Morgunblaðið - 12.05.1981, Síða 40

Morgunblaðið - 12.05.1981, Síða 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981 COSPER .11- ......... / 8625 - ■ / (c,piB Þar eð við erum hér alein, langar mig að segja þér frá því sem mér liggur svo mjög á hjarta! ást er... • •. að kyssa vík- inginn, svo hann þegi. TO ftoo U.S. Pat. Off,—aH riQhts resarved • t98f Los Angetes Times Syndicate oftir Konandojl! Með mor^unkaífmu BersýnileKt er. að hér hefur heimilisþjónninn ekki verið að verki! HÖGNI HREKKVÍSI . mi («cm mm ac snm Farsælast að þar sé hver sinn gæfusmiður Guðmundur Jóhannsson skrif- ar: „Því hefur oft skotið upp í huga mínum að stinga niður penna i þeim tilgangi að tjá afstöðu mína til hins margrædda og stóra máls að lögleiða notkun á bílbeltum. Nú er ég hef lokið við lestur langrar og ítarlegrar greinar Inga Bergmanns í Morgunblaðinu 7. þ.m. um þetta mál sem ég var og er sammála í stóru og smáu og er ekki í vafa um, að margir eru þeir sem vildu „Lilju“ kveðið hafa. Bæði þessi grein, svo og skrif Kristins Helga- sonar fyrr í vetur um sama efni, eru mjög ítarlegar og hef ég þar litlu sem engu við að bæta en festi þessar línur fyrst og fremst á blað til að færa þessum mönnum þakkir mínar fyrir að taka mál þetta til svo gaumgæfilegrar athugunar sem raun er á, og að óreyndu vil ég ekki trúa öðru en löggjafinn hugsi sig rækilega um áður en hann veitir hér um ræddu frumvarpi brautargengi. „Eins hrauð er annars nauð“ Margur hefur látið þetta mál til sín taka og mikill áróður hafður uppi fyrir að lögleiða notkun á bílbeltum. Borið hefur þó á einum öðrum fremur, að því er mér virðist, sem er Ólafur Ólafsson landlæknir og máli sínu til stuðn- ings, hefur hann birt ýmsar skýrsl- ur, sem eflaust eru réttar svo langt sem þær ná; en hvort þær segja allan sannleikann, það er ég ekki eins sannfærður um. Ekki dreg ég í efa að bæði landlækni og öðrum þeim, sem stigið hafa hátt í áróðrinum fyrir lögleiðingunni á notkun bílbeltanna, gengur gott eitt til. Ekki ber ég brigður á, að notkun beltanna myndu í mörgum tilfellum draga úr eða koma í veg fyrir slys, en það réttlætir ekki allt málið og ef þetta frumvarp, sem fyrir liggur hjá löggjafanum, yrði samþykkt, þá sannaðist þar, „að eins brauð er annars nauð“. Ilæpin stjórnviska Eins og réttilega kemur fram hjá Guðmundur Jóhannsson Inga Bergmann, þá ber ekki öll slys að með sama hætti og verða ýmsar hliðar þar uppi á málinu. Ekki hef ég tölur um hve margir hafa bjargast út úr bílum á síðustu stundu, en allmargir munu þeir vera og hefðu þeir hinir sömu ekki orðið til frásagnar, ef þeir með löggjafans aðstoð eða skikkan hefðu verið tjóðraðir við bílinn í tortíminguna. Hin síðasta opinbera aftaka hér á landi var framkvæmd 1830, en aftökuheimild úr hegningarlögum þjóðarinnar er ekki afnumin fyrr en 1928. Það er því stigið langt aftur til fortíðarinnar, ef frumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi til að skylda að nota bílbelti, verður samþykkt, því með því er löggjaf- inn í raun að kveða dauðadóm yfir óákveðnum hópi manna, sem hefur sér það eitt til saka unnið að hlýðnast „lögum“ landsins. Mér er ljóst, að hér eru stór orð viðhöfð, en ég held, að erfitt yrði að skjóta sér undan þeirri ábyrgð sem lögleið- ingunni fylgdi. Að ætla að bjarga einum sem á völina, hvort hann notar bílbelti eða ekki á kostnað annars er hæpin stjórnviska og aðgerðir í skjóli valdsins. Kæru áhugamenn um umferðarmál: íhugið mál ykkar betur, áður en þið setjið frekari þrýsting á löggjafann til að fá umrætt frumvarp sam- þykkt. Verið að egna menn til lögbrots Takið upp harðari áróður fyrir notkun beltanna án þess að það sé lögþvingað. Ég er þeirrar skoðunar, að það verði farsætast, að hver og einn sé sinnar eigin gæfu smiður í notkun þeirra. Slæm lög eru verri en engin lög og hræddur er ég um, að með samþykkt slíks frumvarps, sem hér um ræðir, væri beinlínis verið að egna menn til lögbrots og megum við vart við því, ekki löghlýðnari þjóð en við erum.“ Held að ég kysi götuna freinur en gangstéttina Gömul kona skrifar: „Velvakandi! Ég er sammála Jórunni Ólafs- dóttur frá Sörlastöðum um að óráðlegt sé að leyfa hjólreiðar á gangstéttum. Ef það verður leyft, er vandséð, hvar gangandi vegfar- endur eiga að halda sig. Eða er kannski gert ráð fyrir því að allir fari leiðar sinnar á einhvers konar ökutækjum. Með því að leyfa hjólreiðar á gangstéttum yrðu gangandi fólki allar bjargir bann- aðar. Ég kem ekki auga á, hvar maður gæti verið óhultur á eftir. Ég held samt að ég kysi götuna fremur en gangstéttina. Vona að þetta nái ckki fram að ganga Svo undarlega vill til, að margir bílaeigendur Ieggja bílum sínum uppi á gangstéttum sumra gatna og þar standa bílarnir heilu og hálfu dagana, þó að allir viti, að slíkt er óleyfilegt. Þetta er mikill farartálmi fyrir gangandi fólk, og ekki vænkast hagur þeirra, ef hjólreiðar þar bætast ofan í kaup- ið. Ég vona því að þetta nái ekki fram að ganga. Akureyri, 5. mal.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.