Morgunblaðið - 12.05.1981, Page 37

Morgunblaðið - 12.05.1981, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1981 41 fclk f fréttum + Spænsku konungshjónin voru fyrir skömmu í heimsókn í Vati- kaninu og er þessi mynd tekin er Jóhannes Páll páfi tók á móti konungshjónunum. — Juan Car- los kyssir á hönd páfans. Sofia drottning ber dýrindis höfuð- búnað sem siður er frá fornu fari að kaþólskar drottningar beri. Sinatra fer til S-Afríku + Dægurlagasöngvarinn bandaríski, Frank Sinatra, til- kynnti fyrir skömmu í Los Angeles, að hann mundi fara í söngferð til S-Afríku í júlí- mánuði næstkomandi. Það var tekið sérstaklega fram af Sin- atra sjálfum, að hann muni ekki leyfa, að neinu kynþátta- misrétti verði beitt. Hans skemmtanir séu öilum opnar án tillits til hörundslitar o.s.frv. Það heitir í Sólborg, sem söngvarinn frægi ætlar að skemmta ein fimm, sex kvöld. „t>rœlaveldiö“ endurminning- ar Speers + Þetta er Albert Speer, fyrrum vígbúnaðarráðherra á tímum nazista í stjórn Hitlers. Speer hefur skrifað endurminningar sínar. Kom þriðja bindið út fyrir skömmu. Fyrri bindin komu út árin 1969 og 1975. Speer var dæmdur til fangelsisvist- ar við Núrnberg-réttarhöldin og sat í 20 ár í Spandau- fangelsinu í Berlín, þar sem Rudolf Hess situr enn. Fyrsta bindi endurminn- inganna bar heitið „Endur- minningar", annað bindi „Fangelsisdagbók" og bindið sem nú er nýlega komið út heitir í lauslegri þýðingu „Þrælaveldið". Er það um 500 blaðsíðna bók. Hefur henni, sem og hinum tveim fyrri, verið vel tekið, hún talin ekki gefa hinum tveim neitt eftir, en þær urðu metsölubækur á sínum tíma. Þessi bók Speers fjallar ekki aðeins um starf hans sem vígbúnaðarmálaráð- herra Hitlers-Þýskalands frá 1942 til stríðsloka, heldur er þar og fjallað um Heinrich Himmler, yfirmann SS, og ráðagerðir hans um hlutverk SS að lokinni heimsstyrjöld- inni. Hér hefur Speer fengið að vinna úr gögnum, sem féllu Bandamönnum í hend- ur og fjalla um þetta, en skjöl þessi eru varðveitt í safni í borginni Koblenz. Albert Speer, sem var arkitekt að menntun, segir frá því á einum stað í hinni nýju bók, að Himmler hafi viljað sýna sér sérstakan heiður og' gera hann að heiðurshershöfðingj a SS-sveitanna. — Þessu hafi hann kurteislega hafnað. Hann bætir við: „Þetta hefði getað kostað mig líf mitt við réttarhöldin í Núrnberg, á sínum tíma“. í „Old Bailey“ + Teiknari einn í London, Júlía Quenzler, tók með sér blokk og blýant í hinn fræga sakadóm þar í borg „Old Bailey" er þar var tekið fyrir mál kvennamorðingjans Peter Sutcliffe. Teiknaði hún þessa vett- vangsteikningu af réttarsalnum. — Fremst t.v. á teikningunni má sjá hvar ógæfumaðurinn, sem bresk blöð kalla „Yorkshire Ripper" situr í sakborningastúkunni. — Maður- inn með hárkolluna, sem heldur á skjalinu, er saksóknarinn að flytja sóknarræðu sína. Hann heitir Sir Michael Havers. — í baksýn má svo sjá hvar dómarinn í málinu, Bore- ham, hlýðir á sóknarræðuna, í dómarastúku „Old Bailey-saka- dómsins". Rýmingarsala á barnafatnaði Til að rýma fyrir nýjum vörum seljum við á stórlækkuðu verði talsvert af barnafatnaði. Verslunin Sigrún, Alfheimum 4. Sími 35920. Koparkranar fyrir vatn, gufu og olíu, ávallt fyrirliggjandi. VALD. POULSENf Suðurlandsbraut 10, sími 86499. Peglers MORGUNBLAOIÐMOR MORGUNBLAÐIÐM O R MORGUÞ/^LAÐIÐMQfc MORGU'y //// MORGl/£ WOMORGUNBLAÐlO ^QMORGUNBLAÐIÐ RGUNBLAÐIÐ ^NBLAÐIÐ LAÐIO Blað- burðar- fólk óskast Úthverfi Smálönd M OíM M< Mf/ MORGUtöS MORGUNBL^------ MORGUNBLAOiW'///J5W^fAOÍ1 Hringiö í síma 35408 MORGUNBLAÐIÐMOv fNBLAÐIOMí JlmOIO IBLAOIO ^LAÐIÐ /4BLAOIÐ /0NBLAOIO ■UNBLAÐIÐ /iGUNBLAÐIO IGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.