrum árum. „Það liggur í augum uppi, að við ættum að geta bætt lífskjörin, þegar um slíka aflaaukningu er að ræða. Og hvernig stendur því á því, að þrátt fyrir þennan aukasjávar- afla, þrátt fyrir það góðæri sem til sjávar er, að þá skulum við nú vera að tala um stöðnun. Það er staðreynd, að þjóðar- framleiðslan, sem jókst um 4,6% að meðaltali á síðastliðn- um áratug, hefur síðustu tvö árin ekki aukist nema á milli tvö til þrjú prósent. Og á yfirstandandi ári er ekki búist við neinni aukningu þjóðar- framleiðslunnar. Þjóðartekjur hafa staðið í stað síðastliðin tvö ár, og minnka nú á yfirstandandi ári. Við verðum því að horfast í augu við, að það er staðreynd, að við búum við stöðnun í góðæri, og við hljótum að spyrja okkur, hvort hér sé ekki um sjálfskaparvíti að ræða. Það er auðvitað verðbólgan, sá vágestur, sem er höfuð skað- valdurinn og skýringin á því, að þessi stöðnun er staðreynd í því góðæri, sem við þó búum við. Spurningin er því, hvort ekki sé ástæða til að óttast atvinnu- leysi, hvort atvinnuöryggi sé ekki stefnt í voða, úr því svona er komið. Landbúnaður getur áreiðan- lega ekki bætt við sig fólki, og það má þakka fyrir, ef þar verða verkefni fyrir þann fjölda sem nú starfar að landbúnaði, og miklu frekar hætta á, að fólks- flótti verði úr sveitum landsins og veruleg röskun í byggð, sem við viljum öll forðast, þéttbýlis- fólk ekki síður en strjálbýlis- fólk. Þótt við ættum að geta vænst fleiri atvinnutækifæra í sjávar- útvegi með því að auka full- vinnslu sjávarafla innanlands, þá er það fyrst og fremst iðnaðurinn sem við hljótum að byggja vonir okkar á. Auðlindir okkar, moldin, fiskimiðin, orka fallvatna og orka í iðrum jarðar, eru slíkar, að við verðum að vernda þær, rækta og nýta þær með land- græðslu og fiskeldi, og síðast en ekki sízt framkvæmdum í orkumálum. , Vanræksla Núverandi ríkisstjórn hefur því miður vanrækt fram- kvæmdir í orkumálum og stefnumótun á því sviði. A því þingi, sem nú situr, höfum við sjálfstæðismenn flutt þrjár til- lögur um framkvæmdir í orku- málum á næsta áratug, þar sem gert er ráð fyrir virkjunum við Sultartanga, á Fljótsdal og við Blöndu. Við gerum ráð fyrir því, að það sé ekki of mikið í fang færst að vinna að tveimur stórvirkjunum af þessu tagi í einu, og að framkvæmdir við þær allar þrjár geti skarast að einhverju leyti. Það lítur svo út, að Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra og þingmaður Austurlands sé á góðri leið með að koma í veg fyrir Fljótsdalsvirkjun með tómlæti sínu um uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Austur- landi. Á sama hátt er allt útlit fyrir, að Páll Pétursson, for- maður þingflokks framsóknar- manna sé á góðri leið með að koma í veg fyrir Blönduvirkjun, eða tefja hana, með því að torvelda samninga við landeig- endur." Þá ræddi Geir Hallgrímsson um hugmyndir sjálfstæð- ismanna um skipulag orkumála, en sjálfstæðismenn hafa m.a. flutt frumvarp þar að lútandi á þingi. Einnig ræddi hann hug- myndir sjálfstæðismanna um uppbyggingu stóriðju hér á landi, sem jafnframt birtust í frumvarpsformi á Alþingi í vetur. I framhaldi af því sagði hann: Núverandi ríkisstjorn, og fyrrverandi ríkisstjórn hafa ekkert gert í um það bil þrjú ár í því miði að koma á fót fleiri fyrirtækjum í orkufrekum iðn- aði. Málið hefur í raun og veru verið látið niður falla eftir að Járnblendiverksmiðjan við Grundartanga var byggð, og þessvegna er það erfiðara nú að taka upp þráðinn, þar sem hann slitnaði. Við skulum ekki vera svo einföld að álíta, að menn bíði í biðröðum eftir því að reisa hér fyrirtæki og kaupa af okkur orkuna. Sannleikurinn er sá, að það krefst útsjónarsemi og ákveðinnar sölumennsku, ef við ætlum að vekja áhuga manna fyrir því að reisa slík fyrirtæki hér á landi og selja þeim þá orku, sem við getum framleitt úr orkulindum okkar. En það er fyrst og fremst forsenda þess að við getum bætt lífskjör okkar, byggt hér upp heilbrigt þjóðfé- lag og aukið þjóðarframleiðsl- una og þjóðartekjur. Aðgerðarleysi Iðnaðarráðherra hefur verið aðgerðarlaus í þessum efnum, og varðandi orkufrekan iðnað hefur hann með sínum aðgerð- um frekar spillt fyrir því, að við getum laðað fyrirtæki hingað til þess að kaupa þá orku sem við getum framleitt, samanber klaufalega framgöngu hans í samskiptum við álverksmiðjuna í Straumsvík vegna súrálskaupa hennar hjá Alusuisse." Þá sagði Geir Hallgrímsson: „Ef við viljum tryggja atvinnu- öryggi og koma í veg fyrir atvinnuleysi. Ef við viljum bæta lífskjör okkar, þá er það algjört skilyrði, að við hefjumst handa um að nýta auðlindir okkar, orkuna í fallvötnum landsins og í iðrum jarðar. Þá er það engu síður nauðsynlegt, að við sköp- um almenn skilyrði fyrir at- vinnuvegina, fyrir atvinnustarf- semi, fyrir starfsemi atvinnu- fyrirtækja. Stefna núverandi ríkisstjórn- ar er í raun forskrift fyrir atvinnuleysi. Afkomu atvinnu- fyrirtækja er stjórnað ofanfrá, annarsvegar með gengisákvörð- unum og hinsvegar með verð- lagshöftum, til þess að sjá svo um, að ekkert fjármagn mynd- ist í fyrirtækjunum, svo að fyrirtækin eru upp á náð og miskunn valdhafanna og lána- stofnana komin. Það liggur í augum uppi, að það er vonlaust í bullandi verð- bólgu að setja gengið fast og setja á verðstöðvun. Annað hvort á sér stað, að fyrirtækin stöðvast og atvinnuleysi heldur innreið sína, eða að stjórnvöld gefast upp á föstu gengi og verðstöðvun, stíflan brestur og afleiðingin verður, að verð- hækkanir verða langtum meiri en ella, og gengisfallið tilfinn- anlegra. Við sjálfstæðismenn höfum bent á það, að lausnin á þessu sviði er auðvitað aukin sam- keppni og frjáls verðmyndun. Með því móti lækkar vöruverð og verð þjónustu þegar til lengdar lætur. Miðstýringin heftir frumkvæði og framtak manna til þess að auka verð- mætasköpun í þjóðfélaginu. Engin stjórnvöld geta með til- skipunum ákveðið verð á vöru eða þjónustu, eins og nú virðist stefnt í, þar sem fjallað er um verðlagsákvarðanir í verðlags- ráði, viðskiptaráðuneyti, ríkis- stjórn, eins og þessir aðilar hafi vald eða mátt til þess að stjórna verðlagi í landinu. Stjórnvöld geta hins vegar skapað skilyrði fyrir því, að um heilbrigða verðmyndun sé að ræða, og hvati sé til staðar fyrir þá sem láta í té vörur og þjónustu til að bæta þá þjón- ustu og keppa sín á milli um hylli viðskiptavina. Það er eina leiðin til að lækka vöruverð og koma í veg fyrir verðbólgu. Ekki nóg að í kafi mari Núverandi stjórnvöldum þyk- ir ekki nægilegt að sjá svo um, að atvinnufyrirtækin og at- vinnuvegirnir mari í hálfu kafi. Heldur skal svo örugglega geng- ið frá því, að engin fjár- magnsmyndun eigi sér stað hjá atvinnuvegunum, að skattalög- unum á nú að breyta með þeim hætti að draga á úr möguleikum fyrirtækja til að afskrifa vélar, tæki og birgðir, en það er forsenda fyrir því, að fyrirtæki geti aukið framleiðslu sína og framleiðni, og greitt starfs- mönnum sínum hærri laun, að endurnýjun á tækjum sé að ræða, sem létta starfsmönnun- um starfið og auka framleiðn- ina.“ Geir fjallaði þessu næst um skattamál og þróun þeirra mála síðustu árin og stefnu Sjálf- stæðisflokksins í þeim málum. Síðan sagði formaður Sjalf- stæðisflokksins: „Skattalögin, eins og verðlagslögin og aðrar aðgerðir í efnahagsmálum, virð- ast miðuð við það að gera bæði einstaklingana og fyrirtæki háð valdhöfunum. Hér er raunar um óskastöðu Alþýðubandalagsins og kommúnista að ræða. Þeir vilja skera fyrirtækin svo niður við trog, að þau þurfi ávallt að vera háð opinberum valdsboð- unum, og með sama hætti er það beinlínis stefna þeirra að samfélagið, hið opinbera, eigi í vaxandi mæli að sjá einstakl- ingunum fyrir ýmiss konar þjónustu, í stað þess að ein- staklingarnir hafi valfrelsi til þess að verja fjármunum sínum til þeirra gæða, sem þeir kjósa helzt sér og sínum til handa. Framsóknarmenn láta til leiðast á þessari braut ásamt með kommúnistum, meðan þeir telja sig geta tryggt hagsmuni Sambandsins með ákveðnum forréttindum. Þeir gæta þess ekki, að þegar tekist hefur að koma öðrum atvinnurekstri á kné, þá er og auðvelt að koma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.