Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 44
Síminná QQflQQ afgreiöslunni er OOUOO í>fi0iwinWa^itíi 1 Sími á ritstjórn -j A -j nr\ og skrifstofu: IUIUU 2ttt>r£unMaíiií> ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981 Raforkufrumvarp ríkisstjórnarínnar: Engin ákvörðun um virkjun fyrr en í haust Sextíu dauðir fýlar fund- ust í fjörunni við Útskála- hamar í Kjós eftir heim- sókn hyssumanna á föstu- dasskvöidið. Pétur Hjalta- son á Kiðafelli sagði, að þetta jjerðist á hverju ári, þótt ekki væri vitað um slíkt í svo miklum mæli sem nú. Sjá frásögn á bls. 2. Ljósm. Mbl. Kristján. RÍKISSTJÓRNARFRUMVARP til la>{a um raíorkuver var laíít fram á Alþinni í Kar. ok síðdegis í gær kynnti Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra frumvarpið fyrir hlaðamönnum. t fyrstu Krein frumvarpsins se(íir svo: „Ríkisstjórninni er heimilt að semja við Landsvirkjun um að reisa ok reka eftirtaldar vatnsaflsvirkjanir. en takist slíkir samnin«ar ekki verði Rafmagnsveitur ríkisins virkjunar- aðili. — Virkjun við Blondu í Blöndudal (Blönduvirkjun). með allt að 180 MW afli. — Virkjun við Jökulsá í Fljótsdal (Fljótsdalsvirkjun). með allt að 330 MW' afli. — Virkjun Héraðsvatna við ViIIinKanes (VillinKanes- virkjun). með allt að 40 MW' afli. A sama hátt getur ríkisstjórnin heimilað Landsvirkjun: — Að stækka Hrauneyjafossvirkj- un í allt að 210 MW' afl. — Að gera ráðstafanir sem nauð- synlegar þykja til að tryggja rekstur orkuveranna á Þjórsársvæðinu og koma vinnslugetu þeirra í eðlilegt horf, m.a. með Kvíslaveitu, stækkun Þórisvatnsmiðlunar og stíflu við Sultartanga. — Að virkja á ármótum Þjórsár og Tungnaár við Sultartanga (Sult- artangavirkjun), með allt að 130 MW afli.“ Hjörleifur Guttormsson tók fram á blaðamannafundinum í gær að hér að ofan væri virkjunum raðað í stafrófsröð, það er Blanda, Fljóts- dalur og Villinganes, en ekki yrði tekin ákvörðun um forgangsröð fyrr en í fyrsta lagi í tengslum við afgreiðslu lánsfjárlaga um eða eftir næstu áramót. Hjörleifur sagði sam- Meðvitundar- laus á gjör- gæzludeild SJÖ ÁRA stúlka var hætt komin í sundlauginni við Laugaskóla í Ilvammssveit í Dalasýslu í gær- morgun. Þegar komið var að henni á laugarbotninum var hún búin að missa meðvitund og hætt að anda. Eftir lífgunartilraunir tókst að koma andardrættinum í gang og var stúlka síðan flutt til Reykja- víkur með þyrlu Landheigisgæzl- unnar í umsjá læknisins í Búðar- dal. Stúlkan var enn meðvitundar- laus á gjörgæzludeild Borgrspítal- ans í gærkvöldi komulag hafa náðst um frumvarpið á ríkisstjórnarfundi á laugardaginn, og kvaðst ekki kannast við þau ummæli er dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra lét nýlega falla í útvarpsþætti, að forgangsröð raf- orkuveranna yrði ákveðin fyrir þing- lok í vor. Sagði hann frumvarpið hafa verið unnið í fullu samráöi við forsætisráðherra, sem hefði séð það í nær endanlegu formi áður en hann hélt utan í síðustu viku. Á blaðamannafundinum greindi ráðherrann frá því, að samkvæmt nýjustu útreikningum, væri Blöndu- virkjun talin 20% hagkvæmari en Fljótsdalsvirkjun, ef einungis er miðað við krónur á kílówattstund á ári. Ýmis þjóðhagsleg hagkvæmni yrði þó einnig að vera með í reikningnum sagði iðnaðarráðherra svo sem sú staðreynd að mun meira miðlunarrými væri á svæði Fljóts- dalsvirkjunar en Blöndu. Þá væri þegar samið við landeigendur í Fljótsdal, og fleira mætti nefna, en ekki vildi Hjörleifur segja hvort hann teldi þetta jafna út það „20% hagkvæmnisforskot" sem Blöndu- virkjun hefði. Hann neitaði einnig að segja hver væri hans persónulega skoðun á því hvor virkjunin skyldi fyrr byggð. í greinargerð frumvarpsins er sérstaklega vikið að því að Lands- virkjun sé samkvæmt gildandi lög- um virkjunaraðili á Þjórsársvæðinu, og að jafnframt sé eðlilegt að leitað verði samninga við fyrirtækið um byggingu Fljótsdals- og Blönduvirkj- ana, sem og annarra meiriháttar virkjana í landinu. Skýrt er hins vegar tekið fram, að „takist slíkir samningar ekki verði stuðst við Rafmagnsveitur ríkisins eftir því sem aðstæður bjóða, og eru raf- magnsveiturnar að óbreyttu áfram virkjunaraðili við Blöndu- og Fljóts- dalsvirkjun". Sjá fréttir iik fráMiKn hls. 2 uie 22. Mikil aukning í verkun saltfisks VERTÍÐARFISKUR hefur í auknum mæli verið saltaður i ár «g er veruleg aukninK í saltfiskframleiðslunni miðað við síðasta ár, sem þó var mesta framleiðsluár saltfisks síðan ár- ið 1952. Endanlegar tölur liggja ekki fyrir um saltfiskframleiðsluna í vetur.en talið er að um síðustu mánaðamót hafi verið búið að framleiða um 41 þúsund tonn af óverkuðum saltfiski, en var tæplega 37 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Er því um rösklega Hátt í 20% meira saltað til 8. maí, en á sama tíma í fyrra 10% aukningu að ræða í þessari verkunargrein fyrstu fjóra mán- uði ársins. Ljóst er að sú hlut- fallstala á enn eftir að hækka verulega, þegar tíminn fram til 8. maí, þ.e. lok netavertíðar, hefur verið gerður upp. Reikna má með, að 41 þúsund tonn af saltfiski séu um 100 þúsund tonn af fiski upp úr sjó. 1. maí hafði verið afskipað um 10 þúsund tonnum af óverkuðum þorski, auk lítils háttar magns af öðrum tegundum. Eftir er að afskipa 30 þúsund tonnum upp í fasta samninga, sem gerðir voru við Spán og Portúgal í vetur. Af því magni fara væntanlega 14— 16 þúsund tonn í þessum mánuði og þeim næsta. Birgðasöfnun og verðlækkun á áli „I>AÐ ER ckki hægt að neita því, að markaðurinn er mjög lélegur um þessar mundir,“ sagði Ragn- ar Ilalldórsson, forstjóri ÍSAL, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir markaðshorfum fyrir framleiðslu fyrirtækisins. „Þessi slæma markaðsstaða hef- ur svo þýtt mjög aukna birgða- söfnun víða um heim. Hjá okkur eru birgðir 3,5 sinnum meiri en í venjulegu árferði, en annars stað- ar sem við þekkjum til er hún um fjórum sinnum meiri," sagði Ragnar Halldórsson ennfremur. Þá sagði Ragnar Halldórsson, að þessi slæma markaðsstaða hefði auðvitað haft í för með sér stöðnun og jafnvel verðlækkun á álframleiðslu. — „Verðið fyrir hvert tonn á síðasta ári var á bilinu 1700—1800 Bandaríkjadoll- arar, en f)ú er verðið á bilinu 1400—1500 Bandaríkjadollarar,“ sagði Ragnar Halldórsson. Um ástæður þessa sagði Ragn- ar, að almennt bágborið efnahags- ástand í heiminum væri höfuðor- sökin. Hann sagðist hins vegar vona, að þetta væri aðeins tíma- bundið ástand, og málin myndu þróast til betri vegar innan tíðar. Að síðustu sagði Ragnar Hall- dórsson um birgðasöfnunina, að nú væri hjá þeim í Straumsvík um mánaðarframleiðsla, „en við höf- um séð það svartara áður“. Þingmenn heimsækja Sovétríkin FORSETAR AlþinKÍs ok fulltrúar þingflokkanna halda til Sovétríkj- anna 28. maí nk. í boði æðstaráðs Sovétríkjanna. Boð þetta er endur- Kjald fyrir heimsókn fulltrúa æðstaráðsins til íslands fyrir nokkru. Förinni er mcðal annars heitið til Moskvu, Kiev og Eist- lands. Að sögn Jóns Helgasonar forseta sameinaðs Alþingis verður þetta vikuferð. Dagskrá er enn ekki fyrir- liggjandi en vitað er, að ofangreind- ir staðir verða heimsóttir. Sex manns var boðið til fararinnar og verða þeir eftirtaldir: Jón Helgason, Sverrir Hermannsson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Stefán Val- geirsson, Geir Gunnarsson og Magnús H. Magnússon. Sagði Jón Helgason að ákveðið hefði verið að stærstu flokkarnir sendu tvo menn hver en hinir einn. Þá reiknaði Jón með að skrifstofustjóri Alþingis, Friðjón Sigurðsson, yrði einnig með í förinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.