Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981 ftlttgus Útgefandi iWmliiilr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Sigur Mitterrands Frakkar eru jafnan sérstæðir meðal Vesturlandaþjóða. Það sannaðist enn um helgina, þegar þeir kusu jafnaðarmanninn Francois Mitterrand forseta, en baráttumerki hans er rauð rós jafnaðarmanna. Kjör hans samræmist ekki fylgisaukningu hægri manna almennt í lýðræðisríkjunum, en merki um þá þróun mátti sjá í kosningum í Véstur-Berlín um helgina, þar sem jafnaðarmenn töpuðu áratuga forystu í málefnum borgarinnar. í fyrsta sinn síðan Charles de Gaulle hershöfðingi beitti sér fyrir stjórnarskrárbreytingu í Frakklandi 1958 og tók síðan sjálfur við stjórnartaumunum sem forseti með úrslitavald í stjórnmálalífi þjóðarinnar hefur jafnaðarmaður verið kjörinn til sjö ára setu í Élyseéhöll. Fall Valery Giscard d’Estaings mun hafa í för með sér söguleg átök í frönskum stjórnmáium. Hinn nýkjörni forseti ætlar að rjúfa þing og efna til almennra kosninga í því skyni að mynda nýjan meirihluta á þingi til að hrinda í framkvæmd stefnu sinni. í þeim átökum mun athyglin ekki síst beinast að kommúnistum. Hættulegasta afleiðing sigurs Mitterrands er, að kommúnistar verði leiddir til verulegra áhrifa í frönskum stjórnmálum. í lýðræðislöndum er það sjaldan eða aldrei til góðs að sami aðilinn sitji of lengi að völdum. Heilbrigðir stjórnarhættir krefjast umskipta með vissu árabili. Á þeim 23 árum sem gaullistar og vopnabræður þeirra hafa ráðið lögum og lofum í Frakklandi hefur verið byggt upp stjórnkerfi, sem ber mjög svip valdaflokkanna. Það verður því ekki aðeins á vettvangi stjórnmálanna, sem átök verða í Frakklandi, heldur einnig innan valdastofnana. Löng seta utan stjórnar getur leitt til vanhæfni, þegar ábyrgðin er öxluð, dæmi um það blasir við í Svíþjóð, þar sem borgaraflokkunum þremur tekst ekki að halda saman í starfhæfri stjórn. Mitterrand á því erfitt verkefni fyrir höndum heima fyrir. Charles de Gaulle valdi þjóð sinni sérstæða leið innan Atlantshafs- bandaiagsins. Hann lagði áherslu á að byggja upp eigin kjarnorkuher- styrk Frakka og að þeir einir tækju allar ákvarðanir um varnir sínar. Frakkar búa nú við öflugustu eigin varnir allra Vestur-Evrópuþjóða. Valery Giscard d’Estaing fylgdi fram stefnu de Gaulles en sýndi þó að ýmsu leyti meiri umhyggju fyrir bandamönnum Frakka í Vestur- Evrópu en var að skapi áköfustu gaullista. Francois Mitterrand mun líklega fylgja stefnu, sem fellur betur að sameiginlegum markmiðum Atlantshafsbandalagsins en jafnvel stefna Giscard d’Estaing. Bæði Mitterrand og Giscard hafa sætt gagnrýni fyrir það af hálfu kommúnista, að þeir láti sér ekki nægilega annt um „sjálfstæða utanríkisstefnu" og séu of hallir undir samvinnu við Bandaríkin, Vestur-Þýskaland og Atlantshafsbandalagið. Um utanríkisstefnu Mitt- errands er þó of fljótt að spá nokkru endanlega, fyrr en fyrir liggur með hverjum honum tekst að mynda meirihluta á þingi. Hitt er ljóst, að franskir jafnaðarmenn hafa aldrei verið jafn kreddufastir í utanríkis- málum og gaullistar. Sá munur er merkjanlegur á hægri og vinstri í Frakklandi, að þjóðernishyggjan má sín meira á hægri kantinum en alþjóðahvggjan vinstra megin — þar með er þó ekki átt við kommúnista, því að enginn treystir þeim í utanríkis- og varnarmálum vegna þjónkunar þeirra við húsbændurna í Kreml. Skýr stjórnarandstaða Sú árátta stjórnarmálgagna er einkennileg að láta sem svo, að sjálfstæðismenn almennt styðji núverandi ríkisstjórn. Um helgina voru haldnir tveir fundir, sem sýndu hið gagnstæða. Margrét Einarsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, skýrði hvað fyrir stjórnarmálgögnunum vakir með þessari iðju sinni í setningar- ræðu á 13. þingi landssambandsins á laugardag. Margrét sagði: „Myndun núverandi ríkisstjórnar byggðist fyrst og fremst á þei'm vilja vinstri flokkanna að veikja stærsta stjórnmálaflokk þjóðarinnar og því gripu þeir það tækifæri sem gafst til að reka fleyg í hann.“ Á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun, sem ótvírætt er í andstöðu við ríkisstjórnina og stefnu hennar, og segir þar meðal annars: „Landsþing sjáifstæðiskvenna varar við þeirri hættu, sem frjálsu atvinnulífi er búin af stefnu núverandi ríkisstjómar." Og á öðrum stað: „Landsþing sjálfstæðiskvenna átelur harðlega þá lýðræðissinna, sem leiða kommún- ista til slíkra áhrifa í málefnum þjóðarinnar, ekki síst í öryggis- og varnarmálum, sem raun ber vitni og eru í engu samræmi við kjörfylgi þeirra.“ Sögulegur aðalfundur var haldinn í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á sunnudaginn. Víst er, að enginn annar stjórnmálaflokkur en Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo mikið afl, að um 600 manna lið ungs fólks kemur saman síðdegis á sunnudegi til að kjósa formann í flokksfélagi sínu. Tveir menn buðu sig fram til formennsku í Heimdalli. Árni Sigfússon, sigurvegarinn á sunnudag, sagði hér í blaðinu á laugardag: „Ég er stjórnarandstæðingur eins og þorri sjálfstæðismanna." Björn Hermannsson, hinn frambjóðandinn, sagði í sama blaði: „Ég hafði aldrei trú á því að sú ríkisstjórn sem nú situr myndi taka af festu á þessum vanda og það hefur komið á daginn. Stjórn sem nýtur stuðnings lýðræðisflokkanna tel ég líklegri til þess að geta náð árangri í dag.“ í stjórnmálaályktun aðalfundar Heimdallar, sem samþykkt var samhljóða, er komist svo að orði „... íslenskt þjóðlíf er á heljarþröm, og fullreynt að ekki verður bót á til hins betra fyrr en skipt hefur verið um stjórn í landinu, þar sem stefna Sjálfstæðisflokksir.s verður höfð að leiðarljósi ...“ _____________Næstu vii Hrauneyjafoss, Kvísla1 Blanda, Fljótsdalur, Si tangi og Villinganesvii RARIK verði virkjunaraðili takist ekki samkomulag við í GREINARGERÐ með frumvarpi því um raforku- ver, sem lagt var fram á Alþingi í gær, er meðal annars að finna stutta lýsingu á þeim virkjunum og veitum, sem frumvarp- ið gerir ráð fyrir. Lýsing- in er svohljóðandi: Ilrauneyjafossvirkjun Framkvæmdir við Hrauneyja- fossvirkjun, sem hófust í byrjun sumars 1978, hafa miðast við þær þrjár vélasamstæður, 70MW að afli hver. Er gert ráð fyrir að 1. vélasamstæðan komist í gagnið haustið 1981 og 2. vélasamstæðan á fyrri hluta árs 1982. Aðstæður í raforkukerfinu benda til að þörf verði á 3. aflvélinni í rekstur á árinu 1983, og er þá m.a. haft í huga nauðsynlegt vélahald á vél- um Búrfellsvirkjunar: Áður en framkvæmdir hefjast þarf að afla lagaheimildar fyrir stækkun raf- orkuversins við Hrauneyjafoss umfram það sem lög nr. 37/1971 gera ráð fyrir, en með 3 vélum yrði virkjunin með 210 MW afl. Kvíslaveita Undanfarið hafa verið uppi hug- myndir um veitu af vatnasviði Efri-Þjórsár í Þórisvatn, einkum til að tryggja betur fyllingu miðl- unargeymisins í siæmum vatnsár- um. Nú hafa áætlanir sýnt að slfk veita, sem nefnd hefur verið Kvíslaveita, sé álitlegur þáttur í heildarnýtingu orku á vatnasviði Þjórsár. Með Kvíslaveitu er ráðgert að veita úr Þjórsá, þar sem hún er í nálægt 610 m hæð y.s. austan undir Hofsjökli og kvíslum, sem falla í Þjórsá að austan, Hreys- iskvísl, Eyvindarkvísl, Þúfu- verskvísl, Svartá og Grjótakvísl. Hluti veitunnar hefur þegar verið gerður, þ.e. veita úr syðri grein Svartár og Grjótakvísl í Illuga- verskvísl, sem fellur í Köldukvísl ofan við Sauðafell. Til þess að veitan komi að fullum notum, er nauðsynlegt að auka miðlunarrými í Þórisvatni mjög verulega eða úr 1000 G1 í 1765 G1 með stífluhækkun og dýpkun á útrennsli úr vatninu í Vatnsfellskurði. í framhaldi af því kemur tií álita að bæta við vélarafl í Sig- ölduvirkjun og Hrauneyjafoss- virkjun um samtals 120 MW, en ekki er á þessu stigi talin ástæða til að afla heimilda í því skyni. Með nefndum framkvæmdum er talið að orkuvinnsluaukning eftir Hrauneyjafossvirkjun og stíflu- gerð við Sultartanga geti numið 760 GWh/ári. Hugmyndir um Kvíslaveitu hafa verið lagðar fyrir Náttúru- verndarráð og hefur það ekki lagst gegn framkvæmdunum, enda er með þeim tryggð veruleg nýting á rennsli Efri-Þjórsár, þrátt fyrir friðlýsingu Þjórsárvera sem nú hefur verið ákveðin. Blönduvirkjun Með virkjun Blöndu við Eiðs- staði er ráðgert að nýta 277 m raunfallhæð frá stíflu í Gilsá skammt neðan við Gilsvatn niður í 125 m hæð y.s. í Blöndudal. Ráðgert er að stífla Blöndu við Reftjarnabungu, þar sem hún er í 439 m hæð y.s. Samkvæmt þeirri tilhögun yrði hjástífla í Lamba- steinsdragi og grafið fyrir yfirfalli á ásnum þar á milli. Þá er fyrirhugað að stífla Kolkukvísl milli Kolkuhóls og Áfangafells. Yfirfallshæð yrði 478 m y.s. og með niðurdrætti í 465 m hæð y.s. væri nýtanleg miðlun 400 Gl. Frá miðlunarlóninu yrði vatni veitt um 25 km leið að inntaki fallganga. Fyrst um skurð með lokuvirkjum gegnum hálsinn milli Kolkuflóa og Þrístikluvatns. Það- an liggur veitan um Smalatjörn, en útrennsli hennar (Fannlækur) verður stíflað, og um skurð í Stuttalæk, sem fellur í Austara- Friðmundarvatn. Frá Austara- Friðmundarvatni liggur veitan um Fiskilæk, Gilsvatn og Gilsá í inntakslónið á Eldjárnsstaðaflá. Inntakslón virkjunarinnar myndast með stíflu í Gilsá 2,5 km neðan við Gilsvatn. Stíflað yrði upp í 410 m hæð y.s. og með 5 m niðurdrætti er gert ráð fyrir 20 G1 miðlun í lóninu. Frá inntakslóni verður um 1300 m langur aðrennslisskurður að inntaki í lóðrétt stálfóðruð fall- göng. Fallgöngin greinast í tvenn lárétt göng að vatnshverflum. Stöðvarhús er neðanjarðar með tveimur 80 MW vélasamstæðum, og aðkoma að því verður um 1000 m löng göng. Tengibúnaður verður neðanjarðar í sérstökum helli samsíða stöðvarhellinum. Spennar eru einnig neðanjarðar. Frárennsli verður um 2100 m löng göng úr í Blöndu þar sem hún er í 125 m hæð y.s. skammt ofan ármóta við Gilsá. Samkvæmt þessu yrði orku- vinnslugeta virkjunarinnar í sam- rekstri við núverandi landskerfi að viðbættri Hrauneyjafossvirkj- un og stíflu á Sultartanga nálægt 790 GWh/ári. Uppsett afl er þannig áætlað 2X80 MW eða samtals 160 MW. Svarar það til tæplega 5000 nýtingarstunda á ári. Stofnkostnaður virkjunar Blöndu samkvæmt þessu hefur verið áætlaður 774,3 m.kr. miðað við verðlag í desember 1980. Undirbúningsrannsóknum fyrir ofangreinda virkjunartilhögun er lokið. Náttúruverndarráð hefur gefið umsögn um virkjunina og leggst það ekki gegn virkjuninni. Samningar við heimamenn vegna virkjunarinnar standa nú yfir, og hefur í því sambandi verið rætt um aðra virkjunartilhögun. m.a. með byggingu aðalstíflu v' Sandárhöfða. Fljótsdalsvirkjun Áætlun um virkjun Jökulsár í Fljótsdal er í stórum dráttum þannig að áin yrði stífluð við Eyjabakka upp í 667,5 m hæð y.s. Þar er ráðgert miðlunarlón, 615 G1 að stærð. Frá Eyjabakkalóni er vatninu veitt eftir 25 km löngum skurði, sem liggur undir Hafurs- felli og Laugarfelli og norður heiðina til Gilsárvatna. Gilsárlón yrði myndað með stíflum við Gilsárvötn og Eyrar- seisvatn. í lóninu er ráðgert að miðla 192 Gl. Frá Gilsárlóni er vatninu veitt um rúmlega kíló- metra langan skurð, Grjótháls- skurð, inntakslón virkjunarinnar, Hólmalón. Hólmalón myndast þar sem nú er Hólmavatn og Garða- vatn. Ráðgerð miðiun í inntaks- lóni er 18 Gl. Frá Hólmalóni yrði vatninu veitt um opinn skurð, 2 km langan, að stöðvarinntaki á fjallsbrúninni. Þaðan liggja um 630 m löng stálfóðruð hallandi þrýstigöng að greiningu til vatnsvéla virkjunar- innar. Stöðvarhús verður neðan- jarðar með fjórum vélasamstæð- um, og sprengd verða um 950 m löng frárennslisgöng frá því að 560 m löngum skurði út í Jökulsá. Tengivirki og spennar verða neðanjarðar, í og við stöðvarhúsið. Aðkomugöng að stöðvarhúsinu verða um 750 m löng. Gert er ráð fyrir að auka aðrennsli til virkjunarinnar með veitum af öðrum vatnsviðum. Með Sauðárveitu á Hraunum er ráð- gert að veita af vatnasviði Sauðár, Grjótár og Kelduár vestur í Eyja- bakkalón, en af Fljótsdalsheiði að vestan kæmi veita af vatnasviði Hölknár og Þórisstaðakvíslar. Ofan við stíflu í Hölkná er ráðgert að miðla 10 Gl. Verg fallhæð við fullt inntaks- lón verður 572 m, en raunfallhæð við fullt álag 563 m. Orkuvinnslugerð Fljótsdals- virkjunar er talin 1450 GWh/ári með áður nefndum miðlunum, sem samtals nema 745 Gl. Uppsett afl er fyrirhugað 290 MW miðað við 5000 nýtingar- stundir á ári. Stofnkostnaður Fljótsdalsvirkj- unar hefur verið áætlaður 1761,6 m.kr. miðað við verðlag í desem- ber 1980. Aðgengilegt er að byggja Fljóts- dalsvirkjun í tveimur áföngum. Með fyrri áfanga yrði miðlun á Eyjahökkum 475 Gl, en hún yrði síðar aukin í 615 Gl. Miðlun í Gilsárlóni yrði 50 Gl, en 101 G1 eftir síðari áfanga. Veitur úr Hölkná og Þórisstaðakvísl kæmu með síðari áfanga og einnig veita af Hraunum (Sauðárveita). Með fyrri áfanga yrðu væntan- lega settar upp þrjár af fjórum vélasamstæðum, samtals 217,5 MW. Orkuvinnslugeta þessa áfanga er talin um 1150 GWh/ári, þannig að uppsett afl jafngildir 5300 nýtingarstundum á ári. Stofnkostnaður fyrri áfanga er áætlaður 1406 m.kr. og síðari áfanga 384 m.kr. Heildarkostnað- ur við fyrri og síðari áfanga er áætlaður 1790 m.kr., sem er 28 m.kr. hærra en áætun um fuil- virkjun í einum áfanga, einkum vegna kostnaðar við yfirföll og hækkun á stíflum. Undirbúningsrannsóknum fyrir verkhönnun er langt komið og liggja allir megindrættir virkjun- arinnar ljóst fyrir. Áætlað er að ljúka þessum rannsóknum sumar- ið 1981. Náttúruverndarráð hefur gefið umsögn um virkjunina og leggst ekki gegn henni. Samningum við heimamenn vegna virkjunarinnar er að mestu lokið, sbr. fylgiskjal 2.2.4. Sultartan>?avirkjun Tilhögun Sultartangavirkjunar er í stórum dráttum sú, að Þjórsá verði stífluð austan undir Sanda- felli, um það bil 1 km ofan ármóta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.