Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981 SIGUR MITTERANDS Ú r slitin París. 11. maí. AP. LOKATÖLUR frönsku forsetakosnlngíiriná, samkvæmt tilkynningu franska ír.úanríkisráðuneytisins: 6. A kjörskrá: 36.392.678 Atkvæði greiddu: 31.249.753 Gild atkvæði: 30.362.385 Auðir seðlar: 5.142.925 Valery Giscard d’Estaing: 14.647.787 Francois Mitterand: 15.714.598 14,13% 48,24% 51,75% Francois Mitterand, nýkjorinn forseti Frakklands, ásamt konu sinni, Danielle, daginn eftir sigurinn. (APsímamvnd) JATNAÐARMAÐURINN MITTERAND ALLT ER þegar þrennt er mætti segja um Francois Mitt- erand. Þrisvar reyndi hann að flýja úr fangahúðum nazista i heimsstyrjoldinni síðari og tókst þaó í þriðja sinn. Þrívegis hefur hann verið forsetafram- hjóðandi og í þriðju tilrauninni náði hann takmarkinu. Francois Mitterand er fæddur 26. október 1916. Ferill hans í stjórnálum spannar orðið hálfan fjórða áratug. Það var í stríðinu að hann dróst inn í stjórnmál með þátttöku sinni í andspyrnu- hreyfingunni, þar sem hann gegndi forystuhlutverki. Hann nam lögfræði og málvísindi við Svartaskóla, en á þing var hann fyrst kjörinn árið 1946 og varð skömmu síðar yngsti ráðherra sem sögur fóru af í Frakklandi frá því á tímum Napóleons. Mitterand var á þessum árum talinn róttækur vinstrisinni, án þess þó að vera bendlaður við kommúnisma, og á árunum 1953— 54 fór hann með embætti innanríkisráðherra. Hann sat tíð- um á ráðherrastóli í hinum skammlífu ríkisstjórnum. í Fjórða lýðveldinu. Hægri öflin í Frakklandi hafa löngum haft illan bifur á Mitter- and og svo langt hefur andúð þeirra á honum gengið, að iðulega hefur um beinar ofsóknir verið að ræða, eins og þegar afturhalds- sinni nokkur kom að máli við hann í nafni mannúðar til að vara hann við því að banatilræði við hann væri í undirbúningi. Skotárás var gerð á bifreið Mitt- erands og komst hann naumlega undan. Mitterand fékkst ekki til að segja hver hefði varað hann við, en skömmu síðar gaf maður- inn sig sjálfur fram í fjölmiðlum til að skýra frá því að Mitterand hefði sjálfur sett banatilræðið á svið til að afla sér samúðar og draga fylgi frá hægri mönnum. Mál þetta spillti mjög fyrir Mitt- erand, og það var ekki fyrir löngu síðar að hið sanna kom í Ijós, en þá kom sögumaðurinn enn fram á sjónarsviðið — að þessu sinni til að viðurkenna að þetta hefði verið bragð. Mitterand gekk til liðs við sósíalista fyrir tíu árum, og fimm dögum eftir að hann gekk í flokk þeirra var hann búinn að taka valdataumana í sínar hendur og gegndi þá starfi aðalritara. Þegar Mitterand kom til skjalanna í flokknum var risið á frönskum sósíalistum ekki hátt. Flokkurinn hafði aðeins um 10% kjörfylgis en kommúnistar voru þá með 24%. Síðan hefur flokkurinn sótt á hægt og sígandi, en í fyrri lotu forsetakosninganna fékk komm- únistinn George Marchais aðeins rúm 15% atkvæða. Mitterand er fæddur í Suður- Frakklandi, þar sem faðir hans var járnbrautarstöðvarstjóri. Mitterand er búsettur ásamt Danielle konu sinni og tveimur sonum þeirra í námunda við Bordeaux og rekur þar búskap. Hann hefur yndi af garJp*'kt, en jægar stió^j-^aj eru undanskilin ueiur hann mestan áhuga á bókmenntum. menn í Hvíta húsinu voru mjög varkárir í dag og vöruðust að leggja mat á úrslitin og hvaða afleiðingar þau kynnu að hafa. Þó er búist við að samband landanna tveggja verði með óbreyttu sniði. Reagan hélt fund með Alexander Haig utanríkisráðherra og Rich- ard V. Allen ráðgjafa sínum í öryggismálum vegna úrslita kosn- inganna. Kreppa I mörgum löndum austan járntjalds var sagt frá úrslitunum án nokkurra ummæla. Þó sagði ungverska sjónvarpið að búast mætti við stjórnmálakreppu í Frakklandi þar sem kommúnistar hefðu stutt frambjóðenda jafnað- armanna í þeirri von að breyting- ar yrðu gerðar á stefnu stjórnvalda í ýmsum veigamiklum málum. Rothögg Mikið var fjallað um. úrslitin í blöðum í Evrópu og Bandaríkjun- um og vangaveltur um afleiðing- arnar á ýmsa vegu. Réðst afstaða blaða mikið eftir því hvaða stjórn- málastefnum þau fylgja, en í Bandarískum fjölmiðlum var fjallað um sigur Mitterands sem „rothögg". Sagði Washington Post að Mitterand ætti á brattann að sækja, og að Giscard hefði verið samvinnuþýðastur Evrópuleiðtoga í flestöllum málum," en skoðanir hans í málefnum Miðausturlanda og afstaða hans til Sovétríkjanna fellur vel að stefnu Regans í þessum málum," sagði Washing- ton Post. Abolhassan Bani-Sadr, forseti írans, sagði vel koma til greina að endurskoða afstöðu írana til Frakka, ef Frakkar hætta vopna- sölu til íraks. „Hætti Mitterand vopnasölu og sölu á úrani til Iraks, og verði breytingar á heimsvalda- stefnu Frakka, þá kemur til greina að endurskoða samband land- anna,“ sagði Bani-Sadr í viðtali við útvarpið í Teheran. Engin breyting hjá EBE? Yfirmenn í höfuðstöðvum Efna- hagsbandalags Evrópu (EBE) bjuggust ekki við neinum veru- legum breytingum á störfum bandalagsins né samstarfi aðild- arríkjanna eftir kjör Mitterands. Búist er við að Mitterand verði í það minnsta ekki jafn ráðríkur og drottnunargjarn og fyrirrennari hans, Giscard. Jafnaðarmannaflokkar í V-Evrópu fagna sigri Mitterands: Begin fagnar Mitterand bárust í dag heilla- óskaskeyti frá Helmut Schmidt kanzlara V-Þýzkalands og Sandro Pertíni Ítalíuforseta, en báðir eru jafnaðarmenn, svo og Margrét Thatcher forsætisráðherra Bret- lands. Begin forsætisráðherra ísraels, sem veitst hefur að Gisc- ard að undanförnu, fagnaði niður- stöðum kosninganna, sagði Mitt- erand „sannan vin ísraels" og vonaðist til þess að hann þægi fljótt boð um að koma í heimsókn 'til Jerúsalem. Begin gerði hlé á ræðu er hann hélt á fundi með stuðningsmönnum og skýrði frá úrslitum kosninganna við ógur- legan fögnuð viðstaddra, sem voru um 5,000 Varkárni Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti sendi Mitterand heillaóska- skeyti í gærkvöldi, en embættis- Nýtt tímabil hafið í stórveldapólitík l/ondon. Washington. Brussrl. 11. maí. — AP. Jafnaðarmannaflokkar víðast hvar í Vestur- Evrópu föjínuðu úrslitum frönsku forsetakosning- anna og sögðu nýtt tímahil í stórveldapólitík hafið. Yfirmenn Atlantshafs- haitdalagsins fóru gæti- lega í sakirnar. en Joseph Luns framkvæmdastjóri handalagsins sendi Mitter- and heillaóskaskeyti og óskaði honum persónulega og fyrir hönd handalags- ins til hamingju með „hinn ágæta“ sigur sinn. I dag hófst í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins reglu- legur fundur varnarmálaráðherra bandalagsins, og sögðu fulltrúar ýmissa aðlldarríkja, að ekki væri að vænta breytinga á stefnu Frakka í varnar- og utanríkismál- um, a.m.k. ekki fyrst um sinn. Fulltrúarnir minntu á að Mitter- and hefði við ýmis tækifæri gagn- rýnt Sovétríkin harðlega, svo sem vegna innrásarinnar í Afganistan, og umsvifa þeirra í ýmsum þróun- arríkjum. Jafnframt hefði Mitter- and verið talsmaður þess, að ekki yrði fé til varnarmála skorið við nögl. Fulltrúarnir í Briissel sögðu að hinsvegar ætti það eftir að koma í ljós hversu mikil áhrif kommún- istar fengju í stjórn landsmála, þar sem þeir hefðu stutt Mitter- and í þessum kosningum. I Sovétríkjunum var tilkynnt um úrslit frönsku forsetakosn- inganna en enginn dómur lagður á úrslitin. Sagt var aðeins, að Mitt- erand hefði borið sigurorð af Giscard. Meðan á kosningabarátt- unni stóð, mátti ráða, að sovézkir fjölmiðlar voru frekar með Gisc- ard. Meðal annars sögðu blöðin þá, að Mitterand hefði margendurtek- ið „lygar" er hann hefði haft eftir hershöfðingjum Atlantshafs- bandalagsins, um ætlanir Sovét- ríkjanna í Evrópu, einkum í Pól- landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.