Morgunblaðið - 12.05.1981, Page 16

Morgunblaðið - 12.05.1981, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ1981 Þátttakendur á ráðstefnunni við náttsöng í Skálholtskirkju. Kirkjuritið efndi til ráðstefnu myndlistar- manna og guðfræðinga í Skálholti helgina 2. og 3. maí sl. Rætt var um trúar- lega list og sóttu ráðstefn- una 16 manns, m.a. for- maður Félags íslenskra myndlistarmanna, Sisrún Guðjónsdóttir, og skóla- stjóri Myndlista- og hand- íðaskólans, Einar Ilákon- arson. Ráðstefnustjóri var dr. Gunnar Kristjánsson. Að sögn séra Bernharðs Guð- mundssonar, fréttafulltrúa Þjóð- kirkjunnar og ritstjóra Kirkju- ritsins, voru umræður á ráð- stefnunni fjörugar og myndaðist þar sérlega skemmtilegt samfé- iag. „Einhuga ósk kom fram á ráðstefnunni um að komið yrði á fót nefnd til ráðgjafar um búnað og gerð kirkjubygginga. Slík nefnd væri til ráðgjafar jafnt þegar kirkjan væri á hönnun- arstigi og eins þegar óskað væri eftir að fegra hana síðar með myndverkum. Þá kom fram vilji fyrir því að efnt verði til sýningar á mynd- verkum með trúarlegu efni í tilefni kristniboðsársins," sagði Bernharður. Þrír ráðstefnugestanna, Sig- rún Gísladóttir, Richard Valtin- gojer og dr. Gunnar Kristjánsson gengu á fund biskups sl. miðviku- dag og báru undir hann þessar óskur ráðstefnumanna. Biskup fagnaði þessum tillögum og mun þeim væntanlega verða komið í framkvæmd. í Skálholti höfðu myndlistar- mennirnir sýningu á verkum sínum, bæði voru myndir hengd- ar upp í setustofu lýðháskólans og skyggnimyndir sýndar af kirkjuskreytingum, glermunum og keramik. Þá voru kynntar vinnuteikningar og sýnishorn af textilvinnu, t.d. höklum og vegg- myndum. Einnig voru kynnt sýn- ishorn af erlendri trúarlegri list. Bernharður sagði að glögglega hefði komið í ljós að þörf er á námskeiði um kirkjulist bæði fyrir listamenn og forráðamenn safnaða. Við morgunbæn á sunnudag í Skálholtskirkju máluðu þátttak- endur sameiginlega myndverk yfir texta dagsins: „Komið til mín allir þér sem erfiðið og þunga eru hlaðnir og ég mun veita yður hvíld.“ Tóku allir þátt í því starfi, listamenn, guðfræð- ingar, heimspekingar, listfræð- ingar, félagsfræðingar sem og aðrir viðstaddir. Skreytir hin 8 metra langa mynd nú matsal Skálholtsskóla. Sumarhefti Kirkjuritsins sem kemur út í júnílok mun birta bæði myndir og greinar um kirkjulist eftir þátttakendur ráðstefnunnar. Þetta er önnur ráðstefnan sem Kirkjuritið efnir til með listamönnum og guðfræð- “Ekki Listaverkið sem ráðstefnugestir máluðu við morgunbæn í Skálholtskirkju skreytir nú matsal Lýðháskólans i Skálholti. bylting heldur hagræðing"" Rætt við myndlistar- menn og guðfræðinga sem voru á ráðstefnu Kirkjuritsins um list og trú í Skálholti helgina 2. og 3. maí Oddur Albertsson, æskulýðsfulltrúi Heimir Steinsson, rektor Skálholtsskóla Gestur Þorgrímsson, myndhöggvari Dr. Gunnar Kristjánsson, Richard Valtingojer og Sigrún Gisladóttir ræða við biskup íslands, dr. Sigurbjörn Einarsson, um ályktanir ráðstefnunnar i Skálholti. ingum. í fyrra voru skáld í Skálholti í samræðu við kirkj- unnar menn og birtist árangur þeirrar samveru í Kirkjuritinu undir yfirskriftinni: Skáld og trú. Séra Bernharður Guðmundsson sagði að áætlað væri að hafa slíkar ráðstefnur í Skálholti ár- lega, en staðurinn þykir henta einkar vel til slíkra samvera. Dvalist er í húsakynnum Skál- holtsskóla. „Skref í þá átt að auka og bæta myndlist í kirkjum“ „Það kom strax í ljós að mjög brýn þörf er á náinni samvinnu presta og listamanna," sagði Gestur Þorgrímsson myndhöggv- ari. „Þarna voru allir sammála um allt sem bar á góma. Meðal annars um það að auka þirrfi myndlist í kirkjum og safnaðar- heimilum og vanda val á lista- verkum. En þótt allir hafi verið sam- mála komu fram ýmis mismun- andi sjónarmið, persónulegar skoðanir hvers og eins. Ég þekki marga presta og þekki flesta þá sem voru í Skálholti persónulega. En þó hef ég aldrei áður tekið þátt í svo alvarlegum umræðum um kirkjuleg málefni út frá sjónar- miði myndlistar. Ég vænti því mikils af þessari ráðstefnu. Hana sóttu að vísu ekki margir en hún var þó vísir að einhverju. Og ef ályktanirnar sem gerðar voru verða að veruleika er það áreiðanlega skref í átt til þess að auka og bæta myndlist í kirkjum landsins." Gestur sagði að eitt hið athygl- isverðasta við þessa ráðstefnu hefði verið þau kynni sem tókust. „Þarna tókust miklu nánari kynni en ég hafði haldið. Hópur- inn blandaðist svo vel saman. En þó skipti hann sér aftur strax að ráðstefnunni lokinni. Prestarnir sátu saman og lista- mennirnir saman. En það þarf ekki að sýna fram á annað en að það sem fyrst og fremst batt okkur saman var það sem við vorum að vinna að. Við vorum öll ákveðin í að gera okkar besta og það voru áreiðanlega engir for- dómar fyrir hendi. Það er ekki svo lítill árangur út af fyrir sig,“ sagði Gestur að lokum. „Sjálí kirkjulistin var sameiningarpunkturinn“ Séra Heimir Steinsson, rektor Skálholtsskóla, er einn prest- anna sem sótti ráðstefnuna. „Þetta var mjög jákvæð og skemmtileg ráðstefna," sagði hann. „Ég er orðinn þó nokkuð vanur slíkum ráðstefnum í Skál- holti og þær hafa alla jafna farið mjög vel fram. Þessi er þó tvímælalaust í hópi hinna bestu. Ég hafði sérlega gaman af því samfélagi sem strax myndaðist. Mjög fljótlega kom í ljós ótví-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.