Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 32
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1981 Friörik Bergmann Bdrðarson - Minning Fæddur 25. júní 1943. Dáinn 5. maí 1981. Friðrik Bergmann Bárðarson var fæddur í Ólafsvík. Að honum stóðu traustar ættir Ólafsvíkinga. Hann var næst elsta barn hjón- anna Áslaugar Aradóttur og Bárðar Jenssonar. Friðrik ólst upp í glöðum og tápmiklum systkinahópi í for- eldrahúsum. Það voru fjörmiklir unglingar, sem voru að vaxa upp vestur í Ólafsvík fyrir rúmlega 30 árum. Aðstaða til leikja fyrir unglinga í Ólafsvík var önnur þá, en er í dag. Þá voru engin skipulögð leik- eða íþróttasvæði, en það hafði ekki minnstu áhrif á áhuga okkar barna og unglinga á leikjum og íþróttum. Þá þekktu menn ekki annað en að bjarga sér sjálfir um slíka aðstöðu. Þá höfð- um við fjöruna til þessara nota, mörg hundruð metra langa og breiða sandfláka. Óspart notuðum við þetta sjálfgerða leik- og íþróttasvæði. Snemma kom í ljós, að Friðrik var óvenju harðsnúinn og fylginn sér í leikjum okkar félaganna. Árin liðu og á fermingaraldrinum tók knattspyrnan við. Þá var gjarnan keppt við nágrannana þarna á fjörusandinum og jafnvel farnar keppnisferðir norður í land, og þótti þá í mikið ráðist. Þátt í öllu þessu tók Friðrik af elju og dugnaði. Það er eftirminni- legt frá þessum árum, að við félagarnir sóttumst eftir því að vera í návist Friðriks, því frá honum smitaði lífsgleði og kátínu. Meðan Friðrik átti heima í Ólafsvík tók hann mikinn þátt í starfi Leikfélagsins, og þar sem annarsstaðar þótti hann sannar- lega betri en enginn. Á heimili hans var alla tíð mikill leiklistar- áhugi og það var reyndar ein af' meginstoðum starfsemi Leikfé- lagsins. Þegar um fermingu fór Friðrik til þess starfs, sem átti eftir að verða hans ævistarf. Leið hans lá sem sé á sjóinn, eins og var um svo marga unga drengi í Ölafsvík fyrr og síðar. Sannast sagna, þá minn- ist ég þess ekki, að Friðrik hafi nokkurn tíma starfað í landi. Heita má, að hann hafi verið til sjós alla sína starfsævi, og nær ætíð sem vélstjóri. Óvenjulegur dugnaður og drenglyndi gerðu hann strax sem ungling að dugandi og eftirsóttum sjómanni. Mig langar til að segja hér frá atviki, sem átti sér stað er Friðrik var á Steinunni SH á síldarárunum fyrir austan. Þeir voru þá eitt sinn á leið út frá seyðisfirði eftir löndun. Friðrik var niðri í lest, en heyrði þá, að félagar hans uppi á þilfari voru að tala um að þeir sæju mann í sjónum framundan skipinu. Frið- rik snaraði sér upp, varpaði sér í sjóinn, og tókst að bjarga mannin- um, sem reyndist vera skipstjóri af finnsku skipi, sem farið hafði frá Seyðisfirði skömmu á undan þeim. Hafði maðurinn fallið fyrir borð, og mátti þarna sannarlega ekki miklu muna, að illa færi. Finnar veittu Friðriki sérstaka viðurkenningu fyrir þetta björg- unarafrek, og ennfremur hlaut Friðrik, að verðleikum, æðstu björgunarverðlaun Sjómanna- dagsins í Ólafsvík. Fyrir um það bil tíu árum kynntist Friðrik konu sinni, Þór- dísi Hjálmarsdóttur, sem ættuð er frá Dalvík. Stofnuðu þau heimili þar og áttu þar alla tíð heima. Um síðustu áramót fór Friðrik í land, eins og sjómenn orða það. Ætlaði hann að reyna fyrir sér við ný verkefni, en enginn ræður sínum örlögum. Hann var kallað- ur burt frá ástvinum sínum í blóma lífsins, þegar hann hafði tekið ákvörðun um að helga fjöl- skyldunni meira af tíma sínum, en sjómennskan hafði gert honum kleift. Friðrik lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn. Ég sendi öllum aðstandendum hans mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessun og virðing fylgi minn- ingu vinar míns Friðriks Bárðar- sonar. Gylfi Magnússon + Maöurinn minn og faöir okkar, JAKOB EINARSSON, Noröur-Reykjum, Mosfellssveil, lést 10. maí á Reykjalundi, + Eiginkona mín, SIGRÍöUR JÓNSDÓTTIR, Hvammi, Eyjafjöllum, andaöist í Borgarspítalanum 8. maí, Guöjóna Benediktsdóttir, Einar Jakobsson, Magnús Sigurjónsson. Rúnar Jakobsson. t Faöir okkar og bróöir, ANORÉS BJORNSSON, iést í Landspítalanum laugardaginn 9. maí. Jaröarförin veröur auglýst síöar. + Útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöir og ömmu, GUÐRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Hátúni 10b, sem andaöist 3. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn Alma Andrésdóttir, Edda Andrésdóttir, Helgi Björnsson. 13 maí kl. 13.30. Blóm vinsamlega afbeöin. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag fatlaöra og lamaðra, Halldór Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + RAGNAR GÍSLASON fré Viöey Sólvallagötu 52, lést í Borgarspítalanum 10. maí. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Kristín Kristjánsdóttir. + Elskulegur sonur okkar, bróöir, sonarsonur og mágur, BJÖRGVIN EMILSSON, Fögrubrekku 1, Kópavogi, sem lést af slysförum 5. maí, veröur jarösunginn frá Fossvogs- kirkju miövikudaginn 13. maí kl. 3. Elín Jónsdóttir, Emil Pálsson, + Valur Emilsson, Halldóra Emilsdóttir, Brynjar Þór Emilsson, Valbjörg Kristmundsdóttir, Klara Þorsteinsdóttir. Eiginmaöur minn, faðir okkar og tengdafaöir, ÁGÚST ÓSKAR SÆMUNDSSON, rafvirkjameistari. Skólabraut 1, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 8. maí, 4. Guöný Karlsdóttir, börn og tengdabörn. T Konan mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR, Æsufelli 4, Reykjavík, + veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 13. maí kl. 10.30, _ . Guömundur K. Gíslason, börn, tengdabörm og barnabörn. ÞÓRDÍS GESTSDÓTTIR, fré Hjaröarholti í Kjós, Vandamenn. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir oa afi, + Minningarathöfn um bræöurna, JOEL og BJARNA GUÐMUNDSSYNI, Eyjaholti, Garði, sem fórust með m.b. Báru VE 141 4. mars sl., fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 16. maí kl. 15. Þeim, sem vildu minnast hinna látnu, er bent á Slysavarnarfélag íslands, _ . . ... Guörun Pétursdóttir, Laufey Siguröardóttir. RAGNAR VALUR JONSSON, veítingamaöur, Sóllandi viö Reykjanesbraut, lést 8. maí. Júlíana Erlendsdóttir, Rakel Ragnarsdóttir, Björgvin Arnason, Jón Ó. Ragnarsson, Hrafnhildur Valdimarsdóttir, Ruth Ragnarsdóttir, Ómar Hallsson, Þór Ragnarsson, Vilhelmína Hauksdóttir, Hilmír Hinriksson, Hulda Sveinsdóttir og barnabörn. í gær var til moldar borinn frændi okkar, Friðrik Bergmann Bárðarson, Mímisvegi 9, Dalvík. Það slær mann eins og högg, að fá fréttir eins og þá er við fengum 1. maí sl., að Fiddi væri slasaður, jafnvel að tvísýnt væri um líf hans. Það eru undarleg örlögin, þegar maður er búinn að vera til sjós yfir 20 ár og loksins farinn að vinna í landi, þá skuli hann verða fyrir slysi er dregur hann til dauða. Einhvern ■ veginn hefði maður betur skilið, að þetta hefði gerst á sjó, enda frekar viðbúinn slíku. Fiddi var fæddur í Ólafsvík 25. júní 1943 og ólst þar upp fram undir tvítugt, er hann fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Þegar við vorum börn, bjuggu fjölskyldur okkar nálægt hvor annarri, svo eðlilegt var, að mikill samgangur væri á milli, enda tengjast bernsku- og æskuminn- ingar okkar, þannig að eðlilegt var að líta á alla krakkana sem einn systkinahóp. Það þótti sjálfsagt að vera samferða í skólann, fara á skauta inn á Vaðal, renna sér á sleða eða skautum á Langastígn- um og fara svo til ömmu og fá sér að drekka, láta hana segja sér sögu eða spila við hana. Seinna komu svo ár, þegar strákar fara að hugsa um bíla og annað sem stelpur hafa minni áhuga á, en alltaf var hægt að komast á rúntinn og fá far á sveitaböll. Síðan var farið að vinna, þá fer samverustundunum að fækka, hver hefur um sitt að hugsa, þó komu stundir sem hægt var að tala saman, en alltof fáar. Ekki var það af tilviljun, að Fiddi fluttist til Dalvíkur, því konan hans, Þórdís Hjálmarsdótt- ir, er þaðan ættuð, enda líkaði honum best að búa í samfélagi. líku því er hann var uppalinn í. Nú er skarð komið í hópinn, við viljum þakka Fidda allar skemmtilegu samverustundirnar, er hann átti svo stóran þátt í með sínu létta skapi. Alltaf var hann hrókur alls fagnaðar og líf og fjör þar sem hann var. Fiddi var næstelsta barn hjón- anna Áslaugar Aradóttur og Bárðar Jenssonar. Ólst hann upp í stórum hópi systkina, sem öll eru mjög samrýnd. Við vottum þeim, eftirlifandi eiginkonu hans, Þór- dísi Hjálmarsdóttur, og börnum einlæga samúð okkar. Systurnar Ólafsbraut 28 Kallió er komió. komin er nú stundin. vinarskilnaöar viökva*m stund. Vinirnir kveöja vininn sinn látna. er seíur hér hinn síöasta hlund. (irátnir til Krafar Konxum vér nú héöan. fylgjum þér. vinur. Far vel á hraut. (íuÖ oss þaó «efi. «Iaöir vér mexum þér síöar fykja í friöarskaut. (Vald. Briem) Mágkona. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að herast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagshlaði. að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunhlaðsins. Handrit þurfa að vera véirituð og með góðu línuhili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.