Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 48
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ1981 Hutchison skoraði bæði mörkin - jafntefli í 100. úrslitaleiknum ÞRÁTT FYRIR að leikið væri í 120 mínútur í 100. úrslitaleiknum í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu á laugardag. tókst ekki að ná fram úrslitum í leiknum. Lið Tottenham og Manchester City skildu jöfn. 1 — 1. Man. City hafði forystuna í hálfleik, 1—0. Það var Tommy Ilutchison sem skoraði markið á 30. mínútu leiksins, með glæsilegum skalla. Hutchison átti eftir að koma mikið við sögu í leiknum, þvi að aðeins átta mínútum fyrir leikslok reyndi hann að koma í veg fyrir þrumuskot frá Glenn Hoddle en tókst ekki betur til en svo að boltinn fór í öxlina á honum. breytti stefnu og fór i netið. Hefði boltinn ekki breytt stefnu af Hutchison er talið fullvist að Corrigan markvörður City hefði varið skotið örugglega. Liðin verða því að reyna með sér aftur á Wembley og munu þau mætast þar næstkomandi fimmtudags- kvöld. Baráttuleikur Leikur Tottenham og Man. City á laugardag þótti ekki vera mjög vel leikinn. Að sögn fréttaskeyta og þula BBC, einkenndi mikil bnrátta og taugaspenna leikinn, frá upphafi. Og svo þreyttir voru leikmenn beggja liða orðnir er til framlengingar kom að í sjálfri framlengingunni féllu þeir unn- vörpum niður á leikvanginn með krampa, eða sinadrátt í fótum. Framkvæmdastjórar beggja liða höfðu lofað góðri knattspyrnu í leiknum. En leikmenn liðanna náðu aldrei réttum takti í leik sinn. Sér í lagi voru hinir sterku miðvallarleikmenn Tottenham, þeir Richardo Villa, Osvaldo Ar- diles og Glenn Hoddle, slegnir út af laginu. Þeim tókst aldrei að ná tökum á miðju vallarins. Gerry Gow, Paul Power og Steve MacKenzie hjá City börðust eins og ljón og gáfu þeim aldrei frið til þess að byggja upp sóknar- Tottenham - Man. City 1—1 lotur á miðjunni. Leikmönnum Tottenham tókst því ekki að ná sér verulega á strik í leiknum. Man. City átti mun meira í fyrri hálfleiknum og átti svo sannar- lega skilið að hafa forystuna í hálfleik. Elsti maöur- inn skoraði Það var elsti leikmaðurinn á vellinum sem skoraði fyrsta mark- ið. Tommy Hutchison, 33 ára gamall, skoraði á 30. mínútu ieiksins. Það var bakvörðurinn, Ray Ranson, sem átti heiðurinn af markinu. Hann braust upp hægri kantinn og gaf vel fyrir markið. Glæsileg sending hans var svo til beint á höfuðið á Hutchison. Hann lét tækifærið sér ekki úr greipum ganga og skallaði af miklu öryggi í markið, af 8 metra færi. Lið City átti mun meira í leiknum og sótti oft stíft í fyrri hálfleiknum. Á fyrstu fjórum mínútum leiksins fékk City fjórar hornspyrnur. Fyrsta markskotið sem Tottenham átti kom á 9. mínútu. Glenn Hoddle átti gott skot en beint á Corrigan, mark- vörð City. Corrigan varði mjög vel á 25. mínútu. Tony Galvin komst óvaldaður inn í vítateig og skaut góðu skoti. Corrigan sýndi glæsi- leg tilþrif þar sem hann sló boltann rétt yfir þverslána. City átti stangar- skot og gat gert út um leikinn Tottenham sótti heldur í sig veðrið í síðari hálfleiknum. Á 56. mínútu átti Garth Crooks hörku- skot sem smaug framhjá stöng- inni. En aðeins þremur mínútum síðar gat Man. City gert út um leikinn. Steve MacKenzie fékk mjðg gott marktækifæri. En taug- ar hans voru ekki í lagi. Hann misnotaði tækifæri sitt og skaut í stöngina. Þar fór eitt besta mark- tækifæri leiksins forgörðum. Um miðjan síðari hálfleik var Richardo Villa tekinn út af hjá Tottenham og táningurinn Garry Brooke kom inná. Þessi skipting hleypti lífi í lið Tottenham. Og loks þegar 10 mínútur voru til leiksloka jafnaði Tottenham leik- inn, 1—1. Ardiles náði boltanum og brun- aði upp að marki City. Gow hindraði hann gróflega rétt utan við vítateig og réttilega var dæmd aukaspyrna. Ardiles tók spyrnuna rétt fimm metrum utan við víta- teiginn. Ardiles renndi boltanum til Steve Perryman sem lagði upp gott skot fyrir Glenn Hoddle. • Markvörður Manchest- er City, Joe Corrigan, átti snilldarleik og varði oft meistaralega. Hoddle kom á fullri ferð og skaut af um 25 metra færi. Þrumuskot hans fór í Hutchison sem var ekki í varnarvegg City og af honum í markið. Þrátt fyrir mikla baráttu tókst hvorugu liðinu að knýja fram sigur í leiknum. Lið City átti mun meira í framlengíngunni en Tottenham varðist vel. Bæði liðin léku 4-3-3 Bæði liðin beittu leikaðferðinni 4-3-3. Liðin voru skipuð eftirtöld- um leikmönnum. Tottenham (4-3-3): Milija Alek- sic, Chris Hughton, Paul Miller, Graham Roberts, Steve Perry- man, Richardo Villa, Osvaldo Ar- diles, Glenn Hoddle, Steve Archi- bald, Garth Crooks, Tony Galvin, Garry Brooké. Manchester City (4-3-3); Joe Corrigan, Ray Ranson, Nicky Reid, Tommy Caton, Bobby McDonald, Paul Power, Gerry Gow, Steve MacKenzie, Dave Bennett, Kevin Reeves, Tommy Hutchison, Tony Henry. Dómari: Keith Hackett. Besti leikmaður Man. City var markvörður liðsins, Joe Corrigan, sem varði hvað eftir annað mjög vel. Þá átti Tommy Hutchison góðan leik og Ransom. I liði Tottenham lék Ardiles mjög vel, Hughton og Garry Brooke áttu og góðan leik. 300 milljónir horfðu á leikinn í sjónvarpsútsendingu Mikil viðhöfn var í sambandi við þennan úrslitaleik sem var sá 100. í röðinni. Uppselt var á Wembley og verð miða á svartamarkaðinum fyrir utan völlinn var um 60 til 80 pund í stæði. Talið er að um 300 milljónir manna um allan heim hafi fylgst með leiknum í beinni sjónvarpsútsendingu. Tekjur af aðgangseyri að leiknum námu 703.215 þúsund sterlingspunda. Eða 10.500 milljónir íslenskra króna. Góður skildingur það. Og reiknað er með annarri eins summu í kassann á fimmtudags- kvöldið. — ÞR. • Tommy Hutchison, elsti leikmaðurinn sem tók þátt í leiknum, 33 ára. Tommy skoraði fyrst á 30. mínútu með skalla fyrir lið sitt, City, en aðeins átta mínútum fyrir leikslok skoraði hann svo sjálfsmark. Fimleikadeild Námskeið í fimleikum fyrir byrjendur, stúlkur og drengi, verður haldið í íþróttahúsi Breiðholtsskóla og hefst í dag, 12. maí. Kennsla hefst daglega kl. 18. Innritun á staðnum. Leiðbeinandi Vigfús Helgason íþróttakennari. Stjórnin • Argentínumaðurinn Ardiles átti bestan leik af leikmönnum Tottenham. Hér er Ardiles á fullri ferð með boltann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.