Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981 21 Gjaldeyrisvið- skipti í lágmarki BASTILLUNÓTT — Þúsundir manna sungu og dönsuðu á Bastillutorgi í hjarta Parísar í fyrrinótt cftir sigur Mitterands. Á borðanum stendur: „Burt með Giscard, Sameining.“ Tekst Mitterand enn að friða kommúnista? París, 11. mai. AP. ÝMSIR telja. að Francois Mitter- and eigi sigur sinn í forsetakosn- ingunum að þakka kommúnist- um — eða öllu heldur því hversu vcl honum hefur tekizt að fá kommúnista til liðs við sig í kosningabaráttunni. En nú er komið að skuldadögunum og ckki þarf að fara í grafgötur um það. að kommúnistar vilja hafa nokk- uð fyrir snúð sinn. George Marchais, leiðtogi kommúnista, sem fór svo eftirminnilega hall- oka í fyrri lotu forsetakosn- — ásamt kommúnistum — tögl og hagldir á löggjafarsamkundunni. Kosningarnar fara að líkindum fram í lok júní, en jafnvel þótt Mitterand takist að sannfæra Marchais um nauðsyn þess að kommúnistar og jafnaðarmenn vinni saman, er engan veginn víst, að flokkar þeirra nái slíkum árangri í þingkosningum að mögu- leikar verði á slíku samstarfi. Þótt stefna kommúnista og jafnaðarmanna fari saman í sum- um atriðum er grundvallarágrein- ingur um mikilvæg mál og ekki er ástæða til að ætla að betur gangi að jafna þann ágreining á næstu vikum en verið hefur. Þessi ágreiningur er fyrst og fremst á sviði utanríkis- og öryggismála, en annað ljón í veginum er stefnan í efnahags- og atvinnumálum, þar sem kommúnistar vilja ganga mjög langt í þjóðnýtingarmálum. París. 11. maí. AP. Gjaldeyrisviðskipti á ííjaldeyrismarkaði í París voru í látcmarki á mánu- daRsmorjrun. og er fjár- málaheimurinn í hálf- Kerðri hiðstöðu fyrst um sinn. að sögn heimilda. Orðrómur um að stjórn Ray- mond Barres mundi grípa til róttækra aðgerða til þess að vernda frankann ef á hann þætti halla, var komið á kreik fyrir kosningar. Gengi frankans hefur verið tiltölulega stöðugt í stjórn- artíð Barres. Seðlabankinn franski breytti ekki gengisskráningu sinni frá því fyrir helgi. Hins vegar hækkaði Banda- ríkjadollar örlítið gagnvart frankanum á gjaldeyrismörkuð- um í Evrópu, og hefur dollarinn ekki verið hærri gagnvart frank- anum i tæpan áratug. Einnig hækkaði verð á gulli. Franska tollgæzlan skipaði starfsmönnum sínum í dag að vera sérstaklega á verði gagnvart hugsanlegum seðlaflutningi úr landi í kjölfar forsetakosn- inganna. Einkum var landa- mæravörðum í Strasbourg við landamæri V-Þýzkaiands skipað að leita vel í stórum bílum frá fjarlægum héruðum. Stjórnartíð Valéry Giscard d’Estaing: George Marchais inganna, hefur hvað eftir annað lýst því yfir, að hann muni ekki styðja neina þá jafnaðarmanna- stjórn, sem kommúnistar fái ekki ráðherraembætti í. I kosningabaráttunni vildi Mitt- erand ekki gefa ákveðnar yfirlýs- ingar um hugsanlega aðild komm- únista að ríkisstjórn, næði hann kjöri. Hann fullyrti aðeins, að hann yrði aldrei fangi kommún- ista, um leið og hann kvaðst mundu skipa stjórn sína mönnum sem styddu hann í forsetakosning- unum. Til þess að stjórna landinu og hrinda í framkvæmd þeim umbót- um, sem hann hefur boðað, þarf Mitterand að tryggja sér meiri- hlutastuðning á þingi. Eins og þingið er nú skipað, hafa gaullist- ar, með Chirac í broddi fylkingar, og Lýðræðissamband Giscards 90 sæta meirihluta, en búizt er við því, að innan skamms rjúfi Mitt- erand þing og boði til nýrra kosninga í þeirri von að hann fái Frakkland orðið þriðja mesta útflutningsríkið París 11. maí. AP. VARÉIÍY Giscard d'Estaing fráfarandi forseti Frakklands er 55 ára, fæddur 2. febrúar 192G í Kohlenz í Þýzkalandi. en þar var faðir hans fjármála- stjóri franska hernámsliðsins eftir fyrri heimsstyrjöldina. Síðasta ár síðari heimsstyrjald- arinnar gegndi Giscard d’Es- taing herþjónustu í franskri skriðdrckasveit, en hóf síðan nám. og lauk prófi í hagfræði frá Ecole Polytecnique. Giscard d’Estaing var kjörinn á þing 29 ára gamall, og fjórum árum síðar varð hann aðstoðar fjármálaráðherra, þar sem hlut- verk hans var að breyta Frakk- landi úr bændaþjóðfélagi í iðnríki. Árin 1962—1966 var hann fjár- málaráðherra, og tókst honum þá að koma jöfnuði á fjárlögin í fyrsta skipti í 40 ár. Vegna ágreinings við Charles de Gaulle forseta, sem vildi afnema verð- lagseftirlit, er komið hafði verið á árið 1963, sagði Giscard d’Estaing af sér ráðherraembætti 1966. Eftir að Georges Pompidou var kjörinn forseti 1969 tók Giscard d’Estaing á ný við embætti fjár- málaráðherra. Þegar Pompidou lézt í apríl 1974, varð Giscard d’Estaing forsetaefni Óháða lýð- veldisflokksins, og í kosningunum bar hann sigurorð af frambjóð- anda Jafnaðarmannaflokksins, Francois Mitterand, sem nú hefur snúið dæminu við. Giscard d’Estaing kvæntist Anne-Aymone de Brantes, dóttur auðugs iðjuhölds, árið 1952, og eiga þau tvær dætur og tvo syni. Fyrst eftir forsetakjörið réyndi Giscard d’Estaing að vera alþýð- legur með því að umgangast alþýðufólk, en ákvað fljótlega að það hæfði hvorki forsetaembætt- inu né þjóðinni. Hann notaði völd sín út í yztu æsar, og hegðan hans var til þess að andstæðingar hans gáfu honum viðurnefnið „Giscard konungur”. Gagnrýnendur forsetans héldu því fram að Giscard misbeitti því mikla valdi, sem stjórnarskráin felur forsetanum, en þau völd voru sniðin eftir kröfum de Gaulle. Sögðu þeir að Giscard d’Estaing beitti valdi sínu til að þagga niður í andstæðingum, ganga framhjá þjóðþinginu, og koma trúnaðarmönnum sínum í öll embætti. Stuðningsmenn hans bentu hinsvegar á gjörðir Giscards d’Estaing. Frakkland er orðið þriðja mesta útflutningsríki heims, og fjöldi nýrra kjarnorku- vera hefur dregið mjög úr áhrif- um hækkandi olíuverðs. Þá segja stuðningsmennirnir að háþróuð iðnvæðing landsins á nýjum svið- um eigi eftir að taka við vinnuafl- inu frá verr settum iðnaði eins og spunaiðnaði. Giscard d'Estaing fer frá Chanonat til Parísar eftir kosningarnar. Forsetinn ekur sjálfur og bilstjóri hans situr i baksætinu. Fyrsta verkið að fara á fætur Ohatcau fhinon. 11. mat. AP. FRANCOIS Mitterand var stadd- ur á hótcli í franska þorpinu Chateau Chinon í miöhluta Frakklands þegar fregnir hárust af sigri hans í forsetakosningun- um á sunnudagskvöld. Þar með var 16 ára barátta hans fyrir því að ná kjöri oröin að veruleika. „Jæja," sagði hann og brosið færðist yfir andlitið, „það getur ekki breytzt úr þessu,” sagði Mitt- erand þegar liðið var á talningu, og tölvur spáðu honum sigri. Hann sýndi þó lítil geðbrigði miðað við viðbrögð fólksins sem var samankomið í hótelinu. Fólkið grét eða hrópaði af gleði. Stuðn- ingsmaður hrópaði til hans og spurði hvert yrði hans fyrsta verk á morgun, þegar hann væri orðinn Frakklandsforseti. „Fara á fætur,“ sagði hann í alvörutóni, „það er það fyrsta sem ég geri á hverjum degi.” Mitterand kaus að bíða úrslit- anna í Chateau Chinon, sem verið hefur heimabær hans frá því skömmu eftir seinni heimsst.vrj- öldina, en þar hefur hann þó aldrei eignast heimili, vegna starfa sinna í París. En þegar hann kemur til þorpsins, sem er í kjördæmi hans, fær hann jafnan herbergi númer 15 á Vieux Morvan-hótelinu, tveggja manna herbergi og sturtu- laust, sem kostar andvirði 16 dollara yfir sólarhringinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.