Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 46
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1981 f wmmmmMímmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimi Tvö lagleg mörk færðu KR sigur KR HREPPTI TVÖ stÍK í sínum fyrsta leik i 1. deildar keppninni í knattspyrnu þetta árið, FII hins vegar er án stiga eftir fyrstu umferðina, því ekki geta allir unnið einn og sama leikinn. KR sigraði Hafnarfjarðarliðið 2—0 og var sá sigur síst of stór, því ágæt marktækifæri fóru forgorðum. bessi fyrsti leikur virðist lofa góðu um framhaldið hjá KR, liðið lék oft skínandi vel gegn FII, sem stóð sig þó alls ekki sem verst þrátt fyrir ósigurinn. í hálfleik stóð 1—0. Leikurinn fór afar rólega af stað og ef nokkuð, þá voru FH-ingar sterkari aðilinn framan af. Liðið sótti meira, en herslu- muninn vantaði að opna KR-vörn- ina eins og þurfti. Enda voru það KR-ingar sem fengu bestu færin þó svo að sóknarþungi FH hafi verið meiri. Strax á 16. mínútu leiksins var Óskar Ingimundarson í góðu færi, en tókst ekki að stýra knettinum rétta stefnu með höfði sínu, knötturinn skoppaði fyrir markið í staðinn fyrir að skoppa inn í það. Og 7 mínútum síðar fékk KR aukaspyrnu nánast á víta- teigslínunni, FH-ingar heppnir þar að fá ekki vítaspyrnu í höfuð- ið. Óskar spyrnti þrumuskoti í gegn um varnarvegg FH og knött- urinn stefndi efst í markhornið, er Hreggviður Ágústsson hoppaði eins og köttur og bjargaði ævin- týralega. Besta tilraun FH kom eins og þruma úr heiðskýru lofti á 43. mínútu og ef knötturinn hefði hafnað þá í netinu, hefði það verið mark ársins. Ólafsvíkingurinn Magnús Stefánsson fékk knöttinn næstum 40 metra frá marki KR og var hann ekkert að tvínóna við hlutina, heldur spyrnti af öllum kröftum með vindinum að mark- inu. Ótrúlegur þrumufleygur og knötturinn skall á markvinklinum og þaðan yfir markið! En það var skammt stórra högga á milli, því aðeins mínútu síðar kom mark hinum megin á vellinum. Og þar var laglega að verki staðið, Sverrir Herbertsson lék upp að endamörk- um hægra megin og sendi hnit- miðaða sendingu á kollinn á Óskari Ingimundarsyni, sem skallaði knöttinn í netið, óverjandi fyrir Hreggvið. Einbeitingu FH-inga sló út um tíma eftir markið og frarnan af síðari hálfleik voru KR-ingar að- gangsharðir við markið. Sæbjörn og Sverrir áttu báðir þrumuskot naumlega fram hjá marki FH og á 62. mínútu skoruðu KR-ingar síð- an aftur. Óskar Ingimundarson og Atli Þór Héðinsson sóttu þá lag- lega upp hægra megin og Óskar stakk síðan knettinum inn á Sverri Herbertsson, sem hafði losað sig við varnarmenn FH. Sverrir skaut, en Hreggviður varði snilldarlega, Sverrir skaut aftur, en Hreggviður var enn erfiður við að eiga. En þegar Sverrir fékk knöttinn rétt einu sinni kom Hreggviður loks engum vörnum við, 2—0. FH-ingar gáfu sig ekki og fá prik fyrir að gefast ekki upp. En KR-ingar voru heldur betur upp- fullir sjálfstrausts og vörn FH gaf færi á sér, ekki síst er liðið reyndi að sækja meira en áður. Þannig komst Vilhelm Frederiksen einn að marki FH þegar 6 mínútur voru eftir, hann var nýkominn inn á sem varamaður og hafði ekki snert knöttinn fram að því. En Hreggviður kom vel út á móti og Vilhelm spyrnti knettinum beint í KR — FH 2—0 búkinn á markverðinum. Lokatöl- unum varð því ekki breytt. KR-liðið var nokkuð gloppótt að þessu sinni, lél skínandi á köflum, en hafði hægt um sig þess á milli. Óskar Ingimundarson er fram- herji sem á örugglega eftir að láta meira að sér kveða í sumar, útsjónarsamur markaskorari. Þá lék Sverrir Herbertsson vel í stöðu hægri útherja og Atli Þór Héð- insson gerði góða hluti, svo ekki sé minnst á Sæbjörn Guðmundsson, sem er einn skemmtilegasti leik- maður 1. deildarinnar. Vörnin var traust, með Ottó í fararbroddi. FH-ingar léku alls ekki illa á köflum og góð barátta fylgdi. En sóknarleikurinn var ekki nógu beittur og vörnin opnaðist oftar en góðu hófi gegndi. Besti maður liðsins var Hreggviður Ágústsson í markinu. Magnús Teitsson skil- aði sínu einnig vel og Helgi Ragnarsson átti góðar sendingar á samherja af og til. Að öðru leyti var vottur af meðalmennsku yfir liði FH, en það getur betur, að minnsta kosti mætti ætla það þegar litið er á þá leikmenn sem liðið skipa. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild KR — FH 2-0 (1-0) Mörk KR: Óskar Ingimundarson (44. mín.) og Sverrir Herbertsson (62. mín.) Áminningar: Logi Ólafsson FH Dómari: Sævar Sigurðsson. —gg. KR-ingarnir Börkur Ingvarsson, Sigurður Pétursson og Óskar Ingimundarson sækja að Ásgeiri Arnbjörnssyni. Ljówn. Emiiu. Sigurður stórbætti sig í 5 km hlaupi „ÞETTA var góður áfangi og nú vonast ég til að gcta farið að gera atlögu að metinu." sagði Sigurð- ur P. Sigmundsson FII í viðtali við Morgunblaðið í gær, en hann stórhætti sig í fimm kilómetra hlaupi á frjálsíþróttamóti í Wolv- erhampton í Bretlandi um helg- ina. hljóp á 14:43,8 minútum. Sigurður átti bezt áður 14:56,8 frá því fyrr í vor. tslandsmetið á Sigfús Jónsson ÍR, en það er 14:26.2 minútur og vonast Sig- urður til að slá það í sumar, og hefur æft mikið og vel í vetur með það að markmiði. Árangur Sigurðar cr þriðji bezti árangur íslendings frá upphafi. milli hans og Sigfúsar er Kristleifur Guð- björnsson. sem hljóp á 14:32,0 mín. „Ég lenti í góðri keppni og hraðinn var mjög heppilegur, hlupum t.d. fyrstu 3.000 metrana á 8:51 mínútu. Ég hélt mig lengi aftarlega í hópnum, en þegar þrír hringir voru eftir færði ég mig upp í annað sætið og var þar á síðasta hring. Þeir voru margir sterkir á endasprettinum og hafn- aði ég því í jyötta sæti af 12 keppendum. Hlaupið vannst á 14:38,4 mínútum," sagði Sigurður. Sigurður sagðist mundu hlaupa tvö til þrjú 1500 metra hlaup á næstu vikum. Hann hleypur ekki fimm kílómetra aftur fyrr en í júní, en þá vonast hann til að bæta sig enn betur og jafnvel gera atlögu að íslandsmetinu. Þetta var í þriðja sinn í vor, sem hann hleypur undir 15 mínútum. Fyrsta mark ís • Guðmundur Torfason lengst til hægri á myndinni spyrnir 1 Ljósm.: Bjarni Friðriksson. • Fyrsta mark íslandsmótsins í knattspyrnu. Boltinn haf Guðmundar. Eins og sjá má er línuvörðurinn vel með á nótum Ljósm.: Bjarni Friðriksson. Elnkunnagjðfin Lið Fram: Guðmundur Baldursson Hafþór Sveinjónsson Trausti Haraldsson Sighvatur Bjarnason Marteinn Geirsson Ársæll Kristjánsson Ágúst Hauksson Albert Jónsson Guðmundur Stcinsson Guðmundur Torfason Pétur Ormslev (lék að. 15. min.) Lárus Grétarsson Lið ÍBV: Páll Pálmason Guðmundur Erlingsson Ingólfur Sveinsson Þórður Ilallgrimsson Viðar Eliasson Ómar J óhannsson Jóhann Georgsson Sigurlás Þorleifsson Kári Þorleifsson Ingólfur Ingólfsson Lið KR: 6 Stefán Jóhannsson 6 Jósteinn Einarsson 5 Sigurður Pétursson 6 Börkur Ingvarsson 7 Ottó Guðmundsson 5 Birgir Guðjónsson 6 Sæbjörn Guðmundsson 5 Atli Þór Héðinsson 6 Óskar Ingimundarson 7 Sverrir Herbertsson Hálfdán Örlygsson 6 Davíð Skúlason 4 (vm„ lék i 15. min) Lið FH: 5 Ilreggviður Ágústsson 5 Viðar Halldórsson 6 Magnús Stcfánsson 6 Logi ólafsson 6 Gunnar Bjarnason 7 Magnús Teitsson 5 Ásgeir Arnbjörnsson 5 Helgi Ragnarsson 5 Andrés Kristjánsson 4 Tómas Pálsson Pálmi Jónsson 6 5 6 6 7 5 7 7 7 7 4 6 8 4 6 5 5 6 5 6 4 5 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.