Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981 13 Cr leikritinu Fyrsta ÖnKstræti til hæt?ri eins og þessi. En samband for- eldranna við börn sín er ótrúlega lítið, það er eins og tveir ólíkir heimar birtist á sviðinu og eigi ekkert sameiginlegt. Varla veld- ur það örvæntingu á heimili þótt sonur nenni ekki að vera í skóla og fari á sjóinn í staðinn. Það er sömuleiðis varla áhyggjuefni þótt hann skvetti í sig þegar hann kemur í land. Sama er að segja um dóttur með skólaleiða. Ekki verður farið nánar út í bresti verksins, umdeilanlega þætti, kostir eru líka fyrir hendi. Atriðin í strætinu eru sum með þeim hætti að athygli vekur, samtöl þeirra vinkvennanna geta varpað ljósi á það sem býr að baki niðurlægingar þeirra. Róni og kerling koma nokkuð við sögu og er farsællega slegið á léttari strengi í lýsingu þeirra. Schevings var vel unnið smá- hlutverk, leikrænt séð með yfir- burðum. Unnur Guðjónsdóttir tók sig vel út í hlutverki kerl- ingar, en galt þess hve vand- ræðalegt hlutverk Deildarhjúkr- unarkonunnar er. Hrafn Hauks- son er greinilega efnilegur leik- ari, en hann lék bróður Maríu og strák. Um önnur hlutverk verður ekki rætt, en túlkun þeirra vitnar ýmist um ýmsa vankanta sem eru algengir hjá áhugaleik- urum eða lauslega persónusköp- un höfundar. Þegar á allt er litið er Fyrsta Öngstræti til hægri kennsluleik- rit sem vert er að gefa gaum. Á köflum býr það yfir leikrænum eiginleikum sem gera sýningu þess síður en svo marklausa og alls ekki leiðinlega. Sýning Birgis Andréssonar Annan maí lauk sýningu Birgis Andréssonar í húsakynnum Nýlist- arsafnsins að Vatnsstíg 3, þ.e. í portinu á bak við Alþýðubankann. Eg kom tvisvar að sýningunni lokaðri er ég hugðist skoða hana vegna opnunartíma og hátíðisdags. Maður áttar sig ekki svo vel á opnunartima sýninga, en hver ein- asti sýningarsalur þarf að marka sér fastan opnunartíma en ekki sýnendurnir hverju sinni svo sem hér tíðkast í of ríkum mæli. Þá skal Nlyndlist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON þess getið, að vegna hátíðisdaga í síbylju undanfarið hefur reynst erfitt að koma við reglulegri myndlistargagnrýni. Við gagnrýn- endur erum líka menn og viljum taka út okkar frí á stundum. — Nýlistarsafnið er að koma sér upp hinni ágætustu sýningaraðstöðu, sem gefur mikla möguleika á fjöl- breyttri athafnasemi, aðeins þarf lýsingin að vera fullkomnari og ætti að vera auðvelt að ráða bót á því svo fremi sem fjármagn sé fyrir hendi. Er meir en rétt að vekja athygli á sýningum þar í framtíð- inni og að það skuli ekki hafa verið gert reglulega frá upphafi er ein- ungis fyrir mistök og á ábyrgð okkar gagnrýnenda. Hér átti að koma umfjöllun um sýningu Birgis Andréssonar, sem er einn þeirra, er töluvert hefur kveðið að í íslenzkri nýlistar- mannastétt en það verður skiljan- lega ófullkomin umfjöllun þar sem sýningin er afstaðin. Það er ekki langt síðan Birgir var nemandi í Myndlista- og handíða- skólanum og sýningin bar vott um að hann er enn mjög leitandi enda vinnur hann fullt starf jafnhliða myndlistarsköpuninni og getur því naumast einbeitt sér sem skyldi. Birgir kemur því jafnan með eitthvað alveg nýtt, sem gagntekur hann þessa og þessa stundina og svo var einnig með sýningu hans í Nýlistagalleríinu, sem hann nefndi Ikarus. Ég átti dálítið bágt með að átta mig á líkingum við goðsögnina um Ikarus. í framtíðinni eigum við vonandi eftir að upplifa það, hvern- ig nýlistarmenn fá hugmynd og þaulvinna hana frá öllum hliðum, — ennþá er of algengt að hugmynd- irnar séu einungis spegilmynd og brotabrot þess sem er að gerast - annarstaðar á sama vettvangi. Ég hafði ánægju af innlitinu á sýningu Birgis Andréssonar þótt margt hafi höfðað meir til mín frá hendi hans er hann gerði áður. Fleiri sögur úr hversdagsleikanum Sigurgeir Scheving leikstýrir Fyrsta Öngstræti til hægri og hefur honum tekist með áhuga- sömum leikurum að gera sýning- una lifandi. Sýningin í Félags- heimili Kópavogs vitnar um að Leikfélag Vestmannaeyja er meðal betri áhugaleikfélaga. Harpa Kolbeinsdóttir leikur Maríu i strætinu og Maríu unga stúlku leikur Guðrún Kolbeins- dpttir. Þeim Hörpu og Guðrúnu auðnaðist að skila þessum hlut- verkum eins og best verður á kosið. Edda Aðalsteinsdóttir túlkaði Önnu af leikrænni sann- færingu, en það sem á skorti til að persónan vaéri heilsteypt var ekki hennar sök. Róni Sigurgeirs Steinunn Sigurðardóttir: SÖGUR TIL NÆSTA BÆJAR Iðunn 1981. Sögur Steinunnar Sigurðardótt- ur eru úr hversdagsleikanum og skera sig að því leyti ekki úr því sem íslenskir sagnahöfundar fást við. Líkamlegt samband í norður- bænum nefnist fyrsta sagan í Sögum til næsta bæjar. Þar eru absúrd meðul notuð til að sýna hve kona er bundin heimilistækj- um, hún fer til dæmis að líkjast ísskápnum sínum, enda leitar hún oftar til hans en fjölskyldu sinnar. Hámark lífsins er þegar hún eignast bíl, en hann víkur ekki úr huga hennar, hvorki í vöku né svefni, og hún sýnir honum svo mikla umhyggju að hún fær gekt- arkennd yfir að hafa vanrækt heimilistækin. Það kemur á dag- inn að konan er með ólæknandi krabbamein og hinsta ósk hennar verður að láta grafa sig í bílnum. Með fortölum er konan fengin ofan af hugmyndinni um bilinn, en það vopn er ekki slegið úr hendi henni að í staðinn skuli hún jörðuð í frystikistunni. Hún legg- ur einnig áherslu á að leiðbein- ingabókin um bílinn skuli lögð á brjóstið á henni. Þessi ást á hlutum vegna sam- bandsleysis við annað fólk hefur verið viðfangsefni margra höf- unda. Það liggur við að ýkjustíll- inn sé orðinn kækur svo marg- þvældur er hann. Það skal aftur á móti sagt Steinunni til lofs að hún er laus við félagslegan ávítunar- tón sem oft fylgir sögum af þessu tagi, léttur húmor er styrkur sem birtist ekki síst í lýsingu systkin- anna Gullu og Silla og húsbóndans sem má sín lítils á heimilinu. Best heppnuðu sögurnar í Sög- um til næsta bæjar eru þær sem herma frá ástamálum ungs fólks: Ást við fyrstu sýn, Adolf og Eva og Tröllskessan. Þessar sögur eru fullar af gáska, ósvikinni gaman- semi og lífsskilningi. Ást við fyrstu sýn lýsir hugar- heimi fólks á þrítugsaldri, jafn- aldra og skólafélaga. Sigurður er „stærsta ást Þórunnar í lífinu", en hann var kvæntur þeirri sem segir söguna. Með spaugilegum hætti er dregin upp mynd sambands þeirra Þórunnar og Sigurðar, ólæknandi ást frá hennar hálfu þrátt fyrir marga galla mannsins. Adolf og Eva í samnefndri sögu eru menntaskólanemar sem lím- ast saman í aftursæti leigubíls eftir skólaball. Eva er af efnuðu fólki, einkadóttir, Adolf úr alþýðu- fjölskyldu, næstyngstur fimm systkina. Gallinn á Adolf er sá að dómi Evu hvað hann er mikil kynferðisvera. Tröllskessan er einna spaugi- legust sagnanna í Sögur til næsta bæjar, en í henni segir frá Ketils- dætrum á Lokastíg, einkum ást- armálum. Yngsta systirin elskar fertugan málara vestur í bæ. í vonbrigðum sínum vegna þess að hún hittir ekki draumaprinsinn í Naustinu eins og gert er ráð fyrir reikar hún niður að höfn. í vitanum þar sem hún átti fyrsta ástafund sinn fjórtán ára er par að kyssast. Hvernig bregst hún við þegar kemur á daginn að parið er málarinn heittelskaði og bróðir hennar, vandræðabarn fjölskyld- unnar, farinn í hundana fyrir löngu? Niðurstaða sögunnar er að Steinunn Sigurðardóttir vísu fáránleg, en innan þess ramma sem „blessuð ónáttúran" býður. Alvörugefnasta sagan er Draumur í dós, meira að segja dálitið sósialrealísk, um stúlku sem vinnur í dósaverksmiðju og verður fyrir persónulegri ógæfu. Við lestur sögunnar rifjast upp ljóðið Fyrir þína hönd úr bók Steinunnar Verksummerkjum, en þar stendur m.a.: Ég er svo vitlaus að ég get ekki einu sinni skrifað þetta. Það gerir kona útí bæ. En hvað veit hún. Já, kona úti í bæ. Hvað veit hún? Steinunn er að mínu viti slæmur sósíalrealisti. Pabbatíminn er saga sem gerist á fæðingarheimili, lýsir sængur- konum og hugrenningum þeirra, andrúmslofti heimsóknartímanna á neyðarlegan, dálítið illyrmis- legan hátt svo gripið sé til orðs sem er í uppáhaldi hjá Steinunni Sigurðardóttur: Bðkmenntlr eltir JÓHANN HJÁLMARSSON „Hún var strax farin að kvíða fyrir kvöldinu. Pabbatímanum. Þegar þeir komu þvegnir og greiddir, ljómandi af umhyggju fyrir konunni, sem var svo dá- samlega frjósöm að hafa alið þeim barn, sem ekkert vantaði á, hvorki nef né tá né nokkuð það sem til þarf. Svo sátu þeir út heimsókn- artímann í öðrum heimi, og horfðu eins og feimnir fermingar- drengir á þetta splunkunýja barn sem var vísast hundljótt og líktist þeim. Og konurnar horfðu á mennina aðdáunarfullar yfir að þeir höfðu komið þessu heims- undri á kreik." En ekki er allt með felldu í hjónabandsmálum, ekki einu sinni á fæðingarheimili, það vitnar Pabbatíminn um. Sögur Steinunnar Sigurðardótt- ur eru ekki dæmi um neina lífsfyrirlitningu þótt þær séu háðskar á köflum. En þær eru afkvæmi gagnrýnins hugar, einn af mörgum kostum þeirra óvenju- leg hnyttni og meitlaðar setn- ingar. Gítartónleikar Fyrir nokkrum árum var gítar næstum óþekkt hljóðfæri hér á landi, nema í danshljómsveitum. Svo nefndur „klassískur" gítar var ekki viðfangsfefni margra og alvarlegt nám í þeirri grein erlendis, hafði varla nokkur ís- lendingur lagt út í. í Tónskóla Sigursveins varð gítar mjög vinsælt hljóðfæri og samhliða athygli plötuframleiðenda á þessu hljóðfæri varð hann feiknavinsæll. Gítarinn er að gerð eitthvert elsta hljóðfæri mannsins og er upprunalegt heiti hans Kithara, sem merkir skjaldbaka. Þessi vakning er því ekki eitthvert nýjabrumið, held- ur aðeins tímabundið ris í langri þróunarsögu göfugs hljóðfæris. í dag eru starfandi fjöldi góðra gítarleikara hér á landi og hafa nokkrir þeirra náð því marki að halda einleikstónleika og jafnvel „slegið í gegn“. Wim Hoogewerf, frá Hollandi, hefur áður haidið tónleika hér á landi og frum- flutti þá m.a. verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Jónas Tómas- son, og nú síðast einnig verk eftir Atla Heimi Sveinsson. Á einleikstónleikum í Norræna húsinu lék Hoogewerf tónverk eftir átta tónskáld. Þar sem einkennir leik hans er sterk tilfinning fyrir nútímatónlist, en í eldri tónlist, er eins og hann geti ekki losað sig við ýmis einkenni, er ráða miklu i mótun nútímatónlistar. Fyrir bragðið verða eldri verk og nýrri tónlist í hefðbundnum stíl, hálf lífvana og litlaus. Tónmyndun, mótun blæbrigð og lagferils verður mönnum jafn tamt og hver önnur margendurtekin athöfn og að brjóta niður sterkþjálfaðar venjur getur verið býsna erfitt. í flutningi tónlistar er það mjög algengt, að flytjandi sé sem næst rígbundinn við ákveðinn stíl eða jafnvel ákveðið tónskáld, og að utan þess sviðs sé flutningur hans mun lakari en ella. Það sem réði mestu um þá deyfð, sem var einkennandi við þessa tónleika, var val verkefna. Fyrir utan 'þriðju svítuna eftir Bach og eitt eða tvö önnur verk, var efn- isskráin samsafn af frekar lág- kúrulegri tónlist, sem tæplega á erindi á tónleika, jafnvel þó hún sé vel leikin. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.