Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981 15 Geir IlallKrimsson flytur ræðu á fundinum í Breiðholti. Á myndinni eru einnig (f.v.) Kristján Guðbjörnsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Fella- og Hólahverfi, sem var fundarstjóri. og Ásgeir Hannes Eiríksson og Dóra Björg Gissurardóttir, sem voru fundarritarar. Ljosm. Mbi.: Emíiia slíkri samsteypu sem SÍS fyrir kattarnef. Ljóst er, að ef máttur er dreginn úr atvinnuvegunum, þá eru möguleikar þeirra til að greiða starfsfólki mannsæm- andi laun ekki lengur til stað- ar,“ sagði Geir, og rifjaði upp hvernig kaupmáttur launa hef- ur rýrnað síðustu árin, og vitn- aði í því sambandi til greina Guðmundar H. Garðarssonar í Morgunblaðinu á miðvikudag og fimmtudag. „Eftir þátttöku kommúnista í ríkisstjórn um nær tveggja og hálfs árs skeið, er kaupmáttur launa minni en bæði eftir febrú- araðgerðirnar og máilögin 1978, og við erum fjarri því að ná þeim kaupmætti sem samning- arnir 1977 gerðu ráð fyrir og kommúnistar og kratar lofuðu að í gildi skyldu vera. Auðvitað er þessi þróun ekki annað en afleiðing af hafta- og miðstýringarstefnu stjórnvalda í atvinnu- og efnahagsmálum. Einstaklingurinn verður sífellt háðari ríkisvaldinu og hinu opinbera, þegar slíkri stefnu er fylgt," sagði Geir. Skylda okkar að skera upp herör gegn afturhaldi Geir Hallgrímsson sagði í lokaorðum sínum, að afturhald og stöðnun ætti rót sína að rekja til Alþýðubandalagsins. í ríkisstjórninni réði Alþýðu- bandalagið ferðinni, framsókn- armenn þyrðu ekki annað en vera sömu megin við borðið og kommúnistar, og því hörmu- legra væri, að nokkrir sjálf- stæðismenn skyldu ganga svo villir vegar, að ljá þessum stjórnmálaöflum nægilegan styrk. „Við sjálfstæðismenn berum vonandi gæfu til þess að efla samheldni meðal okkar til þess að vinna gegn þeirri þróun, sem nú hefur lagt sína lamandi hönd á atvinnulíf og efnahagslíf okkar Islendinga á þann veg, að við búum við stöðnun í góðæri og atvinnuöryggi okkar er stefnt í voða. Það er skylda okkar í samræmi við þá frjáls- lyndu og víðsýnu stefnu sem við höfum, að skera upp herör gegn þessu afturhaldi, sem nú ræður ríkjum undir forystu Alþýðu- bandalagsins og kommúnista. Það er skylda okkkar að efla samtök okkar og samheldni, svo að betri tímar megi renna upp að nýju hér á landi." Kristján Guðbjartsson for- maður Félags sjálfstæðismanna í Fella- og Hólahverfi spurði Geir Hallgrímsson hvert væri hans álit á jarðgufuvirkjunum. Halldór Briem spurði hversu langir lífdagar rikisstjórnar- innar yrðu, miðað við það ástand í atvinnu- og efnahags- málum sem Geir hefði lýst á fundinum, og Kristján Guð- bjartsson spurði þá hvaða möguleika Geir teldi vera á því að sjálfstæðismenn ynnu aftur Reykjavíkurborg í sveitar- stjórnarkosningunum að ári. Gunnar Gunnarsson sagðist vonast til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn yrði einhuga um formann sinn, að flokksmenn stæðu með honum í því öng- þveiti sem hér ríkti. Málefni en ekki menn Friðrik Friðriksson sagðist fagna því að sjálfstæðisfélagið í Breiðholti boðaði til fundar um sterk málefni en ekki menn, Hann sagði að öllum ætti að vera ljóst, að undirstaða vel- megunar væri undir einstakl- ingunum komin og fyrirtækjum þeirra, en nú væri svo að þeim þrengt, að þeim gæfist ekki kostur til að sinna uppbyggj- andi starfi sínu á viðunandi hátt. Friðrik sagði að á herðum allra sjálfstæðismanna hvíldi sú skylda, að hrinda af þjóðinni því oki stöðnunar og skerðingar á einstaklingsfrelsi sem hví- vetna mætti sjá stað, og hefja nýtt endurreisnartímabil undir merki sjálfstæðisstefnunnar. Friðrik sagði Sjálfstæðis- flokkinn geta með stefnu sinni bent á valkosti, nýjar leiðir, til úrlausnar, svo framarlega sem orka allra flokksmanna færi ekki í tilgangslítið tal um menn. Hann sagði að sjálfstæðismenn ættu að berjast fyrir þvi að skattar yrðu lækkaðir, til þess að ekki yrði dregið úr fram- takssemi og vilja til að vinna með ofsköttun. Þeir ættu að berjast fyrir frelsi í inn- og útflutningsmálum, fyrir frjáls- um rekstri útvarps, og þeir ættu að andæfa þegar börn og ungl- ingar væru beitt andlegu ofbeldi í skólum landsins fyrir þá sök eina, að lúta ekki vilja guðspjallanna, sem að vísu boð- uðu ekki Guðstrú, heldur trúna á Karl Marx. Síðan lagði Friðrik út af þvi hvernig hin almenni flokksmað- ur gæti lagt sitt af mörkum til þess að efla Sjálfstæðisflokkinn fyrir komandi átök, fyrir fram- tíðina. Hann sagði síðan: „Við vinnum helzt gegn hvor öðrum, nöldrum í eigin barm, og kenn- um öðrum um það sem miður fer. Afleiðingin er meðal annars sú, að við höfum afhent völdin til kommúnista, þeir ráða ferð- inni í efnahagsmálunum, raddir þeirra hljóma hæst í ríkisfjölm- iðlunum, þeirra stefna er fram- kvæmd í menntakerfinu, þeir vinna leynt og ljóst að því að leysa upp fjölskylduna og sér- eignarréttinn, sem eru horn- steinar okkar þjóðfélags, og nú síðast hafa þeir öðlast úrslita- vald við mótun utanríkisstefnu okkar og framkvæmd varnar- samningsins. Ef við snúum ekki senn við blaðinu, og förum að fást við stjórnmál, og stjórnum þegar við fáum tækifæri til að stjórna, þá er ekki ósennilegt að flest okkar muni lifa það að sjá alger áhrif kommúnista og fylgifiska þeirra í íslenzku þjóð- lífi. Annar fundarmaður, Stein- grímur að nafni, lagði út af völdum kommúnista hér á landi, sagðist hræddur við hve kommar réðu miklu, uggvæn- legt væri „hve þeir róta mikið í okkar málurn". Hann sagðist lengi hafa verið til sjós, og þá m.a. siglt oft á Rússland, og sagðist ekki vilja neinum manni svo illt, jafnvel ekki línukomm- um, að þurfa að þola þau kjör sem sovézkur almenningur þarf að þola. „Meiri skerðing á frelsi er vafalaust ekki til.“ Haraldur Kristjánsson spurði Geir Hallgrímsson hvort ekki væri svipað komið hér og fyrir austan járntjald. Ríkisstjórnin hefði tekið verðlagsmálin í sín- ar hendur og afsalað sér þeim til verðlagsráðs, en fyrir austan járntjald færu embættismenn með verðlagsmál. Geir svaraði Kristjáni og sagðist telja nauðsynlegt að leggja áherzlu á virkjun jarð- varma. Ljóst væri þó að mikil undirbúningsvinna væri nauð- synleg, jafnvel þyrfti lengri undirbúningstíma en þegar vatnsaflsvirkjanir ættu í hlut. Líf stjórnar- innar veltur ekki á sjálf- stæðismönnum Geir sagðist ekki vilja spá neinu um langlífi ríkisstjórnar- innar. „Ég held því miður að það velti ekki á sjálfstæðis- mönnunum í ríkisstjórninni. Ég vildi óska þess að þeir hefðu vit á því að draga sig út úr stjórninni, eða „sprengja" hana. Ég held að þeir myndu vinna sér mikinn sóma með því að rjúfa þetta samstarf, og þeir myndu styrkja stöðu sína innan Sjálfstæðisflokksins, ef þeir hefðu hugrekki til þess. En því miður, ég er ekki alltof vongóð- ur um að sú verði raunin. „Ég held að líf ríkisstjornar- innar velti á því hvað kommún- istar þori að bjóða launþegum í skertum kaupmætti án þess að tefla, að eigin mati, völdum sínum í verkalýðshreyfingunni í hættu, og hins vegar veltur langlífi ríkisstjórnarinnar á langlundargeði, þolinmæði og undirlægjuhætti framsóknar- manna. Það er togstreitan, spennan eða slökunin, á milli kommúnista og framsóknar- manna, sem ræður umfram allt hve ríkisstjórnin verður langlíf. Ef almenningur og andstæð- ingar ríkisstjórnarinnar hins vegar taka höndum saman og sýna ákveðni í stjórnarand- stöðu, þá er ég þeirrar skoðunar að slík samheldni og ákveðni, og umfram allt samtakamáttur sjálfstæðismanna, geti stytt þetta ófarnaðarstjórnartímabil að mun,“ sagði Geir. Geir svaraði þá spurningunni um hvaða möguleika hann teldi á því að Sjálfstæðisflokkurinn ynni aftur Reykjavíkurborg. Hann sagði að reynslan af þriggja ára stjórn vinstri meiri- hlutans sýndi það og sannaði, að hann væri í borgarmálefnum jafn staðnað afturhald og nú- verandi vinstristjórn væri í landsmájum. Frammistaða vinstrimeirihlutans í skipu- lagsmálunum, hefði til að mynda verið slík, að vinstri- menn myndu glata, og hafi þegar glatað, trausti margra er kusu þá í síðustu kosningum. Þetta fólk myndi vonandi kjósa Sjálfstæðisflokkinn að nýju til starfa í meirihluta borgar- stjórnar Reykjavíkur. Þá sagði Geir, sem svar við spurningu Haraldar, að vissu- lega mætti líkja skipan verð- lagsmála hér á landi við það sem tíðkast í austantjaldslönd- um. Sáttatilraun Halldórs Ólafur Þórðarson ræddi um ástandið í Sjálfstæðisflokknum og myndun núverandi ríkis- stjórnar. „Ég held það hafi verið byrjað að mynda þessa ríkisstjórn meðan að aðrir voru að reyna að mynda ríkisstjórn. Það var klofningur í tveimur kjördæmum úti á landi, og meðan formaður flokksins reyndi að sætta málin þar, notaði varaformaðurinn tæki- færið og fór af stað með sínar stjórnarmyndunartilraunir. Það er ekki hægt að vera formaður í einum flokki, nema hann hafi varaformanninn og aðra til að starfa með sér. Það getur enginn verið formaður í flokki eða félagi, og komið þar fram með alla sína krafta, þegar það eru einhverjir í stjórn sem vinna á móti honum. Það hefur skeð síðan 1952, þá byrj- uðu þessi læti, og hafa verið síðan. Það hefur bara verið beðið eftir tækifæri til þess að fara af stað, og það gafst núna, eftir klofning í tveimur kjör- dæmum landsins. Það á að 'tala við þessa menn sem sprengja flokkinn, og það á ekki lengur að vera með kurteisi við þá,“ sagði Ólafur. Ólafur sagðist aðallega hafa kvatt sér hljóðs á þessum fundi vegna fréttar sem hann hefði séð í Vísi þá um daginn: „Þar var sagt að einhver leynifundur hefði verið haidinn hérna í Reykjavík, og þar hafi Halldór Hermannson verið kosinn til þess að sætta málin innan Sjálfstæðisflokksins. í þau 30 ár sem ég hef verið í Sjálfstæðis- flokknum, meðal annars í ýms- um stjórnum í mörg ár, þá hefur Halldór Hermannsson aldrei fengist til að starfa í flokknum. En hann var fljótur að stökkva með Hannibal Valdi- marssyni og Jóni Baldvin Hannibalssyni, en aldrei með Sjálfstæðisflokknum. Það var beðið eftir honum í hálfan mánuð til þess að verða efstur á lista í framboði fyrir Óháða í bæjarstjórnarkosningunum á Isafirði þegar Frjálslyndir og vinstrimenn voru dottnir dauðir niður. Svo ætlar þessi maður að sætta deilur í Sjálfstæðis- flokknum. Nei takk fyrir, við viljum ekki svona mann til að sætta deilur í Sjálfstæðis- flokknum," sagði Ólafur. Ólafur sagðist hafa farið vestur á firði um páskana og hitt þar marga sjálfstæðismenn, sem hefðu verið mjög hissa á málflutningi Halldórs Hermannssonar á fundi í Breiðholti fyrir skömmu, þar sem hann fjallaði um ósamkomulagið í flokknum. Látið leiðast af kommum Geir Hallgrímsson tók til máls og sagði að núverandi ríkisstjórn væri allt önnur en nokkur stjórn sem sjálfstæð- ismenn hafa átt hlutdeild í. „Og því miður hefur núverandi stjórn látið leiðast af kommún- istum, að því marki, að það hlýtur að efla sjálfstæðismenn til andstöðu við stjórnina. Hér er ég ekki að tala um menn, heldur málefni. Ég undirstrika það að við eigum fyrst og fremst að spyrja um málefni. Það er hugsjónin sem við eigum og viljum að rætist, sem mestu máli skiptir. Við eigum að ræða um hvaða stefnu við viljum hafa, og hvernig við getum aflað þeirri stefnu fylgis meðal þjóð- arinnar. Það sem er vandamál Sjálfstæðisflokksins í dag, er ágreiningur um stjórnarstefn- una i landinu og þessa ríkis- stjórn sem nú er við völd. Ég heid ekki að nokkur sannur sjálfstæðismaður geti í raun varið stjórnarstefnu ríkis- stjórnarinnar af sannfær- ingarkrafti," sagði Geir Hall- grímsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.