Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1981 „Útiloka ekki stóriðju við Reyðarf jörð“ - segir Hjörleifur Guttormsson „FARIÐ vorði með (íát i upp- byKBÍnKU orkufreks nýiðnaðar (>K tryjjKt vcrði virkt íslenskt forra“ði. m.a. með því að leiíKja í fyrstu áherslu á þá kosti að öðru jofnu. sem minni eru í sniðum <>k viðráðanleKastir. Höfuðáhersla verði iöKð á slíka miðlunKsstóra iðnaðarkosti (100 til 500 GWh) fram undir lok þessa áratuKar.“ — FramanKreind tilvitnun er í KreinarKerð með frumvarpi því er Hjörleifur Guttormsson kynnti í K*r, ok fjallar um uppbyKKÍnKU raforkuvera hér á landi næstu 10 til 15 árin. Á blaðamannafundi vegna frum- varpsins sagði Hjörleifur, að þessi klausa táknað alls ekki að útilokað væri að stóriðja risi við Reyðar- fjörð í tengslum við virkjun á Fljótsdal. Hann sagði hins vegar að þarna væri skýrt kveðið á um að horft væri fremur til smærri fyrirtækja, en veittu um 100 til 120 manns atvinnu, heldur en til stórfyrirtækja á borð við Álverið í Straumsvík, þar sem vinna um 700 manns. Gúrkur lækka um þriðjung „ÞEIR garðávextir, sem komnir eru nú. eru helst gúrkur og salad og tómatar eru að byrja að sjást,“ sagði Þorvaldur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Söluíélags garðyrkjumanna, í samtali við Morgunblaðið. Þorvaldur sagði, að nú væri nóg af gúrkum og hefði verð þeirra lækkað um þriðjung nýlega. Þorvaldur sagði, að heildsöluverð á gúrkum væri nú 18 krónur hvert kíló af fyrsta flokki, verð á saladi væri 5 krónur og 10 aurar hver haus, en verðið á tómötum væri 39 krónur hvert kíló af fyrsta flokki. Hins vegar myndi verðið á tómötunum lækka eftir því sem framboðið ykist. Ragnar Jónsson veit- ingamaður látinn RAGNAR Valur Jónsson, fyrr- verandi veitingamaður í Þórs- café, er látinn í Reykjavík. 68 ára að aldri, en hann var fæddur 30. júní 1912 í Gaulverjabæ í Árnes- sýslu. Ragnar Jónsson fékk meistara- bréf í veitingarekstri árið 1943. Hann stundaði veitinga og gisti- húsarekstur í Reykjavík um ára- bil, auk þess í Vaglaskógi sex sumar á árunum 1945 til 1952. Ragnar stofnaði Þorscafé árið 1945 og rak það um langt árabil. Ragnar Jónsson var giftur Júlí- önu Sigurbjörgu Erlendsdóttur frá Vestmannaeýjum. Orkuþingi frestað að ósk þingflokka „VIÐ VORUM alveg sammála hinum flokkunum um að þetta væri ómöguiegur tími fyrir þing- menn á lokadögum þinghalds, og því skrifaði ég undir heiðni þess efnis, að orkuþinginu yrði fresta fram i júní,“ sagði Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Mb!.. er hann var inntur eftir ástæðum þess. að hann ásamt formönnum alira þingflokka skrifaði undirbúningsnefnd fyrir orkuþinK bréf fyrir helKÍna, þar sem óskað var eftir frestun þess. „Mitt álit er það, að ágætt sé að halda orkuþing í júní, en hins vegar hefði ég ekki samþykkt frestun fram á haustið eins og sumir ræddu um,“ sagði Ólafur G. Einarsson ennfremur. Ákveðið hafði verið að halda orkuþing dagana 13.—15 maí nk., en á föstudagsmorgun barst und- irbúningsnefndinni beiðni frá ein- um fyrirlesaranum og þingflokki Alþýðubandalagsins um frestun á orkuþinginu til hausts. Undirbún- ingsnefndin hafnaði þeirri beiðni en tók fram, að' skemmri frestun væri hugsanleg, ef allir þingflokk- arnir færu fram á hana. Frétta- tilkynning um orkuþing í maí var svo send út um hádegisbil á föstudag, en síðdegis voru fjöl- miðlar beðnir að hinkra með málið, þar sem beiðni um frestun hefði borizt frá öllum þingflokk- um. Þessa beiðni ætlaði undirbún- ingsnefnd að taka fyrir og af- greiða á laugardagsmorgun. Undirbúningsnefndin sam- þykkti svo að fresta orkuþinginu til 9., 10. og 11. júní nk. Samningur um gæzlumenn Á FIMMTUDAG var undirritað- ur í Reykjavík samningur milli íslands og Spánar um gæslu- menn í hvalveiðistiiðvum. Hér er um að ræða sams konar samning og gerður var milli Is- lands, Noregs og Kanada árið 1972 um að skipst yrði á eftirlits- mönnum við hvalveiðar. Samningurinn er gerður á grundvelli ákvæða alþjóðasátt- málans um skipan hvalveiða frá árinu 1946. Samninginn undirrituðu Steingrímur Hermannsson, sjáv- arútvegsráðherra og Juan Prat Coll, varafiskimálastjóri Spánar. Fýlshræin liggja eins og hráviði um aiia fjöruna. Eyða í klettinum þar sem áður var krökkt af fugli Skotfæri hafa síður en svo verið spöruð við fugladrápið þvi haglaskot liggja víða i hrúgum. — ÞAÐ IIAFA sjálfsagt verið einhverjir hyssuKæjar úr bænum sem hafa verið að Irika sér að þessu. ÍUKÍinn lÍKKur þarna dauð- ur í hrönnum. sagði Pétur Iljalta- son sonur bóndans á Kiðafelli i Kjós í samtali við Mbl. Þar skammt frá bamum nála'Kt Út- skálahamri voru skotmenn á ferð síðastliðið föstudaKskvöld <>k her staðurinn ófögur ummerki eftir hrimsókn þeirra því þar lÍKKja um 60 fýlshræ í blóði sínu. — Já, fuglinn var drepinn þarna í varpstöð en fýllinn er ekki farin að verpa ennþá. Maður sér að það er stór eyða í klettinum þar sem var krökkt af fugli áður. Það er sjálfsagt bannað að skjóta hérna enda létu þessir skotmenn alveg hjá líða að fara fram á leyfi landeiganda. Þetta er líka það nálægt æðarvarpi að þetta væri ólöglegt alla vega — mér skilst að öll meðferð skotvopna sé bönnuð innan við einn kílómetra frá æð- arvarpi. Nei, við höfum ekki hugmynd um hverjir þarna voru á ferð. Það versta er að þetta skeður á hverju ári að einhverjir fara þarna til þess að skjóta í óleyfi. Fýllinn er líka næsta auðveld bráð — hann svífur þarna fram með klettinum rétt við andlitið á manni. Fuglinn hefur þó ekki verið drepinn í svona miklum mæli áður svo ég viti en það virðist vera ógerningur að koma í veg fyrir þetta, sagði Pétur að lokum. „Staðfesting á því sem haldið var fram á árunum 1974-1978“ - segir Matthías Bjarnason um rýrnun kaupmáttar elli- og örorkubótaþega „ÞETTA er staðfesting á því sem haldið var fram á þeim árum sem sú ríkisstjórn sat 1974 til 1978, það er, að þá var alltaf reynt að verja rýrnun á kjörum þeirra sem minna mega sín í þjóðfélag- inu. þeirra í atvinnuvegunum sem höfðu lægst launin með lágmarksbótunum og svo aft- ur elli- og örorkulífeyris- þega,“ sagði Matthías Bjarna- son, sem var ráðherr ..eil- hrigðis- og tryggingamála í ríkisstjórninni 1974 — 1978, er Mhl. har undir hann skrif Guðmundar II. Garðarssonar í Mhl. 6. og 7. maí sl., en þar kemur fram að kaupmáttur láglaunafólks. lífeyris- og ör- orkuh«'>taþega hefur rýrnað verulega síðustu árin, eða allt frá árinu 1979. Þá sagði Matthías: „Höfuð- breytingin sem þá var gerð fólst í því að grunnlaun ellilíf- eyrisþeganna hækkuðu til samræmis við almenn laun í landinu og tóku alltaf gildi sama mánuðinn og laun hækk- uðu. En auk þess gerði það að verkum að kaupmáttur jókst á þessu tímabili, að tekjutrygg- ingarmarkið hækkaði miklu meira eða úr að mig minnir 54% umfram grunnlaun elli- lífeyris- og örorkubóta í um 90%. Skipað í starfs- aldurslistanefnd IIÆSTIRÉTTUR hefur skipað þrjá menn i nefnd til að fjalla um starfsaldurslistamál flugmanna FluKleiða. Þeir eru: Guðmundur Jónsson, borgardómari í Reykjavík, Bárður Daníelsson, verkfræðingur, og Guðmundur Magnússon, rektor Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.