Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 30
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981 Kolbeinn á Auðnum: Hagsmunir fjöldans Dragnót eða ekki dragnót er undir fyrirsöKn í Morgunblaðinu 3. apríl síðastliðinn. Þar er greint frá fundi, sem haldinn var siðast- liðinn sunnudag og fjallar um dragnótaveiðar í Faxaflóa. Ég held að flestir, sem þessi mál vörðuðu, hafi haldið, þegar síðast var lokað fyrir dragnót, eftir þá reynsiu, sem þá var fengin og reyndar áður mörgum sinnum, þó sjálfsagt hafi Flóinn aldrei verið eins gjörþurrkaður eins og síðast, þegar lokað var, þá hafi flestir haldið að leyfi fyrir dragnót í Faxaflóa yrði aldrei tekið á dagskrá aftur. Ég vil nú benda þeim á, sem eru ókunnugir þessum málum, að lesa greinar eftir Jó- hann J.E. Kúld í Þjóðviljanum 3. apríl 1980 og einnig grein í sama blaði 2. apríl 1981. Enginn mun væna hann um þekkingarleysi eða hlutdrægni I málflutningi. Þegar eftir 8—9 ára friðun fyrir dragnót þá er komið hér sæmilegt fiskirí og stundað af fjölda báta með góðum árangri. Og þá vakna dragnótadraugarnir og þrýsta á um opnun F'lóans fyrir dragnót. En nú er farið lymskulegar að því, nú hét það vísindaleiðangur. Það var ráðinn (leigður) bátur til rannsóknanna. Fyrir einhverja tilviljun æxlaðist það nú svo, að það var Baldur K.E., eigandi Ólafur Björnsson útgerðar- og alþingismaður. Þarna var trollað með hraða gangandi manns, froskmenn og kvikmyndavélar áttu nú að sýna, hvað dragnótin væri duggunar, pinulítið skaðleg og reyndar alls ekkert skaðleg, svo dauða meinlaus, að hún skemmdi ekki fyrir neinum. Svo fór nú bátunum að fjölga og siðasta sumar voru þeir orðnir 5. Að senda út vísindaleiðangur til að kanna áhrif dragnótaveiða á fisk- gegnd í Faxaflóa er nokkurn veginn álíka skynsamlegt eins og að senda vísindaleiðangur upp á Holtavörðuheiði til að vita hvort það komi snjór þar að vetri til. Dragnótaelskendur segjast engra eigin hagsmuna hafa að gæta fyrir sig, það séu bara hagsmunir fjöldans, sem þeir berjist fyrir. Það er upplýst að 5 bátar, 2 flökunarvélar, 100 manns og dragnótin eru annars vegar, hins vegar á þriðja hundrað bátar með á annað þúsund manns. Þessar veiðar geta ekki farið saman, og að 5 bátarnir og Í00 mennirnir skuli ganga fyrir heitir á máli Ólafs Björnssonar og Guðna Þor- steinssonar, að vinna fýrir fjöld- ann. Það er orðið allmikið mála- og samningaþras út af Blönduvirkj- un. Nokkrir hektarar, já margir tugir hektara munu fara þar undir vatn, sem bændur vilja að sjálf- sögðu fá bætur fyrir. Ekki hefur heyrst um neinar skaðabætur til þeirra rúmlega 200 bátaeigenda kringum Flóann, ekki svo mikið sem að ríkið bjóðist til að kaupa af þeim bátana. Ég hef heyrt nokkra bátaeigendur segja, að það sé ekkert við þessa báta að gera nema selja þá, en hver vill kaupa? Ólafur Björnsson kallar alla báta aðra en dragnótabáta, sport- báta. Hann veit hvað margir bátar róa frá Keflavík, þeir eru þó nokkrir milli 50—100 tonn, 2 bátar róa hér úr Vogum 20 og 100 tonn. Þetta kallar hann sportbáta. Ein- ar Kristinsson segir vel hægt að veiða í dragnót án þess að aðrir fiskistofnar séu í hættu, hann á nefnilega aðra fiökunarvélina. A síðastliðnu hausti var neta- bátur í svonefndum Fláskarðs- krika, sunnan við syðra hraun, það lóðaði vel vestan við trossurnar hans, þá kom þar dragnótabátur og kastaði nótinni ofan í torfuna og fékk fullt trollið af þorski. Þetta var Baldur K.E., eigandi Ólafur Björnsson útgerðar- og alþingismaður. Svo þegar komið var í land þá var 90% skarkoli, 10% þorskur, ekkert fór fram hjá vigtinni. Ekki sáu netabátsmenn neina vísindamenn né kvikmynda- vélar við þessa athöfn, en þeir sögðust hafa viljað gefa hlutinn sinn til að þeir hefðu getað kvikmyndað, þegar þeir á Baldri losuðu nótina. Einhverntíma var nú samt talað um of mikinn þorsk í aflanum og þá var bátum vísað norður fyrir hraun, þar voru netabátarnir, höfðu þar helst frið, en þar með var líka sá friður búinn, dragnótabátarnir skörkuðu með trollið yfir netin og stór- skemmdu og eyðilögðu. Ég er nú ekki frá því, að einhverjir hafi hvíslað þessu að sjávarútvegsráð- uneytinu. Því er haldið fram að það megi veiða skarkola dýpra á haustin, þegar kolinn gengur út úr flóum og fjörðum. Það var ein stór rúsína í pylsuendanum, þegar var verið að þrýsta á um opnun Faxaflóa og við ættum ekki að vera að ala upp kola, til að láta Bretann hirða hann, þegar hann gengi út, það væri eins gott að við nýttum hann sjálfir, heldur en að vera að ala hann upp fyrir helvítis Tjallann. Ólafur Björnsson segir hinsvegar, að þá sé kolinn orðinn svo horaður og verðlaus. Þetta getur maður nú sagt, að séu rök eða hitt þó heldur. Kannski hann hafi farið rannsóknartúra með Guðna Þorsteinssyni til að fitu- mæla kolann. ólafur Björnsson segir, að ekki fáist í dragnótina, nema stærsta ýsa, sem sjómenn kalla graðýsu, það séu svo stórir möskvar í nótinni. Ef svo væri þá fengist enginn koli í þá nót, hann er það smár, það séu bara línu- og færamenn, sem drepi smáfiskinn. Hilmar Biering: Hverfur Fríkirkjan í Reykjavík? Þegar spurt er hvort Fríkirkjan í Reykjavík sé að hverfa dettur sjálfsagt einhverjum í hug að hér væri um að ræða verkefni fyrir húsfriðunarnefnd því vissulega væri það sjónarsviptir að þessi fallega kirkja við Reykjavíkur- tjörn hyrfi og setti ekki lengur svip á bæinn. En það er ekki húsið sem er að hverfa heldur söfnuðurinn sem er smátt og smátt að hverfa í fjöld- ann og þótt tölur séu leiðinlegur rökstuðningur þá finnst mér samt rétt að nota einmitt þennan rök- stuðning sem grundvöll fyrir spurningunni. Ef litið er til tveggja þrjátíu ára tímabila þá kemur eftirfarandi í ljós: Árið 1920 voru íbúar Reykjavík- ur 17.450 og í Fríkirkjusöfnuðin- um 5.806 safnaðarmeðlimir eða 33,3% af bæjarbúum, það er að segja, þriðji hver bæjarbúi var í söfnuðinum. Árið 1950 voru bæjarbúar 55.980 en í söfnuðinum voru þá 7294 eða 13,0%. Árið 1980 voru íbúar Reykjavík- ur 83.449 og í söfnuðinum voru 5.777 safnaðarmeðlimir eða 6,9% en það þýðir að nú er ekki einu sinni sjöundi hver Reykvíkingur í Fríkirkjusöfnuðinum. Kirkjusókn og safnaðarstarf í Fríkirkjunni er hvorki lakara né betra en í öðrum kirkjum í höfuðborginni og hér er því ekki í raun um trúmál né trúaráhuga að ræða en ef til vill má aftur leita, þótt ótrúlegt kunni að virðast, í hagskýrslur til þess að finna skýringu á fækkuninni í Frí- kirkjusöfnuðinum. Hagstofa íslands gaf út skýrslu um manntal á íslandi sem fram fór 2. desember 1940 og í stað þess að finna þar þurrar tölur bregður nú svo við að þegar skipta á þjóðinni í „trúfélög" eins og venju- lega í hagskýrslum þá segir svo orðrétt: „1940 voru 3 fríkirkju- söfnuðir á landinu, einn í Reykja- vík og grennd, annar í Hafnarfirði og Garðahreppi og hinn þriðji í Suður-Múlasýslu. Þar sem frí- kirkjan greinir ekkert á við þjóð- kirkjuna í trúarefnum eru þessir söfnuðir taldir með þjóðkirkj- unni.“ Hér líkur tilvitnun í skýrslu Hagstofunnar en- á þessu sama ári, 1940, nánar tiltekið í október eru fjögur ný prestaköll auglýst laus til umsóknar hér í Reykjavík samkvæmt samþykkt frá Alþingi. Með þessum nýju prestaköllum hefst skipting Reykjavíkur í prestaköll eftir búsetu í borginni. í vaxandi borg er þetta eðlileg þróun og þegar þess er gætt að fjölgun borgarbúa byggist aðal- lega á flutningi fólks víðsvegar að af landinu til Reykjavíkur og að þetta sama fólk hafi tilheyrt þjóðkirkjunni hvert í sinni heima- hyggð er ekki nema eðlilegt að fólkið haldi áfram að tilheyra þjóðkirkjunni og stækkun byggð- arinnar í Reykjavík leiðir einnig af sér að fríkirkjufólk sem flyst úr nágrenni Fríkirkjunnar flytjist í hin nýju prestaköll sem nær eru heimili þeirra. Fleiri skýringar mætti telja fram eins og til dæmis þær að börn óski þess að fermast með skólasystkinum sínum og nágrönnum fremur en að fara oft um langan veg til fermingarundir- Hilmar Biering búnings og ekki aðeins eðlilegt heldur æskilegt að fólk festi rætur í umhverfi sínu. Eins og áður er vitnað til greinir Fríkirkjuna ekkert á við Þjóð- kirkjuna i trúarefnum og í þriðju grein laga fríkirkjusafnaðarins segir svo orðrétt: „Guðsþjónustur og aðrar kirkjulegar athafnir fara fram samkvæmt helgisiðabók ís- lensku þjóðkirkjunnar." Við verðum að fara aftur allt til ársins 1899 til þess að finna ástæðuna fyrir því að Fríkirkjan varð til. Dr. Jón Helgason, biskup, segir svo frá að á því ári hafi verið samþykkt lög um dagsverk, offur og lausamannsgjald til prests og um ljóstolla og lausamannsgjald til kirkju en sérstaklega 4 kr. offrið varð þess valdandi að all- mikið brot úr söfnuðinum sagði sig úr dómkirkjunni og 19. nóv- ember 1899 var stofnaður Hinn lútherski kristilegi fríkirkjusöfn- uður. Það er ekki úr vegi að geta þess að þetta sama ár 1899, stofnaði séra Friðrik Friðriksson KFUM og K sem hverjum þeim sem kynnst hefur mun ávallt þykja vænt um. En saga KFUM og Fríkirkjunnar er ekkert frekar samofin þeirri kirkju en sögu Þjóðkirkjunnar. Fríkirkjan í Reykjavík fékk viðurkenningu réttra stjórnvalda að því tilskyldu að söfnaðurinn kæmi sér upp sómasamlegu guðs- þjónustuhúsi eins og það var orðað. Um sumarið 1902 var unnið að kirkjubyggingu handa frí- kirkjusöfnuðinum í Reykjavík og var byggingin langt komin í árslok en 22. febrúar 1903 var Fríkirkjan hátíðlega vígð. Þess er getið í samtíma heimild- um að þegar Fríkirkjan var vígð hafi flestir í Fríkirkjusöfnuðinum verið tómthúsmenn og fátækar fjölskyldur, aðeins nokkrir iðnað- armenn, allvel efnum búnir, en engir ríkismenn og engir embætt- ismenn. Þrátt fyrir samsetningu safnað- arins eða ef til vill vegna hennar reyndist kirkjan of lítil og 1905 var kirkjan stækkuð og enn varð að stækka kirkjuna árið 1924. Þess má þó geta varðandi stærð kirkj- unnar að þegar Eimskipafélag íslands var stofnað árið 1914 átti stofnfundurinn að fara fram í Iönaðarmannahúsinu í Reykjavík en fundarstaðurinn reyndist of lítill þegar fundur átti að hefjast og var því fundarstaðurinn fluttur úr Iðnó í Fríkirkjuna þar sem einnig var haldinn framhalds- stofnfundur Eimskipafélagsins. Að segja sögu Fríkirkjunnar og fríkirkjusafnaðarins verður ekki gert í einni blaðagrein og helst ekki í einni bók því þá yrðu óhjákvæmilega að verða sögulok en það er einmitt tilgangur þess- arar greinar að vekja fólk til umhugsunar um að ekki megi verða sögulok fríkirkjusafnaðar- ins í neinni framtíð. Saga Frí- kirkjunnar má ekki heyra sögunni til. Hér að framan hafa verið leidd rök að þvi að ef til vill sé Fríkirkjan í Reykjavík að hverfa vegna þess að safnaðarfólki fer fækkandi og einhver kann að spyrja hvort það sé ekki eðlilegt því nú sé ekki lengur um ljóstoll eða lausamannsgjöld til kirkjunn- ar að ræða, fátækar fjölskyldur séu orðnar fáar og iðnaðarmenn orðnir ríkismenn. Við Islendingar lifum enn eftir opinberum tilskipunum og þótt skipt hafi verið um nöfn á tollum og gjöldum þá berum við enn og munum bera þessar byrðar. En ekkert bannar okkur að iðka trú okkar í frjálsri kirkju sem ekkert greinir á við þjóðkirkjuna í trúar- efnum. Eitthvað finnst manni nú skjóta skökku við, dragnótin veiðir ekki nema stærstu ýsu, og þá togarar auðvitað ekki heldur, því það er sama möskvastærð, en svo heyrir maður að verið er að friða svæði víðsvegar kring um landið vegna smáfisks. Enginn skipstjóri fer að kasta trolii þar sem allur fiskur fer í gegnúm það, og þó svo slysalega vildi til að einhverjir tittir lentu nú ípokanum þá er það eign ríkisins. Ég býst nú við að flestum sjómönnum þyki ríkið ganga það nærri buddunni sinni, að þeir séu ekki mjög ginkeyptir fyrir því að kútta og ísa smáfisk fyrir ríkið. Ég veit af einum manni, sem væri líklegur til þess. Hann átti í einhverjum útistöðum við Vegagerðina út af snjómokstri á Hellisheiði. Hann var spurður: „Hvernig er snjórinn á Hellisheiði núna?“ Hann svaraði því ekki, en daginn eftir kom hann upp á Vegamálaskrifstofu berandi poka á baki sér fullan af snjó; hann hvolfdi úr pokanum á gólfið og sagði: „Svona er snjórinn á Hellis- heiði núna,“ og labbaði út með tóman pokann. Ef þessi maður hefði nú verið sjómaður, gæti hann hafa komið með poka af smáfiski, hvolft úr honum við fætur fjármálaráðherra og sagt: „Þetta er hlutur þinn úr aflanum í dag,“ það er að segja ef þessi maður hefur einhverntíma verið til. Ég er nú orðinn svo gamall, að ég býst ekki við að renna öngli í sjó úr þessu svo ég hef ekki persónulegra hagsmuna að gæta, en ég get þó ekki látið fram hjá mér fara að mig hryllir við því skelfilega slysi, sem af því hlytist, ef Faxaflói yrði opnaður fyrir dragnót. 25. apríl 1981. Kolbcinn á Auðnum. Furðuteningur til sölu hér ÞESSI teningur gefur yfir 3 miiljarða möguieika á litasam- setningum. betta er gesta- þraut, sem farið hefur eins og logi yfir akur erlendis og m.a. var skrifuð um þennan tening stór og mikil grein í banda- ríska tímaritið Scientific Am- erican og á forsíðu hlaðsins birt mynd af honum. Ennfrem- ur var hans getið í fleiri blöðum. I áðurnefndri grein segir að áður hafi slík gestaþraut ekki náð jafnmikilli útbreiðslu og þessi teningur. í greininni segir að teningurinn sé ekki aðeins snjöll hugmynd að gestaþraut, heldur og mjög snjöll hönnun og það tók höfund greinarinnar í Scientific American hálfan mánuð að leysa þrautina. Teningurinn mun vera gam- all, því að franskur sendiráðs- maður hefur sagt að hann muni eftir að hafa séð slíkan tening í Istanbul 1920 og síðar í Mar- seilles 1936. Voru þeir gerðir úr tré. Árið 1976 fékk svo japansk- ur maður teninginn skráðan á einkaleyfi í Japan. Þessi tening- ur er nú kominn til Islands og er seldur hjá Magna á Laugavegi 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.