Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981 ínsœldarlistar ISLAND Top 12 1. 45RPM ................ Utangarösmenn 2. GREATEST HITS .............. Dr. Hook 3. BEST OF BOWIE ........... David Bowie 4. BALLADE D’AMOUR .. Richard Clayderman 5. Hl INFIDELITY ...... REO Speedwagon 6. ÓMAR RAGNARSSON SYNGUR FYRIR BÖRNIN ........ Ómar Ragnarsson 7. HEYR MÍNA BÆN .......... Ellý Vilhjálms 8. BESSI SEGIR BÖRNUNUM SÖGUR ................. Bessi Bjarnason 9. BULLY FOR YOU ......... B.A. Robertson 10. SKY 3 .......................... Sky 11. TRUST ................... Elvis Costello 12. BEATLES BALLADS ............. Beatles BRETLAND Stórar plötur 1 ( 1) KINGS OF THE WILD FRONTIER .......... Adam & the Ants FUTURE SHOCK ............... Gillan CHART BLASTERS ’81 Ýmsir (K-tel) LIVING ORNAMENTS 1979—1980 ............ Gary Numan COME AND GET IT ....... Whitesnake HOTTER THAN JULY .... Stevie Wonder HIT’N’RUN .............. Girlschool MAKING MOVIES ......... Dire Straits JAZZ SINGER .......... Neil Diamond 10 ( 6) THIS OLE HOUSE ... Shakin’ Stevens 2 3 4 5 6 7 ( 2) (-) (-) ( 4) ( 3) ( 5) 8 ( 7) 9 ( 8) Litlar plötur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 ( 1) MAKING YOUR MIND UP .... Bucks Fizz ( 2) CHI MAI ........... Ennio Morricone (—) STARS ON 45 ............ Star Sound ( 4) GOOD THING GOING ..... Sugar Minott (—) GREY DAY ................. Madness ( 7) CAN YOU FEEL IT? ........ Jacksons ( 3) THIS OLE HOUSE .... Shakin’ Stevens ( 8) NIGHT GAMES ....... Graham Bonnett ( 6) EINSTEIN A GO GO ....... Landscape ( 5) LATELY ............. Stevie Wonder BANDARIKIN Stórar plötur 1 ( 2) PARADISE THEATRE .......... Styx 2 ( 1) Hl INFIDELITY .. REO Speedwagon 3 ( 3) ARC OF A DIVER ... Steve Winwood 4 ( 4) FACE DANCES ............... Who 5 ( 5) WINELIGHT ... Grover Washington jr. 6 ( 8) DIRTY DEEDS DONE DIRTCHEAP ................ AC/DC 7 ( 6) MOVING PICTURES ......... Rush 8 ( 7) ANOTHER TICKET ...... Eric Clapton 9 ( 9) DOUBLE FANTASY .... John Lennon/Yoko Ono 10 (10) DAD LOVES HIS WORK .. James Taylor Litlar plötur 1 ( 1) MORNlNG TRA.'N .... Sheena Easton 2 ( 2) JUST THE TWO OF US ........ Grover Washington jr. 3 ( 3) BEING WITH YOU .... Smokey Robinson 4 ( 4) ANGELOFTHE MORNING .............. Juice Newton 5 ( 7) BETTE DAVIS EYES ..... Kim Carnes 6 ( 5) KISS ON MY LIST ........ Daryl Hall & John Oates 7 (—) TAKE IT ON THE RUN .............. REO Speedwagon 8 ( 9) LIVING INSIDE MYSELF .... Gino Vanelli 9 (—) SUKIYAKI ......... A Taste of Honey 10 (10) I CAN'T STAND IT .... Eric Clapton Tvær þægilegar: Sky og J. J. Cale Hljómsveitina Sky kannast ef- laust margir við hérlendis, þar sem plötur hennar tvær, sem á undan þessari komu, seldust vel án nokkurrar kynningar sem heit- ið getur. Sky er skipuð fimm afbragðs tónlistarmönnum: John Williams, sem ætti að vera Islendingum að góðu kunnur. Hann er líklega frægasti núlifandi gítarleikarinn í klassískum gítarleik og hefur nokkrum sinnum heimsótt okkur og haldið einmenningshljómleika, reyndar fyrst fyrir hálftómu húsi í Háskólabiói fyrir um það bil tíu árum! Herbie Flowers heitir annar og hefur verið einn hæst skrifaðasti bassagítarleikari í breskum stú- díóum um áraraðir, og leikið á plötum með David Bowie og Bryan Ferry t.d. Tristan Fry er kunnur meðal klassíkera, hefur leikið á slagverk í sinfóníuhljómsveitum og á trommur í jazzhljómsveitum. Kevin Peek, Ástralíubúi, er minna þekktur, en hann leggur ekki minna í tónlistina sem gítar- leikari og lagasmiður en sjálfur John Williams. Steve Gray er fimmti liðsmað- urinn, hljómborðsleikari, sem tók sæti Francis Monkman í lok síð- asta árs og stendur sig með sóma hér. Tónlistin er öll ljúf og melódísk, fengin úr ýmsum áttum, þó mest úr melódískum klassískum verk- um, sem í er blandað áhrifum úr rokki, poppi, jazz og fleiru. Gítarleikur þeirra Williams og Peeks er mest áberandi, en Peek semur líka bestu verkin, „Moon- roof" og „Chiropodie no. 1“ (með Flowers). Peek leikur meira á Gibson-rafgítar, en Williams aft- ur meira á klassískan, þó þeir víxli því sín á milli. Hljómborðið gegnir ýmist hljómagangi eða melódíu- spili, en synthesizerar eru mest notaðir, þó Gray leiki einnig á píanó, harpsíkord og klavinett. Og slagverkið hans Fry er fyrsta flokks. J.J. Cale hefur verið átrúnað- argoð tónlistarmannanna eða „músíkant músíkantanna" eins og það er kallað. Cale hefur haft ótvíræð áhrif á marga og má nefna Eric Clapton og Dire Straits í því sambandi. John J. Cale er fæddur í Tulsa, Oklahoma, í Bandaríkjunum 1939 og hans fyrsta hljómsveit var Johnny & The Valentines, sem spilaði rokk á miðjum sjötta áratugnum í Tulsa. Síðan kom Gene Croce & The Rockets, J.J. Cale Trio, Leathercoated Minds og Delaney & Bonnie. Áður en hann kynntist Leon Russell og gaf út „Naturally" 1972 hafði komið út ein plata, „A Trip Down the Sunset Strip", sem var í hippaandanum! En 1972 byrjaði blúsferill og hans einstaki, afslappaði blues/ jazz/rokk-stíll sem margir hafa reynt. Á eftir „Naturally" komu „Really" 1972, „Okie“ 1974, „Trou- bador" 1976 og „5“ 1979. Flest laga hans hafa verið kóperuð af öðrum og bestu dæmin eru Eric Clapton og nú á síðustu plötu Santana. Á „Shades" eru 10 klassísk Cale-lög, sem eiga eftir að verða kóperuð af öðrum og sum hafa meira að segja þegar verið kóper- uð. Platan hefur líklega verið tekin upp meginhluta 1980, þar sem hún er tekin upp í mörgum stúdíóum með 27 meðspilurum í allt. Christine Lakeland er með honum í flestum laganna, en hún leikur á gítar, hljómborð og syng- ur með honum og ku semja lög í stíl Cales. Leon Russell tekur með Cale, nótu fyrir nótu, dúett í laginu „What Do You Expect", James Burton (gítar), Emory Gordy (bassi), Glen D. Hardin (píanó) og Jim Keltner (trommur) fara á kostum í „Pack My Jack“, en Kenny Buttrey (trommur), Carol Kaye (bassi), Russ Kun"kel (trommur), Jim Karstein (tromm- ur), Hal Blaine (trommur) og Reggie Young (gítar) koma líka allir við sögu. „Mama Don’t“, „Pack My Jack“, „Carry On“ og „What Do You Expect" eru áberandi góð. hia Nýjustu litlu plöturnar - Purrkur Pillnikk - Ellen Kristjánsdóttir - Jón Rafn - Þessa dagana rignir litlu plöt- unum á markaðinn. Plata Þeys, sem haföi „útgáfudag“ 23. apríl, sumardaginn fyrsta, kom í búðir á mánudaginn varl Aðrar nýjar plötur, sem komu í vikunni, voru þrjár. Fyrst komu tvær plötur frá Fálkanum, önnur með Ellen Kristjánsdóttur og hin meö Jóni Rafni. Ellen hefur áöur sungiö á plöt- um Ljósanna í bænum og Manna- korns, auk bakradda á ýmsum öðrum plötum, en nýja platan er hennar fyrsta undir eigin nafni. Lögin eru tvö á plötunni, „Eigum ennþá langt í land“, sem er eftir Magnús Eiríksson, og „í dag“, sem er eftir Friðrik Karlsson með texta Halldórs Gunnartsonar. Hljóðfæraleikarar á plötunni eru: Eyþór Gunnarsson, hljóm- borð og verkstjórn, Friörik Karlsson, gítar, Jóhann Ás- mundsson, bassagítar, Björn Thorarensen, hljómborö, og Gunnlaugur Briem, trommur, eða öðru nafni Mezzoforte. Platan var tekin upp í Hljóörita í febrúar með Gunnar Smára við upptökuborðið. „Vinur“ heitir plata Jóns Rafns Bjarnasonar, en lögin á henni eru „Eg syng fyrir vin minn“ og „Mitt eina ljós“, bæöi eftir hann sjálfan. Fyrra lagið náöi í úrslit söngva- keppninnar í útfærslu Ragnhildar Gísladóttur, en plata þessi átti þó að koma út fyrir síöustu jól, en lenti í vandræðum eins og fleiri plötur á þeim tíma. Platan var tekin upp í Hljóðrita meö aðstoð Gunnars Smára og hljóðfæraleikarar voru Björn Thoroddsen, gítar, Brynjólfur Stefánsson, bassagítar, Eyjólfur Jónsson, trommur, Hjörtur Hows- er, hljómborö, og Jón Rafn sjálf- ur, píanó í seinna laginu. Purrkur Pillnikk er ný hljóm- sveit, eins og flestir vita, og þrátt fyrir það, aö hljómsveitin hefur aöeins starfað síðan í mars, er komin lítíl plata frá þeim, sem þeir hljóðrituðu fyrir rúmum mánuði. Plata þessi er gefin út á nýju merki, Gramm, sem tveir versl- unarstjórar í Fálkanum standa fyrir, þeir Ásmundur Jónsson og Björn Valdimarsson. Á plötu Purrksins eru 10 titlar, en spilatími þó ekki nema um 12 mínútur. Platan heitir annars „Tilf“ og lögin: „Tílfinning", „Þreyta", „Grunsamlegt", „Ást“, „John Merrick", „Tíminn", „Slöggur“, „Læknir“, „Gleði“ og „Andlit“, og eru flest um mínúta að lengd. Platan var tekin upp á 9 tímum í Stemmu þann fyrsta apríl sl. undir verkstjórn Danny Pollocks, en Sigurður Rúnar Jónsson sá um að taka upp. Nánar verður fjallað um plötur þessar í Slag- brandi síðar. hia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.