Morgunblaðið - 12.05.1981, Side 18

Morgunblaðið - 12.05.1981, Side 18
Tæplega 600 manns sóttu aðalfund Heimdallar MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981 Fundarsalurinn i Valholl var þéttskipaður á aðalfundi Heimdallar á sunnudaginn, og margir stóðu i anddyri og i hliðarsal. Ljósm. Mbl.: Emíiía Árni Sigfússon blaða- maður kjörinn formaður Fékk yfir 70% atkvæða ÁRNI Sigfússon blaðamaður var kjörinn formaður Heim- dallar, félags ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, á geysi- fjölmennum aðalfundi félags- ins, sem haldinn var á sunnu- daginn, en fundinn sóttu tæp- lega 600 manns. Árni hlaut 420 atkvæði eða 71,7%, en mót- frambjóðandi hans, Björn Her- mannsson flugvirki, hlaut 166 atkvæði eða 28,3%. Einn seðill var auður. Að formannskjöri Ioknu fór fram stjórnarkjör, en ellefu menn eiga sæti í stjórn Heim- dallar. Frambjóðendur í stjórnarkjöri voru sautján og urðu úrslit sem hér segir: Gunnlaugur Snædal viðskiptafræðinemi 175 at- kvæði, Ásdís Loftsdóttir fata- hönnuður 150 atkvæði, Gísli Þór Gíslason iðnnemi 145 at- kvæði, Anders Hansen blaða- maður 141 atkvæði, Örn Þor- varðarson menntaskólanemi 136 atkvæði, Þór Fannar framkvæmdastjóri 133 at- kvæði, Gunnar Þorsteinsson menntaskólanemi 127 atkvæði, Viggó H. Viggósson fjölbrauta- skólanemi 122 atkvæði, Sverrir Jónsson bankastarfsmaður 121 atkvæði, Sigurður Ólafsson læknanemi 110 atkvæði og Jó- hannes Sigurðsson laganemi 108 atkvæði. Þeir, sem næstir komu, en náðu ekki kjöri, voru: Drífa Hilmarsdóttir 101 atkvæði, Einar Gunnar Einarsson 100 Árni Sigfússon atkvæði, Ingi Arason 71 at- kvæði, Ingi Þór Hermannsson 65 atkvæði, Guðmundur Jónss- on 56 atkvæði og Jóhann Al- bertsson 53 atkvæði. Á aðalfundinum var sam- þykkt stjórnmálaályktun Heimdallar með þorra atkvæða gegn einu. Björn Hermannsson: Úrslitin komu mér geysilega á óvart „ÚRSLITIN komu mér geysilega á óvart," sagði Björn Her- mannsson flugvirki í samtali við Morgunblaðið í gaer, en Björn beið lægri hlut í formannskjöri í Heimdalli á sunnudaginn. „Ég átti ekki von á þessari miklu fundarsókn, en á fundinum voru tæplega sex hundruð manns." Björn sagðist aðspurður ekki hafa búist við svo miklum mun á atkvæðatölu frambjóð- enda eins og raun varð á, „en sá færari vann,“ sagði Björn. Björn var að því spurður hvort hann teldi að Árni myndi reka félagið á annan hátt í grundvall- aratriðum en hann hefði gert og svaraði Björn því til að hann teldi að svo yrði ekki. „Ég tel að okkur greini lítið á í málefnum, en Árni notaði sérstaka aðferð við að afla fundarmanna og fylgis," sagði Björn. Björn fékkst ekki til að segja hvaða aðferð það væri og sagði að Árni gæti svarað því. Hins vegar sagði hann að þeir hefðu ekki beitt sömu aðferðum. Spurningu um hvaða aðferð hann hefði sjálfur notað, sagði Björn: „Ég vann aðallega innan félaga Heimdall- ar.“ lljorn llcrmannsson Stjórnmálaályktun Heimdallar: Sjálfstæðismenn segi sig úr ríkisstjórn - svo að hugsjónir sjálfstæðisstefnunnar verði leiddar til öndvegis Aðalfundur Heimdallar, haldinn 10. maí 1981, telur að aldrei hafi verið eins brýnt og nú að sjálfstæðismenn standi saman um þær hugsjónir er bundið hafa þá saman í einum flokki í meira en hálfa öld. Aldrei áður hefur heill og framtíð íslensku þjóðarinnar verið eins undir því komin, að hugsjónir sjálfstæð- isstefnunnar verði leiddar til öndvegis hér á landi. Um leið er ljóst, að svo mun ekki verða, nema þeir sjálfstæðismenn sem nú sitja í ríkisstjórn í óþökk meirihluta sjálfstæð- ismanna segi sig úr ríkisstjórninni. Óðaverðbólga er nú á íslandi, og takist ekki að ráða niðurlögum hennar innan mjög skamms tíma, mun allt atvinnulíf í landinu bíða svo mikinn hnekki að langan tíma mun taka að koma því í samt horf og fyrr. Stöðnun ríkir nú í allri orku- og atvinnuuppbyggingu hér á landi, stjórnvöld koma sér ekki saman um framtíðarstefnu í þessum mikilvægu málaflokkum, og duglaus stjórn iðnaðar- og orkumála er smám saman að leiða til þess að íslendingar dragist aftur úr nágrannaþjóðum sinum með þeim afleiðingum að lífskjör verða hér lakari en nálægar þjóðir sætta sig við. Skattpíningarstefna núverandi ríkisstjórnar gerir það að verkum að frumkvæði borgar- anna til að búa sér og börnum sínum lífvænlega framtíð er lamað. Áhrif öfga- manna eru alls ráðandi í utanríkisstefnu Islendinga, hvort heldur hún varðar öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar, eða hvers konar við- skipti við erlenda aðila. Þannig mætti lengi telja, íslenskt þjóðlíf er á heljarþröm, og fullreynt að ekki verður bót á til hins betra fyrr en skipt hefur verið um stjórn í landinu, þar sem stefna .Sjálfstæðisflokksins verður höfð að leiðarljósi við framtíðarstefnumörkun á Islandi framtíðarinnar. Aðalfundur Heimdallar minnir á, að frjálst framtak einstaklinganna, frelsi þeirra til orðs og æðis, er sá aflvaki einn sem getur leyst þjóðina úr þeim dróma, sem hún nú er bundin í. Á Islandi hafa menn ekki efni á að hafna frjálsu framtaki borgaranna, íslendingar hafa ekki efni á að draga það lengur að koma hér á mannúðlegum markaðsbúskap er einn getur skilað þjóðinni áfram svo einhverju nemi, í efnahags- og menningarlegu tilliti. Frelsi borgaranna til að taka sjálfir ákvarð- anir um líf sitt frá degi til dags, er samofið því frelsi sem íslenska þjóðin hefur búið við og vill búa við í samfélagi þjóðanna. Sjálfstæð- ismenn leggja áherslu á að öryggi þjóðarinnar verði tryggt í varnarsamstarfi við aðrar vestrænar þjóðir, og um leið er það sannfær- ing þeirra að til lítils hafi verið barist ef niðurstaðan verði sú að á íslandi búi ófrjálsir menn í sjálfstæðu landi. Blekking ein er það, ef því er haldið fram að sjálfstæði þjóðarinnar fái staðist ef sífellt er vegið að grundvallar- frelsi hvers Íslendings af misvitrum atvinnu- stjórnmálamönnum frá einum degi til annars. Árni Sigfússon, nýkjörinn formaður Heimdallar: Átti ekki von á að mun- urinn yrði svona mikill „ÉG ER þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk í þessum kosningum. Ég átti sannarlega ekki von á því að munurinn yrði svona mikill," sagði Árni Sigfús- son blaðamaður, nýkjörinn for- maður Heimdallar, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við þessi úrslit eflist ég í starfi og ég trúi að það sé hægt að vinna það verk sem þarf í Heimdalli. Ég vona sannarlega að ég geti virkjað þá Heimdellinga sem studdu mig á fundinum í það starf sem framundan er, af nógu er að taka,“ sagði Árni. „Borgarstjórnarkosningarnar eru eftir ár og munum við ganga af krafti í að vinna borgina aftur. Þar eru góðir menn í forystu Sjálfstæðisflokksins sem við munum sannarlega styðja við bakið á. Þá þurfum við félagsaðstöðu og menn hafa of lengi talað um það í gegnum árin að koma upp slíkri aðstöðu, án þess að ná einhverjum árangri. Ég er sannfærður um að allir sjálfstæðismenn í Reykjavík séu sammála um að ungu fólki sé nauðsyn á slíkri aðstöðu, sérstak- lega þegar kraftur er í félaginu. Ég treysti á að forystumenn flokksins stuðli að heppilegri lausn og liggi ekki á liði sínu. Einnig verður gengið af krafti í félagaskrána og hún unnin þannig að ekki þurfi að koma fyrir það sem gerst hefur í Heimdalli und- anfarin ár, að ekki skuli vera hægt að láta félagaskrá liggja frammi,“ sagði Árni. „Félagið er ekki mjög illa statt fjárhagslega, það eru ekki miklar byrðar sem þessi stjórn þarf að bera, enda hefur starfið verið lítið síðasta ár. Nú í sumar raunum við undirbúa starfið og leggja okkur fram um að gera aðstöðuna í og við Sjálfstæðishúsið sóma- samlega," sagði Árni. „Að lokum vil ég þakka mönnum stuðninginn og Birni Hermannssyni vinsamleg orð, þegar úrsiit lágu fyrir, en hann hvatti sína menn til að standa að baki nýkjörnum for- manni. Mættu eldri menn í flokknum taka sér slíkt til fyrir- myndar," sagði Árni Sigfússon að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.