Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981 27 •kjunarkostir æita, íltar- "kjun Landsvirkjun við Tungnaá. Þaðan liggur stíflan austur yfir Sultartanga og Tungnaá og áfram á suðurbakka hennar I átt að Haldi. Við austurenda stíflunnar er gert ráð fyrir yfirfallsrennu með þröskuldi í 297 m hæð y.s. Við fyrir Náttúruverndarráð, en um- sögn þess liggur ekki fyrir. Ekki er séð fram á nein teljandi landspjöll samfara virkjunarframkvæmdum. Villinjíanesvirkjun Með Villinganesvirkjun er ráð- gert að nýta 58 m raunfallhæð, sem að mestu fæst með stíflu í árfarveginum. Aðrennsli verður um 270 m löng jarðgöng, en um þau verður einnig framhjárennsli á byggingartíma og botnrás að verki loknu. Stöðvarhús er fyrir- hugað ofanjarðar undir vestur- bakka árinnar, en aðkoma er austan að, þar sem gert er ráð fyrir tveimur stöðvarvarðabú- stöðum. I inntakslóni virkjunarinnar er gert ráð fyrir 13 G1 nýtanlegri miðlun, en alls er rúmtak þess 33 Gl. Um er að ræða hlutfallslega mjög litla miðlun, og verður virkj- uniri því talin rennslisvirkjun. sem hluti Sultartangavirkjunar. Á árinu 1979 fóru fram samn- ingaumleitanir milli viðræðu- nefnda Akureyrarbæjar, ríkisins og Reykjavíkurborgar um stofnun landsfyrirtækis til að annast meg- inraforkuvinnslu og raforkuflutn- ing. Voru þær byggðar á tillögum skipulagsnefndar um raforkuöfl- un, sem skipuð hafði verið af iðnaðarráðherra. Þessum samn- ingaviðræðum lauk með gerð samningsuppkasts, 6. júlí 1979, sem í meginatriðum gerði ráð fyrir að Landsvirkjun fengi einka- rétt til að reisa hvers konar raforkuver yfir ákveðin stærðar- mörk og hefði það hlutverk að annast meginraforkuvinnslu og raforkuflutning fyrir landið allt og seldi raforkuna eftir sömu heildsölugjaldskrá á öllum af- hendingarstöðum. Sem kunnugt er náði þetta samningsuppkast eigi fram að Frá blaðamannafundi Hjörleifs Guttormssonar orku- og iðnaðarráðherra Magnús Torfi Ólafsson blaðafulltrúi til vinstri. hinn endann, á vesturbakka Þjórs- ár, verður botnrásarskurður með lokuvirki. Inntaksskurður og inn- tak í aðrennslisgöng verða litlu ofaren viðgangamunna suðvestan í Sandafelli er gert ráð fyrir jöfnunarþró, sem er 80 m langur opinn skurður. Stöðvarinntak verður við enda jöfnunarþróarinn- ar og þaðan þrýstigöng að stöðv- arhúsi ofanjarðar. Frá stöðvar- húsi verður frárennslisskurður um Hafið út í Þjórsá við Klofaey. Verg Fallhæð virkjunarinnar úr Sultartangalóni niður í Þjórsá við Klofaey er 46,5 m. Gert er ráð fyrir tveimur vélasamstæðum, samtals 120 MW, miðað við raun- fallhæð 37,5 m og virkjað rennsli 366 rúmm./s. Orkuvinnslugeta er áætluð nálægt 770 GWh/ári. Miðað við framansagt verður nýtingartími virkjunarinnar til- tölulega hár eða nálægt 6400 stundum á ári, en hafa ber í huga, að nýtingartími Hrauneyjafoss- virkjunar verður hlutfallslega lág- ur, og með henni hefur því verið búið í haginn fyrir Sultartanga- virkjun að þessu leyti. Stofnkostnaður Sultartanga- virkjunar hefur verið áætlaður 1086 m.kr. miðað við verðlag í desember 1980. Verkhönnun Sultartangavirkj- unar er því sem næst Iokið, og er skýrsla um hana væntanleg innan skamms. Til greina kemur að byggja Sultartangavirkjun í tveimur áföngum, þannig að fyrst yrði stíflan byggð miðað við vatns- borðshækkun upp í 295 m hæð y.s. ásamt nauðsynlegum lokuvirkj- um. Með síðari áfanga yrði sjálf virkjunin byggð og stíflan hækkuð um tvo metra. Stofnkostnaður fyrri áfanga er áætlaður 187 m.kr., og er hann einn talinn auka 140 GWh/ári við orkuvinnslugetu núverandi kerfis eftir Hrauneyjafossvirkjun. Hugmyndir um virkjun við Sultartanga hafa verið lagðar Áætluð orkuvinnslugeta í sam- tengdu landskerfi er 180 GWh/ári, og talið séð fyrir nægilegu rekstr- aröryggi, þar sem vetrarrennsli hefur sjaldan farið niður fyrir 40 m3/s, en það er nálægt áætlaðri vatnsþörf við meðalálag. Uppsett afl er ráðgert 30 MW, sem jafngildir 5000 nýtingar- stundum á ári. Stofnkostnaður er áætlaður 231,5 m.kr. Gerðar hafa verið lauslegar áætlanir um virkjun með miðlun ofar á vatnasvæði Héraðsvatna, og koma þar ýmsir kostir til greina. Við slíka virkjun myndi orkuvinnslugeta Villinganesvirkj- unar væntanlega aukast frá því sem nú er ráðgert upp í allt að 250 GWh/ári. Kemur þá til greina að hafa uppsett afi meira en 30 MW eða að gera ráð fyrir möguleikum til aukningar á afli síðar. Náttúruverndarráð hefur ekki birt umsögn um virkjunina og beðið er álitsgerðar frá Náttúru- gripasafninu á Akureyri, sem væntanleg er innan skamms. Verkhönnun virkjunarinnar lauk með skýrslu, sem gefin var út í mars 1977. Virkjunaraðilar Gert er ráð fyrir að leita verði samninga við Landsvirkjun um að reisa og reka vatnsaflsvirkjanir þær sem um getur í frumvarpinu, en takist slíkir samningar ekki verði Rafmagnsveitur ríkisins virkjunaraðili. Hvað varðar stækkun Hraun- eyjafossvirkjunar er sjálfgefið að Landsvirkjun verði þar virkjunar- aðili, þar sem Landsvirkjun hefur nú þegar með höndum byggingu tveggja fyrri áfanga þeirrar virkj- unar. Hið sama gildir um bygg- ingu Sultartangavirkjunar. Gert er ráð fyrir að Landsvirkjun reisi á næstu árum stíflu á ármótum Þjórsár og Tungnaár til að tryggja rekstraröryggi Búrfellsstöðvar og auka þar orkuvinnslugetu, en sú stífla mun síðar koma að notum í gær. Páll Flygenring til hægri, Ljósm.: Rajfnar Axelsson ganga í borgarstjórn Reykjavíkur og tók því ekki gildi, þótt bæði bæjarstjórn Akureyrar og ríkis- stjórnin samþykktu það fyrir sitt leyti. Á árinu 1980 var undirbúnings- rannsóknum vegna Blönduvirkj- unar og Fljótsdalsvirkjunar svo langt komið, að eðlilegt þótti og nauðsynlegt að virkjunaraðili tæki við af Orkustofnun sem rannsóknaraðila. Með bréfi dags. 29. febrúar 1980 var Rafmagns- veitum ríkisins falið að gegna hlutverki virkjunaraðila varðandi Fljótsdalsvirkjun og með bréfi dags. 3. júlí 1980 var þeim falið að gegna hliðstæðu hlutverki gagn- vart Blönduvirkjun. Hafa Rafmagnsveiturnar síðan haft með höndum undirbúning beggja þessara virkjana, en þeim til ráðuneytis hefur starfað sér- stök ráðgjafanefnd, skipuð af iðn- aðarráðherra. Er þeim undirbún- ingi nú svo langt komið að rétt þykir að afla lagaheimildar Al- þingis vegna þessara virkjana. Eftir að fyrir lá að samnings- uppkastið um Landsvirkjun frá 6. júlí 1979 náði ekki fram, óskaði stjórn Laxárvirkjunar eftir samn- ingaviðræðum milli eigenda Lax- árvirkjunar og Landsvirkjunar um sameiningu fyrirtækjanna á grundvelli laga nr 59/1965 um Landsvirkjun. Þeim viðræðum lauk með samkomulagi um sam- einingu, dags. 27. febrúar 1981, og hefur það samkomulag nú hlotið staðfestingu allra eignaraðila. í framhaldi af þessari útvíkkun Landsvirkjunar er eðlilegt að at- hugaðir séu möguleikar á að ná samningum við Landsvirkjun um að fyrirtækið taki að sér að reisa Fljótsdalsvirkjun og Blöndu- virkjun og aðrar meiriháttar virkjanir í landinu. Með því nýtist sú þekking og reynsla sem Lands- virkjun býr yfir á þessu sviði og komist yrði hjá kostnaði við að bygffla upp annan aðila til forystu. Jafnframt yrði leitað samkomu- lags við Landsvirkjun um frekari skref í þá átt, að fyrirtækið taki við þessum virkjunum og megin- stofnlínum landsins sem eignar- og rekstraraðili, enda verði sama heildsölugjaldskrá hjá fyrirtæk- inu hvarvetna á landinu. Með þetta í huga er að því stefnt með frumvarpinu að fela lands- virkjun að reisa og reka umrædd- ar virkjanir, enda takist samning- ar þar að lútandi, en að oðrum kosti verði stuðst við Rafmagns- veitur ríkisins eftir því sem að- stæður bjóða.“ — Þá er einnig vikið að iðnaði og orkuyinnslu: Iðnaður oj? orkuvinnsla — forsendur og áfangar „Ekki er talið tímabært á þessu stigi að taka ákvarðanir um ein- staka kosti í orkufrekum nýiðnaði. Iðnaðarráðuneytið hefur áður gert grein fyrir athugunum á sínum vegum á þessu sviði, og mun síðar eftir því sem þeim miðar áfram, kynna hugmyndir og tillögur um nánari stefnumörkun í þessu efni. Hér verða því einungis raktar meginlínur slíkrar stefnumótun- ar, og að því marki sem nauðsyn- legt er talið vegna virkjunarstefn- unnar. Við val milli kosta í orkufrekum nýiðnaði og staðsetningu og tíma- setningu slíkra iðjuvera koma mörg atriði til álita. Eru þessi helst, og er þá röðinni ekki endilega ætlað að sýna mikilvægi hvers um sig: — Krafan um virk íslensk yfirráð yfir framleiðslu, tækniþróun og markaðsstefnu — Arðsemi — Nálægð við helstu virkjunar- staði — Umhverfisvernd — Byggðasjónarmið — Staðhættir, þar með talin rösk- unarhætta á byggð og atvinnu- starfsemi sem fyrir er — Markaður fyrir afurðir sé tryggður. Allir þessi þættir eiga að hafa áhrif við mótun iðnaðarstefnu og þegar nýjum iðjuverum er komið á fót og þeim ákveðinn staður. Að athugunum vegna staðarvals fyrir orkufrekan iðnað og meiriháttar nýiðnað er unnið á vegum sér- stakrar nefndar, er ráðuneytið skipað sl. haust og orkustefnu- nefnd ríkisstjórnarinnar vinnur m.a. að athugun á nýtingarkost- um. Þegar rætt er um staðarval iðnaðar og iðnaðarstefnu má hins vegar ekki gleyma almennum iðn- fyrirtækjum. Þau þurfa að rísa um allt land. Mikilvægi þeirra sést m.a. af því, að jafnvel miðað við efri mörk raforkuspárinnar fyrir iðnaðinn þarf almennur iðnaður væntanlega að taka við þremur af hverjum fjórum nýjum starfs- mönnum sem í iðnað leita, eða 225 manns á ári til aldamóta. Marka þarf samhæfða iðnaðarstefnu, er felur í sér bæði almennan og orkufrekan iðnað á þann hátt sem verður þjóðinni að sem mestu gagni þegar á heildina er litið. Einhliða áhersla á vissar iðn- greinar er varhugaverð. Þings- ályktunartillaga ríkisstjórnarinn- ar um iðnaðarstefnu, sem nú liggur fyrir Alþingi, tekur einmitt mið af slíkum viðhorfum. Á sama hátt þarf að taka tillit til álitlegra þróunarmöguleika í öðrum atvinnugreinum og fella orkuöflunar- og orkunýtingar- stefnuna að efnahagsgetu þjóðar- búsins og víðtækum þjóðhags- áætlunum. Varast ber óeðlilega þenslu á vinnumarkaði af þessum sökum svo sem föng eru á og ná þarf sem bestri og jafnastri nýt- ingu vinnuafls og tækja á þessu sviði. Með hliðsjón af framanrituðu og að teknu tilliti til allra þeirra sjónarmiða, sem rakin voru er eðlilegt að ganga út frá eftirtöld- um megindráttum: — Farið verði með gát í uppbygg- ingu orkufreks nýiðnaðar og tryggt verði virkt íslenskt for- ræði m.a. með því að leggja í fyrstu áherslu á þá kosti að öðru jöfnu, sem minni eru í sniðum og viðráðanlegastir. Höfuðáhersla verði lögð á slíka miðlungsstóra iðnaðarkosti (400—500 GWh) fram undir lok þessa áratugar. — Síðar kemur einnig til álita að ráðast í stærri fyrirtæki. Þar ber sérstaklega að leggja áherslu á traustan markað, staðgóða tækniþekkingu og hátt raforkuverð. — Almennum iðnfyrirtækjum og smáum orkufrekum fyrirtækj- um verði komið upp í öllum landshlutum eftir því sem hag- kvæmt þykir. — Huga ber að þróun úrvinnslu úr afurðum orkufreks iðnaðar í landinu." Raforkufrumvarp rikisstjórnarínnar: Undirbúningi Blöndu- og virkjana verði lokið sem í FRUMVARPI ríkisstjórnarinn- ar um raforkuver, sem iðnaðar- ráðherra kynnti í gær, er ekki tekin ákvörðun um hvort verði ráðist í Blöndu á undan Fljóts- dalsvirkjun eða öfugt, en i grein- argerð með frumvarpinu segir hins vegar svo um „meginstefnu um framkvæmdaröð varðandi þær virkjanir. sem leitað er heimilda fyrir“: „1) Hrauneyjafossvirkjun verði byggð í fulla stærð á næstu árum með 3. vélasamstæðu, sem hér er leitað heimildar fyrir, en 40 MW vantar til að fullnægjandi heimild sé fyrir 210 MW virkjun. 2) Hafist verði handa um að auka orkuvinnslugetu og að tryggja rekstur raforkuveranna við Þjórsá og Tungnaá með vatna- veitum til Þórisvatns (Kvísla- veita), aðgerðum til að auka miðl- unarrými þess og gerð stíflu við Sultartanga. Slíkar aðgerðir kæmu til framkvæmda á næstu 4—5 árum. 3) Undirbúningi vegna Fljóts- dalsvirkjunar og Blönduvirkjunar verði lokið sem fyrst og fram- kvæmdir við fyrri áfanga Fljóts- dalsvirkjunar og við Blönduvirkj- un skarist nokkuð. Verði við það miðað, að önnur þessara virkjana geti hafið rekstur á árunum 1986—87, en hin um 1990 eftir því Fljótsdals- fyrst sem markaðsaðstæður leyfa. 4) Framkvæmdir við síðari áfanga Fljótsdalsvirkjunar, við Sultartangavirkjun og Villinga- nesvirkjun hafa ekki verið tíma- settar, en orkuvinnslugeta þeirra til viðbótar gæti rúmast innan efri marka orkuspár á næstu 15 árum. Ákvarðanir um framkvæmdir hljóta hins vegar að ráðast af aðstæðum í landskerfinu og mark- aði er þar að kemur. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að leita eftir samkomulagi um virkjanir þessar, og réttindi sem þeim tengjast, við þá sem lög- mætra hagsmuna eiga að gæta, áður en framkvaemdir hefjast."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.